Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Dómarafélag íslands 50 ára eftir Valtý Sigurðsson Þann 10. október 1991 eru liðin 50 ár frá stofnun Dómarafélags íslands. Dómarar landsins minnast nú þessara tímamóta með ýmsum hætti. Aðalfundur félagsins og dómaraþing er haldið í dag og þar verða tekin til umræðu margvísleg lögfræðileg áhugaefni auk þess sem dómarar gera sér glaðan dag. Einnig birtist nú saga félagsins í Tímariti lögfræðinga en hana hefur Davíð Þór Björgvinsson lektor rit- að. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu Dómarafélags íslands heldur nota þessi tímamót til að varpa nokkru ljósi á dómarastarfið sjálft og gera að einhveiju leyti grein fyrir réttindum og skyldum dóm- ara. Slík umijöllun kemur ekki oft fyrir augu eða eyru almennings þrátt fyrir hið þýðingarmikla þjóð- félagslega hlutverk sem dómarar gegna. Hvert er hlutverk dómara? Augljóslega er eitt af veigamestu hlutverkum dómara að túlka lög og beita þeim. í stjórnarskránni er boðið að dómarar fari í embættis- verkum sínum eingöngu eftir lög- um. í þessu ákvæði stjórnarskrár- innar kemur fram grundvallarhlut- verk dómara og ekki síður grund- völlur að sjálfstæði hans í starfi. Við embættisverk sín, þ. e. meðferð dómsmála, ber honum einungis að fara eftir lögum. Dómara er þannig á afmörkuðú valdsviði veitt þýðing- armikil sérstaða í stjórnarskránni umfram aðra embættismenn ríkis- ins. Hann er, gagnstætt öðrum embættismönnum, sjálfstæður i ákvörðunartöku sinni gagnvart for- stöðumönnum dómstóla og stjórn- völdum. Öll fyrirmæli til dómara varðandi meðferð og niðurstöðu dómsmáls eru ósamrýmanleg stjórnarskránni um sjáifstæði dóm- ara. Sinni dómari einhveiju öðru starfi við dómstólinn jafnhliða dóm- störfum, svo sem stjórnunarstörf- um, sem ekki teljast dómaraverk, gilda aðrar reglur. Dómari dæmir sérhvert mál sjálfstætt og á eigin ábyrgð. Við þá úrlausn þarf hann aðeins að glíma við eigin sannfæringu um hvað hann telur gildandi rétt auk mats á sönnun. Samkvæmt lögum er hann ekki bundinn við dóma æðri dóms þótt fordæmi æðri dóms hafi í raun oft áhrif á niðurstöðu hans. Af þessu leiðir jafnframt að dómari er bundinn af að dæma eftir lögum þrátt fyrir að hann telji lögin óréttlát og enda þótt tiltekin Iagaákvæði stríði gegn samvisku hans. Er ekki verið að segja hér, að með nútímatækni sé hægt að skera úr um rétt málsaðila með því að nota tölvu? Tryggir tölvan ekki hlutlæga meðferð dómsmála og öryggi varðandi niðurstöðu máls? Eða hefur dómarinn ef til vill eitt- Bókhalds- nam Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. flefae ðfrft t44( 4ftýn 4fuaðf 4é44itM( ftýtá 4&&twi 4 ð4infé4ft- Á námskeiðinu verður eftírfarandi kennfc * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * ViroisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgislqol og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launaoókhald Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Tölvuskóli Reykiavíkur J ■ Borgartúni 28, sími 91-687590 hvert svigrúm við beitingu laga og þá hversu mikið? Eflaust má stundum greina ein- kenni, uppeldisáhrif og lífsskoðanir dómara í dómsúrlausnum. Þá hafa dómarar að sjálfsögðu skoðanir á stjórnmálum. Það er hins vegar ekki hlutverk dómara að láta í ljósi sínar persónulegu skoðanir í dóm- um, þær eiga ekki og mega ekki skipta máli við dómsúrlausnir. Þá ber dómari enga stjórnmálalega ábyrgð og getur, þegar af þeirri ástæðu, ekki beitt slíkum sjónar- miðum í dómsúrlausnum. Dómara ber því