Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Forsætisráðuneytið: •• Oryggismálanefnd lögð niður um áramót Breytingar á starfssviði Þjóðhags- stofnunar fyrirhugaðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður starfsemi Öryggismálanefnd- ar frá og með næstu áramótum. Nefndin heyrir undir forsætisráðu- neytið en forsætisráðherra hefur nú í undirbúningi breytingar á starfsháttum í ráðuneytinu sem m.a. lúta að því að efla alþjóðadeild ráðuneytisins og breyta starfssviði Þjóðhagsstofnunar. Verða breyt- ingarnar kynntar í stefnuáætlun ríkisstjórnarinnar innan nokkurra daga. Albert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, mun taka við forstöðu alþjóðadeildar forsætisráðuneytisins og vera forsætis- ráðherra til ráðgjafar um alþjóðamál, að sögn Hreins Loftssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra. Að sögn Hreins er þetta liður í sparnaði í ríkisfjármálum. Sagði hann að aðstæður í alþjóðamálum hefðu breyst frá því Öryggismála- nefnd var stofnuð árið 1978 og auk Morgunblaðið/Þorkell Brim var við Reykjavíkurhöfn og varð Akraborg að fella niður eina ferð í gær vegna veðursins. Veðurofsi á vestanverðu landinu í gær: Bílar fuku af vegiun og mik- ið moldrok var af hálendinu þess væri talið að hlutverk nefndar- innar væri nokkuð óskýrt. Fjárveit- ing til Öryggismálanefndar í gildandi fjárlögum var um 9 milljónir kr. Ekki verður um fjölgun á stöðu- heimildum að ræða í ráðuneytinu vegna þessara breytinga. Sagði Hreinn að í forsætisráðuneytinu væru fyrir tvær stöðuheimildir sem ekki hefðu verið nýttar. Er það ann- ars vegar staða efnahagsráðgjafa forsætisráðherra og hins vegar heim- ild til að ráða starfsmann til að sinna fjölmiðlatengslum. Með fyrirhuguð- um breytingum í ráðuneytinu er m.a. ætlunin að ráðuneytið geti betur nýtt sér stofnanir sem undir það heyra á borð við Þjóðhagsstofnun. ------->-M--------- NORÐAUSTAN hvassviðri var á vestanverðu landinu í gær, og á nokkrum stöðum fuku bílar út af vegum, en ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast af þeim sök- um. Harður árekstur tveggja bíla varð í Kollafirði í gærkvöldi, sem að sögn lögreglu mátti rekja til hálku af völdum særoks, en engin slys urðu á mönnum. Illfært var á sunnanverðu Snæfellsnesi vegna hvassviðrisins og sömuleið- is í Hvalfirði og á Kjalarnesi, en þar fuku tveir bílar út af veginum. Pajero-jeppi fauk út af veginum Reykjavík: Fengu gistingu og við Skógarnes í veðurofsanum á Snæfellsnesi í gær, og síðdegis fauk flutningabíll á hliðina við Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi. Rafmagnslaust varð á öllu Snæfellsnesi eftir hádeg- ið, en rafmagn var alls staðar komið á á nýjan leik um kvöldmatarleytið. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings mældist vind- hraðinn víðast 8-9 vindstig, en fór upp í 10 vindstig í hviðum. Snjókoma var á Vestfjörðum í gær, en slydda og éljagangur víða norðanlands. Gífurlegt moldrok var á Suðurlands- undirlendinu og á haf út. Um miðjan daginn var slæmt skyggni í Vest- mannaeyjum af þeim sökum, en að sögpi Sveins Runólfssonar, iand- græðslustjóra, átti það upptök sín inni á Biskupstungna- og Hruna- mannaafréttum. Sagði hann að sandrokið hefði verið orðið mjög slæmt f gærmorgun á Landeyjar- sandi og mikið moldrok hefði virst koma frá Landmannaafrétti og Rangárvallaafrétti. Færðist það svo í aukana þegar leið á daginn. „Það hefur verið mjög hvasst undanfarna daga og þá fer að ijúka úr öllum opnum sárum,” sagði Sveinn. Rennsli Skeið- arár minnkar RENNSLI í Skeiðará hefur minnk- að verulega frá því á fimmtudag- inn, en fram að þeim tíma hafði vaxið verulega í ánni. Að sögn Magnúsar T. Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur sig í Grímsvötnum minnkað eða jafnvel hætt að sinni, og sagði hann sáralítið af því vatni sem í Grímsvötnum er hafa runnið fram úr enn sem komið er. fylltu staðinn af þýfí tbúðin líktist lager lítillar verslunar LÖGREGLAN í Reykjavík lagði á laugardagskvöld hald á ýmiss konar þýfi, aðallega fatnað en einnig til dæmis jólaskraut, snyrti- vörur og ginseng, sem ungt par hafði hrúgað upp í íbúð þar sem það hafði fengið.gistingu um stundarsakir. Einn lögreglubíll dugði ekki til að flytja þýfið á lögreglustöðina en að sögn lögreglu var um álíka magn að ræða og búast má við á lager lítillar verslunar. Upp komst um málið þegar stúlka sem hýst hafði kunningja sinn og unnustu hans í nokkra daga í vandræðum þeirra hringdi á lögregluna til að fá aðstoð við að vísa gestunum á dyr þar sem þeir höfðu gerst þaulsætnir og yfirgangssamir. