Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 lÖTHO ? r"701 #4* (jjq/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 íl 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarf ulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vaxandi svartsýni Tyjóðfélagsumræðurnar ein- Jtr kennast af vaxandi svartsýni. Smátt og smátt er fólk að vakna upp við áhrif aflaskerðingarinnar, sem verða gífurleg. Rekstur út- gerðar og fiskvinnslufyrir- tækja verður mjög erfiður, tekjur fólks, ekki sízt í sjávar- plássunum, minnka og ann- arra launþega í kjölfarið. Bankarnir, sem eiga mikil við- skipti við sjávarútvegsfyrir- tækin, eiga eftir að finna fyr- ir erfiðleikunum í rekstri þeirra. Verktakafyrirtækin eru byrjuð að segja upp fólki og horfa fram á vetur, þar sem lítið verður um verklegar framkvæmdir. Umræður á al- þjóðavettvangi um áhrif álút- flutnings Sovétmanna hafa vakið upp efasemdir meðal almennings um, að álver við Keilisnes verði að veruleika á næstu árum. Hvorki gengur né rekur í viðræðum við Evr- ópubandalagið um stofnun hins evrópska efnahagssvæðis og eftir fund með utanríkis- ráðherra írlands fyrir nokkr- um dögum var utanríkisráð- herra svartsýnn á framhaldið. Þessi almenna svartsýni smit- ar út frá sér og dregur úr athöfnum og framkvæmdum. Þegar svo illa árar skiptir forysta stjórnmálamanna meira máli en ella. Þeirra hlut- verk verður ekki einungis að fást við dagleg vandamál í rekstri hins opinbera. Þeir þurfa líka að leiða þjóðina út úr kreppunni. Þeir þurfa ann- ars vegar að taka þannig á vandamálum líðandi stundar að það veki traust og trú á, að þeir ráði við vandamálin og hins vegar að móta þá framtíðarstefnu í atvinnumál- um, sem gefur einhverja von um betri tíð. í þessu sambandi vakna tvær spurningar: í fyrsta lagi má spyrja, hvort við höfum efni á því að bíða svo lengi eftir umbótum í sjávarútvegi og um hefur verið talað. Er ef til vill nauðsynlegt að hraða mjög þeirri vinnu, sem nú er að hefjast, við mótun fram- tíðarstefnu í málefnum sjávar- útvegsins? í öðru lagi er ljóst, að mikil orka hefur farið í að ljúka samningum við Atlant- ál-fyrirtækin á undanförnum misserum. Þeir samningar eru á lokastigi og vonandi takast þeir, þannig að framkvæmdir heljist á næstu misserum. En er ekki nauðsynlegt að heíjast handa um frekari viðræður við erlenda aðila um byggingu annarra stórra fyrirtækja hér, sem geta nýtt ódýra orku fall- vatnanna? Reynslan hefur sýnt okkur, að slíkar viðræður taka langan tíma og þess vegna ekki til setunnar boðið. Möguleikar okkar til lífvænlegrar afkomu byggjast fyrst og fremst á fiskimiðum og fallvötnum. Er hugsanlegt á þessum erfiðu tímum að nýta betur einhverja þá fiski- stofna, sem við höfum ekki hirt um fram að þessu? Senni- lega eru þau tækifæri tak- markaðri en stundum áður en engu að síður ástæða til að kanna það frekar. Er grundvöllur til frekari iðnaðaruppbyggingar í tengsl- um við þau stóriðjuver, sem hér eru staifrækt? Þeir kostir hafa áður verið ræddir án þess að komast til fram- kvæmda að nokkru ráði. Slíka leit að nýjum tækifærum í atvinnulífinu þarf að efla mjög ásamt því að draga stórlega úr þjóðarútgjöldunum. Við getum ekkert síður bætt af- komu okkar með því að draga úr útgjöldum en að auka tekj- urnar. Hér þarf pólitíska forystu. Þjóðin þarf nú á slíkri forystu að halda í ríkara mæli en um nokkuð langt árabil. Núver- andi ríkisstjórn hefur alla burði til að veita þá sterku forystu. Ráðherrarnir þurfa hins vegar að gera meira af því að tala við fólkið í land- inu, gera grein fyrir þeim hugmyndum, sem liggja að baki niðurskurði í ríkiskerf- inu. Gera grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem ráða, þegar þjónustugjöld eru hækkuð eða ný tekin upp. Ríkisstjórnin þarf m.