Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Versnandi lífskjör og viðskiptahöft eftir Þorvald Gylfason Öll þekkjum við dæmi þess úr daglegu lífi, að sumu fólki helzt illa á fé; það hefur miklar tekjur, en er þó alltaf í peningavandræðum. Þetta getur líka átt við um heilar þjóðir; sumar þjóðir raka saman fé, en sólunda því og safna skuldum. Þjóðartekjur á mann eru þess vegna ófullnægjandi mælikvarði á afkomu þjóðar, að ekki sé minnzt á lífskjör og lífsgæði. Við Islendingar höfum að sönnu aflað mikilla tekna á liðnum árum, það vantar ekki. Við höfum til dæmis mokað upp fiski, ekki sízt eftir að við færðum út fiskveiðilög- söguna úr 12 mílum í 200, og við höfum selt fiskinn fyrir mikið fé í útlöndum. Við höfum reyndar veitt um of, því að fiskstofnarnir um- hverfis landið hafa rýrnað um þriðj- ung að minnsta kosti síðast liðinn mannsaldur. Af þessari ofveiði súp- um víð seyðið nú, þegar við þurfum að draga verulega úr veiðum til að vernda fiskinn í sjónum. Hvað um það, þjóðartekjur okkar á mann eru ennþá meðal hinna hæstu í heimi samkvæmt opinberum hagskýrsl- um. I. Á barmi hengiflugs Við þessar aðstæður hefðum við getað tryggt launafólki góð kjör og búið við frið og spekt á vinnumark- aði öll þessi ár, öran hagvöxt, stöð- ugt verðlag og miklar framfarir í efnahagsmálum, stjómmálum og menningarmálum. Við hefðum jafn- vel getað safnað myndarlegum eignum í útlöndum og haft ríflegar tekjur af þeim. Við hefðum getað búið þannig um hnútana. Samt hefur okkur ekki tekizt neitt af þessu. Við höfum safnað svimandi háum skuldum í útlönd- um. Við síðustu áramót námu er- lendar skuldir þjóðarinnar yfir tveim og hálfri milljón króna á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu og fóru vaxandi. Og ekki nóg með það: fjöldi fólks í landinu býr enn við svo bág kjör, að þjóðin rambar á barmi hengiflugs í hvert skipti, sem kjarasamningar losna. Fyrirtækin í landinu hafa hópum saman ekki efni á að borga vinn- andi fólki sómasamleg laun. Fjöl- margar starfsstéttir í landinu hafa miklu lægri laun en sömu stéttir í nálægum löndum, þar sem þjóðar- framleiðsla á mann er svipuð og hér. ' Islenzkir launþegar vinna miklu lengri vinnuviku að jafnaði en tíðkast í löndunum í kringum okkur. Og þótt við höfum þrælað okkur út, gengið verulega á fisk- stofnana umhverfis landið og safn- að gríðarlegum skuldum í útlöndum á kostnað komandi kynslóða, hefur hagvöxtur á íslandi síðan 1980 verið miklu minni en í nálægum löndum: hér heima hefur þjóðar- framleiðsla á mann vaxið um tæp- lega 1% á ári að meðaltali þennan tíma borið saman við rösk 2% á ári í iðnríkjum OECD. Þjóðarfram- leiðsla á mann hér heima hefur dregizt saman íjögur ár í röð: við höfum búið við neikvæðan hagvöxt síðan 1987. Hvemig stendur á þessu? Hvers vegna hrökkva tekjur okkar miklu skemmra en tekjur annarra þjóða í næsta nágrenni? Hvers vegna höldum við áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum? Hvað hefur brugðizt? II. Viðskiptaviðjar Skýringin á þessu öllu er fyrst og fremst sú, að við höfum farið illa með fé. Með þessu er ekki átt við það eitt, að við höfum tekið lán í útlöndum óg stundum eytt láns- fénu til einskis eða því sem næst. Með þessu er ekki heldur einungis átt við það, að óhagkvæm fyrirtæki hafa getað tryggt sér aðgang að lánsfé úr opinberum sjóðum til að halda ólífvænlegum rekstri áfram á kostnað almennings. Nei, hitt