Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 * 5|7 ,Jtbn<irL MÍH*blés þes&ct, upp. " Ast er... 5-30 ... að lofa henni að sofa út. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu Hundurinn er veikur. Eitthvað varð ég að gera... Vandi minn er að það nennir enginn að hlusta á mig... HÖGNI HREKKVISI „SKR.ITIO! -• þESSI LÖGGA Eie ENN 'A EFTI^ OKKUR í " Þessir hringdu . .. Afnema þungaskatt Jón Trausti hringdi og sagðist vilja koma með ábendingu til rík- isstjórnarinnar um það að koma til móts við díselbílaeigendur í landinu og afnema allan þunga- skatt. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði lofað því að minnka álögur og hún ætti að standa við það með því að afnema þungaskatt- inn. Það gæti verið næsta skref til þjóðarsáttar og myndi án efa afla ríkisstjórninni vinsælda. Týndi poka í flugstöðinni Anna hringdi og sagði ömmu sína hafa komið frá Mallorka að- faranótt 2. október en svo illa hefði viljað til að hún tapaði hvít- um poka í flugstöðinni. Sennilega hefur einhver tekið hann með sér heim óvart og biður Anna þann hinn sama að hafa samband við sig. Pokinn er hvítur með Rodier- merki og í honum var ein pappír- skilja, ilmvatnsglas og nýir barna- strigaskór. Anna er í síma 16119. Næsti kúnni Guðrún vildi koma á framfæri athugasemd við matvörukaup- menn. Hún sagðist hafa farið í matvöruverslun nú á dögunum og þegar hún hefði verið komin að kassanum hefði blasað við henni skilti sem á stóð: Næsti kúnni”. Hún sagði að sér fyndist þetta ljót íslenska og auðvelt væri að segja Næsti viðskiptavinur” í stað- inn. Hún sagðist hafa heyrt að margir viðskiptavinir hefðu kvart- að yfir þessu en ekkert væri gert. Handklæðaþjófnaður Björk hringdi og sagði frá því að handklæði dóttur hennar hefði verið stolið frá henni í sundmið- stöð Keflavíkur. Þetta var Fanta- handklæði sem dóttir hennar hafði unnið í samkeppni á vegum Fanta. Björk sagðist hafa heyrt að hand- klæðaþjófnaður í sundlaugum væri mjög algengur og hún vildi beina þeirri spurningu til þeirrar stúlku er tók handklæðið hvernig henni þætti að lenda í því að uppá- haldshandklæðið hennar yrði tek- ið? Björk er í síma 92-14806 ef einhver veit um Fanta-handklæði dóttur hennar. Gullhringur Gullhringur fannst fyrir utan verslunina Arnarhraun í Hafnar- firði 3. október. Upplýsingar veitt- ar í síma 652274. Vísan með Rannveigu og krumma Hinrik Bjarnason sagði vísuna með Rannveigu og krumma, sem amma spurði um á dögunum, væri að finna í litlu kveri sem gefið hefði verið út árið 1968 eða 1969. Kverið heitir Ég sá mömmu kyssa jólasvein” og það var prent- smiðja Jóns Helgasonar sem gaf það út. í því eru þessar vísur sem og aðrir textar eftir Hinrik. Hann sagði ömmu áreiðanlega geta fengið þetta á bókasöfnum. Stormviðvörun Almannavarna Maður hringdi og vildi gera athugasemd við stormviðvörun Almannavarna sem gefin var út fyrir óveðrið í síðustu viku. Hann sagði að þær hefðu einungis aug- lýst stormspá en ekkert úr hvaða átt stormurinn væri. Hann sagði það skipta heilmiklu máli fyrir sig þar sem í suðaustanátt þyrfti hann að byrgja allt niður en fyrir norðanáttinni fyndi hann lítið. Sami maður vildi þakka Byko fyr- ir góða fyrirgreiðslu. Hann sagð- ist hafa farið í Bykoverslun og beðið um ákveðinn hlut sem ekki hefði verið til en þeir Bykomenn hefðu pantað hann og eftir 1 og ‘Míma hefði hann verið kominn með hlutinn í hendurnar. Busavígslur fínar Busi vildi koma því á framfæri að honum fyndist ástæðulaust að vera að agnúast út í busavígslur, þær væru ekki hræðilegar eins og fólk léti af. Hann sagði að sér hefði fundist gaman að vera bus- aður og vildi alls ekki láta busa- vígslur leggjast.af. Fyrirspum til borgarstjómar Vegna óeðlilega langs tíma sem tekið hefur að undirbúa Tjarnar- götuna vegna ráðhússins spyr íbúi við götuna borgarstjórn eftirfar- andi spurninga: 1. Hversu lengi þurfum við að sætta okkur við stöðugt vatnsleysi sem aldrei er tilkynnt fyrirfram? 