ö.o. að gera átak í því að kynna þjóðinni stefnu sína og viðhorf með árangursríkari hætti en hún hefur gert fram til þessa. Vín - Prag - Bratislava. I Gott kvöld, segir Mr. Friedman við Manfreð leið- sögumann, gott kvöld þegar hann birtist klukkutíma of seint við Hótel Ananas. En Manfreð tekur gamninu illa enda er morgunninn vart upp runninn þegar Vín er að baki snakillur og þreyttur eftir ferð til Búdapest daginn áður getur Manfreð ekki dulið geðvonzku sína, Hann er húmorlaus, hvíslar Mr. Friedman að mér en upphátt .segir hann, Hvernig er ástandið í Tékkóslóvakíu núna? Það er eitthvað að lagast, segir Manfreð dræmt og gefur í botn, Nú ■ er bæði brauð á mánudögum og þriðjudögum, smjör á miðvikudögum og salt á föstudögum. HELGI spjall En þá er smjörið orðið súrt(!) Mér var hætt að lítast á blikuna. En þeir voru kurteisir á landamærunum og það lá vel á gæsinni í litla garðinum við. gamalt niðurnítt veitingahús vestan landamæranna, Hún er einsog heil lúðrasveit, segir Mr. Friedman, engu líkara en hún sé búin að taka völdin. . Nú er hún að blása til byltingar einsog það vanti nýjar hugsjónir, segir Mr. Friedman og hlær einsog efnahagsráðgjafi. Og við ökum inní þetta hrygga land þarsem úlfarnir þjöppuðu svínunum saman. II Frá Vín til Prag hlustum við á upptöku með Satschmó í New Orleans, þar hafði hugur minn hvílzt t einn skrælnaðan bómullarhvítan dag en aðeins stutta stund einsog kría á steini, Þarna er hann uppá sitt bezta, segir kaninn og á þeirri stund urðu Manfreð og Mr. Friedman einskonar vinir, sættust semsagt í minningu Satschmós, Já, segir Mr. Friedman, nú er hann farinn, hann líka og Elia Fitzgerald að verða blind, og Manfreð kinkar kolli og gefur dapur í botn, Og járntjaldið failið, segi ég, Og gæsin tekin við segir Manfreð, augu dauðans fylgja hýenunum miskunnarlaust að yfirgefinni bráðinni, segir Mr. Friedman því hann er alvarlegur efnahagsráðgjafi í splunkunýjum heimi, líklega fæddur í Suður-Ameríku. Og Moldá fellur fyrirhafnarlaust inní umhverfislaus augu okkar. M. (meira næsta sunnudag.) Aundanförnum misserum hefur síðasta áratug verið lýst í Banda- ríkjunum sem áratugi græðgi og óhófs. Pen- ingaveltan hafi verið gífurleg, menn hafi tal- ið sér alla vegi færa, bankar hafi veitt milljarða dollara í lán til yfirtöku á fyrirtækjum og kaupa á fast- eignum, gróðamöguleikarnir hafi virzt tak- markalausir. Þessu hafi fylgt gífurlegur efnamunur, meiri en nokkru sinni fyrr þar í landi og var hann þó nógur fyrir. Helztu fjölmiðlastjörnur síðasta áratugar vestan hafs voru hvorki stjórnmálamenn né kvik- myndastjörnur, heldur viðskiptajöfrar, sem virtust ná ótrúlegum hagnaði út úr urnsvif- um sínum. Uppgangi þessara töframanna í banda- rísku viðskiptalífi er lokið. Viðskiptaveldi þeirra hafa hrunið hvert á fætur öðru. Eitt þekktasta verðbréfafyrirtæki í Banda- ríkjunum á síðasta áratug hefur hætt starfsemi sinni, eftir að hafa viðurkennt margvíslega sviksemi í viðskiptum og helzta undrabarn þess situr á bak við lás og slá en hafði verjð hampað af banda- rískum fjölmiðlum árum