Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTOBER 1991 39 nefna: nýbyggingu Kennaraháskóla íslands, II. áfanga, Ölduselsskóla, byggingu Seðlabanka íslands og nú síðast íbúðarhúsabyggingar á Völundarlóð. Á vinnustað var Magnús mjög meðvitaður um mikilvægi þess að gott andrúmsloft skapaðist milli manna og starfshópa. Hann vissi að, ef verkinu ætti aö miða vel áfram, þyrfti mönnum að líða vel á vinnustað og hafa ánægju af því sem þeir væru að gera. Eg held að allir sem kynntust Magnúsi hafi borið mikla virðingu fyrir honum ' sem stjórnanda og fagmanni. Glöggvari mann á teikningar hef ég ekki kynnst, enda þegar við vor- um nýbyijaðir á Seðlabankabygg- ingunni kom byggingarstjóri bank- ans að máli við mig og sagði „þessi Magnbús verkstjóri þarf bara rétt að lít á grunnteikningar, þá er hann kominn með allt húsið í kollinn í þrívídd.” Byggingu Seðlananka- hússins stjórnaði Magnús frá upp- hafi til enda eða í 4 ár semfleytt. Þar naut hann sín, því erfiðari og vandasamari sem byggingin var, gekkst hann upp í að leysa allar þær þrautir af fagmennsku og ör- , yggi. Svo ég vitni aftur í byggingar- stjóra Seðlabankans sagði hann mér fyrir stuttu að Magnús væri sá allra , besti húsasmiður sem hann hefði I unnið með og er ég honum hjartan- lega sammála. Það er slæmt fyrir byggingariðnaðinn að missa svo góðan mann, bæði til handa og hugar. Mestur er þó missir eigin- konu og barna, sem missa svo óvænt góðan eiginmann og föður. En það er víst gangur lífsins að gefa og taka. Ég bið algóðan Guð að styrkja og hjálpa eiginkonu hans og börn- um í þeirra miklu sorg um leið og við hjónin sendum þeim okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Vignir H. Benediktsson Ofan á sjónvarpstækinu á Soga- vegi 80 er lítill rammi. í þessum ramma er miði þar sem segir að betra sé fyrir laxveiðimenn að vera smávaxnir því þá sýnist laxinn stærri á myndinni. Þeir sem þekktu Magga veltu þó ekki fyrir sér hvort maðurinn væri hávaxinn eða ekki. Persóna Magnúsar var svo sterk að menn leiddu ekki hugann að slík- um hégóma. Já, laxveiðarnar voru ómissandi þáttur í lífi Magga og þar lét Gulla ekki sitt eftir liggja enda voru þau samrýmd í því sem öðru. Þær voru ófáar helgarnar þegar tjaldvagninn var tengdur aftan í jeppann og haldið burt út bænum. Raunar var það margt fleira en laxinn sem tog- aði enda þekkja flestir þann mikla sannleika að römm er sú taug er rekka dregur föðurtún til. Því var einnig þannig farið með Magnús sem fór heldur að ókyrrast ef lang- ur tími leið án þess að hann hefði heimsótt fólkið sitt vestur í Hlíð. Maggi var vel heima í því sem a var að gerast á hveijum tíma og 9 hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það var því hreinsun fyrir sálina að rökræða við hann, því 1 hann Iét sig hvergi. Að vísu urðu sum okkar nokkuð æst á stundum | og það er ekki fjarri sanni að segja 9 að þá hafi mátt greina örlítinn stríðnisglamap í augum Magnúsar. En það er langt í frá að menn hafi bara sóst eftir rökræðum þegar leita þurfti ráða í hinum ólíkustu málum. Það þótti til dæmis sjálf- sagt þegar staðið var í bygginga- framkvæmdum að hafa hann með í ráðum og ósjaldan rétti hann okk- ur hjálparhönd við það og fleira. En raunar var það nú svo að maður renndi oft við heima hjá Gullu og Magga til þess eins að njóta þess að hitta þau, ræða málin og þiggja bolla af þessu lútsterka kaffi sem þar er á boðstólum. Eftir allar þess- ar heimsóknir hefur persóna Magn- 9 úsar haft slík áhrif að hann mun aldrei gleymast. Gulla mín! Við vottum þér, krökk- 9 unum, eftirlifandi móður og systk- inum Magnúsar okkar innilegustu samúð. Megi minningin um góðan I dreng lina sorgina sem svo skyndi- lega kvaddi dyra. Þóra og Bragi, Ásdís, Áslaug, Óli og fjölskyldur. Jófríður S. Krístíns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 13. júlí 1964 