að beita hlutlægu mati við túlkun og beitingu laga og réttar. Til að tryggja það að dómari verði ekki beittur beinum eða óbeinum þvingunum í störfum sínum hafa verið sett lagaákvæði sem mæla svo fyrir að embættis- dómara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Þetta er enn eitt dæmið um þá réttarvernd og sér- stöðu er dómarar njóta umfram aðra embættismenn ríkisins. Þetta ákvæði felur í sér aðra þýðingar- mestu grunnreglu um starf dómar- ans og styrkir sjálfstæði hans. Þar með er verið að tryggja þegnunum að dómari geti sinnt dómarastarf- inu svo sem samviskan býður hon- um. Hann þarf ekki að óttast emb- ættismissi þrátt fyrir að niðurstaða hans í dómsmáli falli ekki valda- mönnum í geð. Á tímum einveldis var allt vald að formi til í höndum einvaldanna, einnig dómsvaldið. Einvaldurinn hafði rétt til þess að grípa inn í meðferð dómsmála með tilskipun- um. Með ákveðnum valdboðum gat hann vikið dómum til hliðar og dregið dómara til ábyrgðar væri ekki eftir þessu farið. Þessu var iðulega beitt. Friðrik mikli Prússa- keisari, sem taldist til hinna mennt- uðu einvalda, beitti þessum rétti sínum oft til að hafa áhrif á dóms- valdið. Hann leysti t.d. tvo dómara úr Kammergericht Berlínar frá YA B R II MMAR átavélar afstöðvar innuvélar mmm m E V h S 812530 Dictaphone A Rtney Bowes Company Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. Umboð á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Valtýr Sigurðsson „Sú sérstaða sem dóm- stólum og dómurum er búin lögum samkvæmt hefur þann tilgang ein- an að auka trú borgar- anna á dómstólum og réttarfari en ber ekki að skoða sem sérrétt- indi dómarastéttinni til handa.” störfum, gerði þeim að greiða skaðabætur auk þess sem þeir hlutu eins árs varðhald, er þeir hlýddu ekki tilskipunum hans í dómum sínum svo þekkt dæmi sé nefnt. Hugmyndir um sjálfstæði dóm- ara gagnvart alræðisvaldi einvalda ruddu sér til rúms í Evrópu í byij- un 19. aldar og áttu sér rót í kenn- ingu Loeke og Montesquieu um þrígreiningu ríkisvaldsins. Með sjálfstæði löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds kom sjálfstæði dóm- stóla. Grunnurinn að því sjálfstæði fólst í því að ekki mátti leysa dóm- ara frá störfum. Það var hins veg- ar ekki ætlunin að dómarar færu að stjórna málefnum ríkisins með túlkunum sínum á lögum. Gjaldið sem dómarar urðu að greiða fyrir öryggi í starfi var að þeir skyldu halda sig strangt að lögum við embættisstörf sín. Lögskýring átti undir lagasetningarvaldið. Síðan hefur orðið mikil þróun. Við skýringar á lögum og lagatúlk- un ber dómara að vísu að fara eft- ir almennum lögskýringarsjónar- miðum og dæmi dómari þvert ofan í skýr lagaákvæði hefur verið talið heimilt að dæma hann til greiðslu kostnaðar af áfrýjun til leiðrétting- ar þessum glöpum hans. Hins veg- ar er nú þegar almennt viðurkennt að dómari hefur mikið frelsi við lagatúlkun og við leit sína að réttin- um hefur hann á vissan hátt áhrif á þróun hans. Dómari segir nú fyr- ir um hvað séu lög, hvaða laga- Þakstál með stfl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISV0R BYGGINGAREFNI | Srhi 641255 Kæru félagar Hreinsunar- og vinnudagur verður sunnudaginn 13. október kl. 13.00. Væntum þess að sjá sem flesta, verkfæri og málning á staðnum. Hittumst hress, kaffi á könnunni. Stjórn Fáks. heimildum skuli beitt og hvernig þau skuli túlkuð. Það hlutverk dóm- ara að túlka hver hafi verið vilji löggjafans veitir dómara mikið frelsi. Þar sem lög skortir eða hug- tök eru óljós