Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 12
H MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 ARFLEIFD EINVALDS- KONIJNG- ANNA KVÖDD Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði Sýslumenn ' *0pinberarskráningar | Helstu Störf í umboði fram- Ákæruvald í ýmsum málum, kvæmdarvalds ríkisins: t.d. umferðarmáium» • Lögreglustjóm 1> «Víðtækara vald til að Ijúka refsi- • Tollstjórn 2> málum með sátt1> • Innheimta opinberra gjalda 2> • Framkvæmd aðfarargerða, • Almannatryggingar 2> þ.e. fjárnám • Hjónavixlur óg sifjamál t.d. skilnaðir og umgengnisréttur • Framkvæmd nauðungarsölu • Málefni ólögráða manna • Framkvæmd dánarbúskipta • Lögbókandagerðir (notarialgerðir) • Þinglýsingar 1) í Reykjavík lögreglustjóri 2) Nema I Reykjavik 3) I Reykjavík sýslumaður og lögreglustjóri Héraðsdómar Eiginleg dómstörf samkvæmt nýrri skilgreiningu: • Meðferð opinberra mála, refsimála • Meðferð einkamála • Gjaldþrotaúrskurðir og meðferð ágreiningsmála j sem rísa við fullnustugerðir eða búskipti ÞRÓVN ER BETRI ENBYLTING - segir Sigurður Gizurarson bæjar- fógeti sem gagnrýnir breytinguna Það á ekki síst við á sviði laga og réttar að þróun er þúsund- falt betri en bylting,“ segir Sigurður Gizurarson bæjarfógeti á Akranesi. Hann hefur gagnrýnt þá leið sem valin var við aðskiln- að dómsvalds- og umboðsvalds en segist hlynntur því að skilið sé á milli dómsvalds og framkvæmdavalds og vitnar til meitlaðrar breskrar grundvallarreglu sem hljómar á þá leið að ekki sé ein- ungis mikilvægt að lögin séu réttlát - þau verði einnig að sýnast vera réttlát. Sigurður kveðst munu láta af embætti sínu fyrir breytingarnar þann 1. júlí næstkomandi. Sigurður Gizurarson segist fyrst og fremst gagnrýna það hve illa menn hafi skilgreint viðfangsefnið. Réttarfarinu sé bylt með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Án þess að skilgreina hugtök- in dómsathöfn og framkvæmda- valdsathöfn hafí höfundar hins nýja kerfis ráðist í það ófram- kvæmanlega verkefni að fela dóm- stólum allar eiginlegar dómsat- hafnir en framkvæmdavaldsfm það sem kallað sé óeiginlegar dómsathafnir. Sigurður segir að aragrúi dóms- athafna sé, hafi og muni alltaf vera á verksmiði framkvæmda- valdshafa, samkvæmt þeirri hefð- bundnu skilgreiningu að dómsat- höfn sé það að heimfæra tiltekna málavexti undir tiltekna réttar- reglu og komast þannig að niður- stöðu. Undir þá skilgreiningu falli fjölmörg störf ráðuneyta og ann- arra framkvæmdavaldsstofnana, t.d. ríkisskattanefndar, og jafnvel ríkissaksóknara. Sigurður segir að félag sýslu- manna hafi fyrir nokkru gert til- lögur um framkvæmd aðskilnaðar sem hafi fyrst og fremst falið í sér að skilja á milli. lögreglustjórnar og dómsvalds. Héraðsdómurum yrði skapað fullt sjálfstæði með lagasetningu þannig að ljóst yrði að dómarar bæru sjálfstæða ábyrgð á störfum sínum og væru ekki á neinn hátt settir undir sýslu- menn og bæjarfógeta. Samt sem áður hefðu þeir getað starfað við embættin og ekki hefði þurft að að stofna sérstaka héraðsdómstóla með miklum tilkostnaði. „Það sem er alvarlegt í þessu máli er það að það er verið að leggja út í mikinn kostnað á með- an önnur verkefni sem eru í raun- inni miklu brýnni eru látin sitja á hakanum eins og til dæmis það að reisa mannsæmandi fangelsi. Meðan fangelsismál eru í algjörum ólestri er kastað hundruðum millj- óna í þessa breytingu,“ sagði Sig- urður Gizurarson. Sigurður segist telja að eftir breytinguna verði dómstolarnir Sigurður Gizurarson ijær almenningi og rekstur dóms- mála geti orðið fólki dýrari. „Það er sagt að verið sé að afhenda sýslumönnum einhver fram- kvæmdavaldsstörf en þetta er sparðatíningur.. . Ég sé ekki fram á það að þessi sýslumannsembætti verði langlíf eftir þessa breytingu og ekki líst mér á það að gera sýslumenn á litlum stöðum úti á landi að sérstökum saksóknurum því þá lenda þeir strax í andstöðu við fólkið á staðnum. Á þessum litlu stöðum er allt svo persónulegt að þeim verður ekki líft ef þeir koma fram sem saksóknarar," sagði Sigurður. Hann sagði að sér þætti trúlegt að erfitt yrði að fá menn til sýslumannsstarfa og að þau embætti yrðu lögð niður innan skamrns." Aðspurður hvort hann hygðist sjálfur starfa í breyttu kerfi, sagði Sigurður Gizurarson: „Ég býst ekki við að verða lengi enn í þessu starfi og geri ráð fyrir því að vera farinn þegar breytingin verður framkvæmd." TILBOÐ ÓSKAST í Suzuki Samurai JL 4W/D, árgerð '90 (ekinn 6 þús. mílur), Dodge Daytona, árgerð '88, KorandoJeep Dong-A 4x4, árgerð '89 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 8. