Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁsi^S 6. OKTÖBER 1991 2T Ungur og sjálfstæður Óskum eftir að ráða ungan, ábyrgðarfullan og sjálfstæðan starfsmann til að sjá um þrif og sendiferðir fyrir bifreiðaverkstæði okkar. Við bjóðum upp á glaðlegan og ánægjulegan vinnustað. Þið, sem hafið áhuga, gefið ykkur vinsamlega fram við Svein Kjartansson, þjónustustjóra bíla. Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 670000. Þýskukennsla Vegna forfalla vantar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi kennara í þýsku. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar eru veittar í síma 93-12544. Skólameistari. Fóstra Á leikskólann Fögrubrekku vantar fóstru/ starfsmann í fullt starf. Hlutastörf koma einnig til greina. Upplýsingar gefur María Jónsdóttir í síma 611375. rm Veitustjóri Auglýst er laust til umsóknar starf veitu- stjóra hjá Vatns- og hitaveitu Ólafsfjarðar. Laun samkvæmt kjarasamningum STÓL og Ólafsfjarðarbæjar. Umsækjendur skulu hafa réttindi til pípu- lagna. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 18. október 1991 og mun hann jafnframt veita allar nán- ari upplýsingar. Ólafsfirði 1. október 1991. Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjórinn íÓlafsfirði. Félagsráðgjafar Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Verkefni starfs- manns yrði m.a. að vinna að uppbyggingu endurhæfingaríbúðar í Sjálfsbjargarhúsinu. Umsóknir skulu sendar fyrir 25. október nk. Tryggva Friðjónssyni, framkvæmdastjóra, í Hátúni 12, Reykjavík, en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar í síma 91-29133. Blómaverslun Starfskraftur óskast í hlutastarf í blómabúð. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. október merkt- ar: „B - 12230“. Haft verður samband við alla umsækjendur og farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Ska rtg r i pa versl u n óskar eftir starfskrafti. Tvö stöðugildi. Vinnu- tími kl. 9-13 og kl. 13-18 aðra hvora viku. Tilboð, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. október merkt: „Núna - 11850“. Blönduós Laus staða leikskólastjóra við Barnabæ. Áður auglýstur umsóknarfrestur um leik- skólastjórastöðu er framlengdur til 11. októ- ber nk. Nánari upplýsingar um stöðuna veita leik- skólastjóri í síma 95-24530, eða bæjarstjóri í síma 95-24181. Bæjarstjóri. Atvinnurekendur athugið! Kona sem er nýútskrifuð úr skrifstofu- og ritaraskólanum, vön afgreiðslu óskar eftir framtíðarstarfi. Margt kemur til greiha. Upplýsingar í síma 656883. Atvinnurekendur 27 ára stúlka óskar eftir vel launuðu starfi. Vön þjónustustörfum og stjórnun. Upplýsingar í síma 626558. Heimilisaðstoð Tek að mér að vera hjá fólki, næturlangt ef þörf er á t.d að leysa aðstandendur af. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Heimilisaðstoð - 291“. Lögfræðingur Lögfræðingur með hdl. réttindi óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 673242. „Au pair“ óskast í 6-12 mánuði á heimili, miðsvæðis í Munchen, til að gæta barna, 6 og 3ja ára. Ef þú ert 18-24 ára, talar ensku og reykir ekki, hringdu þá í síma 679849 eftir kl. 17.00 á morgun eða í síma 90-49-89-521149. Unglingalandsliðs- þjálfari KSÍ Knattspyrnusamband (slands auglýsir lausa stöðu þjálfara unglingalandsliðs undir 18 ára. Nánari upplýsingar gefur Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri í síma 91-814444, Umsóknum skal skilað til skrifstofu KSÍ fyrir 11. október nk. merktum: „Unglingalands- liðsþjálfari". RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Tækniteiknari/tölvari Tækniteiknari óskast til starfa hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á tölvinnslu. Starfið felst í innfærslu á rafdreifikerfi Raf- magnsveitunnar inn á kort og tölvu ásamt almennri teiknivinnu. Laun samkv. launaflokki 236 í kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfs- mannastjóri og forstöðumaður teiknistofu kl. 13-14 alla vjrka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Rafmagnsveitunnar á Suðurlandsbraut 34. Umsóknarfrestur er til 14. október. HOTEL VALASKJALF EGILSSTÖÐUM s 97-11500 Matreiðslumeistari Staða yfirmatreiðslumanns við Hótel Vala- skjálf, Egilsstöðum, er laus til umsóknar. Auk þess að sinna almennum störfum í eldhúsi ber yfirmatreiðslumaður ábyrgð á öllum helstu rekstrarþáttum Lveitingasölu hótels- ins, þ.m.t. matseðlagerð, hráefnisinnkaup og birgða- og starfsmannahald. Skilyrði er að umsækjandi hafi meistararétt- indi og sé tilbúinn til að takast á við krefj- andi verkefni. Umsóknum skal skilað inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „H - 12232“ fyrir 15. október nk. Allar nánari upplýsingar vetir framkvæmda- stjóri í síma 97-11500. Aðstoðarmenn Prentsmiðja Morgunbiaðsins, Kringiunni 1, Reykjavík, óskar að ráða duglega og reglusama aðstoð- armenn til starfa í prentsmiðju við þrif á vélum og vinna við pappírsrúllur. Vaktavinna: Dag- og næturvaktir. Einnig vantar starfsmann eingöngu við þrif á vélum í prentsal. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 13.00 til 19.30. Öll þessi störf eru laus strax. Um er að ræða framtíðarstörf. Allar nánari uppíýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14. Gitðnt IÓNSSON RÁÐCJÖF & RAÐNI NCARNÓNLlSTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.