Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1991 Hljóðlát sljói’iibylting- eftir Steingrímur Gautur Kristjánsson Þann 10. október 1991 eru liðin 50 ár frá stofnun Félags héraðs- dómara, sem nú nefnist Dómarafé- lag íslands. í tilefni afmælisins er sérstakt hefti Tímarits lögfræðinga helgað félaginu og saga þess rakin þar. Dagana 10. og 11. október verður dómaraþing háð í síðasta sinn með hefðbundnum hætti. Þann 1. júlí 1992 taka gildi lög um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem fela í sér einhvetja róttækustu breytingu á stjómarfari og réttarfari sem hér hefur orðið. Auk sjálfra aðskilnaðarlaganna hafa verið settir 5 lagabálkar um réttarfar, þar á meðal lög um með- ferð opinberra mála. Lög um með- ferð einkamála og lög um nauðung- arsölu eru í smíðum auk barnalaga og hjúskaparlaga sem tengjast þessari nýskipan. Alls hefur þurft að gera tæplega 170 breytingar á ákvæðum annarra laga. Einka- málafrumvarpið og nauðungarsölu- frumvarpið gera ráð fyrir 80 laga- breytingum og í svokölluðum band- ormi, frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna aðskilnaðar- ins, felast loks 107 lagabreytingar til viðbótar. Sýslumenn og dómarar Þegar félagið var stofnað stóðu að því bæjarfógetar og sýslumenn, lögmaðurinn í Reykjavík, og saka- dómarinn í Reykjavík, sem þá voru hinir almennu héraðsdómarar í landinu, Eftir gildistöku aðskilnaðarlag- anna fara sýslumenn ekki lengur með það dómsvald sem þeir hafa haft frá upphafi 18. aldar og vænt- anlega hverfa þeir þá úr því félagi sem þeir stofnuðu árið 1941. í stað árlegs dómaraþings er í ráði að komi dómsmálaþing, sem dóms- málaráðuneytið, Dómarafélag ís- lands og Sýslumannafélag íslands munu heyja saman. Starfsheiti bæjarfógeta hverfur þannig að allir valdsmenn munu framvegis bera starfsheitið sýslumaður. Sömuleiðis munu ékki lengur heyrast kunnug- leg orð eins og fógetaréttur og lög- tak. Sýsluvöld í hinni fomu Kjósar- sýslu og á Seltjarnarnesi flytjast til sýslumanns í Reykjavík, auk lög- reglustjóra og tollstjóra sem fyrir eru. Sýslumannsembættin eru meðai elstu stofnana ríkisins. Þau urðu til þegar landið komst undir Noregs- konung og vald goðanna hvarf til konungs á síðari hluta 13. aldar. Um þær mundir hafði Noregi öllum verið skipt upp í einar 50 sýslur til umboðsstjórnar. Umboðsstjórnin virðist í fyrstu hafa verið í nokkuð lausum skorðum, en þegar fram í sótti festist það skipuiag í sessi að einn hirðstjóri, síðar stundum nefndur höfuðsmaður, væri yfir landinu öllu en sýslumenn í um- dæmum sem svöruðu til hinna fomu dómþingháa. Hefur þessi sýsluskip- an haldist í megindráttum til þessa dags þannig að sýslumaður er í hveiju héraði. í Noregi hlutu sýslu- menn hinsvegar að víkja fyrir léns- mönnum á 15. öld vegna vaxandi áhrifa aðalsins. Konungsskattur og sakeyrir Sýslumannsembættin hafa lengst af verið burðarás stjórnsýsl- unnar í landinu. Þau voru fyrst sett á stofn til að raungera það vald sem konungi var játað með Gamla sátt- mála. Síðar urðu þau með vissum hætti hemill á konungsvaldið og raunvemlegar valdastofnanir sem tryggðu landinu nokkra sjálfstjórn. Sýslumenn voru umboðsmenn konungs og gættu réttar hans, inn- heimtu skatta og önnur gjöld sem konungi bám. Afskipti sýslumanna hófust með því að þeim var falið að gæta þess að konungur fengi þann sakeyri (sektir) sem hann átti rétt á. Jafnframt hvíldi sú skylda á sýslumönnum að halda uppi friði, lögum og allsheijar reglu. Þeir handtóku því brotamenn, rannsök- uðu mál þeirra, höfðu þá í haldi, færðu þá til þings, drógu þá fyrir dóm og önnuðust síðan fullnustu- dóma. Gjaldheimta og löggæsla hafa alla tíð verið kjaminn í störfum