saman. Eitt stærsta verðbréfafyrirtæki Bandaríkjanna riðar nú til falls og óvíst, hvort því verður bjargað eftir að upp komst um sviksam- legt athæfi í tengslum við verðbréfavið- skipti. Fasteignakóngurinn Donald Trump, sem var eitt helzta fjölmiðlatákn síðasta áratugar í bandarísku viðskiptalífi lifir nú á því, að það borgar sig betur fyrir bank- ana, sem lánuðu honum fé, að halda rekstri hans gangandi en gera hann gjaldþrota. Hin risastóru Qölmiðlaveldi Murdochs og Maxwells hafa fram að þessu naumlega komizt hjá hruni. Flest það, sem á síðasta áratug var talið til mestra afreka í fjölmiðl- um á Vesturlöndum í viðskipta- og at- vinnumálum, er ýmist hrunið til grunna eða jaðrar við að hrynja. Ahrif þessarar þróunar vestan hafs eru þau, að menn byrja að endurmeta þau viðhorf, sem ríkt hafa. Vaxandi hófsemi gætir í daglegu lífi þeirra, sem áður vissu ekki aura sinna tal. Forstjórar stórfyrir- tækjanna standa framrni fyrir vaxandi gagnrýni á hluthafafundum vegna hárra launa. Óhóf og græðgi síðasta áratugar er ekki lengur í tízku. Að þessu er vikið hér vegna þess, að ekki er fráleitt að halda því fram, að ein- hver angi af þeim hugsunarhætti, sem ríkti á Vesturlöndum á áratug hóflausrar pen- ingaeyðslu, hafi náð hingað til lands og haft áhrif á afstöðu og viðhorf til margra þátta í þjóðlífi okkar. Sjálfsagt er hægt að halda því fram, að við íslendingar höf- um lifað um efni fram áratugum saman en á undanfömum árum hefur slaknað með áberandi hætti á aðhaldi við meðferð almannafjár. Með rökum má segja, að breyttur tíðarandi og almennt andrúm í þjóðfélaginu eigi þar fremur hlut að máli en einstakar ákvarðanir ráðamanna. Hér hafi einfaldlega þótt við hæfi að fylgja eftir háttum stærri og ríkari þjóða. En hver svo sem ástæðan er fyrir þvi, að verulega hefur slaknað á aðhaldi með meðferð almannatjár á allmörgum undan- förnum árum er alveg ljóst, að nú stöndum við frammi fyrir breyttum aðstæðum. Að baki eru þijú erfið kreppuár. Launþegar hafa orðið að sætta sig við verulega kjara- skerðingu á þessu tímabili. Vonir manna um betri tíð framundan eru því miður ekki að rætast. Þvert á móti bendir allt til þess, að enn séu framundan nokkur mögur ár. Því veldur fyrst og fremst afla- skerðingin. Það verður mjög erfitt fyrir fólk að taka á sig enn frekari kjaraskerð- ingu miðað við þann lífsstíl, sem lands- menn hafa tileinkað sér, hvort sem um er að ræða húsakost eða önnur þægindi. Þessum lífsháttum fylgir einfaldlega ákveðinn fastur kostnaður, sem ekki verð- ur auðveldlega skorinn niður. Þegar þrengir að með þessum hætti REYKJAVÍKLJRBREF Laugardagur 5. október verður enn sárara en ella fyrir hinn al- menna launamann og skattgreiðanda að fylgjast með kærulausri meðferð almanna- fjár, að ekki sé talað um óhófi og bruðli. Þess vegna er það í raun og veru forsenda þess, að almenningur í landinu taki frek- ari þrengingum með skilningi, að sjáanleg breyting verði á meðferð opinberra fjár- muna. Þegar haft er á orði, að ríkisvaldið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi og skera niður ferðakostnað og risnukostn- að og annan slíkan kostnað á vegum opin- berra aðila hefur því jafnan verið svarað á þann veg, að um svo litlar upphæðir væri að ræða í heildardæminu, að þær skiptu engu máli. Nú er hins vegar komið í ljós, að ferða- og risnukostnaður hins opinbera, og þá er eingöngu talað um ríkið, nemur rúmum milljarði króna. Það