Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM -SUNN-UÐAGUR 6. OKTÓBER 1991 t ANDSBjOR Morgunblaðið/Jón H. Jónasson F.v., feðgarnir Hallgrímur, Magnús og Hörður. HJÁLPARSTARF Feðgar sameinast við stofnun Landsbjargar ÞEGAR stofnuð voru samtökin Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita norður á Akureyri á dögunum, má segja að fjölskylda ein í Reykjavík hafi loksins sameinast. Ekki svo að skilja að hún hafi verið tvístruð um víða völlu, heldur hittust fyrir feðgar, allir tengdir hjálparsveitarmennsku, í fyrsta skipti undir sama merkinu. etta eru þeir Magnús Hall- grímsson • verkfræðingur ,og synir hans Hallgrímur og Hörður Magnússynir. Magnús var fyrrum skáti á Akureyri, en var meðal stofnenda Flugbjörg- unarsveitarinnar á Akureyri árið 1952. Sama ár flutti hann hins vegar suður og hefur starf- að með Reykjavíkurdeild sveit- arinnar siðan. Þá hefur hann tekið þátt í alþjóðlegu hjálpar- starfi Rauða Krossins og meðal annars verið fimm sinnum er- lendis á hans vegum. Synirnir eru éinnig með hjálparstarfið í blóðinu og hafa báðir verið í Hjálparsveit skáta. Hörður hef- ur verið í stjórn Reykjavikur- deildarinnár. Nú er sameiningin gengin eftir og þessir feðgar sem hafa verið að ljá krafta sína í annarra þágu hver í sínu skoti, gera það framvegis í samein- ingu. Handboltaskór Hinn eini sanni útilíff, Glæsibæ Gísli Ferdinantsson, Lækjargötu Sportbúó Kópavogs, Hamraborg Sportbúð Oskars, Keflavík Sportbær, Selfossi 40 póstkort af peningaseðlum sýna frelsisbaráttu Islendinga í 200 ár KORTAUTGÁFA EYÞÓR Sigmundsson kokkur í Útvegsbankanum sáluga til margra ára fór út í póstkortaútgáfu fyrir nokkrum árum og hefur hægt og bítandi verið að koma undir sig fótunum á þeirri hörðu baráttuslóð. Fyrirtæki hans heitir Laxakort, enda maðurinn laxveiðimaður mik- ill og klókur og í fyrstu var af stað farið með póstkort tengd veiði- skap. Enn á hann ýmsa titla með veiðimönnum, löxum og silungum, en hann staðnaði ekki við það heygarðshorn, heldur lét hugmyndar- flugið ráða og reyndi ýmsar nýjungar í kortaframleiðslu. Hann hef- ur nú sent frá sér athyglisverða útgáfu. Hún samanstendur af 40 póstkoi-tum sem ýmist koma í fallegum römmum, í viðarklæddri bók eða einfaldlega í búntavís. Kostin eru af íslenskum peningaseðlum og sýna að sögn Eyþórs sjálfstæðissögu íslands í rúmlega 200 ár. Eyþór sagði í samtali við Morg- unblaðið í vikunni, að hann hefði alla tíð reynt að fara nýjar og eigin leiðir í kortaútgáfunni. „Hinir sem fyrir voru ,og ,eru voru með svo mikið af góðu efni fyrir að ég hafði ekkert í það að gera. Mér fannst kortaútgáfa hins vegar spennandi verkefni og lét það ekki á mjg fá, heldur fór ótroðnar slóð- ir. Ég er til dæmis með svarthvít kort, kort af selum, hvölum, hænu- ungum og fleira svo eitthvað sé nefnt. Veiðimannakortin standa svo alltaf fyrir sínu. Þessum nýjungum í kortaútgáfu hefur verið vel tekið og fyrirtæki mitt hefur fest rætur,“ sagði Eyþór. En hvers vegna pen- ingaseðlar og hvernig í ósköpunum er hægt að sjá sjálfstæðisbaráttu út úr seðlum? „Ég er