Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 1

Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 1
‘l 64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 222. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Bændurhalda ráðherrum íherkví Reiðir hollenskir bændur umkringdu lúxushótel skammt frá Haag í gær og héldu landbúnaðarráð- herrum Evrópubandalagsins (EB) í herkví í nokkrar klukkustundir. Tættu bændurnir upp lóð hótelsins með dráttarvélum og dreyfðu þar kúamykju í mót- mælaskyni við landbúnaðarstefnu EB. Á myndinni má sjá hvernig ein dráttarvélanna hefur spólað um lóðina. Afléttu bændurnir herkvínni þegar samþykkt var að tveir embættismenn ættu viðræður við þá um kröfur þeirra. Framkvæmdastjórn EB um EES-samninga: THlit verði tekið til sérstöðu Islendinga Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) ræða í dag stöðu samninganna við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Gert er ráð fyrir að framkvæmda- stjórn EB kynni fyrir ráðherrum tillögur til lausnar deilunum um greiðari aðgang sjávarafurða frá aðildarríkjum EFTA inn á EB- markaði. Samkvæmt heimildum í Brussel leggur framkvæmdastjórn- in til að tekið verði tillit til sérstöðu sjávarútvegs i íslensku efnahags- lífi í samningum. Flest aðilarríki EB eru hlynnt því að semja við íslendinga um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum í grænlenskri og íslenskri lögsögu án þess að krafist verði frekari veiðiheimilda. Bretar og Danir hafa sett fyrirvara vegna samkeppn- isaðstæðna innan EES og vilja að fjallað verði um viðskiptaumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi eigi að semja um greiðari markaðsað- gang. írar hafa sett fram fyrirvara vegna innflutnings á laxi, makríl og síld en samkvæmt heimildum í Brussel er gert ráð fyrir að þessum tegundum verði haldið utan við mögulegt samkomulag. Frakkar hafa að sama skapi gert einhveija fyrirvara vegna tollaívilnana. Ekki er ljóst hversu mikil fyrir- staða fyrirvarar íslendinga vegna fjárfestinga í sjávarútvegi verður en aðstæður Norðmanna til að semja um fjárfestingar í fisk- vinnslu eru mun betri vegna meiri aðskilnaðar veiða og vinnslu þar í landi. Almennt er talið að þrjár dag- setningar ráði úrslitum um niður- stöður samningaviðræðnanna á næstu vikum. Utanríkisráðherrar EB ræða samninginn í dag, 1. október, samgönguráðherrar EB koma til með að fjalla um tvíhliða viðræður bandalagsins við Austur- ríki og Sviss um Alpaumferð 7. október, en þær á að leiða til lykta fyrir 15. október, og loks eru tald- ar miklar líkur á því að haldnir verði samhliða fundir ráðherra EFTA og EB í Lúxemborg 21. október. Afvopnunartillögur George Bush Bandaríkjaforseta; Sovétmenn ætla einnig að skera niður kiamavoim sín Moskvu, Washington, London, Peking, Tókýó. Reuter. SOVESKUR raðherra sagði 1 gær að Moskvustjórnin væri reiðubúin að bregðast við róttækum afvopn- unartillögum George Bush Banda- ríkjaforseta með því að skera einnig niður birgðir sínar af kjarnorkuvopnum. Sovéska Inter- /ax-fréttastofan sagði að Míkhaíl S. Gorbatsjov forseti, er var afar varkár í fyrstu svörum við tilmæl- sinna en Frakkar halda fast við þá stefnu að draga ekki úr viðbúnaði fyrr en risaveldin tvö hafa fækkað stórlega í sínum vopnabúrum. Kín- verskir fjölmiðlar skýrðu á sunnu- dag frá ræðu Bush en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um hana. Carl Bildt, verðandi forsætisráð- herra Svía, benti á að mikið af þeim vopnum sem Bandaríkjamenn hygðust eyða væru þegar úrelt. Fyrstu viðbrögð Gorbatsjovs Sovét- forseta á sunnudag voru varfærnis- leg. Hann sagði að Sovétmenn hefðu stungið upp á útrýmingu kjarnavopna á Reykjavíkurfundin- um 1986, þar hefði grunnurinn ver- ið lagður að hugmyndunum um róttækan niðurskurð slíkra vopna. Gorbatsjov sagði að ýmsum spurn- ingum væri enn ósvarað varðandi tillögnr Bush um samninga og nefndi að kjarnavopn Frakka og Breta yrðu að vera hluti af við- fangsefninu. Einnig þyrfti að leysa mögulegan ágreining vegna flug- vélamóðurskipa, langdrægra kjarn- aflauga í kafbátum og banns við tilraunum með kjarnavopn. Sjá grein á bls. 24. Samkvæmt heimildum í Brussel telur framkvæmdastjórn EB að þær efnahagslegu kvaðir sem ástandið í Mið- og Austur-Evrópu leggur á aðildarríki EFTA hljóti að draga úr kröfum EB um