fer því ekkert á milli mála, að hér eru upphæðir, sem skipta máli peningalega, þótt hin sálrænu áhrif á almenning í land- inu ættu út af fyrir sig að vera nægileg rök fyrir einhveijum aðgerðum á þessu sviði og öðrum, þar sem óhófs hefur gætt í meðferð almannaíjár. Aðhald og niðurskurð- ur Fyrir nokkru birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins samanburður á þeim reglum, sem gilda á Islandi og í nokkrum öðrum löndum varðandi ferða- og risnukostnað ráðherra, alþingismanna og embættismanna. Þessi samanburður leiddi í ljós, að hér eru skattgreiðendur mun örlátari við þessa opinberu umsýslun- armenn en tíðkast annars staðar. Norskur ráðherra, sem tekur sér ferð á hendur til íslands, fær 7.000 íslenzkar krónur á dag fyrir hótelkostnaði. Ef hótel- kostnaður reynist mejri fær hann mismun endurgreiddan samkvæmt reikningi. Að auki fær hann 8.100 krónur í dagpeninga. Þurfi ráðherrann að standa straum af risnu hér á landi er hún greidd samkvæmt reikn- ingi. Ekki er vitað til þess, að maki ráð- herrans fái greidda sérstaka dagpeninga, ef jnakinn ferðast með ráðheiTanum. íslenzkur ráðherra, sem fer til Noregs, fær greiddan allan hótelkostnað og að auki fulla dagpeninga, sem nema 13.900 krónum á dag og 20% álag á þá upphæð. Ef rétt er skilið borgar ráðherrann ein- hvern skatt af þessum dagpeningum og nema dagpeningar þá 14.300 krónum á dag. Ef maki ráðherrans ferðast með hon- um til Noregs fær sá hinn sami hálfa dag- peninga. Að auki er risna ráðherrans í Noregi greidd svo og leigubílar til og frá flugvelli og milli fundarstaða. Það gildir einu, þótt samanburður sé gerður við önnur lönd en Noreg. í öllum tilvikum einkennast þessar greiðslur af meira öriæti hér en annars staðar. Jafnvel í Bandaríkjunum er aðhaldið svo strangt, að við útreikninga á dagpeningum er sólar- hringnum skipt í fernt og einungis greitt fyrir þann fjórðung, sem viðkomandi aðili er raunverulega á ferðalagi. Ekki hafa komið fram upplýsingar, sem benda til, að nokkurs staðar gildi sú regla, að greiða mökum ráðherra dagpeninga. Þótt hér sé tekið dæmi af ráðherra er augljóst, að eftir höfðinu dansa limirnir í þessum efnum, sem öðrum. Smátt og smátt er farið að beita þeim reglum, sem gilda um ráðherra, við aðra háttsetta emb- ættismenn og aðstoðarmenn ráðherra og nú gildir t.d. sú regla, að þingmenn fá fulla dagpeninga greidda auk hótelkostn- aðar. Sjálfsagt eru þessar reglur síðan notaðar sem viðmiðun hjá öðrum aðilum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum, bönkum o.sv. frv. Er nú ekki tímabært á tímum vaxandi þrenginga og erfiðleika: að færa þessar reglur til samræmis við það, sem tíðkazt í nálægum löndum, og skera af þessu óhófið, sem smátt og smátt hefur orðið til án þess að auðvelt .sé að benda á hver eða hveijir bera ábyrgðina? Heilbrigð skyn- semi segir okkur, að hinn almenni launa- maður og skattgreiðandi verður reiðubún- ari til að herða sultarólina, ef hann sér leiðtoga þjóðarinnar fara varlega með op- inbert fé. Auk þess að þrengja þessar regl- ur er áreiðanlega auðvelt að þrengja líka þær reglur, sem gilda um það, hvort menn fari yfirleitt til útlanda á kostnað hins opinbera. Þótt hér séu nefnd dæmi um ferðakostn- að á hið sama við um margvíslega risnu á vegum hins opinbera. Þar eiga margir fleiri hlut að máli en ráðherrar og embætt- ismenn hveiju sinni. Fjölmargir aðilar, fé- lagasamtök og fleiri, liggja í opmberum