Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 39 Þeir félagar hyggjast leggja að fótum sér eða hesta sinna 15.000 kílómetra, Paul Rask til vinstri ásamt félaga sínum Steen Gees Christiansen. ur mánuðum. Á þessum slóðum er mikið fannfergi og vetrarríki svo óvíst er hvort við getum ferðast á þeim tíma. Tveir hestanna munu bera klyfjatöskur og verður farangurinn allt að 40 kíló á hvorum. Hver hestur mun bera töskur einn dag í senn og hinir fjórir þá notaðrr til reiðar þann daginn. „Við megum búast við að þurfa að taka fóður með okkur sumar dagleiðanna og gerum þá ráð fyrir að hvor hestur geti tekið 20 kíló af fóðri eða alls 40 kíló,“ útskyrir Paul. Aðspurður um hvort einhver muni fylgja þeim eftir á bíl eða öðru vélknúnu farartæki sagði hann að ekki yrði um slíkt að ræða. „Ekki nema einhver af heima- mönnum hvetju sinni muni fylgja okkur eftir stuttar leiðir. Við erum að vinna að því að komast í sam- band við einhveija aðila á leiðinni t.d. forsvarsmenn hestaklúbba eða bæjaryfirvalda og boða komu okk- ar en það gengur illa. Við höfum skrifað ótal bréf til að reyna að komast i samband við fólk í þeim löndum sem við förum um. Þá höfum við notfært okkur dönsku utanríkisþjónustuna og sendiráðin. Það gefur betri árangur. Það er mikill munur á því hvort það er danska utanríkisþjónustan eða ein- hver Paul Rask frá Danmörku sem biður um fyrirgreiðslu," segir Paul og kímir. Paul mun kaupa í það minnsta tvo hesta á næstu dögum til ferðar- innar en hann segir að þeir verði að vera minnst eitt og hálft ár á meginlandinu áður en lagt verði upp og sé hann því á síðasta snún- ing að flytja hesta utan. Fyrir ári keypti hann einn hest á Skarði í Landssveit sem hann ætlaði í ferð- ina. Telur Paul hann að öllu leyti vel fallinn til ferðarinnar að því undanskildu að efasemdir séu um hvort hófarnir séu nógu góðir. „Við verðum að jáma hestana mjög oft og því þarf hófveggurinn að vera sterkur og góður vöxtur í honum. Einnig þarf botn hófanna að vera vel hvelfdur," segir Paul. Hesturinn sem hér um ræðir heitir Blakkur, fæddur í Einarsnesi í Borgarfirði, undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Perlu frá Einars- stöðum, undan Leikni 875 frá Svignaskarði. Annar hestur sem ákveðið hefur verið að muni fara í ferðina heitir Hrímnir og er hann fæddur í Eriksholm í Danmörku undan Ljúfi 726 frá Svignaskarði. Sá tími sem er til stefnu verður notaður til að þjálfa hestana og undirbúa á sem bestan hátt. Sér- stakri þjálfunaráætlun sem gerð var í samráði við vísndamennina sem framkvæma munu rannsóknir á hestunum verður fylgt fram að brottför. í lokin var Paul Rask spurður hvort hann óttaðist ekki að kastist í kekki milli þeirra ferðafélaga, að ferðast saman í nánu samneyti í eitt og hálft ár? „Ég hef ekki trú á því af því það er okkur báðum mikið kapps- mál að komast til Kína. Sláist eitt- hvað upp á vinskapinn getur annar okkar þá bara riðið örlítið á undan þar til við jöfnum okkur. Þar fyrir utan hittum við væntanlega fjölda manns í ferðinni sem gefur okkur tækifæri á að hvíla okkur hvor á öðrum,“ segir Paul og með þeim orðum var hann svo að segja rok- inn á fjall með Land- og Holtmönn- um á Landmannaafrétt en þetta er í annað sinn sem hann heiðrar þá með nærveru sinni. niðurgreiðslum. „Hefði þessi leið verið farin hefði ekki þurft að fara skattahækkunarleiðina, né að ráð- ast á verlferðarkerfi, sem jafn- aðarmenn hafa byggt upp á und- angengum áratugum. FUJ í Reylyavík krefst þess af þing- mönnum og ráðherrum Alþýðu- flokksins að framfylgja boðaðri stefnu sinni í landbúnaðarmálum og bæta þannig kjör almennings eins og lofað var fyrir kosningar,“ segir i ályktuninni. ■ ÁHftlPA- RÍKT g\ ESTER Q-vitomin med calclum Vitamin- og mineralpræparat c~ VÍTAMÍN MED KALKl BIO-SELEN UMB.SÍMI: 76610 Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið uJ Gustavsberq Fæstíhelstu Varði doktorsrit- gerð í stærðfræði GÍSLI Másson varði doktorsrit- gerð í stærðfræði við Massac- husetts Institute of Technology í Cambridge í Bandaríkjunum 17. maí síðastliðinn. Hann er fæddur 18. september 1961, lauk stúdentsprófi frá MR 1981 og BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla íslands 1985. Doktorsritgerðin nefnist „Rings of Differential Opérators and Étale Homomorphisms". í ritgerðinni eru diffurvirkjabaugar á algebrulegum víðernum með sérstöðupunktum kannaðir og til þess einkum notað- ar svokallaðar étale-mótanir. Sýnt er fram á hvemig íðul í diffur- virkjabaugum tengjast étale-þakn- ingum víðerna og eru þær niður- stöður m.a. notaðar til að alhæfa setningar sem áður voru einungis þekktar í einni vídd. Gísli Másson er kvæntur Freyju Hreinsdóttur stærðfræðingi og eiga þau einn son, Nökkva. Þau verða búsett í Svíþjóð næstu árin. Dr. Gísli Másson. - Gísli er sonur hjónanna Sigrúnar Gísladóttur og Jóhanns Más Mar- íussonar sem búsett eru í Reykja- vík. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur I SÍMI: 62 84 50 Q'tóan daginn! SAMEINAÐ KEX! Nýlega keypti breska fyrirtækið United Biscuits, sem m.a. framleiðir Mc'Vities-kex, dönsku kexverksmiðjuna Oxford. í framhaldi af því verða breytingar á sölumálum Oxford á íslandi; Bergdal hf. heildverslun, Skútuvogi 12, tekur við e i n k a s ö 1 u u m b o ð i og dreifingu Oxford- kexins frá og með 1. október að telja. í tilefni af því bjóðum við söiuaðila Oxford á íslandi velkomna til viðskipta við Bergdal hf., fullvissir um að sameiningin muni verða þeim til hagræðis við innkaupin. Einkasölu- og dre i f i ngaraði 1 i Oxford og McVitie's á íslandi: BERGDAL HF. Skútuvogi 12, sími 91-680888, f a X' 9 1- 6 807 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.