skiptir líka miklu máli í þessu við- fangi, að stjórnvöld hafa njörvað þjóðarbúskapinn í ýmsar viðjar, sem eiga engan sinn líka í nálægum löndum. Auk þess hefur verðbólgu- stefna stjórnvalda á undanförnum árum grafið undan heilbrigðum at- vinnurekstri og skert afkomu fólks- ins í landinu um leið. Engin nálæg þjóð býr við jafnlít- ið viðskiptafrelsi og við. Á sama tíma og öll Evrópa er á fleygiferð í átt til aukins fijálsræðis í viðskipt- um, sitjum við Islendingar fastir á klafa margvíslegra viðskipta- og samkeppnishafta, sem stjórnvöld halda í fyrir tilstilli ýmissa voldugra sérhagsmunahópa. Við erum til dæmis eina þjóðin í Vestur-Evrópu, sem þvertekur fyrir innflutning á öllum matvælum, sem hægt er að framleiða innan lands. Þetta ráðs- Iag jafngildir því, að við fleygjum mörgum milljörðum króna í súginn á hveiju ári. Engin önnur þjóð í Vestur-Evrópu fer svo illa að ráði sínu, jafnvel ekki Norðmenn og Færeyingar, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína. Neytendur í Noregi geta keypt franskan ost í næstu búð. Færeyskir neytendur eiga kost á íslenzku og nýsjálenzku lamba- kjöti. Frændur okkar skilja það, að 'erlend samkeppni heldur innlendu verðlagi í skeijum. Hver hafa verið fyrstu verk nýrra stjórnvalda í Austur-Evrópu, eftir að þjóðirnar þar Iosnuðu undan oki kommúnismans? Þau hafa keppzt við að aflétta viðskiptahömlum og opna löndin fyrir erlendum viðskipt- um á flestum sviðum. En íslenzk stjórnvöld láta sér ekki nægja að skerða lífskjör launafólks með því Þorvaldur Gylfason „Engin nálægþjóð býr við jafnlítið viðskipta- frelsi og við. A sama tíma og öll Evrópa er á fleygiferð í átt til aukins fijálsræðis í viðskiptum sitjum við Islendingar fastir á klafa margvís- legra viðskipta- og sam- keppnishafta, sem stjórnvöld halda í fyrir tilstilli ýmissa voldugra sérhagsmunahópa. “ banna innflutning á landbúnaðaraf- urðum og koma í veg fyrir lækkun matarkostnaðar heimilanna í skjóli heilbrigðrar samkeppni á búvöru- markaði. Þau leggja líka ýmsar hömlur á útflutning. Hagsmuna- samtök fiskverkenda hafa jafnvel heimtað bann gegn útflutningi á ferskum fiski! Hagsmunasamtökin beita áhrifum sínum til þess, að lífs- kjörum almennings sé haldið niðri með því að meina útflytjendum að fá sem mest fyrir fiskinn. Undir þessum kringumstæðum þarf eng- an að undra, að launþegar telji sig eiga ýmislegt vantalað við vinnu- veitendur og stjómvöld, þegar kjarasamningar fara í hönd. III. Nýsköpun Nú kann einhver að hugsa sem svo: En svona viljum við hafa það. Við lifum í lýðræðisríki. Við kjósum ríkisstjórn yfir okkur á þriggja til fjögurra ára fresti. Stjórnmálamenn og flokkar reyna að þóknast kjós- endum eftir beztu getu. Þetta er árangurinn. Við eigum ekki betra f skilið. Eða hvað? Málið er samt ekki alveg svona einfalt. Hafi stjórnvöld reynt að } gera kjósendum til geðs á liðnum árum, hefur þeim mistekizt. Það er ekki tilviljun, að engin ríkisstjórn } í landinu hefur enzt lengur en eitt kjörtímabil síðast liðin 20 ár. Engin þeirra hefur fengið stuðning til áframhaldandi setu við völd. Kjós- endur hafa hafnað þeim öllum við fyrsta tækifæri. Efnahagsvandi okkar íslendinga er ekki aðeins fólginn í ónógri ný- sköpun í atvinnulífinu, þar sem óhagkvæmum fyrirtækjum hefur verið haldið gangandi von úr viti fyrir tilstilli stjórnmálamanna á kostnað almennings. Nei, vandinn er líka sá, að stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafa ekki endurnýjazt sem skyldi. Fjórir stærstu flokkarnir voru stofnaðir í allt öðru þjóðfélagi t en við lifum í nú. Þeir eru flestir ' eða allir klofnir í afstöðu sinni til margra brýnustu framfaramála . þjóðarinnar. Margir stjórnmála- " menn eiga lengri samleið með „and- stæðingum" sínum í öðrum flokkum k en með „samherjum" í eigin flokki. ' Þessum klofningi fylgir stöðnun í stefnumótun flokkanna og í stjórn- málum þjóðarinnar. Skeytingarleysi sumra helztu forustumanna stjórn- málaflokkanna um innviði og veik- leika íslenzks efnahagslífs og um lögmál heilbrigðra markaðsvið- skipta í vestrænum lýðræðisríkjum hefur ekki bætt úr skák. Það er einn helzti kostur mark- aðsbúskapar, að gjaldþrota fyrir- tæki fá að leggja upp laupana í friði og rýma þannig fyrir öðrum hagfelldari atvinnurekstri. Sífelld endurnýjun og nýsköpun í atvinnu- lífinu er einn helzti aflvaki efna- hagslífsins í markaðshagkerfum ) nútímans. Hví skyldi hið sama ekki eiga við um stjórnmálaflokka, sem eru hættir að höfða til almennings? ) Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. I íslenska sjónvarpið - afmæliskveðja eftir Markús Örn Antonsson íslenska sjónvarpið var fyrirburi og umkomulítið afkvæmi sérstakra aðstæðna í íslensku menningarlífi um miðbik 7. áratugarins. Það átti sér enn enga stoð í íslenskri lögg- jöf þegar af stað var haldið fyrir 25 árum. Því lá mikið á. Meirihluti þjóðarinnar bjó við þau umdeilanlegu forréttindi að geta horft á bandarískt sjónvarp frá Keflavíkurflugvelli. Hæpin og tvíbent voru þau í þeim skilningi að heiðri sjálfstæðrar menningar- þjóðar var misboðið með því að þessi nýi fjölmiðill skyldi hafa einkaaðstöðu til að hasla sér völl meðal Islendinga á framandi tung- umál og án nokkurrar skírskotunar til íslenskrar sögu og hefða, fortíð- ar eða samtíðar. Á hinn bóginn gátu þeir, sem skildu enska tungu að einhveiju gagni, komist í nán- ari snertingu við umheiminn, haft fróðleik af hnitmiðaðri frásögn myndmálsins á sjónvarpsskermin- um og kryddað bragðdauft hvers- dagslífið með hressilegum skemmtiþáttum, snyrtilega gerð- um leikþáttum og kvikmyndum af ýmsu tagi. í harðvítugum deilum um sjónvarpsmálið kom m.a. fram það sjónarmið ýmissa forystu- manna þjóðarinnar, að ekki bæri að setja skorður við því að íslend- ingar gætu notið reykjarins af rétt- unum, fengið nokkra nasasjón af því sem væri að gerast úti meðal stórþjóða. íslenska sjónvarpinu var af litl- um efnum teflt fram gegn þessum erlendu menningaráhrifum í land- inu. Víðsýnir, málsmetandi menn bentu hins vegar á að enginn skyldi láta sér detta í hug að aðstæðurn- ar á árunum 1960-1965 væru end- anlegur prófsteinn á Iífslíkur ís- lenskrar tungu og menningar frammi fyrir erlendri ásókn. Þá þegar sáu þeir fram á útbreiðslu gervihnattasjónvarps í alþjóðleg- um skilningi. Sú þróun yrði svo ör og ásækin að öllum mætti vera ljóst að lokun Keflavíkursjónvarps- ins væri hægðarleikur einn á heimavelli, borið saman við þá áleitnu samkeppni sem íslenskt sjónvarp stæði frammi fyrir síðar meir. Á skömmum tíma tókst íslenska sjónvarpinu að fmna hinn rétta hljómgrunn hjá fólkinu í landinu. Það gekk kraftaverki næst hvernig hægt var á örfáum árum að ná útbreiðslu til allra landshluta, þó tæknin væri frumstæð og mynd- gæðin víða slök. Öll dagskrárgerð og fréttavinnsla var brennd marki síns tíma. Við brosum í kampinn