Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 17 einkavæðingu komu frá þrem svo- nefndum hugmyndabönkum flokksins sem voru yfírleitt mann- aðir harla hægrisinnuðum flokks- mönnum og sérfræðingum. í röð- um þeirra voru hálf-brjálaðir pró- fessorar... ” - Sagðirðu hálf-brjálaðir? „Já ég hef alltaf sagt að þeir séu það. Þetta eru menn sem auk þess eru ekki í neinum tengslum við raunveruieikann, einkavæðing strætisvagna t.d. var hugmynd afar undarlegs og geysilega hægrisinnaðs prófessors í ein- hveijum fílabeinsturninum. í helgreipum leigubílstjóra Nicholas Ridley, sem var sam- göngumálaráðherra en varð að segja af sér eftir að hafa móðgað Þjóðveija hraklega, er mjög hægrisinnaður. Hann fékk þá flugu í kollinn að leigubílstjórar í London ættu ekki að vera háðir töxtum heldur ætti að vera hægt að semja við þá í hvert sinn. Þeir ættu því ekki að vera með mæli í bílunum. Reyndu að ímynda þér að þú værir með tengdamóður þína og fimm krakka í eftirdragi, það væri ausandi rigning og þú þyrftir að komast nokkurra kíló- | metra leið. Bílstjórinn myndi stinga upp á 50 pundum [5.000 ÍSK] og þú myndir ekki eiga margra kosta völ. Á sólbjörtum degi fengjuð þið að vísu að fljóta með fyrir fimm pund. Þegar hug- mynd Ridleys spurðist gerði fólk uppreisn, þetta var einum of vit- laust en hugmyndin sýnir hvað menn voru komnir út á hálan ís.” - Er samt ekki nauðsynlegt að varpa stöðugt fram nýjum hug- myndum, hugsa margt upp á nýtt? „Svo sannarlega og taktu eftir því að Verkamannaflokkurinn segist yfírleitt ekki ætla að þjóð- nýta aftur fyrirtækin sem hafa J verið einkavædd. Það er rétt, að nokkru leyti sannar þetta að Thatcher hafi verið á réttri braut ) en þegar verðið byijar að hækka fyrir alvöru á rafmagni, vatni, símaþjónustu, þá gæti fólk farið I að kvarta og krefjast þjóðnýtingar á ný. Telecom, símafyrirtækið sem nú er í einkaeigu, ræður 90% af markaðnum, býr við einokunarað- stöðu í reynd, markaðshluti aðal- keppinautarins er vel innan við 10%. Hagnaður Telecom er ein- hver sá mesti sem um getur í heiminum hjá stórfyrirtæki. Ný- lega breyttu þeir tákninu sínu og eyddu milljörðum punda í að mála á ný hvern einasta símaklefa og og hvern einasta bíl sem fyrirtæk- ið á. Skýringin hlýtur að vera að þeir viti bókstaflega ekki hvað þeir eigi að gera við alla pening- 0 ana en ekki lækka þeir verðið á þjónustunni, öðru nær. Það hækk- ar og sama er að segja um laun I forstjóranna.” - Ef þú réðir myndirðu þá þjóð- nýta þessi fyrirtæki á ný? Getur I verið að hægt sé að ráða bót á þessu framferði fyrirtækjanna með því að virkja almenning frek- ar, fá fólk til að bregðast harðar við og heimta verðlækkun á þjón- ustunni? „Nei sennilega myndi ég ekki þjóðnýta þau og myndi ekki ráð- leggja Verkamannaflokknum að gera það ef hann næði völdum. Fyrirtækin eru að nafninu til í einkaeign en haga sér núna eins og dæmigerð ríkiseinokunarfyrir- tæki, hvorugt rekstrarformið er gott. Það þarf að gæta hagsmuna neytenda betur. Ákveðnari við- brögð af hálfu almennings eru Ey ekki svo ofarlega á baugi enft þá en það getur breyst. Ég er sann- L færður um að á næstu árum verð- 1 ur hvaða ríkisstjórn sem er að uppfylla kröfur um langtum meiri stjórn á málefnum þessara stórfyr- 9 irtækja, miklu strangara eftirlit með verðlagningu og öllu fram- ferði þeirra. Þetta verður krafa neytenda og þar með þjóðarinnar.” Viðtal: Kristján Jónsson Stjórn BSRB: Niðurskurði til vel- ferðarmála mótmælt STJORN BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirhuguðum niðurskurði til velferðarmála og áformum um álögur á sjúklinga og skólafólk í fjárlagafrumvarpi er harðlega mótmælt. „Ljóst er að sá niðurskurður til velferðarkerfisins sem ráð er fyrir gert í fjárlagafrum- varpinu mun litlu breyta í þjóðarbókhaldinu. Hann mun hins vegar íþyngja sérstaklega þeim hópum sem standa höllum fæti í samfélag- inu,” segir í samþykkt stjórnar BSRB. í samþykktinni segir einnig að rík- gerð frumvarpsins og lýsir furðu á isstjórnin stefni að umfangsmiklum breytingum á velferðarkerfi lands- manna sem muni leiða til félagsleg- rar mismununar. „Stjórn BSRB bendir á að forsend- ur fjárlagafrumvarpsins eru óraun- hæfar að því leyti að ekki er tekið tillit til breytinga á launum vegna komandi kjarasamninga. Stjórn BSRB mótmælir vinnubrögðum við yfiriýsingu í greinargerð þess þar sem boðaðar eru breytingar á samn- ingsbundnum og lögbundnum rétt- indum opinberra starfsmanna án þess að á nokkurn hátt hafi verið rætt við samtök þeirra sem slíkra réttinda njóta eða um þau hafa sam- ið,” segir í samþykkt stjórnar BSRB sem gerð vár 3. okt. sl. Fyrrverandi STARFSFÓLK ÁLAFOSS Árshátíð starfsmannafélagsins verður haldin laugar- daginn 19. otkóber í Hlégarði í Mosfellsbæ. Við bjóðum fyrrverandi starfsfélaga okkar sérstaklega' velkomna á hátíðina. Miðar verða til sölu 14.-16. október í Álafossbúðinni, Vesturgötu 2, Skristofu Álafoss í Mosfellsbæ, Ullarþvottastöðinni í Hveragerði. Nánari upplýsingar í síma 666300. Stjórn S.M.F.A. VANDAÐIR VINNUBÍLAR J/IÁ VOLKSWAGEN Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga □ Án vsk □ Benssn- eöa Dieselhreyfill □ Aflstýri/Framhjóladrif □ 5 gíra handskipfing/sjálfskipting □ Burðargeta 1-1,2 tonn □ Farþegafjöldi allt að 11 manns □ Þriggja ára ábyrgð Lokaður VW Transporter 6 manna VW Transporter með palli BÍLL FRA HEKLU BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.