Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 18
ÞRISTJARNAN, eða Tristar L 1011 er engin smásmíði, eins og sjá má. Hún fer nú í skoðun eft- ir fimm mánaða úthald í Afriku. FIÆTMD FAGRA VÆAIGI Texti og myndir: Agnes Brogadóttir SKYLDI móðir Adda hafa mælt þegar hann var á sjöunda vetur að honum skyldi kaupa fley með fagra vængi? O, nei, ætli það - en engu að síður stendur Addi uppi í stafni og stýrir dýrum flugknörr- um, nú góðum fjórum áratugum eftir að hann var á sjöunda vetur. Þar með lýkur samlíkingu með þeim Arngrími B. Jóhannssyni, flug- stjóra, stofnanda og eiganda flugfélagsins Atlanta hf. (ýmist nefnd- ur Addi, Addú eða Addó af vinum sinum), orðlagður heiðursmaður og ljúfmenni og Agli Skalla-Grímssyni, þekktur fyrir aðra hluti en ljúfmennsku - hafði þegar orðið mannsbani, þá hann var á sjöunda vetur. Þessi hluti Egils sögu kom upp í huga mér þegar ég fylgdist með starfsemi Atlanta í Afríku nú fyrir skömmu, því ég tel að á margan hátt megi skilgreina starfsemina sem nútima víking, þar sem haldið er á framandi slóðir, markaðir unnir og úthald stundað. Víkingin er þó friðsamleg og enginn heldur til hafnar og heggur mann og annan. Afríku hefur Atlanta gert út Tristar Lockheed 1011 breið- m þotuna síðastliðna fimm mánuði og flogið fyrir Sudan Airways á ýmsa staði við Persaflóann, til Jedda í Sádi-Arabíu auk annarra staða í Afríku. Þá flaug Atlanta vikulega til Kairó í Egyptalandi, Rómar og Lund- úna. I Evrópu rekur Atlanta " tvær Boeing 737 fraktvélar (önnur þeirra er Þjóðarþotan svonefnda) og flytur vörur fyrir Lufthansa milli Þýskalands, Dan- merkur og Englands og hin vélin flýgur fyrir Finnair á áætlunarleið- um félagsins vítt um Evrópu. Sudan Airways vill aðstoð Nú þegar fimm mánaða samningi Atlanta við Sudan Airways er lokið, hefur Atlanta ákveðið að verða við þeirri ósk Sudan Airways að að- stoða við að endurskipuleggja rekstur félagsins, þannig að ljóst er að um áframhaldandi samstarf þessara félaga getur orðið að ræða og í framtíðinni gæti Atlanta þess vegna sinnt meiri flugstarfsemi fyr- ir Sudan Aii’ways, en um slíkt seg- ist Arngrímur engu vilja spá. Hann kveðst lítið gefinn fyrir framtíðar- spár, heldur vilji hann láta verkin tala. Arngrímur B. Jóhannsson flug- stjóri og kona hans Þóra Guð- Brugðið á leik um borð í L 1011. Mexikanski flugvélstjórinn Jose Manuel Ibarra færir finnsku stúlkunni Ellý konfektkassa að gjöf. Bjarni Breiðfjörð flugþjónn situr henni við hlið. Broshýr súdönsk mæðgin, loksins kom- in um borð, eftir langa'bið í flugstöð- inni. Móðirín vildi alls ekki taka við honum eftir að ég hafði aðeins æft mig í drengjalyftingum. Hún ýtti honum til mín og sagði : „Takt’ann, takt’ann“ (Take him, take him). Letilíf við sund- laug Hilton hót- elsins var helsta afþreying flug- fólksins þegar frístund gafst. Hér flatmaga flugfreyjurnar Sirrý Christ- iansen, Guðrún Njálsdóttir og Guðríður Frið- riksdóttir, allt- af kölluð Systa. Ellý hin finnska situr hjá Bjarna og skyggir á hann. mundsdóttir stofnuðu Atlanta hf. og á þessum þremur og hálfa ári sem liðið er frá stofnun félagsins hafa umsvif þess verið í stöðugum vexti. Þann stutta tíma sem ég fylgdist með starfsemi félagsins nú fyrir skömmu í Afríku og Evrópu, í för með þeim hjónum og Jóni Grímssyni, flugrekstrarstjóra Atl- anta, fannst mér sem mikill sóknar- hugur væri í starfsmönnum félags- ins o g áhugi á auknum landvinning- um. Eg verð að segja það alveg eins og er að umfang umsvifa þessa c < € ( I < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.