sýslumanna, en á þá hafa hlaðist hin margvíslegustu störf og ýmist er verið að létta af þeim störfum eða fela þeim ný verkefni, jafnvel á nýnefndum kjarnasviðum. Milli konungs og almúga Rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á íslensku stjómarfari á 18. öld hafa leitt í ljós að þá vom íslenskir sýslumenn mun betur menntaðir en embættismenn annars. staðar í ríkinu og mun svo jafnan hafa ver- ið áður. Þannig er talið að nálega allir íslenskir embættismenn hafi verið háskólamenntaðir um 1780. Þeir höfðu þá lykilstöðu í stjómkerf- inu að konungsvaldið náði ekki til alþýðu nema fyrir milligöngu þeirra. Mönnum hefur verið gjarnt að álíta að allt þjóðfélagsvald hafi verið saman komið á einum stað í einveldinu, og þannig var það e.t.v. í fræðilégum skilningi. í reyndinni var þetta þó ekki svo, enda er gerð- ur skýr greinarmunur á einveldi og einræði. Sú stjórntækni sem ein- valdskonungum var tiltæk var þess háttar að ekki varð komist hjá að reiða sig á staðbundin stjómvöld sem hlutu að fá í hendur umtals- verð völd vegna stöðu sinnar í stjómkerfinu. Á íslandi vora sýslu- menn ekki aðeins vel menntaðir heldur voru þeir tengdir stétt ef- naðra bænda órofa böndum þannig að þau áhrif sem eignarráð mikilla jarðeigna í landbúnaðarlandi veittu sameinaðist hinu opinbera umboðs- valdi sem þeim var fengið af stjórn- inni. Lénsskipulag og sjálfræði í einveldi Það er nú æ betur að koma í ljós, sem flestir fræðimenn 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. hafa látið liggja í láginni, að sjálfræði íslend- inga var mun meira fyrr á tímum en þeir vildu vera láta. Svo rammt kvað að sjálfræði sýslumanna á 18. öld að meðal margra atlaga sem stjórnin gerði þá að ríki þeirra voru ráðagerðir um að skipa fastlaunaða danska og norska embættismenn í þeirra stað, en þessari atlögu var hrandið eins og flestum öðram. Fram til einveldis tók stjórnsýsla ríkisins mjög lit af lénsveldi því sem ríkti sunnar í álfunni. Þannig var lengi algengt að hirðstjórar fengju landið að léni og sýslumenn sömu- Steingrímur Gautur Kristjánsson „Dagana 10. og 11. október verður dóm- araþing háð í síðasta sinn með hefðbundnum hætti. Þann 1. júlí 1992 taka gildi lög um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem fela í sér einhverja róttækustu breytingu á stjórnarfari og réttar- fari sem hér hefur orð- ið.” leiðis sýslur með þeim tekjum sem af þeim mátti hafa. Þeir innheimtu þannig konungsskattinn í eigin sjóð og voru sjálfir skattfijálsir en stóðu konungi eða hirðstjóra skil á því gjaldi sem um hafði samist. Sýslumenn verða dómarar Þegar einveldi var komið á á síðari hluta 17. aldar komu til emb- ættismenn af öðram toga en hinir hálfsjálfstæðu iénsmenn. í stað þeirra var öllu ríkinu skipt milli fastlaunaðra amtmanna, miklu fylgisamari stjórninni. á íslandi urðu þessi umskipti ekki eins gagn- ger og í öðram hlutum ríkisins þótt hin nýja skipan væri sett hér á eins og annars staðar, því að þungam- iðja valdsstjórnarinnar hélst við héraðsstjórn sýslumanna sem einir höfðu milliliðalaus skipti við bænd- ur og alþýðu. Meginbreytingin verður í fram- haldi af því að Níelsi Fuhrmann amtmanni var gert með erindisbréfí sem hann hafði hingað út með sér 1718 að sjá til þess að í réttarfars- málefnum skyldi farið eftir norsku lögum Kristjáns V. frá 1687, hinni miklu og merku lögbók einveldisins í Noregi. Þessi breyting, sem leiddi af einveldinu varð í reynd til að styrkja enn frekar styrkustu stoðir innlendrar sjálfstjómar, þótt hún fæli ekki í sér neina valddreifíngu. Áður hafði dómsvald sýslumanna falist í því að þeir nefndu dóma í mál á þingum og samþykktu eða staðfestu dóma fyrir hönd