aðilum með beiðni um að erlendum gestum verði boðið í móttöku eða málsverði. Ráð- herrar eiga oft í vök að veijast vegna slíkra óska. Þetta er auðvitað sveita- mennska á hæsta stigi. Það er vel hægt að taka á móti útlendingum, þótt þeim sé ekki boðið í mat til ráðherra! Töíuverður hluti af risnukostnaði opinberra aðila verð- ur til með þessum hætti. Fyrir aldarljórð- ungi tíðkaðist það nánast aldrei í venjuleg- um opinberum veizlum, að skemmtikraftar eða listamenn væru fengnir til þess að skemmta fámennum hópi gesta. Nú sýnist þetta vera daglegt brauð og kostar auðvit- að umtalsverða fjármuni. Að ekki sé talað um þá staðreynd, að skattgreiðendur eru alltaf að borga matinn í opinberum veizlum fyrir sama fólkið, sömu stjórnmálamenn- ina, sörnu embættismennina, sömu Ijölm- iðlamennina o.sv. fiw.! Hvað veldur þessari tregðu? í skýrslu yfirskoð- unarmanna með ríkisreikningi fyrir árið 1989, sem ný- Iega var birt, segir m.a. svo: „Það er álit yfirskoðunarmanna að hætta beri að selja áfengi og tóbak úr Áfengis- og tób- aksverzlun ríkisins á svonefndu kostnaðar- verði til æðstu stofnana þjóðfélagsins eins og tíðkazt hefur um áratugaskeið. Tvöföldi verðlagning á vörum býður ævinlega heimi möguleika á misnotkun, ekki sízt þegar lægra verðið er svo Iágt að mönnum finnst. vörur á því verði tæpast vera verðmæti.“ Sama ábending kom fram hjá yfirskoðun-, armönnum vegna ríkisreiknings fyrir árið 1988. Hvers vegna hefur þetta ekki verið' gert? Yfirskoðunarmenn eru sérstakir trúnaðarmenn Alþingis. Hvað veldur því, að fjármálaráðherrar á þessu tímabili hafa ekki farið að þessum ábendingum? Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir í Morgunblaðinu um þessa helgi, að hann muni ekki gera neinar breytingar á þessu fyrr en fyrir liggi tillögur um breytta starfshætti Áfengis og tóbaksverzlunar ríkisins. Hvaða samhengi er þar á milli? Fjármálaráðherra segir líka, að ekki sé gert ráð fyrir þeim auknu útgjöldum, sem þessu mundu fylgja í fjáriagafrumvarpi. Það eru rök út af fyrir sig, en er ekki ljóst, að tekjur mundu koma á móti?! í skýrslu yfirskoðunarmanna kemur lika fram, að þeir ítreka tilmæli yfirskoðunar- manna 1988 um endurskoðun á gildandi reglum vegna ferðakostnaðar hins opin- bera. Hvað veldur því, að þessum ábend- ingum yfirskoðunarmanna hefur ekki verið sinnt? Hvaða tregðulögmál hjá hinu opin- bera er hér í gangi? Þarf Alþingi að setja lög til þess að koma fram svo sjálfsögðum breytingum? Ríkisendurskoðun, sem nú starfar undir yfirstjórn Alþingis og er eins konar eftir- litsstofnun þingsins með framkvæmda- valdinu, gerir einnig margvíslegar athuga- semdir við meðferð opinberra fjármuna. Þótt varast beri að líta á Ríkisendurskoðun sem einhvern æðsta dómstól í þessum málum, enda hefur hún sætt gagnrýni fyrir vinnubrögð, er engu að síður fróðlegt að skoða athugasemdir hennar. Þar kemur t.d. fram furðuleg meðferð fjármuna vegna breytinga á Skriðuklaustri. Þeir, sem fyrir framkvæmdum stóðu, virðast, ef marka má athugasemdir Ríkisendurskoðunar, einfaldlega ekki hafa tekið mark á því, hvaða fjármuni þeir höfðu til ráðstöfunar Haust á Þingvöllum. samkvæmt ákvörðun Alþingis! ítrekuðum ábendingum ráðuneytis um þetta var ekki sinnt. Hvernig er þetta hægt? Hvernig geta menn farið sínu fram hér og þar með þessum hætti? Óhóf af margvíslegu tagi hefur þróazt á opinberum vettvangi án þess, að orð hafi verið á því haft eða