Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 UMFANG STARFSEM- INNARBmTISTLÍm - segir Rúnar Guðjónsson, sýslumaður Almennt breytist umfang starfa hjá sýslumannsembætt- unum lítið, a.m.k. lijá öllum minni og miðlungsstóru emb- ættunum úti á landsbyggðinni. Þar hafa hreinar dómsúr- lausnir verið lítill þáttur af heildarstarfseminni," sagði Rúnar Guðjónsson, sýslumað- ur í Mýra- og Borgarfjarðar- skýrslu og formaður Sýslu- mannafélags íslands en hann er einn þeirra sem eiga sæti i aðskilnaðarnefndinni. „Meiri breyting verður hjá stærstu embættunum, þótt það þýði ekki endilega minnkandi verk- efni, allavega ekki vegna að- skilnaðarins. Annað á svo við þar sem umdæmi minnkar, eins og t.d Hafnarfjarðarum- dæmið, en hluti þess mun til- heyra umdæmi sýslumannsins í Reykjavík. Aðspurður hvernig honum sjálfur sem sýslumanni líkaði breytingin, sagðist Rúnar telja að breyting þessi hafi ekki verið umflúin úr því sem komið var enda þótt gamla kerfið hafi að sínum dómi reynst vel og verið hagkvæmt úti á landsbyggðinni. „Yfirleitt tel ég að óhlut- drægni sýslumanns í dómarasæti hafí ekki verið dregin í efa, a.m.k. er mér ekki kunnugt um að það komið hafi að sök varð- andi niðurstöðu máls að sýslu- maður væri í senn lögreglustjóri og dómari. Það verður síðan að koma í ljós hvernig hið nýja kerf- ið reynist og óþarft er að vera með neina fordóma fyrirfram,“ sagði Rúnar. Réttarkerfi hvers lands er einn af hornsteinum stjórnskipunarinnar og það er auðvitað einlæg ósk mín að nýja kerfið reynist vel og verði far- sælt með þjóðinni og ef það get- ur flýtt fyrir meðferð dómsmalá, eins og menn gera sér vonir um, þá eykurþað réttaröryggi fólks.“ „Það eina sem ég óttast raun- ar er það að menn hafí ekki skiln- ing á því að það kostar mikla Rúnar Guðjónsson fjármuni að standa myndarlega að þessari breytingu á réttar- kerfinu ef það á að þjóna hlut- verki sínu eins og vonir manna standa tii,“ sagði Rúnar. Aðspurður kvaðst hann telja breytinguna hafa lítil bein áhrif á almenning nema þá til bóta, eins og að væri stefnt. „Dómar- arnir fara áfram um sitt svæði til þinghalda og þinga í gömlu lögsagnarumdæmunum, eftir því sem ástæða er til. Engin breyting verður á staðsetningu sýslu- mannsembættanna en sumstað- ar er gert ráð fyrir því að breyta umdæmamörkum til hagsbóta fyrir íbúana, þar sem þeir óska þess,“ sagði Rúnar. „Þá eiga sýslumenn að leysa úr sumum málum sem fólk hefur þurft að leita til dómsmálaráðu- neytisins með, eins og varðandi lögskilnað, umgengnisrétt með börnum, lögræðismálefni og fleira og hlýtur það að bæta þjón- ustuna við fólkið,“ sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem frá 1. júlí næstkomandi mun nefnast sýslumaðurinn í Borgarnesi. 13 VERÐ: KR. A MANUÐl ítalskir leðurskór Stærðir 40-46 kr. 3.800.- Stærðir 40-46 kr. 3.990,- KRINGLUHNI B - 12, 689345 LAUGAVEG 61-63 SÍM110655 FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD býður upp á frábæra helgarferð til Munchen 11.— 13. október nk. Munchen, sem er höfðustaður Suður-Þýskalands er af mörgum talin fegurst borga í Mið-Evrópu, auk þess sem skemmtanalíf er með því fjörugasta. Þar er að finna stærstu bjórhallir álfunnar, þar sem stemningin er ógleymanleg. Þá má ekki gleyma verslununum. Það er óvíða betra að versla en einmitt í Munchen. Fyrir fótboltaáhugamenn þá á Bayern Munchen heimaleik gegn Borussia Dortmund á laugardeginum. Flogið verður með Atlantsflugi og gist á hinu ágæta hóteli Garden í miðborg Munchen. Boðið verður upp á skoðunarferð um borgina, auk þess að heimsækja heimsins stærsta bjórstað, Mathaeser. Þú færð hvergi betri bjór en í Munchen! Þá verður sameiginlegur kvöldverður. Islenskir fararstjórar VERALDAR verða fólki innan handar meðan á dvölinni stendur. mm AUSTURSTRÆTI17, S'IVll 622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.