Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 16
MötóúNBLAÐlÐ SUNNUDAGUR G. OKTÓBER 1991 % KATLA GAUS SIÐAST I OKTOBER 1918 ■ Við leiðum ekki hugann að Kötlu í amstri dagsins ■ Fólk er þó viðbúið ef jökulhlaup skellur á ÍSKVGGA ELDFJALLS Mýrdalsjökull er heillandi í landslaginu. eftir Sigurð Jónsson „EN EFTIR það fóru að heyrast ógxirlegar drunur frá fjöllunum og ægilegur gufustrókur teygir sig lengra og lengra upp að fjallabaki og loks hljóp jök- ullinn með eldgangi mikl- um, vatnsflóði og jökla- burði fram yfir Mýrdals- sand til sjávar,“ segir Gísli Sveinsson sýslumaður í samtali við Vísi 1918 um upphaf Kötlugossins upp úr hádeginu 12. október það ár. Katla hefur ekki látið á sér kræla síðan en gosið fyrir 73 árum er enn í minnum haft og mörgum þykir ógnvekjandi að hugsa til þess að Katla gjósi. Það er einkum á miðjum Mýrdalssandi sem þessi hugsun verður áleitin við margan ferðalanginn og hjá sumum veldur hún því að stigið er ósjálfrátt örlítið fastar á eldsneytis- gjöf bílsins til að flýta för yfir sandinn. Öldinni okkar segir svo frá jökul- hlaupinu: „Jökulhlaupið var ægilegt yfir að líta. Flóðið breiddist á stutt- um tíma yfir allan Mýrdalssand og umkringdi Hjörleifshöfða. Hrikaleg jakabákn bar við himin og svo var jakaburðurinn mikill að víða sást ekki í vatnið fyrir honum nema þar sem stórstraum- ar náðu framrás. Sjórinn utan við sandinn var alþakinn stórum og smáum jökum. Þrír vélbátar frá Vestmannaeyjum og flutninga- báturinn Skaftfellingur voru í Vík og var verið að ferma þá og afferma í óða önn þegar goöið kom. Var því hætt vegna þess að búist var við straumköstum og byljum af jökulhlaupinu. Kl. 5 var kominn ægilegur straumur í sjóinn og eigi vært og lögðu þeir af stað hver af öðrum. Fyrst í stað óttuðust menn að Vík stafaði hætta af flóðinu en svo varð eigi.“ Hugsa aldrei um þetta Mýrdalsjökull er eins og aðrir jöklar að hann hefur yfir sér eitt- hvert ósýniiegt afl sem dregur að sér athygli og fyrir þá, sem ekki hafa hann og eldfjallið í honum fyr- ir daglegan nábúa, verður hann á vissan hátt ógnvekjandi og ögrandi. Ögrunin felst í því að fara nær og kynnast honum úr nálægð. Þar er landslagið hrikalegt og náttúrufeg- urðin mikil. Þessi fegurð Mýrdalsjö- kuls, auðn sandanna og allt samspil- ið milii fjalls og fjöru, himins og hafs dregur til sín erlenda og inn- lenda ferðamenn sem þykir það upplifun að staldra þarna við. Ferðaþjónustan hefur skotið rót- um og fótum undir búskap hjónanna Jóhannesar Kristjánssonar og Sól- veigar Sigurðardóttur á Höfða- brekku. Bærinn stendur niðri í sandinum undir höfðanum og er eini bærinn sem svo^er háttað um vestan megin sands. „Eg segi það nú alveg satt að ég veit nú eiginlega ekkert um Kötlu og hugsa aldrei um þetta,“ sagði Sólveig húsfreyja á Höfða- brekku þegar þaú hjónin voru heim- sótt og talið leitt að hugsanlegu Kötlugosi, hlaupi og fleiru sem fylgt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.