Dáin 13. september 1991 Sorgin er gríma gleðinnar og lindin sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Hvers vegna er lífið svona skrít- ið. Hvers vegna er kona í blóma lífsins tekin frá litlu barni, móður, systkinum og vinum. ■ Við, félagar Jófríðar í J.C. Bros, vorum harmi slegin þegar við frétt- um ,að þessi yndislega stúlka væri fallin frá. Jófý gekk til liðs við J.C. Bros, 21. mars 1987 og varein af stofnfé- lögum. Hún var mjög virkur félagi. Hún, ásamt 40 öðrum, mætti á fyrsta Landsþing sem J.C. Bros tók þátt á Selfossi í maí 1987. Félag- arnir kynntust mjög vel og áttu góðar stundir saman. í júní 1987 tókum við fokhelt húsnæði að Dugguvogi 2 á leigu ög var Jófý í fyrstu húsnefnd félagsins. Það var aðdáunarvert hvað hún var dugleg og ólýsanlegur kraftur í henni. Hún vildi hafa allt á hreinu og í sam- bandi við fjáraflanir var hún manna fyrst til að mæta til að skipuleggja og selja. Henni var fullkomlega treystandi og skilaði hún sínu eins og til var ætlast. Jófý stundaði nám í Söngskólan- um í Reykjavík ásamt félagsstörf- um í J.C. Bros. 1. mars 1989 eign- aðist Jófríður yndislega stúlku. Stuttu eftir fæðingu litlu dótturinn- ar fékk Jófý þær fréttir að hún gengi með þann sjúkdóm sem síðan var hennar banamein. En nú er komið að þáttaskilum, því hún er lögð upp í þá ferð, inn á annað og æðra tilverustig sem bíður okkar allra. Við biðjum algóð- an Guð að varðveita hana, blessa og leiða áfram. Elsku Elín Ösp, Ester Friðþjófs- dóttir, systkini og ástvinir. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessari sorgarstund og megi minn- ingin um góða konu ylja ykkur um ókomna tíð. F.h. J.C. Bros, Katrín Theodórsdóttir forseti. Mig langar til að minnast í fáein- um orðum, jafnöldru minnar, Jófríð- ar Kristinsdóttur eða Jófýar eins og hún var gjarnan kölluð. Kynni okkar hófust er hún réðst til starfa hjá Landssambandi íslenskra raf- verktaka sumarið 1985 og störfuð- um við þar saman í tæp 3 ár. Ég minnist fyrstu daga hennar á nýja vinnustaðnum og hversu ung mér fannst hún, að takast á við svo krefjandi starf er beið hennar. Ekki Ieið þó á löngu að hún hafði full- komlega sýnt og sannað hvað í henni bjó. Hún sinnti starfi sínu með miklum ágætum, ætíð örugg og ákveðin. Það var einstaklega gott og ánægjulegt að starfa með henni, enda var hún heilsteypt og skapgóð og alltaf tilbúin að hlusta á það sem aðrir höfðu til málanna að leggja. Við urðum fljótt góðar vinkonur og var oft rölt niður í miðbæ í hádeginu að skoða mannlíf- ið og e.t.v. fá sér ís í leiðinni. Því miður skildu leiðir er ég hætti störf- um hjá LÍR, en alltaf stóð til að endurnýja vinskapinn þó síðar yrði. Ekki óraði mig fyrir því að tíminn væri svo naumt skammtaður. Ég veit að missir samstarfsfólks hennar er mikill og söknuður sár, og á það ekki síst við vinnuveitanda hennar, Árna Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóra LIR. Eg veit að hann reyndist henni sérstaklega vel allt frá fyrsta degi og var hún honum sem hans eigin dóttir. Jófý var mikil félagsvera. Hún gekk t.d. í J.C. Bros á þessum árum og var hún strax komin þar á fulla ferð. Söngnám stundaði hún um tíma með góðum árangri. Einnig var hvers kyns Iíkamsrækt henni hugleikin og fórum við stundum saman í sund í hádeginu. Alltaf hafði Jófý nóg fyrir stafni og var fljót að komast upp á lagið með hvaðeina er hún tók sér fyrir hend- ur. Jófý var fædd og uppalin á Rifi á Snæfellsnesi, ásamt stórum systk- inahópi. Fjölskyldan var óvenju samrýnd og samhent og átti hún þar ætíð hauka í horni. Hún heim- sótti sína elskulegu móður vestur á Snæfellsnes eins oft og auðið var, en föður sinn missti hún fyrir fáein- um árum. Til marks um dugnað og þraut- seigju Jófýar má nefna að hún tók sig upp að vestan og flutti til Reykjavíkur til að hefja nám í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti