Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 10
1. JÚLÍ næstkomandi ganga í gildi hér á landi þær umfangs- miklu breytingar á dómstóla- skipan og réttarfari sem unnið hefur verið að frá því 1987 og byggja á lögum sem samþykkt voru á alþingi vorið 1989. Mark^ mið breytinganna er að skilja að dómsvald og framkvæmdavald sem til þessa hefur sameinast í höndum sýslumanna og bæjar- fógeta á landsbyggðinni og eru Islendingar síðastir vestrænna þjóða til að afnema þessa arfleifð einvaldskonunganna, sem höfðu alla þræði ríkisvaldsins í hönd- um sér. MEIRIBLÆRAFÞJON- VSTV VIÐALMENNING - segir Markús Sigurbjömsson prófessor MARKÚS Sigurbjörnsson prófessor, einn helsti höfundur laga- breytinganna sem koma senn til framkvæmda vonast til þess að almenningur, ekki síst utan Reykjavíkur, verði fremur en áður var við það í breyttri réttarskipan að sýslumannsembættin séu í raun eins konar þjónustumiðstöðvar þar sem unnt sé að sækja margvíslega þjónustu. Orð eins og þjónusta við almenning hafi á hinn bóginn ekki verið nátengd imynd dómstóla, og þar með sýslu- mannsembætta, meðan dómstörf voru óaðskiljanlegur hluti þeirra. Markús sagðist aðspurður telja að breytingarnar yrðu til að efla sýslumannsemb- ættin, þrátt fyrir að dómaraverk væru tekin undan þeirra verk- sviði. „Dómsmál hafa verið ákaf- lega fá utan Reykjavíkursvæðisins og Akureyrar. I áratug eða lengur var talað um að smám saman væri verið að reyta verkefnin frá sýslumannsembættum og menn voru að tala um það í dauðans alvöru að þau væru hreinlega að líða undir lok. Ég held að ef eitt- hvað er geri þessi breyting það að verkum að þeirri þróun verði snúið við. Það er þó búið að marka þessum embættum augljósan til- gang, sem stjórnsýslustofnanir ríkisins og tiyggja þeim stóran verkefnagrundvöll sem er varla smærri en sá sem er fyrir. Ég held að þessi embætti muni frekar draga til sín embætti en að verk- efni dragist frá þeim. Þannig að þegar til lengdar lætur held ég að þetta efli þessi embætti með því að tryggja tilvist þeirra sem ella hefði getað verið í hættu. Markús kvaðst telja erfitt með að nefna eitt atriði öðru fremur sem dæmi um mikilsverða breyt- ingu á löggjöf í kjölfar breyting- anna. „Það eru mýmörg atriði. „Fyrir mitt leyti mundi ég nefna breytt hlutverk dómara, störf dómarans verða nú einangruð við hið eiginlega hlutverk hans, með því að taka burt framkvæmda- valdsstörfin og ýmis umsýsluverk- efni. Ég held að þetta sé mesta byltingin og auðvitað það að sýslu- mannsverkefnin fá sinn afmark- aða bás til frambúðar með nýjum verkefnum, til að mynda ákæru- valdi og verkefnum f rá stjórnar- ráði. Því fylgir meiri valddreifing, verkefni eru tekin burt frá mið- stýringunni og færð út í héruðin." Aðspurður um gagnrýni eins og þá sem Sigurður Gizurarson bæj- arfógeti hefur sett fram opinber- lega á breytingarnar (sjá hér á síðunni), sagði Markús að út af fyrir sig hljóti lög að marka það hvað séu dómsathafnir og hvað ekki. Einnig virðist sér Sigurður taka tillit til mikilvægs greinar- Markús Sigurbjörnsson munar þegar hann ræði um að fjölmargar stofnanir fram- kvæmdavaldsins hljóti ávallt að fást við störf sem séu í eðli sínu dómsathafnir. „Þarna skilur á milli á þann hátt að dómstólar eru í þeirri sérstöðu að þeir eiga loka- orðið. Því sem dómstóll leysir úr verður ekki breytt, það sem stjórn- vald, t.d. ríkisskattanefnd og ríkis- saksóknari, gerir má almennt bera undir dómstóla og leitast við að fá því hnekkt. Eðliseinkenni dóms- valds er að það felur í sér lokaorð- ið og þar skilur að sjálfsögðu