Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBEÍÍ 1991 ÖLJÖÐ í heimsó' hjá Háskólanum Ljóð og óljóð Sautjánda dag septembermán- aðar árið 1991 eftir Krists burð skrifaði Guðmundur Guðmundarson framkvæmdastjóri grein í Morgun- blaðið. Hann var ekki hrifinn af Ijóðabók Háskólans. Ljóð ort til Guðmundar Guð- mundarsonar framkvæmdastjóra: Skýrsla marsbúans. A plánetunni jörð eru ríflega 5.000 milljón manneskjur. Engin þeirra er eins. Svavar Sigurðsson skáld og skiptimiðakuðlari. -------♦ ♦ «----- Bragarbót Nýlega hafa orðið nokkrar um- ræður í blöðum og manna á meðal um þverrandi ljóðakunnáttu fólks, einkum þó fólks af yngri kynslóð- inni. En komið hefur fram, að ýmsir fþeim hópi kannast lítt eða ekki við hin snjöllustu skáld, sem gerðu garðinn frægan á þessari öld, eins og Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson. Varðandi kvæði Tómasar, sem um langt skeið var ástsælt borgar- skáld, en síðar þjóðskáld, má raun- ar geta þess, að margt yngra fólk kannast einna helst við ljóð hans „Eg leitaði blárra blóma“, vegna hins fallega lags Gylfa Þ. Gíslason- ar. En um lagið má fullyrða, að það falli undra vel að ljóðinu fagra, enda segja mér menn, sem kunn- ugir voru Tómasi, að hann hfi ver- ið mjög hrifinn af lagi Gylfa. En nú munu margir spyija hvað unnt sé að gera til þess að auka þekkingu þjóðarinnar á hinum bestu skáldum, íslenskum og helstu verkum þeirra. Ég tel, að þarna hafi skólarnir verk að vinna, og að það sé þeirra hlutverk að gera hér bragarbót. Margrét Jónsdóttir Ríkissjónvarpið; Takmarkað geymsluþol Ég er yfirleitt ánægður með Ríkissjónvarpið. Það gerir marga hluti vel. En eina venju hefur það sem mér finnst slæm. Þegar það fær almennilega framhaldsþætti, þ.e.a.s. spennuþætti, þá vill það treyna sér þetta ágætisefni. Láta heila viku líða milli útsendinga. Þetta er afleitt, maður er mest á nálum fyrstu daganna eftir útsend- ingu. Viku seinna er minnið farið að dofna og maður verður jafnvel að eyða fyrsta korterinu í að rifja upp fyrir sjálfum sér og öðrum atburðarásina í fyrra þætti. Ríkissjónvarpið fer illa með góða vöru sem á ekki að geyma of lengi. Þetta er eins og gosið í eins og hálfs lítra flöskunum. Maður fær sér eitt eða tvö glös og setur flösk- una í ískápinn. En í næstu viku er drykkurinn orðinn flatur, gos- laus. Karlskröggur í Vesturbænum Tortryggnir á sím- ann hjá Pósti og síma Póstur og sími auglýsir fagur- lega: „Síminn sparar þér sporin." Ekki er það mín reynsla. Það er sama hvað viðskipti maður þarf að eiga við þessa stofnun. Maður verður að mæta á staðinn og fylla út eyðublað. Það verður ekki ann- að sagt en að þeir séu mjög tor- tryggnir á símann hjá Pósti og síma. Það er sérkennileg reynsla að nota símann og hringja í símann til að biðja um upplýsingar. Manni er gefið samband við einn sem gefur samband við annan sem gefur samband við þriðja og svona gengur þetta í hring. Það er ekki heldur eðlilegt hvað maður verður oft fyrir því að fá rangt símanúmer. Ég segi fá rangt númer, ekki hringja í rangt núm- er. því ég hef slegið inn númer á forláta takkasíma í viðurvist vitna og það var svarað í öðrum síma en þeim sem hringt var í. Ef það er kvartað þá skrifa starfsmenn Pósts og síma orsökina — og kostnaðinn — á reikning notan- dans. Ég er orðin langþreytt á vinnubrögðum og viðskiptaháttum Pósts _og síma. Öskureiður viðskiptavinur LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur i SÍMI: 62 84 50 £ fullorfiinsfræðslan Lougavegi 163, 105 Reykjavík, sími 91-11170. • Alltaf til staðar alla daga • Öll kvöld allt árið • Þegar þú þarft á okkur að halda • Námskeið og námsaðstoð fyrir alla • Grunn- og framhaldsskólagreinar Námskeið að hefjast ENSKA - SPÆNSKA - ÍTALSKA - SÆNSKA - ÍSLENSKA - ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - ÞÝSKA - STÆRÐFRÆÐI - EÐLISFRÆÐI - EFNAFRÆÐI - bæði dag- og kvöldtímar. i GORE-TEX SUPERPROOF canzna gönguskór ^ Vatnsheldir Léttlr , Þægilegir v ^ . r ' úra/F?í 1. Glæsibæ, sími 812922 Borðstofuhúsgögn í miklu úrvali. Wien borðstofuborð + 6 stólar aðeins kx. 115.860,- Komið í stærstu Húsgagnaverslun landsins og sjáið hið mikla alþjóðlega úrval af húsgögnum. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR A BlLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVlK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.