Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBÉR'1991 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SIEMENS Um hjúkrunarstarfið Fyrir mörgum árum leigði ég herbergi hjá aldraðri læknisfrú í Hlíðunum. Maðurinn hennar var þá látinn en hann hafði starfað lengst af sem héraðslæknir úti á landi. Einhveiju sinni á vetrar- kvöldi yfir heitu tei og kaffi sagði hún mér frá læknisþjónustu bónda síns. Þar heyrði ég af hugsjónum læknis, sem starfaði í þjónustu Guðs og manna, ósérhlífinn og ávallt reiðubúinn að leggja af stað út í válynd veður ef það gæti linað þjáningar manna. Mér kom í hug samtal mitt við læknisfrúna og jafnvel draumar mínir, þegar ég las frétt í DV um daginn. Þar var greint frá því að rúmlega 270 hjúkrunarfræðingar störfuðu við annað en hjúkrun þar sem hjúkrunarstarfið væri svo illa launað. Sagði þar frá hjúkrunar- fræðingi sem vinnur við bensínaf- greiðslu frekar en við að hjúkra fólki af þessum sökum. Ef hjúkr- unarfólk lærir fræði sín eingöngu til þess að hagnast á sjúkleika náunga síns þykir mér betra að vita af því við að afgreiða bensín á bílinn minn heldur en að vita af því vansælu inni á sjúkrahúsi, yfír sóttarsæng minni. Kannski er mikil gæfa fólgin í lágum launum hjúkrunarfólks. Þeir sem láta sér lynda lág laun og taka starfið og hugsjónina fram yfir auðsöfnun þjóna vel þjáðum mönnum. Því hef ég ekki mikla samúð með fólki sem ætlar sér að safna veraldlegum auði af sjúk- dómum meðbræðra sinna. Von- andi vex því vizka og kærleikur, en það ætti að halda sig að öðrum störfum þangað til, og afgreiða bensín á bíla rólfærra manna. Einar Ingvi Magnússon Heimilí fyrir Gersemi Gersemi vantar heimili. Gersemi er ung þrílit læða. Saga hennar er í stuttu máli sú að fyrir u.þ.b. þremur mánuðum átti hún fimm kettlinga í blómabeði við blokk hér í bænum. Hringt var í Dýra- verndunarsambandið og hún og kettlingamir vora sótt. Þá var Gersemi grindhoruð, grútskítug og hárin á feldinum duttu af í Kranakarlar Kæru bygginga- og bílkrana- menn, er ekki kominn tími til að gera eitthvað fyrir okkur sem störf- um hjá byggingafyrirtækjum á ís- landi? Hve lengi enn eigum við að láta traðka á okkur? Við verðum að gera eitthvað. Stofna eigið félag eða eigin deild. Hversu vel smiðir þéna og hve vel gengur með bygg- inguna er undir okkur komið því að flestir mætum við 100% í hverri viku. Við erum vanir að hlaupa milli fyrirtækja fyrir smápening sem er mjög lélegt því að við þjón- um kannski tólf smiðum sem og járnamönnum og erum á fullu allan daginn. Ef einn smiður er veikur er það ekkert tiltökumál en ef einn kranamaður veikist er oftast allt stopp. En það er undir okkur sjálf- um komið hve lengi í viðbót við viljum láta kúga okkur. Ég veit að við erum allir sem einn óánægðir því er tími til að gera eitthvað. Tökum okkur saman og ræðum okkar mál, það er fyrsta skrefið. Ég hef reynt að hafa samband við menn og allir taka vel í málaleitan mína. Nú er tími til þess að gera eitthvað, látum ekki vinnuveitendur eða Dagsbrún 'traðka á okkur leng- ur. Við erum öflugur flokkur innan iðnaðarins, sínum þessum herrum hvað við getum gert. Fylkjum okk- ur undir eitt merki og hættum að vinna á þessum lágu launum og tökum stærri sneið af kökunni. Með von um góðar undirtektir. B.S.K. flygsum. Hún var einnig mjög ótt- aslegin og vör um sig. Fyrstu nótt- ina dóu tveir af kettlingunum en hinir þrír döfnuðu vel og smátt og smátt fór móðir þeirra einnig að jafna sig bæði líkamlega og andlega. Og nú er hún orðin gull- fallegur köttur. Hún er blíðlynd og fjörug. Það eina sem hún virð- ist óttast er að vera lokuð úti en það fylgdi sögunni þegar hún var sótt að henni var kastað frá af heimilinu sínu þegar ljóst var að hún var kettlingafull. Nú hefur Gersemi verið gerð ófijó og hún hefur einnig verið eyrnamerkt og bólusett fyrir kattafári. Ef dýravinur vill gefa þessari læðu framtíðarheimili er hann vin- samlega beðinn um að hringja í síma 91-673265. Bestu kveðjur og þakkir. Jórunn Sörensen uiNNiNr.D 1 fj0ldi upphæðAhvern VINNINGAR VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 1. 2.744.445 3. 10 47.715 4. JLLQ 7.482 3ai5 | 4.139 464 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.965.111 kr. UPPLXSINGAR.SlMSVARI 91 -6815'} 1 LUKj<m.lNA991 Q0£ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra gi-eiua. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Uppþvottavélar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm SMITH & NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI 28300 HORTiSOFI SEM GEFUR KEPPINAUTUM OKKAR HÖFUÐVERK L 252. B 205 139.640,00 Tegund: Lundby 6 sæta leöurhornsófinn slær allt út í verði og þægindum. Úrvals leöur á slitflötum og 10 LEÐURLITIR EKKIMISSAAF ÞESSU QÓÐ QREIÐSLUKJÖR K m BÍLDSHÖFpA 20 -112 REYKJAVÍK - SlMI 91-681199 FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.