mikið um það talað. Það á við um opinberar byggingar hér heima fyrir, bæði hjá ríki, sveitarfélög- um, bönkum og öðrum. Utanríkisþjónustan hefur um langt árabil verið alltof kröfu- hörð um húsnæði fyrir starfsmenn sína á erlendum vettvangi. Þetta er ekki þroska- merki heldur nesjamennska. Þetta sýnir ekki þjóð, sem hefur náð langt á þroska- ferli sínum heldur er meira í ætt við fram- ferði einræðisherra í hinum nýju ríkjum þriðja heimsins, sem berast á án þess að hafa nokkur efni á því. Alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við umframkostnað vegna ráðhúss- ins og Perlunnar í Reykjavík og má raun- ar bæta við kostnaði vegna breytinga á Þjóðleikhúsinu. Miklar umræður fóru fram á sínum tíma um flugstöðina í Keflavik. Slíkar umræður eru eðlilegar. Þessi mikli umframkostnaður er óviðunandi og allra sízt eiga stjórnmálamennirnir, sem bera hina pólitísku ábyrgð, að sætta sig við hann. Á næstu vikum og kannski mánuðum eiga eftir að fara fram erfiðar samninga- viðræður um kaup og kjör á vinnumark- aðnum. Það er vonlaust að sannfæra fólk um réttmæti þess að halda í bezta falli óbreyttum kjörum og jafnvel að taka á sig enn frekari kjaraskerðingu, ef hinir opin- beru ráðamenn ganga ekki á undan með góðu fordæmi varðandi þau málefni, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, lýsti hinni alvarlegu fjárhagsstöðu þjóðarbúsins í mjög athyglisverðu viðtali hér í Morgun- Ljósmynd/Snorri Snorrason blaðinu fyrir viku. Fjármálaráðherra hefur vald til þess að koma böndum á þá eyðslu, sem hér hefur verið rædd, og hann á að beita því valdi. Breyttur tíðarandi Það er ágætt að setja reglur en bezt, ef tíðarandinn breytist á þann veg, að öllum verði ljóst, að almenningur sættir sig ekki við máls- meðferð af því tagi, sem hér hefur viðgeng- ist. Þessi breyting á viðhorfi fólks er að verða. Almenningur hefur ekki lengur þolinmæði gagnvart hóflausri meðferð al- mannafjár. Því fyrr sem umsjónarmenn þessara fjármuna átta sig á því þeim mun betra. Hér á íslandi eru engar hefðir til um það, hver viðbrögðin verða, ef trúnaðar- menn almennings fara yfir strikið í með- 'ferð almannafjár. Þess vegna m.a. er erf- itt að festa hendur á þessum viðfangsefn- um. Hér eru heldur engar venjur eða hefð- ir um það, hvenær nástaða vegna hags- muna eða fjölskyldutengsla á að leiða til þess að menn dragi sig í hlé, sækist ekki eftir verkum eða embættum eða einhveiju öðru. Það er ákaflega erfitt að koma við einhveijum skynsamlegum reglum urn slíkt vegna fámennis þessa samfélags. Engu að síður er það staðreynd, að hinn almenni borgari veltir meira og meira fyr- ir sér þeirri nástöðu, sem blasir við, hvert sem litið er. Við þurfum að feta okkur áfram hægt og rólega til þess að koma viðunandi skip- an á þessi mál, þannig að meðferð al- mannafjár verði til eins mikillar fyrirmynd- ar og kostur er og að leikreglur þjóðfélags- ins verði eins drengilegar og framast er unnt. Þá verður auðvelt að tala við fólk um aukið aðhald. „Þegar þrengir að með þessum hætti verður enn sárara en ella fyr- ir hinn almenna launamann og skattgreiðanda að fylgjast með kærulausri með- ferð almannafjár, að ekki sé talað um óhófi og bruðli. Þess vegna er það íraun og veru forsenda þess, að almenn- ingur í landinu taki frekari þrengingum með skilningi, að sjá- anleg breyting verði á meðferð opinberra fjár- muna.“ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.