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA í Kaupmannahöffn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Enginn lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli Embættisheitið lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli breytist í sýsl- umaðurinn á Keflavíkurflugvelli og heyrir hann undir dómsmálaráðu- neyti en ekki utanríksiráðuneyti eins og nú. Sýslumenn verða ekki lengur kenndir við sýslurnar,. t.d mun sýslumaðurí ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði,_aðeins kall- ast sýslumaðurinn á ísafirði eftir 1. júlí. Umdæmi hans verður að óbreyttu ísafjarðarkaupstaður og ísaijarðarsýsla en sérstakur sýslu- maður verður í Bolungarvík, þar sem nú er einnig sérstakur bæjar- fógeti. Lögtök verða ekki til Syslumenn og fulltrúar þeirra fara með aðfarargerðir sem stjórnvalds- athafnir í nýrri skipan en til kasta dómstóla kemur við undirbúning þeirra og vegna ágreinings sem kann að rísa. Ekki verður gerður greinarmunur á lögtökum og fjárnárnum svo sem nú er heldur bera allar aðfarargerðir til fullnustu krafna um peningagreiðslu heitið Ijárnám hvort sem opinberir aðilar eða einkaaðilar eiga í hlut. Aðfarar- heimildum fjölgar, meðal annars má gera fjárnám samkvæmt tékk- um, víxlum og skuldabi'éfum án undangengins dóms eða réttarsátt- ar. Dómsrannsóknir leggjast af Skilið er til fulls milli ákæruvalds og lögreglu annars vegar og dóms- valds hins vegar. Dómari' á aldrei frumkvæðUað eða stýrir rannsokn máls eins og nú er. Ákærandi skal að jafnaði vera viðstaddur máls- meðferð. Réttarstaða sakbornings er berð skýrari og staða réttargæsl- umanna og verjenda er bætt. Lögreglustjórar beita sektum í fleiri málum og fá ákæruvald Ákæruvald verður ekki lengur aðeins á hendi ríkissaksóknara en hann verður áfram æðsti handhafi þess. Lögreglustjórar (sýslumenn utan Reykjavíkur) fara með hluta ákæruvalds. Lögreglustjórarnir sjálfir eða lög- lærðir fulltrúar þeirra flytja málin fyrir dómi. Ákæruvald lögreglu- stjóra nær til brota gegn umferðar- lögum, áfengislögum og öðrum lög- um en almennum hegningarlögum enda liggi ekki við þyngri viðurlög en sektir, upptaka eigna eða varð- hald. Einnig getur ríkissaksóknari falið lögreglustjórum (þ.m.t. rann- sóknarlögreglustjóra), og lögmönn- um að flytja þau mál sem undir hann heyra. Lögreglustjórar mega einnig af- greiða mun fleiri mál með sátt (sektargreiðslum) og mega ljúka þannig málum með allt að eins árs ökuleyfissviptingu. Með þessu er þess vænst að álagi yerði létt af dómstólum. 27 eiga rétt á 21 embætti 8 nýir héraðsdómstólar verða stofnaðir til að fara með dómsmál á undirréttarstigi í landinu og nú- verandi dómaraembætti í Reykjavík eru lögð niður en utan Reykjavíkur verður engin staða lögð niður. Hús- næði er þegar fengið fyrir aðra hérðasdómstóla en á Selfossi og í Hafnarfirði, þar á meðal verður dómhús Reykjavíkur í gamla Út- vegsbank'ahúsinu. Þeir sem nú eru skipaðir borgar- dómarar, borgarfógetar, sakadóm- arar og yfirmenn dómstólanna í Reykjavík skulu hafa forgang til embætta héraðsdómara í Reykja- vík. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík á einng tilkall til embættis sýslu- manns í Reykjavík. í Reykjavík verður 21 dómari í stað 27 saka- dómara, borgardómara og borgar- fógeta nú, en til bráðabirgða er ráðherra heimilt að skipa fleiri dóm- ara en 21 ef fleiri æskja forgangs- réttar. Utan Reykjavíkur njóta skip- aðir bæjarfógetar, sýslumenn og héraðsdómarar forgangs til emb- ætta við héraðsdómstólana. Fyrir næstkomandi fimmtudag, 10. október, skulu þeir sem nú sitja í embættum hafa gert ráðuneytinu grein fyrir því hvort þeir æskja að neyta þessa réttar síns. Sýslumenn gifta og veita lögskilnað Sýslumenn munu gifta þá sem óska eftir borgaralegri hjólavígslu. Þetta hafa þeir og bæjarfógetar einnig gert til þessa en þá sem dómarar. 1 Reykjavík hafa hjónavígslur farið fram í borgardómi en eftir 1. júlí verða þær á verksviði sýslumanns- ins í Reykjavík og teljast ekki til dómsathafna. I borgardómi Reykja- víkur og hjá sýslumönnum og bæj- arfógetum eru nú veitt leyfi til skilnaðar að borði og sæng og eftir breytinguna verður það verkefni sýslumanna. Leyfi til lögskilnaðar og ýmis sifjamálefni svo sem um- gengnisréttur við börn eiga í núgild- andi kerfi undir dómsmálaráðuneyti en við breytinguna færist þettá. einnig til í sýslumannanna en með málsskotsrétti til ráðuneytis, sam- kvæmt því sem gert er ráð fyrir. Hins vegar gerir frumvarp til barn- alaga ráð fyrir því samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins að héraðs- dómi verði falið að skera úr ágrein- ingi um forsjá barna ef foreldrar eru ekki sammála umhvernig þeim málum skuli skipað en þessi mál- efni hafa einnig verið á verksviði dómsmaáh'áðuneytisins en færast sem fyrr segir út í hérað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.