Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 31
___________________________MORGUNBLAÐIÐ - FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Andrés H. Friðriks- son - Minning' Fæddur 29. apríl 1954 Dáinn 14. september 1991 Á lífsleið minni, sem varla telst löng, hef ég kynnst mörgum og eignast félaga og kunningja, en ég hef aðeins eignast einn sannan vin á ævinni. Nú er búið að kalla hann í burtu. Hann er farinn í ferð- ina löngu, sem aldrei tekur enda. Haukur, vinur minn, var sá sem aldrei brást mér, þegar ég leitaði til hans, hvenær og hvernig sem á stóð. Við vorum ekki háir í loftinu, þegar leiðir okkar lágu saman á æskustöðvum okkar í Vestmanna- eyjum. Það var sama hvað á gekk, alltaf stóðum við saman. Við fórum í sameiginlega rann- sóknarleiðangra og könnuðum lífið og tilveruna. Öll reynsla barnsins, unglingsins og síðar hins fulltíða manns, var okkur sameiginleg. Við klifum fjöll saman, fermd- umst saman, fórum í fyrstu útileg- una saman, prakkarastrik og strákapör, allt var þetta okkur sameiginlegt. Við glingruðum saman við stút og það var nánast ekkert það til í lífi sprækra og heilbrigðra stráka, sem við ekki reyndum saman. Við stofnuðum heimili um svipað leyti og þó við værum komnir með betri helminginn uppað síðunni, héldum við alltaf sambandinu. Mörgum þótti nóg um þennan vinskap og fyrirgang, en það eru ekki allir sem skilja þá leyndar- þræði, sem góð vinátta getur bund- ið milli tveggja einstaklinga eitt stutt æviskeið. Haukur var kallaður í burtu svo snöggt og svo fljótt, að ég gat ekki einu sinni kvatt hann eins og ég hefði viljað. Eftir stendur tóma- rúm, sem seint verður fyllt uppí. Það er svo margt sem ég vildi segja honum, en núna er það of seint. Ég bið góðan Guð að hug- hreysta þig, Helga mín, sem og börn ykkar og móður Hauks og systur. Drottinn styrki ykkur og huggi í ljúfri minningu um góðan dreng og yndislegan heimilisföður. Velferð heimilis, barna og eigin- konu var hugsun og hamingja Hauks. Núna, þegar ég horfi á eftir Hauki vini mínum, á ég mér þá einu ósk að algóður Guð taki vel á móti honum og þegar kallið kemur að mér auðnist að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið svo snöggt og allt, allt of fljótt. í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafíð, hugljúfur, glæstur, ðllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Þessar ljóðlínur eru úr kvæði Tómasar Guðmundssonar og eru kveðjuorð mín til Hauks. Árni Marz Friðgeirsson Þegar mér var tilkynnt um há- degi laugardaginn 14. september að Haukur mágur minn hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn trúði ég ekki fregninni. Mér varð hugsað til yngstu systur minnar, sem hafði fyrir sólarhring lagt af stað með honum í siglingu. Ferð- inni var heitið til Hull til þess að selja afiann af Skarfinum GK. Mér varð hugsað til skipsfélaga hans, en fyrst og fremst fann ég þennan nístandi vanmátt. Dauðinn er vís hverjum manni, það vita allir sem komnir eru til vits og ára, þó mað- ur kjósi að hugsa sem minnst um hann, en stundum kemur kallið allt of snemma. Haukur varð ekki nema 37 ára gamall, það er ekki hár aldur. Við sem þekktum til trúðum því að hann væri að byija besta tímabil ævi sinnar, allt gekk svo vel. Litla fjölskyldan var nýflutt í stærra húsnæði, sem þau voru að gera upp. Það var mikil gleði og miklar væntingar eins og gengur þegar hlutirnir virðast ætla að ganga upp. Minningarnar streyma fram í hugann, flestar góðar. Fyrir rétt- um 16 árum hófu þau búskap Haukur og Helga Pétursdóttir, yngsta systir mín. Gekk hann þá í föðurstað Guðrúnu Höllu tveggja ára dóttur Helgu, sem fæddist mikið fötluð. Hún hefur þuiTt meiri umönnun en heilbrigð börn, og aldrei varð annað séð en að hún væri hans eigið barn svo vel hugs- aði hann um velferð hennar. Okkur fannst það lýsa því vel hvern mann hann hafði að geyma. Saman áttu þau tvær dætur, Sesselju, sem férmdist í vor, og Sigrúnu, sem er tveggja ára. Andrés Haukur, en það hét hann fullu nafni, fæddist í Vestmanna- eyjúm 29. apríl 1954, fyrsta barn foreldra sinna, systir hans Arndís árinu á eftir á sama degi. Hann ólst upp eins og aðrir Eyjapeyjar í dýrðlegu umhverfi eyjanna við nám og störf, aðallega störf. í Eyjum snerist allt um að bjarga verðmætum á uppvaxtarárum hans, sem m.a. kom fram í því að unglingum var gefið tímabundið frí frá skóla þegar mikill afli barst á land og var það vel þegið hjá flestum. Þessi kynni af atvinnulíf- inu mótuðu marga á þeim árum. Ekki fór Haukur í langskólanám þó hann hefði til þess alla burði heldur helgaði hann sig sjó- mennskunni. Snemma kom í ljós áhugi hans á vélum sem leiddi til þess að hann aflaði sér vélstjóra- réttinda haustið 1984 en hann hafði þá starfað sem slíkur um nokkurra ára skeið. Hann var vél- stjóri á Skarfinum GK frá Grinda- vík til hinstu stundar. Daginn fyrir andlát