Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 33 I I I ! I I I í í J I I Svava S. Lárus- dóttir - Minning Fædd 4. október 1910 Dáin 21. september 1991 Það er með djúpri sorg og sökn- uði, sem ég kveð nú Svövu, tengda- móður mína, eftir áratuga vináttu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Stríðinu er lokið. Maðurinn með ljáinn vann einn sigur enn. Við verð- um að lúta vilja hans, þess sem öllu ræður, þó svo okkur kunni að finnast það óréttlát úrslit. Ég ætla að minnast tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Ég ætla ekki að rekja ættir hennar eða uppruna. Það verður gert af mér fróðari mönnum. Svava var ung að árum er hún giftist dönskum manni, Carli Anton Carlsen, en með honum eignaðist hún fimm börn. Þau slitu samvistir. Árið 1951 giftist Svava eftirlif- andi eiginmanni sínum, Snorra Kristjánssyni, og eignuðust þau tvö börn. Það er sár harmur kveðinn að Snorra, börnum þeirra og öllum þeirra nánustu. Svava er ekki farin. Hun skilur eftir sig minningar sem lifa, því dýi-mætari sem lengra líð- ur. Öll sár gróa um síðir. Ég veit að hennar algóði Guð, sem hún trúði og treysti í lífinu, mun taka hennar útréttu hönd og leiða hana inn í þann heim, þar sem hún nú stígur sín fyrstu spor, laus við líkamlegar þjáningar. Að lokum, minn kæri Snorri, mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín, barna ykkar og annarra Látin er í Reykjavík tengdamóðir mín, Svava Schiöth Lárusdóttir, eftir langvarandi veikindi. Svava fæddist í Firði á Múla- nesi, Barðastrandarsýslu, 21. sept- ember árið 1910 og var því á áttug- asta og fyrsta aldursári er hún lést. Foreldar hennar voru hjónin Lárus Ásbjörnsson bóndi og kona hans, Helga Guðrún Sigurðardóttir. Hún ólst upp í stórum systkinahópi, en þau eru: Axel, Ásbjörn, Guðrún, Sigurður, Júlíus, Jenný, Soffía, Baldvin, Jón, Óskar og Hlíf. Um nokkurra ára skeið bjó íjöl- skyldan í Breiðuvík við Breiðaijörð en flutti árið 1926 að Hliði á Álfta- nesj, Gullbringusýslu. Árið 1951 giftist Svava tengda- föður mínum, Snorra Kristjánssyni, fyrrum verkstjóra hjá Eggert Kristjánssyni, sem lifir konu sína. Þau eignuðusttvö börn, Helgu,_sem er gift undirrituðum, og Ólaf. Áður hafði Svava verið gift dönskum manni, Carli Antoni Carlsen, og átti með honum fímm börn. Þau eru: Helgi Ottó, Svavar, Eiríkur, Kolbrún og Sonja. Öll lifa þau móð- ur sína. Svava var mikil lífsins kona, hlý, heilsteypt og góð manneskja. Hun hafði mikið yndi af tónlist og fót- mennt hvers konar og gætti þess vandlega að sitja góðar skemmtan- ir ekki af sér. Gestrisni hennar Elín Ólafs- Mig langar til að minnast Elínar Ólafs, móðursystur minnar, nokkr- um orðum, en hún lést 8. septem- ber sl. Elín var dóttir hjónanna Magnús- ar Sigurðssonar bankastjóra og Ástríðar Stephensen. Hún var fædd 2. júlí 1909, elst í hópi níu systk- ina. Hún var stóra systirin í þessum hópi og mér fannst hún miðpunktur ijölskyldunnar frá því að ég man fyrst eftir mér. Elín giftist Guðmundi Ólafs lög- fræðingi, miklum öðlingi og heið- ursmanni. Guðmundur lést árið 1983. Guðmundur og Elín bjuggu mest alla hjúskapartíð sína í húsinu númer 37 við Tjarnargötu þar sem foreldrar Elínar höfðu búið. Elínu þótti vænt um þetta hús og innan ijölskyldunnar var hún jafnan köll- uð Ella í Tjarnargötu. í mörg ár þegar ég var barn að aldri héldu þau Ella og Guðmundur miklar veislur hver jól og buðu allri kynntust margir, enda var hún sér- lega góð heim að sækja. Það var ekki aðeins til þess tekið hversu höfðinglega var á borð borið, heldur var hún glaðlynd, ræðin og skemmtileg. Ég vil með þessum fáu orðum minnast tengdamóður minnar með þakklæti fyrir allt og allt á liðnum árum. Ég bið algóðan Guð að styðja og styrkja tengdaföður minn og Kveðjuorð fjölskyldunni. Húsið við Tjarnargöt- una vai' stórt og reisulegt og rúm- aði marga. I þessum jólaveislum var því oft glatt á hjalla og þær voru okkur börnunum mikið tilhlökkun- arefni. Það var gott að koma í heimsókn til EIlu og Guðmundar. Þar var tek- ið á móti manni opnum örmum. í mörg ár notaði Háskólinn gamla Tjarnarbíó sem kennsluhúsnæði. Ég kenndi þar nokkra vetur og greip stundum tækifærið að loknum fyrirlestri til