Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 29 Tölvur Tölvuframleiðendur óska eftir stuðningi Evrópubandalagsins FORYSTUMENN evrópskra tölvuframleiðenda hafa óskað eftir aðgerðum frá fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins til að tryggja afkomu Húsgögn upplýsingaiðnaðarins i Evrópu. Aðalframkvæmdastjórar þriggja stórfyrirtækja í greininni, Groupe Bull, Olivetti og Siemens- Nixdorf, kvörtuðu á sameiginleg- um fundi yfir óhagstæðri sam- keppnisaðstöðu gagnvart banda- rískum og japönskum keppinaut- um sínum: Þeir bentu á að banda- rískir og japanskir framleiðendur njóta öflugs heimamarkaðar og umtalsverðrar samvinnu við opin- bera aðila. í Bandaríkjunum og Japan fari um 90% verkefna hins opinbera til innlendra aðila, í Evr- ópu sé sambærilegt hlutfall aðeins um 30%. Ikea með aukið úrval TÖLVUIÐNAÐURINN — Tölvuframleiðendur í Evrópu hafa að undanförnu átt í nokkrum erfiðleikum og hafa því óskað eft- ir stuðningi Evrópubandalagsins. fyrir eldri aldurshópa Nokkur breyting er að verða á starfsemi sænsku Ikea-verslananna en þær hafa löngum reynt að höfða til ungs fólks, einkum þess, sem er að byija eða er skammt komið á búskaparbrautinni. Fyrstu viðskiptavinimir hafa nefnilega elst með árunum eins og lög gera ráð fyrir og eru kannski betur megandi nú og því hefur verið ákveðið að bjóða einnig upp á vömr, sem em dálítið í dýrari kantinum. Á það til dæmis við um Bolighuset í Taastrup í Dan- mörku, sem nýlega var opnað aftur eftir gagngerar breytingar. „Það, sem vakir fyrir okkur meðal annars, er að kveða í kútinn þá sögusögn, að Ikea-vörurnar séu ódýrar vegna þess, að þær séu ekki nógu vandaðar. Við ætlum sem sagt að sýna, að við getum selt gæðavöru á lægra verði en aðrir,” segir framkvæmdastjóri Ikea í Danmörku, H.C. Madsen. „Því dýrari vöru, sem fólk kaupir hjá okkur, því meira sparar það. A það verður áherslan í auglýsing- unum og ástæðan er sú, að kaup- endur sjá sjálflr um hluta af vinn- unni, til dæmis að flytja vöruna heim.” Ekkert verður dregið úr úrval- inu fyrir ungt fólk en það verður hins vegar aukið mikið fyrir ald- urshópinn 35-59 ára, sem fer líka ört stækkandi hlutfallslega í sam- félaginu. Það hefur alltaf verið stefna Ingvars Kamprads, stofnanda Ikea, að bjóða ódýra vöru og þess vegna var kaupandanum gert að flytja vöruna heim og setja hana saman. Af sömu • ástæðu hefur Ikea yfírleitt verið með verslanim- ar á ódýrum stöðum utan við mið- borgimar. í markaðskönnun í Danmörku fyrir nokkmm árum kom hins vegar 5 ljós, að neytend- um fannst verið hjá Ikea ekki vera neitt sérstaklega lágt og þá var gripið til þess að lækka það um 6% 1988 og 3% 1989. Má segja, að það hafí þá verið farið að skrapa botninn en á móti kom, að salan jókst. Ikea hefur verið með verslun í Danmörku í 22 ár og þar af í 17 með 40.000 ferm verslunarhús í Höje-Taastrup, stærstu húsgagna- verslun í landinu. Auk þessu em útibú í Óðinsvéum, Árósum og Álaborg og ákveðið hefur verið að koma upp nýju í Norður-Kaup- mannahöfn. Búast forráðamenn Ikea við mikilli söluaukningu á næstu ámm enda hefur húsgagna- verslunum í Danmörku fækkað um 1.100 á síðustu sex ámm og em nú tæplega 900. Ségir Madsen, ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Vrnsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 að þetta sé þróunin í smásöluversl- uninni, að hún færist saman í færri en stærri einingar. Framkvæmdastjórarnir vara við að ef ekki batni samskiptin við opinbera aðila í sameiginlega evr- ópska efnahagssvæðinu eftir 1992 verði útlitið mjög dökkt. Francis Lorentz, stjórnarform- aður Groupe Bull, sagði að þeir væm ekki að óska eftir vernd gegn ytri samkeppni, heldur heilsteyptri stefnu Evrópubandalagsins þannig að enginn vafi léki á um stöðu iðn- aðarins.' Meðal annarra aðgerða óskuðu framkvæmdastjórarnir eftir þátt- töku bandalagsins strax á fyrstu stigum áætlanagerðar um sam- evrópsk verkefni á sviði upplýsin- gatækni, en þannig myndu evr- ópsku fyrirtækin eiga góða mögu- leika á að tryggja sér lokasamn- inga. Tölvuiðnaður um allan heim á í allnokkrum erfiðleikum, bæði vegna tæknibreytinga og almennr- ar kreppu. Framleiðendur í Evrópu hafa þó orðið óvenju illa úti vegna þess hve markaðir þeirra eru smá- ir og ólíkir innbyrðis. Vittorio Cass- oni, aðalframkvæmdastjóri Oli- vetti, telur þó að Evrópa geti enn byggt upp öflugan upplýsinga- tækniiðnað þar sem lögð yrði áhersla á hugbúnað og þjónustu. I svörum framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins kom fram að bandalagið á í samningaviðræðum við Bandaríkin og Japan um að skapa betri samkeppnisaðstöðu fyrir evrópsk fyrirtæki. Hinsvegar verði samkeppnisfrumkvæðið að koma frá fyrirtækjunum sjálfum. Heimild: Financial Times 4019 Geislaprentari Lausn nútímamannsins í tölvuprentun Tækninni fleygir fram, einnig í framleiðslu geislaprentara. Eins og annars staðar í tölvuheiminum er IBM í fararbroddi. IBM 4019 geislaprentarinn er talandi dæmi um forystu IBM á þessu sviði. Prentarinn er minni um sig en flestir aðrir en um leið töluvert hraðvirkari. IBM - valkostur fyrir vandláta ÓdýK og góð lausn Þrívirk pappírsmötun. Pappírsgeymslurn- ar eru þrjár og taka meira en geymslur annarra prentara. Auk þess að vera venjulegur geislaprentari getur hann einnig prentað „postscript“ skrár. Upplausnin er jafngóð og í dýrustu prenturum. Og þá er komið að því sem einnig skiptir verulegu máli, verðinu. Verð frá kr. 99.600, - m/vsk. Brautarholti 8, Pósthólf 5193,125 Reykjavík SAMEIND Sími 615833, fax 621531.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.