veru- lega á milli stjórnsýslunnar og dórhstólanna.1' Að öðru leyti sagði Markús að ýmis gagnrýni sem hann hefði heyrt væri þess eðlis að ekki væri gott að átta sig á því að hveiju hún beindist. Því væri erfitt að svara henni. Sala á frjálsum markaði í stað nauðungaruppboðs í frumvarpi til laga um nauðung- arsölu, sem kemur til kasta Alþing- is í vetur, er nýmæli sem heimilar þeim sem stendur frammi fyrir því að eign hans verði seld á uppboði að óska eftir því við sýslumann (nauðungarsala verður ekki talin til verkefna dómara) við fyrirtöku beiðninnar að nauðungarsala fari fram á almennum markaði og er til þess afmarkaður tími sem numið getur allt að sex mánuðum berist ekki tilboð. Þá er-gert ráð fyrir að sýslumaður feli fasteginasala eða lögmanni að leita tilboða í eignina eins og um frjálsa sölu væri að ræða. Meðan á sölunni stendur er sýslumanni einum heimilt að ráð- stafa eigninni. Þetta ákvæði er sam- ið vegna kvartana um að eignir sem seldar eru á nauðungaruppboðum seljist undir því verði sem fyrir þær fengist á almennum markaði. Hugmyndir um breytt umdæmi nyrðra og eystra í lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds er gert ráð fyrir að stjórnsýsluumdæmi hinna 27 sýslumanna skuli ákveðin með regl- ugerð að fenginni umsögn viðkom- andi sýslumanna og sveitarstjórna. Óskir hafa komið fram frá Grýtu- bakkahreppi og Svalbarðsstrandar- Ierindi á málþingi Lög- fræðingafélags Is- lands um síðustu helgi rakti prófessor Markús Sigurbjöms- son, sem mikið hefur unnið að samningu lagafrumvarpa sem tengjast aðskilnaðinum, að sögu- lega hefði einn helsti aflvaki að- skilnaðarins verið að finna í kenn- ingum um þrígreiningu ríkisvalds- ins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald, en með að- skilnaði í anda hennar hafi ekki síst átt að tryggja sjálfstæði dóm- ara gagnvart öðrum valdþáttum ríkisins. Þetta sjálfstæði hafi þótt vera forsenda fyrir óhlutdrægni dóm- ara og trygging fyrir því að utan- aðkomandi hagsmunir hefðu ekki áhrif á úrlausn dómsmála en það hafi aftur verið talin frumforsend- an fyrir réttaröryggi. „í þessum efnum var bent á að dómari geti ekki verið nægilega sjálfstæður ef hann fer einnig með fram- kvæmdarvaid. Hann er þá háðari r hreppi við austanverðan Eyjafjörð að flytjast úr umdæminu á Husavík í umdæmið á Akureyri. Þá virðist, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, vilji fyrirþví meðal fulltrúa allra sveitarfélaga á Fljotsdalshér- aði að æskilegt væri að héraðið væri í einu og sama umdæmi en því er nú skipt milli Eskifjarðar (S-Múl) og Seyðisfjarðar (N-Múl). Aðrar hugmyndir um breytt um- dæmamörk varða Mjóaíjarðarhrepp og Norðfjarðarhrepp, sem heyrir ekki undir Neskaupstað heldur Seyðisíjörð, og einnig munu mörk óljós milli umdæma sýslumannsins í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli. Eina ákvörðunin sem tekin hefur verið um breytt umdæmamörk varðar sýslumann og Héraðsdóm Reykjavíkur en Mosfellsbær, Sel- tjarnarnes, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur munu heyra undir sýslumanninn í Reykjavík (og sömu sveitarfélög heyra undir héraðs- dómi Reykjavíkur.) Sýslumenn semjium sættir í einkamálum í frumvarpi til laga um meðferð einkamála er gert ráð fyrir að sýslu- menn taki að sér að að ná sáttum milli aðila að einkamáli, annað hvort þannig að dómari vísi máli til þeirr- ar meðferðar eða að aðilar komi sér saman um að fara þessa leið. Sýslu- menn geta þannig þrátt fyrir allt lokið dómsmálum eftir aðskilnað- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.