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þau ekki þar. Húsráðandi sýndi lögreglunni herbergi gestanna sem var yfir- fullt af ýmiss konar vamingi, að magni til á stærð við vörulager lítillar verslunar. Talið er að varn- ingnum hafi parið, sem er tæplega tvítugt, og ef til vill fleiri, hnuplað úr verslunum í Kringlunni og við Laugaveg undanfamar vikur, og kenndi þar ýmissa grasa. Aðallega var um hvers konar tískufatnað að ræða en einnig voru þar um 30 hljómplötur, hár- blásarar, jólaföndur, tölvuspil, ginseng og lýsistöflur og margt, margt fleira. Lögreglan stefndi liði að íbúðinni og síðan voru famar nokkrar ferðir á lögreglustöðina með vaminginn en mál parsins var sent RLR til meðferðar. Utanríkismálanefnd ræðir málefni Króatíu Eyjólfur Konráð kjörinn formaður Á FUNDI utanríkismálanefndar Alþingis í gær voru málefni Króa- tíu til umræðu. Eftir ítarlegar umræður um beiðni Króata um viðurkenningu og stjórnmáíasamband íslands óg Króatíu var umræðu frestað þar til síðar í vikunni er utanríkisráðherra verð- ur kominn til landsins. Á fundi utanríkismálanefndar var Eyjólfur Konráð Jónsson kos- inn formaður nefndarinnar að til- lögu Steingríms Hermannssonar, Framsóknarflokki, með 7 sam- hljóða atkvæðum, en einn seðill var auður. Ólafur Ragnar Gríms- son, Aiþýðubandalagi, var fjarver- andi er kosningin fór fram, en lýsti yfir stuðningi við Eyjólf sem formann nefndarinnar er hann kom til fundar, þannig að 8 af 9 nefndarmönnum lýstu yfir stuðn- ingi við Eyjólf. Rannveig Guð- mundsdóttir, Alþýðuflokki, var kosin varaformaður nefndarinnar. Þetta er gífurleg spenna frá morgni til kvölds - segir Elín Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Brids- sambandsins og eiginkona Jóns Baldurssonar Morgunblaðið/Þorkell Elín Bjarnadóttir ásamt börnum sínum, Ragnheiði, Jóni Bjarna og Magna Rafni. „ÞETTA er gífurleg spenna frá morgni til kvölds. Eg hafði allt- af trú á strákunum, en þessi árangur er enn betri en hægt var að búast við,” sagði Elín Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Bridssambandsins og eig- inkona Jóns Baldurssonar, landsliðsmanns í brids, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Elín sagði að Jón hringdi í hana daglega til að segja henni fregnir af gengi liðsins. „Þeir hafa aldrei spilað betur en núna, en það er alltaf erfitt að sjá fyrir hvemig svona mót þróast. Mér sýnist þó á öllu að þeir stefni í úrslitin, en það hefði ég aldrei þorað að vona.” Elín sagði að hún hefði orðið vör við mjög aukinn áhuga lands- manna á brids, eftir góðan árang- ur landsliðsins. „Allt frá Evrópu- meistaramótinu í sumar hefur fólk hringt í Bridssambandið og óskað upplýsinga um bridsbækur og bridsnámskeið, en nú hefur keyrt um þverbak. Ég þyrfti tíu símalín- ur til að anna öllum hringingum. Þessi árangur liðsins breytir því gífurlega miklu fyrir sambandið.” Elín sagði að hún hefði ekki sofið mikið frá byijun heimsmeist- aramótsins. „Fyrstu næturnar vaknaði ég oft og hugsaði til þeirra og ég vakti alla laugardag- snóttina. Nú í nótt vaka svo bridsáhugamenn í húsnæði sam- bandsins, til að fylgjast með gengi liðsins gegn Svíum.” Elín sagði að þó hún hefði auð- vitað mikinn áhuga á brids þá væri heimili þeirra Jóns oft undir- lagt og henni þætti stundum of mikið af því góða, til dæmis á undirbúningstíma liðsins. „Brids- sambandið reynir að fjármagna ferð liðsins að fullu núna, en hing- að til hafa liðsmenn alltaf þurft að taka þátt í kostnaðinum. Við höfum ekki enn náð endum sam- an, en vonandi verður góður ár- angur strákanna til þess að fólk muni eftir okkur,” sagði Elín Bjarnadóttir. Sjá fréttir af HM í brids á blaðsíðu 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.