alinn upp við myntsöfnun og einhverju sinni spurði ég karl faðir minn hvers vegna hann væri að bauka við þetta. Hann svaraði mér þá með þeim orðum að þetta væri lífeyrissjóður sinn og móður minnar og af þessum sjóði væri ekki greiddur tekjuskattur, útsvar eða eignarskattur. Þar af leiðandi héldi þetta verðgildi sínu. Og það er svo sannarlega hægt að lesa margt út úr peningaseðlum sem eru síbreytilegir í áranna rás. I gegn um þær tvær aldir sem seðlarnir sem ég nota spanna, koma fram þrír danskir kóngar. Á einu stigi breytir hinn gamli íslandsbanki stóru seðlunum og í stað þess að þá prýði Danakóngur koma inn Gengilbeinurnar og barþjónninn sem höfðu nóg að gera kvöldið á enda. UPPSKERUHÁTÍÐ Höldum okkar striki að ári Jósteinn Kristjánsson og Björn Friðþjófsson vertar á L.A.Kaffi á Laugaveginum stofnuðu fyrir skömmu til þeirrar nýjungar í kvöld- og næturlífi landsmanna, að efna til nokkurs konar uppskeruhátíð- ar veiðimanna og var einkum höfðað til laxveiði- manna. Sögðu þeir félagar í samtali við Morgunblað- ið að svo mjög hefði verið spurt um slíkt í þeirra eyru að þeir hafi tekið þann kostinn að taka menn á orð- inu, efna til slíks kvölds og sjá hver útkoman yrði. L.A.Kaffi tekur allt að 90 manns í mat og þótt fyrir- varinn hafi verið lítill var eigi langt frá því að vera fullt og er á leið fylltist í þær eyður sem voru fyrr um kvöldið. „Það var kannski ívið færra en við vænt- um, en það kom til af því að það afskráðu sig nokkrir á síðustu stundu, m.a. af óviðráðanlegum persónuleg- um ástæðum. Við slíkt verður ekki ráðið, en nokkrir skráðu sig á móti á elleftu stundu. Þetta var skemmti- ieg tilraun og hún heppnaðist nógu vel til þess að við höldum okkar striki og gerum þetta aftur að ári. Því hefur verið lætt að okur að hafa þetta aðeins seinna á haustinu, stangirnar séu vart komnar ofan í pokana þótt komið sé fram yfir 20. september,“ sagði Jó- steinn Kristjánsson. KVIKMYNDAIÐNAÐURINN I kvöldverði með Kevin Costner Costner kom mjög þægilega fyr- ir og virtist einstaklega ljúfur drengur,“ sagði Jón Olafsson, for- stjóri Skífunar h.f., en hann ásamt eiginkonu sinni Helgu Hilmarsdótt- ur, átti þess nýlega kost að snæða kvöldverð með hinum heimsfræga leikara, kvikmyndaframleiðanda og leikstjóra Kevin Costner, sem vakti heimsathygli er kvikmynd hans, „Dansar við úlfa“ sópaði til sín Óskarsverðlaununum eftirsóttu á síðasta ári. Jón kvaðst hafa verið staddur í Los Angeles er hann hitti Costner, en fyrirtæki Jóns, Skífan h.f., hefur dreifingarsamning við kvikmynda- fyrirtæki Costners, TIG-Producti- ons, auk þess sem kvikmyndahúsið Regnboginn, sem Jón er eigandi að, hefur sýnt myndir Costners hér á landi. „Við borðuðum saman á litlum og huggulegum veitingastað í Los Angeles, ásamt Jim Wilson, sem hefur verið framleiðandi í nokkrum mynda Costners. Þetta var ósköp þægileg kvöldstund og ánægjulegt að ræða við þessa menn,“ sagði Jón, en meðfylgandi mynd var tekin við þetta tækifæri. Í*4S fexifi *• ’ii. 1CHK& v: jí'. iL Q li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.