getur dómari brúað það bil t.d. með því að beita megin- reglum laga eða jafnvel eðli máls. Allt slíkt mat opnar dómara leið til að beita víðtæku valdi í niður- stöðum sínum. Þetta vald gengur lengra en að túlka lögin. Stundum má með nokkrum rétti segja að hann skapi réttarreglu þar sem engin er fyrir. Má halda því fram að dómarinn hafi að einhveiju leyti tekið við því hlutverki sem fengið er löggjafanum og þrátt fyrir orða- lag stjórnarskrárinnar sé dómari ekki bundinn af lögum heldur sé þessu á hinn veginn farið, þ. e. að lögin séu háð dómaranum. Annað veigamesta hlutverk dómara lýtur að samskiptum hans við þá sem til dómstólanna leita. Þeir menn sem dómari hefur mest samskipi við í starfi sínu eru lögmenn en það eru þeir lögfræð- ingar sem reka mál fyrir dómstól- unum í umboði málsaðila. Dómari hefur vissar skyldur við rekstur dómsmáls. Þær helstu eru að gæta ákveðins forms við meðferð máls fyrir rétti og kunna glögg skil á réttarfarsreglum á því réttarsviði sem hann fjallar um. Hér er um að ræða bæði lögskipaðar reglur um málsmeðferð svo og venjur sem myndast hafa um stjórn þinghalda. Sá blær hlutleysis sem stefnt skal að í réttarsal næst best með form- bundinni meðferð dómsmála. Eftir að dómþing er sett á sér stað raun- verulegur leikþáttur þar sem hver hefur sitt ákveðna hlutverk og hon- um lýkur ekki fyrr en dómþingi hefur verið slitið. Dómari ávarpar þá sem fyrir réttinn koma ekki með nafni heldur sem sóknaraðila, varnaraðila, lögmann sækjanda o.s.frv. Aðili sem mættur er fyrir dómi og sér dómara vera að spjalla í léttum dúr við lögmann hins aðil- ans um fótboltaleik eða veiðiferðina sem þeir fóru í saman hefur e.t.v. ekki trú á að hann hafi erindi sem erfiði fyrir þessum dómstóli. Samskiptareglur sem þessar milli dómara og umboðsmanna málsaðila eru ekki nema að litlu leyti bundnar í lög og eru því oft mismunandi frá einum dómara til annars. Vissulega væri þörf á að semja fyrirmæli um slík samskipti í dómsalnum. Slíkar reglur eiga ekkert skylt við það að andrúms- loftið í dómsölum þurfi að vera þunglamalegt heldur eiga þær þvert á móti að skapa vingjarnlegt andrúmsloft enda þótt athöfnin hafi yfír sér ákveðinn virðuleika. Dómara ber að halda sig innan lögbundins frests svo sem við upp- kvaðningu dóma og aðrar réttar- gerðir. Jafnan er það hagsmunamál beggja aðila að dómari haldi sig við þessi ákvæði. Þá á dómari að vera stundvís við þinghöld og boða ekki mörg þinghöld á sama tíma þannig að aðilar þurfi að bíða óhóf- lon-n ípnrrí Dómara ber að taka aivariega málsástæður lögmanns og flutning hans fyrir rétti. Iðulega kemur fyrir að dómarar ræða í hálfkæringi um það hversu lög- menn býggja mál sín upp svo sem á allt of mörgum málsástæðum. Hafa ber í huga að Iögmenn eru jafnan á varðbergi gagnvart dóm- urum. Sérhveija yfirlýsingu sem þeir gefa fyrir rétti má nota gegn skjólstæðingi þeirra. Dómarar sitja í dómarasætum og spyija þess sem þeir hafa áhuga á. Þeir eru ekki undir sama álagi og lögmenn að þessu leyti. Til þessa ber að taka tillit. Að lokinni dómtöku máls ber dómara að kveða upp dóm og rökstyðja dómsniðurstöðu sína og hún á að vera rökrétt niðurslaða af málsástæðum aðila. Hvers væntir almenningur af dómara? Löngum hafa dómurum hér á landi verið falin ýmis stjórnsýslu- störf samhliða dómarastarfinu og þá jafnvel með lagaboði. Þetta er andstætt því sem tíðkast hefur meðal nágrannaþjóða okkar. Slíkt fyrirkomulag leiðir oft til hags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.