þegar rifjuð eru upp sum úrvals- verk frumherjanna. Ekki er ofsög- um sagt, að sjónvarpið varð á skömmum tíma eftirlætisbam þjóðar sinnar sem hvarvetna var tekið opnum örmum. Sjónvarpið kostaði frá upphafi kapps um að vera á meðal almennings. Það vann þegar á fyrstu árum margháttaða dagskrá í flestum byggðum lands- ins og fréttakerfi var byggt upp. Fólki þótti vænt um að sjá heima- byggð sinni gerð skil í fréttum og dagskrárþáttum. Og sjónvarps- menn höfðu góðan skilning á, hvernig þeir gætu best starfað í þágu þessa sama fólks. Ekkert varð þess fremur valdandi að sjón- varpið ávann sér traust og vinsæld- ir þjóðarinnar en sú viðleitni forr- áðamanna og starfsmanna þess að sækja út, fara um landið, vera á meðal fólksins, endurspegla við- horf þess og væntingar í afrakstri efnisöflunarferða. ' ■ „Ef þú heldur að heimurinn sé friðvænlegur skaltu fara með sjón- varpstækið þitt í viðgerð,“ er haft eftir kunnum bandarískum sjón- varpsmanni. Sjónvarpið opnaði íslenskum áhorfendum nýja vídd til skilnings og skynjunar á þeim hrellingum, sem gengið hafa yfir þjóðir heims á undangengnum áratugum. Svo rammt kvað að umfjöllun sjón- varpsins á alþjóðavísu um skugga- hliðar mannlífsins að ýmsir starfs- menn stóru sjónvarpsfyrirtækj- anna úti í heimi sáu sitt óvænna, þótti nóg komið og vildu snúa við blaðinu til að verða jákvæðir í Markús Örn Antonsson „Til þess að sjónvarpið geti svarað kalli síns tíma um varðveislu sér- kenna íslenskrar menn- ingar um alhliða efl- ingu þeirra gilda, sem viðhalda trú Islendinga á sjálfa sig, þarf að búa því lífvænleg skilyrði.“ umfjöllun sinni. Þeir ætluðu að sýna hið góða og uppbyggilega í fréttum. Fljótlega datt þó botninn úr þeirri tilraun. Sem betur fer er svo margt fagurt, þroskandi og gleðilegt að gerast í kringum okk- ur, sem ekki stingur í stúf við sið- ferðismat okkar og almennt vel- sæmi, að það teljist til þeirra af- brigða, sem skapa fréttir innan hinna þröngu marka í tíma og rúmi hjá sjónvarpsmiðlinum. Oft hefur sjónvarp verið haft að blóraböggli. Það er vissulega boðberi válegra tíðinda. Sjaldan er því þó þakkað það sem vel tekst. Venjulega gleymist að meta að verðleikum framlag þess til marg- víslegra framfara og réttlætismála með opinskárri umfjöllun sinni. Hlutur þess í frelsisbaráttu og lýð- ræðisþróun Austur-Evrópuþjóða á undanförnum misserum er ekki lít- U; - íslenska sjónvarpið er angi af þessu íjölmiðlaumhverfi og færir okkur nær hringiðu alþjóðlegra strauma. En það verður fyrst og fremst að vera vaxið því hlutverki sínu að efla með okkur Islending- um sjálfsvitund og þroska til að njóta ávaxta eigin menningar, finna hjartslátt og tilfinningu hins sérstæða íslenska þjóðlífs, meta gæði þess lands sem við byggjum. Til þess að sjónvarpið geti svarað kalli síns tíma um varðveislu sér- kenna íslenskrar menningar um alhliða eflingu þeirra gilda, sem viðhalda trú íslendinga á sjálfa sig, þarf að búa því lífvænleg skil- yrði. Forystumenn menningarmála hljóta að búa svo í haginn fyrir afmælisbarnið að því auðnist að þróa sérkenni sín og safna kröftum í hörðum heimi, þannig að veitt verði nauðsynleg viðspyrna gegn óheftu flæði erlends sjónvarps úr ólíkum áttum. Það verður ósk mín til handa íslenska sjónvarpinu á 25 ára afmæli þess. Höfundur er fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi borgarstjóri í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.