Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 HÁKARL Erum að selja úrvals skyr- og glerhá- karl í heilum lykkjum af Ströndum frá kl. 13.00-21.00 alla næstu daga. Athugió aó panta tímanlega fyrir þorrann. Sendum í gírókröfum um land allt. Hákarlsverkun Gunnlaugs Magnússonar, Hólmavík, sími 95-13179, bílasími 985-36501. BÓKA- ÚTGEFENDUR kilafrestur vegna auglýsinga í íslenskum bókatíðindum 1991 rennur út 21. október næstkomandi. Ritinu verður dreift á öll heimili eins og áður. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bpkaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 38020 eftir 16. október. kilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1991 rennur út 30. október. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELAGISLENSKRA BOKAUTGEFENDA 52 O e0 Leikritið Þétting frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld: Tímalaust drama í samtímaumhverfi — segir höfundurinn, Sveinbjörn I. Baldvinsson ÞÉTTING, nýtt leikrit eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, verður frum- sýnt á litia sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leikurinn gerist í Reykjavík á níunda áratugnum, það er verkfall og Siguijón, sem er í stjórn verkalýðsfélags, lendir í erfiðri aðstöðu gagnvart fjöl- skyldunni og sjúkri móður sinni. Halimar Sigurðsson er leik- stjóri, leikmynd er eftir Jón Þórisson og hann hannar einnig bún- inga ásamt Aðalheiði Alfreðsdóttur, Ögmundur Þór Jóhannesson annast lýsingu og tónlist er eftir Stefán S. Stefánsson og Svein- björn I. Baldvinsson. Með helstu hlutverk fara Kristján Franklín Magnúss, Sigrún Edda Björnsdóttir, Pétur Einarsson, Soffía Jak- obsdóttir og Sigrún Waage. „Aðalpersóna leikritsins er þrít- ugur tónlistarmaður og kennari,” segir höfundurinn, Sveinbjöm I. Baldvinsson. „Hinn ytri rammi leiksögunnar er annarsvegar veik- indi móður hans sem er á sjúkra- húsi, og hinsvegar verkfallsátök í samfélaginu. Verkfallið hefur áhrif á það sem viðkemur sjúkra- húsinu og Sigurjón lendir milli steins og sleggju. En eins og ég segi þá er þetta ytri ramminn, og málið snýst kannski frekar um það sem gerist innan í fólkinu þegar það lendir í svona erfiðum aðstæð- um; þær draga fram innibyrgðar tilfínningar og spennu sem fram til þessa hefur verið haldið undir yfírborðinu. Það má kannski segja að þetta sé tímalaust drama i sam- tímaumhverfi.” Sveinbjöm segir að þrátt fyrir verkalýðsátök sé þetta ekki póli- tískt leikrit og hann sé enginn sagnfræðingur. „En segja má að hugmyndin hafí að hluta til kvikn- að út frá því sem gerðist í BSRB- verkfallinu svonefnda. Ég hef þó mestan áhuga á því sem gerist innra með fólki og inn- an fjölskyldu. Ef við hugsum okk- ur að í mannfólkinu sé strengur, rétt eins og í hljóðfæri, þá fer hann ekki að titra fyrr en áreiti kemur til, þá fyrst fær maður að heyra hvemig fólkið hljómar í raun og vera. Hvaða stærðum það býr yfír.” Sveinbjöm hefur lengi fengist við skriftir. Hann hefur sent frá I sér nokkrar ljóðabækur, smá- sagnasafn, samið sjónvarpsleikrit, og árið 1986 hélt hann til Los ® Angeles og lærði handritsgerð fyr- ir kvikmyndir. Inn í það nám flétt- . aði hann einnig námskeiðum í leik- " ritagerð og fleiru. Þar úti skrifaði hann nokkur leikrit, sem voru sett á svið, og einnig handritið að kvik- myndinni Foxtrott. Sveinbjörn segir að það sé töluverður munur á því að skrifa kvikmyndahandrit og leikrit. „Hvorutveggja er dramatískt form, sem byggist á átökum og árekstrum. En þetta er samt sitthvort formið, í kvik- mynd er til dæmis hægt að kom- Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurjón og Asgeir faðir hans við sjúkrabeð móður- innar (Kristján Franklín Magnúss, Pétur Einarsson og Soffía Jakobsdóttir). Siguijón og félagi hans úr verkalýðsbaráttunni ræða saman. Eiginkona Sigurjóns fylgist með (Kristján Franklín Magnúss, Theodór Júlíusson og Sigrún Edda Björnsdóttir. PMco sparar peninga Þvottavélamar frá Philco taka inn á sig heitt og kalt vatn og stytta með því þvottatímann og umfram allt: þær evða minna raftnagni L64 L85 L105 • Stillanlegur vinduhraði: 400/1000 snúningar • Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag • Fjöldi mismunandi þvottakerfa • Sjálfstæð hitastilling • Traustur vinnuþjarkur • Vinduhraði: 600 snúningar • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Sérstakt ullarþvottakerfi • Fjölþætt hitastilling • Sparnaðarrofi • Stilling fyrir hálfa hleðslu • Fullkomin rafeindastýring • Val á vinduhraða: 500/800 snúningar • Vökva höggdeyfir • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg <ö» Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515« KRINGLUNNISÍMI69 15 20 r<SQMjutupm i > \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.