Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ÖÍJðBÉlIfflMfe'BRtífeíl 7 Hlutafjár- söfnun hafin ^ Grundarfirði. Á NÆSTU dögum verður hald- inn stofnfundur um fiskmarkað á Snæfellsnesi að sögn tals- manns vinnuhóps um fiskmark- að. Flestir eru nú sammála um nauðsyn fiskmarkaðar á Snæ- fellsnesi, en ágreiningur er um tilhögun. Fiskmarkaður á Snæfellsnesi: Morgunblaðið/Björn Blöndal Thomas F. Hall flotaforingi yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli klippir á borðann til merkis um að nýja akstursbrautin sé formlega tekin í notkun. Keflavíkurflugvöllur: Ný akstursbraut fyrir flugrélar Keflavík. Ný akstursbraut fyrir flugvélar var vígð við hátíðlega athöfn á þriðjudaginn þegar Thomas F. Hall flotaforingi og yfirmaður varnar- liðsins klippti á borða því til staðfestingar. Nýja akstursbrautin ligg- ur samsíða annarri af tveim aðal flugbrautum vallarins sem liggur norður-suður og er jafn löng henni eða tæplega 3 km. íslenskir aðalverktakar unnu við gerð brautarinnar og nam heildarkostnaður við verkið liðlega 20,5 milljónum bandaríkjadala. Að sögn Friðþórs Eydal blaða- fulltrúa upplýsingaskrifstofu varn- arliðsins greiðir Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins allan kostnað við gerð nýju akstursbraut- arinnar. Hann sagði að nýja braut- in myndi greiða verulega fyrir og auka öiyggi um flugvöllinn. Tafir vegna aksturs flugvéla eftir flug- brautinni í flugtaksstöðu og eftir lendingu yrðu nú úr sögunni. Þá þyrftu flugvélar á leið til eða frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ekki lengur að þræða krókaleiðir um völlinn fyrir flugtak eða eftir lend- ingu á norður-suður-flugbrautinni. Friðþór sagði að framkvæmdir við akstursbrautina hefðu hafist í árslok 1989 og hefðu Aðalverktak- ar skilað brautinni 16. þessa mán- aðar sem væri 76 dögum á undan áætlun. Hann sagði að í brautina hefðu farið 76.000 rúmmetrar af fyllingarefni, 6.500 rúmmetrar af steinsteypu og 140.000 fermetrar af malbiki. Nýja aksturbrautin er 25 m á breidd og er helmingi mjórri en aðalbrautirnar. Hún er þó sér- staklega styrkt og er útbúin til notkunar sem varaflugbraut verði flugbrautir vallarins ónothæfar af einhveijum orsökum. BB Héraðsnefnd Snæfellinga iiefur undanfarið ár undirbúið stofnun fiskmarkaðar á Snæfellsnesi og hefur áætlunin miðað að því að stofna sérstakan markað með svip- aðri uppbyggingu og er á Fisk- markaði Suðurnesja. í Ólafsvík hefur hins vegar verið stofnaður vinnuhópur sem hefur sett sér það verkefni að stofna fiskmarkað með aðsetur í Ólafsvík en í nánum tengslum við Fiskmarkað Suður- nesja. Hefur vinnuhópurinn nú hrundið hugmyndum sínum í fram- kvæmd og hafið hlutafjársöfnun. Hallgrímur Staðarsveit: Lík finnst við Bjarnarfoss LÍK mannsins sem hvarf frá Hótel Búðum í júní 1990, og mik- ið var þá leitað að, fannst mið- vikudaginn 25. september urn 400 metra ofan við bæinn Bjarn- arfoss í Staðarsveit undir Bjarn- arfossklettum um 200 metra austan við samnefndan foss. Þráinn Bjarnason bóndi í Hlíðar- holti sem var þarna á ferð í smala- mennsku fann líkið. Af ummerkjum má ráða að maðurinn hafi hrapað úr klettum. ' Lögreglumenn úr Ólafsvík og Stykkishólmi ásamt Guðntundi Karli, lækni í Ólafsvík, komu á staðinn og var líkið flutt til Reykjavíkur. DAGSKRA: FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER Kl. 9.00 LUKKUHJÓLADAGARhefjastáSpítalastíg8og veittur 40% afsláttur aföllum vörum. T.d. fjallahjól á 25.638,- (kostar 42.729,) LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER KL. 10.00 LUKKUDAGAR halda áfram og enn er 40% afsláttur aföllum vörum. Númeraáir þátttökumiðar í skrúðferðina fást gefins. Kl. 14.00 Versluninni á Spítalastíg 8 lokað. Kl.14.15 SKRÚÐFERÐ. Lagt verður af stað í hópferð á reiðhjólum frá Spítalastíg að Skeifunni 1 /., þar sem ÖRNINN verður í framtíðinni með alla sína starfsemi. Kl. 15.00 Dregið verður úr númeruðu þátttökumiðunum um 21 glæsilegan vinning: 1. vinningur: SPECIALIZED „R0CKH0PPER" fjallahjól á kr. 50.075, 2. -6. vinningur: WINTHER hjólahjálmar á 2.915, 7.-11. vinningur: CATEYE halogen lugtir á 1.480, 12.-21. vinningur: TREK hnakktöskur ó 1.183, 40% AFSIATTUR Nú flytur ÖRNINN alla sína starfsemi í Skeifuna 11, og lokar þar með versluninni á Spítalastígnum sem starfrækt hefur verið þar sleitulaust síðustu 40 ór Við ætlum að gera það á glæsilegan hátt og selja allt úr versluninni með 40% afslætti, bæði á föstudag og laugardag. Þegar versluninni verður lokað á laugardaginn verður fjölmennt í reiðhjólaferð frá Spítalastígnum að Skeifunni 1J, og þar verða veitingar á boðstólum fyrir alla og happdrætti fyrir þáttakendur reiðhjólaferðarinnar. KVEÐJUM VIRTUSTU REIÐHJÓLAVERSLUN LANDSINS ÍÁRATUGIOG HEILSUM HENNIÁ NÝJUM STAÐ. mætum ölu emmess?* — — R e i ð h j ó / a v e r s / u n i n ORNINNP' RAÐGREIÐSLUR SKEIFUNNI V V VERSLUN SIMI 679890 VERKSTÆÐI SIMI 679891 SPITALASTÍG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 ir m «3* 4» #» m mk »*» 0* <*»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.