fram- lög í þróunarsjóð EFTA fyrir van- þróuð héruð innan EB. Innan Evr- ópubandalagsins er samkomulag um að samningurinn um EES verði svokallaður blandaður samningur, sem hefur það í för með sér að þjóðþing aðildarríkjanna verða að staðfesta samninginn. Ekki er talið að þetta atriði þurfi að teija gildi- stöku samningsins, 1. janúar 1993, en hins vegar er ljóst að gera verð- ur ráð fyrir pólitískum samskiptum aðildarríkja EFTA við þjóðþing EB-ríkja í samningnum sem ekki hefur verið gert til þessa en fram- kvæmdastjórn bandalagsins hefur ekkert umboð á því sviði. um Bush um samsvarandi fækkun Miklir liðsflutningar sambands- hersins til landamæra Króatíu Bclgrad, Bjelovai*, Brussel. Reuter. TVÆR langar lestir skriðdreka, vopna og hertrukka júgóslavneska hersins héldu til landamæra Serbíu og Króatíu í gær. Útlit er fyrir að herinn ætli sér með þessu annað hvort að veita þeim sveitum sínum sem eru í Króatíu stuðning eða gera umfangsmikla innrás í lýðveldið eins og varð raunin þegar svipaðir herflutningar áttu sér stað 19. sept- ember. Um helgina skarst oft heiftarlega í odda á milli Serba og Kró- ata og óttast er að vopnahléið sem samþykkt var fyrir rúmri viku muni bresta. Sumir segja að það séu orðin tóm, það hafi verið vanvirt svo oft. sovéskra vopna, hygðist leggja fram tillögur í þessa veru síðar í vikunni. Norður-Kóreumenn segja að þeir muni ef til vill sætta sig við að Alþjóðakjarnorkustofnunin kanni hvort stjórn Kim Il-Sungs sé að framleiða kjarnavopn ef Bandaríkin fjarlægi kjarnavopn sín frá S-Kóreu. Vladímír Petrovskíj, aðstoðamt- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi að raun- hæfur möguleiki væri nú á miklum árangri í afvopnunarmálum. „Af sovéskri hálfu erum við reiðubúnir að ræða tillögur Bush forseta af opnum hug og án tafar,“ sagði Petrovskíj. „Mikilvægast er að láta ekki viðræður nægja heldur taka sem fyrst til hendinni." Varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, Jevg- eníj Shaposníkov, fagnaði ræðu Bush. „Mikilvægast er að minni hyggju að Bandaríkin líta ekki leng- ur á Sovétríkin sem helsta óvin sinn,“ sagði ráðherrann. Bretar hafa þegar ákveðið fækk- un skammdrægra kjarnavopna Að sögn sjónarvotta streymdu um 450 farartæki, þ. á m. margir tugir skriðdreka, frá Belgrad í dögun í gær. Klukkustund síðar fylgdi önnur lest hertrakka og sjúkrabíla í kjölfar- ið. Báðar lestirnar stöðvuðu við Sid, sem er fáeina kílómetra frá landa- mæranum að Króatíu. Hernaðarsérfræðingar segja að verið geti að herinn ætli sér að ijúfa skjaldborgir sem króatískar sveitir hafa slegið upp í kringum herstöðv- ar, eða að bijóta á bak aftur mót- spyrnu í lykilborgum í austurhluta lýðveldisins. „Lestirnar era svo stór- ar að þetta gæti jafnvel þýtt allsheij- arárás á Króatíu," hafði Keuters- fréttastofan eftir vestrænum stjóm- arerindreka. Króatíska útvarpið skýrði frá því í gær að sveitir lýðveldisins væra að búa sig undir að veijast mikilli árás. Haft var eftir króatískum embættis- mönnum að liðsflutningar hersins væra skýlaust brot á vopnahléssamn- ingnum og að lýðveldið myndi knýja enn frekar á um að öðlast sjálfstæði og skilja sig frá sambandsríkinu. Utanríkisráðherra Króatíu, Zvonimir Separovic, sagði að lýðveldið myndi ekiri framlengja þriggja mánaða fresti á gildistöku sjálfstæðsins sem samþykkt var fyrir tilstuðlan Erópu- bandalagsins. Fresturinn rennur út 7. október. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins samþykktu á fundi sínum í Brassel í gær að auka friðargæslulið sitt í Júgóslavíu. Verða um 200 óvopnaðir eftirlitsmenn þar, en nú eru þeir undir 90. Á fundinum var einnig samþykkt að senda ekki vopn- aðar sveitir til landsins. Barist var á mörgum vígstöðvum í Króatíu í gær og a.m.k. tveir menn féllu og sex særðust í átökum í aust- urhluta landsins. Um helgina geisuðu bardagar víða, en harðastir urðu þeir á sunnudagsmorgun við herstöð- ina Vojnovic við bæinn Bjelovar, sem króatískir þjóðvarðliðar gerðu árás á. A.m.k. fimm borgarar og fimm hermenn létu lífið og 57 særðust, að sögn fréttamanna sem þar voru staddir. Óttast er að um 25 hermenn og þjóðvarðliðar hafí fallið þegar sprengjugeymsla hersins þar hjá sprakk í loft upp og skildi eftir sig 5 metra djúpan gíg, 25 metra í þver- mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.