Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 21
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIPJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 21 V erkfræðinga- félag Islands: Fundað um kostnaðar- áætlanir Verkfræðingafélag íslands efnir í dag, þriðjudaginn 8. okt- óber, til fundar um kostnaðará- ætlanir. Fundurinn verður í Norræna húsinu og hefst kl. 20. I frétt frá verkfræðingum segir: „Undanfarið hefur verið mikið rætt um kostnaðaráætlanir vegna stórra framkvæmda og hversu góðar eða vondar þær virðast vera. Almanna- rómur segir að lítið sé að marka kostnaðaráætlanir sem verkfræð- ingar gera og að raunverulegur kostnaður fari nær alltaf fram úr áætlunum. Oftast haf umræðurnar orðið fremur pólitískar en faglegar og því hafa verkfræðingar og aðrir, sem beinan þátt taka í framkvæmd- um og undirbúningi þeirra, staðið nokkuð til hliðar þegar hæst hefur látið. Þá hefur borið á því að sam- skipti hönnuða og verkkaupa sé ekki sem skyldi og ef út af bregður má oft kenna því um að samskiptin hafi ekki verið nægilega góð.” Til að reifa málin verða bæði fulltrúar verkkaupa, þ.e. stjórn- málamenn og fagmenn, verkfræð- ingur og arkitekt, á fundinum í Norræna húsinu auk þess sem mælendaskrá verður opin eftir framsöguræður. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er kr.500. ------------ Þingeyri: Tveir menn meiddust í bílveltu TVEIR menn meiddust nokkuð er Daihatsu fólksbíll valt á vegin- um skammt utan við Þingeyri í gærmorgun. Báðir voru fluttir í sjúkraskýlið á Þingeyri og annar þeirra þaðan á sjúkrahúsið á Isafirði. Mennirnir voru skornir og skrám- aðir en ekki alvarlega meiddir, að sögn lögreglu, og fengu báðir að fara heim að lokinni aðhlynningu. Talið er að báðir mennirnir hafi verið öivaðir. Bíllinn er talinn gjöró- nýtur. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, tekur við bréfi króatísku körfuknattleiksmannanna, þar sem þeir óska eftir stuðningi Alþingis við sjálfstæðisbaráttu Króata. Körfuknattleiksmenn frá Króatíu: Alþingi styðji baráttu Króata fyrir sjálfstæði Leikmenn júgóslavneska körfuknattleiksliðsms Cibona frá Zagreb í Króatíu, sem léku tvívegis gegn íslandsmeisturum Njarðvikinga hér á landi um helgina í Evrópukeppninni, afhentu Jóni Sigurðssyni, starf- andi utanríkisráðherra, bréf til Alþingis Islendinga, þar sem þeir fara fram á hjálp í sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar. Jón tók við bréfinu fyrir síðari leik liðanna í Njarðvík á laugardag. í bréfinu segir m.a.: „Við vitum að ísland er lítið land en hér býr hugrökk þjóð, þjóð sem býr við frelsi, þjóð sem vill hjálpa öðrum þjóðum í baráttu þeirra fyrir eigin frelsi og sjálfstæði. Við biðjum yður, Alþingi íslend- inga — íslensku þjóðina um hjálp til að sjálfstæði þjóðar okkar verði að veruleika, um hjálp til að sjálfstæði og frelsi lýðveldisins Króatíu líti A I haldi vegiia fíkniefnamáls 35 ARA kona hefur verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 17. október vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við húsleit hjá konunni fundust 147 grömm af hassi, 1,2 grömm af kókaíni og 31,6 grömm af am- fetamíni. Uppruni efnisins og önnur atvik málsins eru nú tilrannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. dagsins ljós. Stuðningur yðar er ómetanlegur. Besta leiðin til að stöðva^ stríðið í Króatíu er viðurkenning íslands á lýðveldinu Króatíu.” Undir bréfið rituðu allir fjórtán leikmenn liðsins. Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, afhenti Jóni Sigurðssyn, einnig bréf frá Körfuknattleikssambandinu vegna þessa máls. Þar segir m.a.: „Við höfum verið forystuþjóð, varðandi stuðning okkar, til þjóða sem berjast fyrir frelsi sínu. Með stuðningi okkar gæturn við flýtt fyrir frelsi þjóðarinn- ar og um leið stöðvað stríðið, sem þar fer fram. Króatar hafa sannað það með getu sinni í íþróttum að þar fer kröftug og dugmikil þjóð. I körfuknattleik eru þeir stolt Evrópu og standa fram- arlega í öðrum greinum. Körfuknattleikssamband íslands vill með bréfi þessu biðja Alþingi vort að styðja baráttu þjóðarinnar og viðurkenna sjálfstæði Króatíu eins fljótt og mögulegt er.” SUNDABORG 15 ("91 -685868 TÖKUVÉLADAGAR Tilboð á HITACHI VHS-tökuvélum Takmarkað magn RÓNNING ofiO 91.900,- GENERAL ELECTRIC S I L I K 0 N GE Contractors silikon er einþátta þéttiefni fyrir til dæmis gler, ál, granít, keramík og margskonar plast. Þolir vel veðrun, hitabreytingar og útfjólubláa geisla Togþol +/- 25 % Litir: Glært og hvítt FÆST í FLESTUM BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM GE SILIKON, ÞÉTTING TIL FRAMBÚÐAR r GE Silicones SKAGFJORÐ ■i'j oouiOÁ'JöuuasiLu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.