Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 arfen með' oörnin a veroi rurir Stór herbergi og stór rúm er só staöall sem Holiday Inn byggir ó. ViÖ á Holiday Inn höfum því ákveÖið a6 bjóða "Fjölskyldupakka" um helgar í vetur, þar sem hjón geta komiSmeð börnin og átt notalega helgi þar sem ýmislegt er á boðstólum s.s. frítt í sundlaugarnar í Laugardal, Húsdýragarðinn og skautasvellið. En þessir staðir eru allir í næsta nágrenni við hótelið. Fjölskyldan getur nýtt sér allan sunnudaginn því það þarf ekki aS losa herbergió fyrr en síðdegis á sunnudegi í stað hádegis eins og tíðkast á hótelum. Verð á herbergi fyrir sólarhringinn 5.200,- Utvegum barnagæslu ef þess er óskab Losun herbergja eftir kl. 5 a sunnudegi Mibsvæöis en samt i roiegu umhverfi Umhverfisvæn efni leggðu þitt af mörkum til umhverfisverndar ! Þvottaefni sem eru ekki með fosfati. ^ Þar sem börnin eru í fyrirrúmi Sigtúni 38 - Upplýsingar í síma 91 -689000 - Fax: 91 -680675 Konditori - veisluföng annast allar tegundir veisluforma, allt frá gerð sérlagaðs konfekts til glæsilegra kaldra borða fyrir stórar veislur og smáar. Linda lærði konditor hjá hinum þekkta Gert Serensen Chef konditor í Tívoli í Kaupmannahöfn. Og er matreiðslumeistari frá Hótel og veitingaskóla íslands. Meðal annars sem Konditori veisluföng býður upp á eru: skírnartertur - brúðartertur - afmælistertur - útskriftatertur sérlagað konfekt - borðskraut t.d. úr sykri, marsipan eða súkkulaði. Brauðtertur - litlar pitzur - pinnasnittur - kaffisnittur. Ymsa smárétti í kokteilboð - kalt borð - quiche loraine o.fl. ________________SIGTÚNI 51 - SÍMI; 688884_______________________________________ lega gegna þjónustugreinarnar vax- andi hlutverki í þessu sambandi, en eftir sem áður eru það fyrst og fremst iðnaður og sjávarútvegur sem skapa störfin sem skila okkur gjaldeyrissparnaði og gjaldeyris- tekjum og eru jafnframt undirstaða þjónustustarfseminnar í landinu. Það er einmitt þróun þessara samskipta milli iðnaðar og sjávarút- vegs sem mun ráða því hvort við í upphafi næstu aldar munum til- heyra þeim hópi þjóða sem tekist hefur að búa þegnum sínum best lífskjör. Ef ekki tekst að viðhalda sam- keppnishæfni iðnaðar og sjávarút- vegs í alþjóðlegum viðskiptum og stunda þá vöruþróun og nýsköpun, ásamt framleiðniaukandi aðgerðum, sem nauðsynleg er til að efla þessa starfsemi, munum við flytjast úr 1. deild í 2. deild og tilheyra í upphafi næstu aldar þeim hópi þjóða í Evr- ópu sem búa við hin lakari lífskjör. Þetta er kjarni mátsins og það er einmitt vegna þessa sem iðnaður og sjávarútvegur eiga samleið í umræðunni um nýtingu fiskistofn- anna. Auðlegð okkar í dag byggir fyrst og fremst á dugmiklum einstakling- um sem hafa lagt hornsteininn að þeirri velmegun sem við búum við. Auðlegðin hefur fram til þessa eink- um byggst á því að nýta auðlindir landsins og hafsins okkur til fram- dráttar. Landbúnaður, fískveiðar, fiskvinnsla, ýmiss konar iðnaður tengdur náttúrulegum hráefnum og nú á síðari árum orkufrekur iðnaður hafa lagt grundvöllinn að þeim lífs- kjörum sem við búum við í dag. En það sem er í dag verður ekki endi- lega á morgun og þannig er því ein- mitt farið hér. í landbúnaði er tak- markað svigrúm til aukinnar verð- mætasköpunar og litlar líkur á að íslenskur landbúnaður bæti að neinu marki samkeppnisstöðu sína við landbúnað annarra þjóða. Við göngum í dag svo nærri fiski- stofnunum umhverfis landið að lítið má út af bregða til að um ofveiði og viðvarandi aflasamdrátt verði að „Það sem ræður úrslit- um í samkeppninni í dag er ekki hvort þjóðir búi yfir náttúrulegum auðlindum, heldur hversu samkeppnisfær fyrirtækin eru á alþjóð- legum markaði. Hugvit- ið er að verða undir- staða þess að hægt sé að kalla fisk, jarðefni eða vatnsafl auðlind eða ekki. Þekking og hæfni til að ná sem bestri nýtingu og mestri framleiðni er það sem ræður úrslit- um.” ræða. Þannig er ólíklegt að fiskveið- ar leggýmikið til hagvaxtar á næstu árum. I fiskiðnaði eru hins vegar ýmsir möguleikar vannýttir og það sama á við um mörg svið iðnaðar. Þau tækifæri sem við höfum byggj- ast hins vegar ekki á aukinni magnúrvinnslu heldur öðru fremur á bættri nýtingu þeirra aðfanga sem við höfum úr að spila. Það sem ræður úrslitum í samkeppninni í dag er ekki hvort þjóðir búi yfír náttúru- legum auðlindum, heldur hversu samkeppnisfær fyrirtækin eru á al- þjóðlegum markaði. Hugvitið er að verða undirstaða þess að hægt sé að kalla fisk, jarðefni eða vatnsafl auðlind eða ekki. Þekking og hæfni til að ná sem bestri nýtingu og mestri framleiðni er það sem ræður úrslitum. Til þess að iðnaður og sjávarút- vegur geti búið í sátt og samlyndi og í sameiningu skilað okkur þeim lífskjörum sem tryggja okkur setu 1. deild þurfa samkeppnisskilyrði þessara greina að vera sambærileg. Ef helmingi liðsins er svo þröngur stakkur skorinn að hann hefur ekki eftir Pál Kr. Pálsson Um fá mál hefur jafn mikið verið fjallað í fjölmiðlum að undanförnu og hvernig fara beri með réttinn til nýtingar fiskimiðanna umhverfís landið. Leikir sem lærðir, spekingar og spjátrungar hafa tjáð sig sig um málið og sitt sýnist hveijum, eins og eðlilegt er í lýðræðisþjóðfélagi. Einn þáttur þessa veigamikla máls hefur að mati undirritaðs feng- ið of litla umfjöllun, en það eru þau samofnu tengsl milli iðnaðar og sjávarútvegs sem ráða mestu um lífskjör okkar og stöðu í samskiptum við aðrar þjóðir í framtíðinni. Vissu- Iðn-fiskur og íslensk framtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.