þar sem hún útskrifaðist sem stúdent. Hún vann ætíð hin ýmsu störf sam- hliða náminu til að sjá sér farborða. Fyrir tveimur árum eignáðist Jófý yndislega dóttur, var búin að kaupa sér íbúð og koma sér vel fyrir og var því ánægð með lífið og tilveruna þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist og hóf að taka sinn toll. Það er sorglegt og óskiljanlegt að svo ung kona skuli þurfa að ganga í gegnum alla þessa hörmu- legu lífsreynslu og fá ekki að njóta þess að fylgjast með litlu dóttur sinni vaxa úr grasi og þá ekki síður fyrir barnið að fá ekki að kynnast sinni elskulegu móður. Nú er hún þó laus við allar undangengnar þjáningar, áhyggjur og kvíða. Ég trúi því staðfastlega, að okkar jarð- arbúa bíði annað líf og betra og er þá ljúft að hugsa til endurfunda við horfna vini. Hvað sem því líður mun minningin um Jófý ylja þeim er henni kynntust. Ég vil þákka okkar stuttu en góðu kynni. Dóttur hennar, móður, systkinum og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Alfreðsdóttir Það var fyrir jólin 1989 að ég kynntist Jófý. Við lágum þá báðar í Landspítalanum. Við hittumst á ganginum og næst vissi ég af mér sitjandi á rúmstokknum hjá henni masandi um veikindi mín, nokkuð sem mér er ekki tamt við bláókunn- ugt fólk, eins og Jófý var mér þá. ^ Hún hafði þá gengið í gegnum samskonar aðgerð fyrr á árinu. Og víst fylltist ég bjartsýni að horfa á þessa ungu fallegu konu geislandi af lífsgleði og hraustleika. Hún var leikin í að stappa í mig stálinu og eftir klukkustundarspjall fannst mér ég geta allt. Eftir þetta tókst með okkur sér- stök vinátta. Vinátta þar sem ég var oftar þiggjandinn en hún gef- andi. Jafnvel þegar hún veiktist aft- • ur fannst henni hún þurfa að hug- hreysta mig, þetta kæmi ekki fyrir mig. Þannig var hún, átti svo auð- velt með að gefa af sjálfri sér og styðja. Daginn sem við kynntumst kom » hún seinnipartinn inn til að sýna mér litlu stúlkuna sína, Elínu Ösp. Um hana snerist lífið og fyrir hana vildi hún lifa. Á milli þeirra er strengur sem ég trúi að slitni aldrei. Að fylgjast með hetjulegri bar- áttu Jófýar, var nokkuð sem lætur engan ósnortinn. Allt verður svo lít- illjörlegt þegar barist er um lífið sjálft. Ég trúði því alltaf að hún myndi sigra, annað var svo ótrúlega ósanngjarnt. En hvenær hefur lífið verið sanngjarnt? Sumir lifa hratt, aðrir fallega. Jófy lifði fallega. Það er vonandi huggun harmi gegn, sérstaklega fyrir Elínu litlu þegar hún eldist, að eiga svo fallegar minningar. Fyrir mig eru það forréttindi. Megi minningin um einstaka konu lifa í hjörtum okkar. Þóra Ásgeirs. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELFAR SKAPHÉÐINSSON, Bústaðavegi 73, andaðist að heimili sínu 6. október. Ása Katrfn Skarphéðinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Sambýlismaður minn, BJARNI E. BJARNASON, Meðalholti 12, Reykjavík, lést 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Björgvinsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, ÞÓRARINN G. SIGURJÓNSSON, andaðist á Hrafnistu 3. október. Guðleif Árnadóttir og börn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, BIRNU TORFADÓTTUR, Reynigrund 7, Kópavogi. Ásgeir Nikulásson, Hrund Ásgeirsdóttir, Ásgeir N. Ásgeirsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐJÓN HALLDÓRSSON skipstjóri, r Lækjargötu 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 9. októ- ber kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Karlotta Einarsdóttir, Svanfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Helga Guðjónsdóttir, Selma Guðjónsdóttir, Halldór Guðjónsson. Blömastofa Fríöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reýkjavík. Simi 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASOH HF STEINSMIÐJA SKEMMUVK3148. SlMI 7667?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.