Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Stofnþing Landsbjarg- ar og hátíðarfundur á morgun á Akureyri STOFNÞING Landsbjargar - landssambands björgunarsveita verður haldið í Iþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardag, og að því loknu verður hátíðarfundur haldinn, að viðstöddum forseta íslands. Dagskrá fundarins hefst með hátíðarræðu formanns Landsbjarg- ar, sem kosinn verður á stofnþing- inu, en dr. Ólafur Proppé er nú formaður undirbúningsstjórnar. Þá flytur frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands ávarp sem og Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, flytur blessun sína og flutt verða ávörp og kveðjur. Jóhann Már Jóhannsson og Margrét Pétursdóttir syngja ein- söngslög, Þráinn Karlsson les ljóð og flutt verður kammertónlist, en að lokinni dagskrá verða kaffíveit- ingar. Um kvöldið er sameiningarfagn- aður í Iþróttahöllinni, en skömmu fyrir miðnætti verður glæsileg flug- eldasýning og verður flugeldum skotið á loft af varðskipinu Tý sem staðsett vérður á Pollinum. Þijátíu björgunarsveitir víðs veg- ar að af landinu taka þátt í stofnun Landsbjargar, en það eru Lands- samband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita sem sameina munu krafta sína í hinum nýju samtökum. Sálin hans Jóns míns ■ HLJÓMS VEITIN Sálin hans Jóns míns heldur tii Akureyrar um helgina og leikur í skemmtihús- inu 1929. Sálveijar hafa undanfarn- ar vikur unnið ötullega að þriðju breiðskífunni sem út kemur áður en langt um líður. Nokkur af nýju lögunum hljóma nyrðra um helgina. Þess ber að geta að áður hafði ver- ið auglýst að Sálin léki í 1929 helg- ina 4. og 5. október, en af því verð- ur ekki. ■ TÓNLEIKAR verða í íþrótta- höllinni á Akureyri í dag, föstu- dag, kl. 18. Þar leika hljómsveitirn- ar Stjórnin og GCD. Á undan þeim leika akureyrsku hljómsveitirnar Svörtu kaggarnir og Helgi og hljóðfæraleikararnir. Ekkert ald- urstakmark er á tónleikana, sem standa til kl. 21. Frá kl. 22-03 verð- ur dansleikur með Stjórninni og GCD. Þá leikur Stjórnin í Sjallan- um á laugardagskvöld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, er nú á vísitasíuferð um Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hann var við messu í Bægisárkirkju í Oxnadal í gær, en með honum á myndinni eru prófastur Eyfirð- inga, sr. Birgir Snæbjörnsson, og sóknarpresturinn, sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson. Eyjafjarðarprófastsdæmi: Biskupi hvarvetna vel tekið á vísitasíuferðinni VÍSITASÍUFERÐ biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, um Eyjafjarðarprófastsdæmi hefur gengið mjög vel, en hún er nú hálfnuð. Hvarvetna hafa biskup og fylgdarfólk hans hlotið hinar bestu móttökur og samverustund- ir með söfnuðum og á sjúkrastofn- unum verið hinar ánægjulegustu. Með biskup í för er eiginkona hans frú Edda Sigurðardóttir, en prófastur Eyfirðinga, séra Birgir Snæbjörnsson á Akureyri, fylgir þeim um héraðið. Ferðin hófst síðastliðinn sunnu- dag og kom biskup þá við í þrem- ur kirkjum, að Möðruvöllum í Hörgárdal, Glæsibæjarkirkju og Glerárkirkju. í vikunni hefur hann heimsótt Kaupangskirkju, Munkaþverárkirkju, Lögmanns- hlíðarkirkju, staldrað við á Krist- nesspítala, að Hóium og verið við messu í Möðruvallakirkju í Eyja- fjarðarsveit og Saurbæjarkirkju, en í þremur síðasttöldu kirkjunum