að líta við hjá hjónun- um í Tjarnargötu og fá hjá þeim kaffisopa. Við sátum þá gjarnan saman dijúga stund og ræddum bæjarmálin, þjóðmálin, heimsmálin og menninguna. Þessar stundir lifa sterkt í minningunni. Elín móðursystir mín var skarp- greind, hreinskiptin og trygglynd kona. Hún og Guðmundur eigin- maður hennar veittu mér og systk- inum mínum mikinn stuðning og ____________Brids_______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Frá Bridssambandi Austurlands Á stjórnarfundi Bridssambands Austurlands 17. september síðastlið- inn voru eftirfarandi mót ákveðin: • Hraðsveitakeppni BSA verður haldin í Félagslundi, Reyðarfirði, 5. október næstkomandi og hefst kl. 13.00. Keppnisgjald er kr. 6.000,00 á sveit. Þátttökutilkynningar skuli hafa borist eigi síðar en miðvikudaginn 2. október. • Parakeppni BSA verður haldin í Félagslundi, Reyðarfirði, 19. október næstkomandi og hefst kl. 13.00. Keppnisgjald er kr. 3.000,00 á par. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist eigi síðar en miðvikudaginn 16. októ- ber, en lágmarksþátttaka er 12 pör. • Austurlandsmót í tvímenningi verður haldið í Hótel Valaskjálf, Egils- stöðum, dagana 1.-2. nóvember næst- komandi og hefst það kl. 18.00 fyrri daginn. Skráning í ofantalin mót er hjá Kristjáni í vs. 41271 og hs. 41221, Friðjóni í vs. 41200, Pálma í vs. 12080 og hs. 11421 og Sveini í vs. 11984 og hs. 11604. Vetrar-Michell BSÍ Vetrar-Michell BSÍ var spilaður í annað skipti föstudaginn 20. septemb- er. 18 pör mættu til leiks og efstu pör í NS urðu: Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir Reynir Óskarsson - Eyþor Jónsson Margrét Jakobsdóttir - Kristinn Gíslason AV: Þórður Sigfússon - Eyþór Hauksson Alda Hansen - Sigrún Pétursdóttir Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson Spilað er í Sigtúni 9, hvert föstu- dagskvöld og byrjar spilamennskan kl. 19.00, húsið er opnað og skráning hefst 18.30. Hvert kvöld er sjálfstæð keppni og bronsstig eru veitt eftir hvert kvöld eins og í félögunum. Bronsstigunum verður haldið saman í allan vetur og í vor verður krýndur bronsstigameistari BSÍ veturinn 91-92. Bridsdeild Barðstrendingafélag'sins Vetrarstarfið hófst síðastliðinn mánudag með eins kvölds tvímenn- ingi. 28 pör mættu til leiks. Röð efstu para varð eftirfarandi: Ragnar Björnsson - Leifur Jóhannesson 300 Gunnar R. Pétursson - Allan Sveinbjörnss. 284 Stcfán Ólafsson - Kristján Ólafsson 275 Ámi Eyvinds - Kristján Jóhannsson 275 Friðgeir Guðnas. - Guðmundur Sigurvinss. 253 Friðgerður Bened. - Friðgerður Friðgeirsd. 241 Meðalskor var 216 stig. Næstkomandi mánudagskvöld hefst 5 kvölda tvímenningur. Skráningu lýk- ur á sunnudagskvöld. (Ólafur s: 71374). Vokvomótorar ■ . ■ • / ( ' • ■ - . - _ ■ - v.-; - ■- ■■ • _ : = HEÐINN = < (/) VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! börn hennar öll. Blessuð sé minning hennar. Jón Oddur Sigurjónsson í dag kveð ég ásckæra ömmu mína, Svövu Schiöth Lárusdóttur, sem andaðist 21. þ.m. Þegar ég lít til baka til allra þeirra góðu stunda sem ég átti með ömmu, vekur það góðar minningar. Á heimili afa og ömmu dvaldi ég löngum stundum, því þar var ávallt. gott að vera. Amma var lífsglöð kona og hafði unun af dansi og söng. Alltaf átti hún amma mín nóg með kaffinu og var ólöt við að bera það á borð fyrir okkur systkinin, og var það lýsandi dæmi um höfðingsskap hennar. Að lokum vil ég þakka ömmu fyrir allt það góða sem hún gaf mér, og mun það fylgja mér um ókomin ár. Elsku afi minn, megi Guð styrkja þig á þessari sorgarstundu. Drottinn vakir, Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Fyrir hönd systkina minna, Snorri Ottó vinsemd. Ég minnist Elínar og þeirra hjóna beggja með hlýhug og þakklæti. Dætrum þeirra, frænkum mínum, votta ég samúð mína. Eggert Briem ..j-'-,..._ Hár-Panlol^ fi X T K I 'karing t«rlu,f hud oeti na&fi AHRIFÁRÍKUR HÁRKÚR VÍTAMÍN, STEINEFNI OG JURTIR. FYRIR HÁR, iBIITfEI 12« si HÚD OG NEGLUR BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 § i c= • «0 O) «o s o 4—* co w - CM E E 3 *o o. « cn s? E m E CNÍ JC ij JXL Jac O c . uz 'cn E o JQ æ -o *s ^ZZ 09 t— >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.