Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTOBER 1991 ■ « mm mmm — 7 Sinfóníuhljómsveitin: Hafði ekki rænu á að bera sig eftir styrknum - segir Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi segir að gert hafi verið ráð fyrjr styrk til Sinfóníuhljómsveitar Islands í fjárhagsáætlun en ekki hafi verið Austurlandsvegur: Lægsta tilboð- ið nemur 55% af áætlun FRAMTAK sf. á Siglufirði átti lægsta tilboð í lagningu 4,5 km kafla á Austurlandsvegi. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 19 milljón- ir og 500 þúsund, eða' 55% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar, sem var 35,4 milljónir. Verkinu á að vera lokið 15. júní á næsta ári. Vegagerðin opnaði á mánudag alls 13 tilboð í vegarlagninguna, sem er á kafla frá Mánagarði að Myllulæk í Austur-Skaftafellssýslu. Næst lægsta tilboð var frá Helga Grétari Kjartanssyni, Höfn, eða rúmar 21,5 milljónir. Þriðja lægsta tilboð var frá Guðmundi Björgólfs- syni, Breiðdalsvík, tæpar 22 millj- ónir. Hæstu tilboð voru frá Átaki hf. á Þórshöfn, tæpar 33,5 milljónir og frá Jarðverki, Hornafirði, 31,3 milljónir. Aðrir, sem buðu í verkið, voru Vinnuvélar Jóa Bjarna, Hellu, tæp- ar 30 milljónir, Hilmar Magnússon, Vopnafirði, tæpar 30 milljónir, Arn- arfell hf. rúmar 29 milljónir, Fram- rás hf. Vík í Mýrdal, rúmar 27 milljónir, Klæðning hf., rúmar 26,4 milljónir, Stefán Gunnarsson, Djúpavogi, rúmar 26 "rnilljónir, Sveinn Sighvatsson, Höfn, tæpar 24 milljónir og Gunnar og Kjartan hf., Egilsstöðum, tæpar 23 milljón- ir. .. JA NU SKIL EG TUNGUMALA TfLVAN HEXAGLOT ERT ÞÚ AD FARA I FERDALAO pOA í TUNCUMALANAM ? ú ISLENSKA. DANSKA, ENSKA, FRANSKA, ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT f SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBOND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR FÆST UM LAND ALLT TJöföar til XTl fólks í öllum starfsgreinum! hirt um að sækja peningana. Ríkisendurskoðun hefur gagn- rýnt Sinfóníuhljómsveit íslands fyrir að fara 14,1 miljón fram úr fjárheimildum og kennir með- al annars um skuld Seltjarnar- neskaupstaðar til hljómsveitar- innar að fjárhæð 5,2 miljónir. „Við reiknum með að þeir séu okkar styrkþegar en hafi þeir ekki rænu á að bera sig eftir styrknum erum við ekki að þrýsta honum að þeim,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson þegar hann ver inntur eftir greiðsl- unni. Þá kom fram að Seltjarnar- neskaupstaður hefur ekki fengið Sigurgeir Sigurðsson ijárhagsáætlun sveitarinnar eins og gert væri ráð fyrir. „Boðskiptin hafa greinilega ekki verið nægilega góð,“ sagði Sigurgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Gert er ráð fyrir að kaupstaður- inn styrki hljómsyeitina um 400 til 500 þúsund á ári. Eftirlit með sjóðvélum og sölureikningum: Er í góðu lagi hjá smásöluversluninni -segir framkvæmdasljóri Kaup- mannasamtakanna ÞRÁTT fyrir að eftirlitsátak skattrannsóknarstjóra vegna sjóðvéla og sölureikninga leiddi í ljós að frumskráning væri ekki í lagi hjá tæplega 70% þeirra sem átakið náði til telur Magnús E. Finnson framkvæmdastjóri Kaupmannasamstakanna að þessi mál séu í góðu lagi hjá smásöluversluninni. „Eg get fullyrt að þetta sé í góðu lagi hjá smásöluversluninni í land- inu en átakið náði einnig til mikils fjölda annnara aðila sem eru sjóð- véla-og reikingaskyldir,“ segir Magnús. „Frá því að reglugerð um þessi mál var sett 1988 hefur reynsla okkar af framkvæmd henn- ar verið með ágætúm en þess ber þó að geta að tækni í gerð sjóðvéla hefur fleygt fram og því nokkuð um að menn hafi beðið fullkomnari búnaðar. Sem dæmi má nefna ljósa- borðin sem nú er skylda að kaup- andi sjái á eins og afgreiðslufólk- ið,“ segir Magnús. í máli Magnúsar kemur fram að með tilkomu virðisaukaskattsins hafi það verið kaupmönnum kapps- mál að hafa sjóðvélar sínar og reikningsskil í fullu samræmi við fyrrgreinda reglugerð sökum ákvæða í VSK um innskatt og út- skatt. Ótrúlegar viðtökur við erðnm raldar BbB 1». , Jólaferð 19. des. 2 vikur..........uppselt Jólaferð 19. des. 3 vikur 8 sæti laus 2. janúar 3 vikur.................uppselt 9. januar 3 vikur.................uppselt 23. janúar 3 vikur..............laus sæti 30. janúar 3 vikur...........19 sæti laus Brottfarir í febrúar og mars....laus sæti Verðfrá kr. 49.700,- Hjón með 2 börn, 2-11 ára Green Oasis ,23. janúar Verð frá kr. 59.500,- 2 fullorðnir í íbúð Green Oasis, 2. janúar íslensk i er- ‘Innifalið í verði er flug, gisting, ísle fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli i lendis. Ekki innifaldirflugvallarskattará íslandi og Spáni, néforfallagjald. (lllAMIflSTlfllN 44 AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI: (91) 622011 & 622200 '■tJti ijjQ'ZLÍJíj’á ■ t»Vtl ; nÍH iiaúd Or.t hr r/U --fHS3íTu.O*.ti t-.úX iJJT.i, 1( I I ufii.ilúnínii. Tjdhinl. uu rtR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.