var þétt setinn hver bekkur við messu á miðvikudag. Á morgun, föstudag, verður vísiterað í Grímsey og að Völlum í Svarfaðardal. Messað verður að Stærra-Árskógi fyrir hádegi á laugardag og um kvöldið í Hrísey- jarkirkju. Á sunnudag heimsækir biskup Ólafsfirðinga, en um kvöldið verður hann í Akureyrar- kirkju. Eftir helgi verða Tjarnar- og Urðarkirkjur heimsóttar. Pró- fastur Eyfirðinga segir þess vænst að fólk fjölmenni og fagni biskupi sínum. í efstu röð eru Björn Bjartmarz, Finnbogi Þorláksson og Óskar Jóhannsson. í miðröðinni eru Guðmundur Stefánsson, Lárus Gunnlaugsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Bjarni Sigtryggsson, Finnur Baldursson, Hilmar Sigurbjartsson, Róbert Agnarsson og Bjarni Hafþór Helgason, fremstir eru Kristján Siguijónsson, Einar Viðarsson, Benedikt Bjarnason og Davíð Hjaltested. Víkingar - Norðurlandi: Stuðningsfélag stofnað VÍKINGAR - Norðurlandi er heiti á stuðnings- og átthagafélagi sem eldheitir stuðningsmenn Víkinga stofnuðu á Akureyri i vikunni. Um 20 manns hafa skráð sig í félagið, sem er meiri þátttaka en reiknað var með. Kristján Siguijónsson sem kjör- inn var forseti sagði að fyrsta verk- efni hins nýstofnaða félags væri að efna til hópferðar norðanmanna er Víkingar vígðu nýtt íþróttahús sitt í nóvember. Björn Bjartmarz framkvæmda- stjóri og hetja Víkinga færði hinum norðlensku Víkingum að gjöf treyju sína nr. 17, þá er hann klæddist er hann skoraði mörkin tvö gegn Víði í keppninni um ístandsmeistaratitilinn. Þeim Norðlendingum sem taug- ar bera til Víkinga geta skráð sig í félagið hjá forsetum þess þeim Róbert Agnarsson í Reykjahlíð í Mývatnssveit og Einar Viðarsson á Akureyri auk Kristjáns Brids: Stórmót Bridsfélags Akur- eyrar og Flugleiða um helgina STÓRMÓT Bridgefélags Akur- eyrar og Flugleiða verður hald- ið á Akureyri dagana 27. og 28. september. Spilað verður í Hamri, félags- heimili íþróttafélagsins Þórs. Mót- ið hefst kl. 20. annað kvöld, föstu- dagskvöld, og eru mótslok áætluð um kl. 19 á iaugardag. Peninga- verðlaun eru fyrir þijú efstu sæt- in, en auk þess verður keppt um tvenn aukaverðlaun í annarri og þriðju lotu, þannig að keppendur þurfa ekki að leggja upp laupana þó illa gangi framan af spila- mennskunni. Amtsbókasafnið: Sýning á amerískum bókum og tímaritum SÝNING á amerískum bókum og tímaritum verður opnuð á Amts- bókasafninu á Akureyri næstkomandi mánudag, 30. september, kl. 13.00. Á sýningunni verða um 380 titlar frá um 80 útgefendum. Viðfangsefni þessara rita, sem flest eru gefin út á árunum 1989- 1991 er umhverfismál, séð frá öll- um sjónarhornum, en meginá- herslan er á þau atriði sem helst hafa verið í brennidepli undanfarin ár; gróðurhúsaáhrif og loftmeng- un, súrt regn, offjölgun, orkumál, vatnsmengun, eyðing skóga og þurrkar. Þá eru nokkur sýnishorn bóka sem fjalla um það hvernig hægt er að hafa áhrif á umhverfið með breyttum lifnaðarháttum og samfélagslegum aðgerðum. Sýningin verður opin á opnun- artíma safnsins og stendur hún yfir fram til miðvikudagsins 2. október. Bókasýning þessi er á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna og verður hún sett upp á Egilsstöðum er henni lýkur á Ákureyri, eða 3. október næst- komandi og þar á eftir í Banda- ríska bókasafninu í Reykjavík 9. október. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.