sitt hafði hann hringt í móður sína og slegið á létta strengi, en með þeim var sérstakt vináttusamband, og hún eins og mæðrum er-tamt bað hann um að fara varlega. Missir hennar er mikill, manninn sinn missti hún úr sama sjúkdómi aðeins 51 árs að aldri, en efst í hennar huga er fyrst og fremst þakklæti fyrir allt sem Haukur var þeim. Það er góð tilfinning í mikilli sorg að eiga fagrar minningar; að vera sáttur. Mér verður hugsað til systur minnar en þau voru afar hamingjusöm, svo góð við hvort annað og líka við okkur hin, við nutum þess öll. Ég er þakklát fyr- ir að hafa verið samferða honum og ég er þakklát fyrir að hafa sagt honum það meðan enn var tími. Legg þú á djúpið, þú, sem þreyttur lendir úr þungaróðri heimsins, —. Jesús bendir, 0, haf nú Drottin hjá þér innan borðs. Þú fer þá góða ferð í síðsta sinni, því sálarforða skaltu byrgja inni, Guðs eilífa orö. (Sb. 1886 - M. Joch.) Sérstakar þakkir fyrir drengi- lega aðstoð og hlýtt viðmót færum við áhöfninni, Dagbjarti Einarssyni og Birnu konu hans og sóknar- presti þeirra Grindvíkinga, séra Jónu Þoi’váldsdóttur. Hallgerður Pétursdóttir Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þannig hugsaði ég þegar ég frétti andlát vinar rníns Hauks eins og hann var alltaf kall- aður. Ég var sem þrumu lostinn og vonaði að þetta væri einhver misskilningur en það var staðreynd að Haukur var dáinn. Síðan hefur hann ekki farið úr huga mínum og langar mig að hripa nokkur fátækleg orð til að minnast hans. Við kynntumst fyrst fyrir um 10 árum, þá átti hann heima í Garðhúsum sem kallað er, ég kom þangað oft í heimsókn til þeirra hjóna og mætti mér alltaf hlýja og vinsemd á þeirra heimili og þótti mér alltaf gott að koma þang- að. Þá spjölluðum við um lífið og tilveruna og það voru sagðar skemmtilegar sögur og brandarar og mikið var hlegið. Eitt var það í fari Hauks sem mér líkaði strax vel, það var hvað hann var góður hlustandi. Þegá'r ég var að segja frá mínum málum þá sat hann og gaf sig allan í að hlusta og skaut inn orði og orði. Hann var einn af þeim sem maður gat treyst fyr- ir sínum málum og átti auðvelt með að vera hreinskilinn við. Á miði-i vertíð 1984 var ég á Farsæli á netum þegar Haukur réð sig um borð, og ég man svo eftir því hvað viðbrigðin voru mikil þeg- ar hann bættist í hópinn því það skotgekk að draga eftir að hann kom um borð. Ég tók eftir því hvað hann var duglegur til vinnu, hann stoppaði ekki og við vorum búnir fyrr að draga heldur en áður enda sagði ég honum strax frá því og hann var að sjálfsögðu ánægður með það. Eftir að ég kynntist kon- unni minni þá urðu ferðirnar færri til þeirra hjóna, því ég fluttist til Reykjavíkur. Hann var þá yfirvél- stjóri á Skarfinum GK og var þar til hann lést. Haukur var mikið á sjó síðustu árin en við héldum alltaf sambandi öðru hvoru með því að slá á þráð- inn til að fá fréttir hvor hjá öðrum. Ég fluttist svo til Grindavíkur og þegar hann var í landi fórum við hjónin stundum til þeirra í heim- sókn og alltaf tókst hann á loft og kyssti okkur bæði og bauð okk- ur velkomin í kaffi, þetta var hans aðferð til að segja okkur að honum líkaði vel við okkur. Svo var skipst á að segja fréttir, því frá miklu var að segja því við hittumst svo sjaldan. Og alltaf spurði hann strax hvernig gengi hjá okkur og samgladdist alltaf þegar vel gekk, því alltaf vildi hann fylgjast með og hjálpa til ef hann mögulega gat og gaf ráðleggingar ef því var að skipta. Hann mátti aldrei aumt 31 sjá, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum, og eitt var það sem einkenndi hann, hvað hann átti gott með að treysta öðrum, og sagði kannski við þann sem hann var að aðstoða: Þú borgar þennan gi-eiða einhvern tímann, þegar vel gengur hjá þér, annars máttu sleppa því. Þetta var svo ríkt í honum. Númer eitt hjá honum var að rétta þeim hjálparhönd sem þurftu þess með af því að hann var í betri stöðu en þeir og deildi því ineð öðrum. Með andláti Hauks er stórt skarð komið í vinahópinn en minn- ingin um góðan dreng lifir. Við hjónin vottum okkar dýpstu samúð þeim sem eiga nú um sárt að binda. Guð veri með ykkur öll- um. Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Kolbrún Pálsdóttir. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1980- 2.fl. 1981- 2.fi. 1982- 2.fl. 1987-2.fl.D4 ár 25.10.91- 25.10.92 15.10.91- 15.10.92 01.10.91-01.10.92 10.10.91 kr. 241.121.92 kr. 147.927,50 kr. 103.147,32 kr. 25.223,99 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Tennisáhugafólk Æfingar hjá Tennisfélagi Kópavogs hefjast sunnu- daginn 29. september í íþróttahúsi Snælandsskóla. Þeir, sem hafa áhuga, komi og láti skrá sig á milli kl. 12 og 13 á sama stað. T.F.K. DIOR KYNNING DIOR haustlitirnir og nýja ilmvatnið frá Dior DUNE veróa kynnt í dag kl. 1 -6. Snyrtivöruversl. Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.