konungs- valdsins að þeim uppkveðnum. Hefðu þeir sýslur að léni tóku þeir sjálfir sakeyri. Eftir hinni nýju skip- an skyldu þeir dæma sjálfír og oft- ast einir . Stjórnarfarslega lutu sýslumenn amtmönnum og urðu að hlýða fyrirmælum þeirra. Fyrir áhrif kenninga Montesquieus var gerður sá greinarmunur á stjóm- sýslumálefnum og dómsvaldi að amtmaður gat ekki breytt dómi sýslumanns, en stjómsýsluúrskurð- um varð hinsvegar skotið til amt- manns. Einn lærðasti lagamaður Dana á sinni tíð, Generalprokurör Stampe, átti mestan þátt í að koma á þessum fræðilega aðskilnaði um- boðsvalds og dómsvalds, sem lengi hefur dugað þótt sami hamur hafí hýst bæði dómara og valdsmann. Þess hefði mátt vænta að þessi skipan hyrfi með einveldinu en hún hefur þó staðist til þessa og mun svo til júníloka á næsta ári. Oddvitar sýslunefnda Á 19. öld gerðust þau tíðindi markverðust í stjómsýslumálefnum að sett var sveitarstjómartilskipun árið 1872. í upphafi aldarinnar höfðu síðustu leifar sjálfræðis hreppanna horfíð og hreppstjórar, sem fyrrum voru kjömir af bændum og fóru með sveitarstjórn í umboði þeirra, urðu umboðsmenn sýslu- manna. Samkvæmt tilskipuninni skyldi nú sjálfstjórn hreppanna end- urreist og hreppsnefndir kjömar. Jafnframt voru stofnaðar sýslu- nefndir til að fjalla um héraðsmál- efni og hafa eftirlit með hrepps- nefndum. Sýslumenn voru oddvitar þeirra og framkvæmdastjórar. Sýslunefndum var ætlað að verða þungamiðja sveitarstjómarskipun- arinnar og þær voru það í raun vel fram á þessa öld. Síðan dró smám saman úr þýðingu þeirra m.a. vegna mikilla atvinnuháttabreytinga og búseturöskunar. í kaupstöðum gegndu bæjarfógetar fyrst í stað sömu störfum í bæjarstjórn eins og sýslumenn í sýslum, en það er nú löngu liðin tíð og síðustu sýslu- nefndirnar munu hafa látið af störf- um í árslok 1988. Síðan gegna sýslumenn og bæjarfógetar nálega sömu störfum. í sveitarstjórnarlögum er nú að- eins gert ráð fyrir að sýslumönnum megi fela umsjón með sveitarfélög- um og önnur samskipti við sveitar- stjórnir sem félagsmálaráðuneytið hefur með höndum sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Fijáls samtök sveitarfélaga, héraðsnefndir, sem bæði rúma hreppa, bæi og kaup- staði, hafa víða tekið við af sýslu- nefndum og er sýslumönnum skylt að annast framkvæmdastjórn fyrir þær ef óskað er. Fyrir sjálfræði sveitarfélaganna hefur það vera- lega þýðingu að samskipti þeirra við ríkisvaldið geti farið fram heima í héraði og sýslumenn hafa vissu- lega betri aðstöðu til að skera úr ágreiningi sem upp kemur í sveitar- stjómum og milli sveitaryfírvalda en ráðuneytið. Sýslumenn eru al- mennt vel til þessara starfa fallnir sökum menntunar, staðþekkingar og reynslu af stjórnsýslu í héraði. Úrlausnum sýslumanna má síðan gjarna skjóta til ráðuneytis sem á þeim mun hægara með að leysa úr máli sem áfrýjunaryfirvald að það nýtur góðs af gagnaöflun sýslu- manns og rökstuddri lögfræðilegri álitsgerð hans. Ný verkefni sýsiumanna Segja má að spónn hafi verið dreginn úr aski sýslumanna með afnámi sýslunefnda og stofnun sérstakra héraðsdóma. Spyija mætti hvort annað sé eftir en að veita þeim nábjargimar. Lengi hef- ur þess gætt að þessar almennu umboðsstofnanir miðstjórnarinnar í héruðum landsins væra sniðgengn- ar, einkum þegar fram hafa komið nýmæli í löggjöf um stjórnsýslu- UTSALA Sófar Stólar Boróstofuboró Boróstofustólar Rúm Speglar Sófaboró Innskotsboró Eldhúsboró Elshússtólar Ljós Gjafavörur Borgartúni 29, sími 20640 - Opið laugard. kl. 11-14 B&B liqr rofc.et Cassina G FLOS arteluce ALESSI Artomlde Einnig útlitsgailaöar vörur meó 50% afslætti arték

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.