2. Er hægt að krefjast fulls afnota- gjalds af síma sem aldrei er vitað um hvort er í lagi eða ekki? 3. Hvers vegna er ekki íbúum Tjamargötu svo og öðrum tryggð mannsæmandi ganga yfir götuna? 4. Hvar eiga íbúar Tjarnargötu að leggja bílum sínum í framtíð- inni þar sem Búnaðarbankinn hef- ur fengið bílastæðið gegnt hjálp- ræðishernum og girt það af með læstri keðju, Póstur og sími fær leigðan hluta hinna 120 bílastæða sem verða undir ráðhúsinu og af- gangurinn eflaust notaður í þágu ráðhúss? Finnst borgarstjórn ekki eðlilegt að fella niður gjaldskyldu á bílastæðum gegnt Happdrætti Haskóla íslands? 5. Er þetta framlag borgarstjórnar til viðhalds og lífs í gamla miðbæn- um? Afar óánægður sjálfstæðismað- ur við Tjarnargötu sem finnst flokkurinn hafa brugðist bæði á borgar- og landsvísu. Víkverji skrifar Sýning íslenzku óperunnar á Töfraflautu Mozarts er mjög skemmtileg og full ástæða til að hvetja fólk til að sjá hana. Sviðsetn- ing er mjög óvenjuleg og einkennist af mikilli hugmyndaauðgi. Sviðið í Gamla bíói er svo lítið, að það er með ólíkindum, hvað hægt er að gera á þessum litla bletti. Þá er ekki að ástæðulausu að gagnrýn- endur hafa lofað sviðsbúnað. Skærasta stjarna sýningarinnar er hin kornunga týrkneska söng- kona, sem syngur Næturdrottning- una. Söngkonan er ekki nema 23 ára gömul en stendur sig frábær- lega vel. Það áreiðanlega rétt, sem Víkvetji hefur einhvers staðar séð haft eftir Garðari Cortes, að þessi unga söngkona á eftir að ná langt á óperusviðinu. Það er töluverð breidd að skap- ast í hópi óperusöngvara okkar. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er burð- arás í hverri sýningu óperunnar, sem hún tekur þátt í. Raunar er alveg ljóst, að þau Garðar Cortes hafa borið uppi sýningar óperunnar fram á síðustu ár. Viðar Gunnars- son er sterkur söngvari og þau Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir hafa náð því marki að geta borið uppi sýningar, sem þau taka þátt í. Þorgeir Andrésson er ungur og óreyndur en einhvern tíma verður ungt fólk að fá tækifæri til að byija. Þessi sýninger íslenzku óperunni til mikils sóma og vonandi sýnir fólk þakklæti sitt í verki með því að sækja þessar sýningar. Óperan þarf á góðri aðsókn að halda og framundan er annað stórvirki, upp- setning á Ótelló eftir áramótin. xxx að hefur lítið verið fjallað í fjöl- miðlum hér um ráðningu Garðars Cortes, sem óperustjóra við óperuna í Gautaborg. Þessi ráðning hefur hins vegar vakið athygli út- lendinga. Fyrir skömmu var hér á ferð ungverskur sendifulltrúi, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Tónlist- ariíf, þ. á m. óperustarfsemi er ein- staklega fjölbreytt í Ungveijalandi og þá sérstaklega Búdapest, sem stendur í raun og veru jafnfætis Vínarborg í þeim efnum. Hinum ungverska sendifulltrúa kom mjög á óvart, að óperustjori hinnar litlu íslenzku óperu hefði verið ráðinn til óperunnar í Gautaborg, sem væri mjög framarlega á sínu sviði í Evrópu. Þessi ráðning er auðvitað til marks um, að þeir, sem horfa á þessa starfsemi úr nokkurri fjar- lægð gera sér betri grein fyrir því en við hin, sem hér búum, hvers konar afrek það er að hafa komið íslenzku óperunni á fót og haldið starfsemi hennar gangandi. Sá sem það hefur gert hefur skipað sér í röð fremstu brautryðjenda í menn- ingarmálum á íslandi. xxx að hefur ekki verið beinlínis þægilegt að sitja á hinum gömlu og hörðu bekkjum Gamla bíós á óperusýningum eða tónleik- um. Nú er hins vegar orðin breyting á. Stólarnir hafa verið bólstraðir og mun þægilegra fyrir fólk að sitja þar og fylgjast með sýningum! Is- lenzka óperan er því síður en svo að draga saman seglin. Hún er þvert á móti að sækja á og það er ekki sízt ánægjulegt, þegar svo víða kreppir að. Þessi framsókn óper- unnar byggist ekki á því, að hún hafi úr svo miklu að spila. Hún byggist á metnaði og hugsjón þeirra, sem í forystu eru og lista- fólksins, sem leggur hönd á plóginn og áheyrenda, sem sýna stuðning sinn í verki með ýmsum hætti. Hún byggist líka á vaxandi skilningi ráðamanna á þessari starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.