Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 19 verkefni sem kölluðu á umboðs- kerfi. Þessi fælni hefur öðrum þræði stafað af því að hin almenna um- boðsstjórn hefur ekki fylgt tíman- um. Ekki hefur þótt árennilegt að leggja verkefni sem spretta af þörf- um nýrra tíma í hendur fornum stofnunum þar sem enn viðgengst úrelt sambýli stjórnsýslu og dóms- valds. Þetta viðhorf á nú ekki rétt á sér lengur, enda kemur skýrt fram í aðskilnaðarlöggjöfinni sú stefna að sýslumenn eigi almennt að fara með stjórnsýslu ríkisins i héraði og að þeim skuli fengin vérkefni í veruleg- um mæli sem hingað til hefur verið fengist við í stjórnarráðinu eða öðr- um miðstjórnarstofnunum i höfuð- borginni. Ákæruvald og dómgæsla í konungstilskipun frá 1622 er gert ráð fyrir að sýslumenn eigi að „administrere og betjene Retten”. Samkvæmt hinni nýju skipan munu sýslumenn aftur fá í hendur ákæru- vald í vissum opinberum málum undir yfirumsjón ríkissaksóknara og þeir munu sækja þessi mál og önnur sem ríkissaksóknari kann að fela þeim fyrir hinum nýju héraðs- dómstólum þannig að saksóknarar getá eftirleiðis einbeitt sér að hinum alvarlegri málum og málflutningi fyrir Hæstarétti. Sýslumenn verða héreftir sem hingað til lögreglu- stjórar nema í Reykjavík. Þá verður sektarvald lögreglustjóra fyrir yfir^ sjónir mjög rýmkað og þeir munu fá heimild til að ákveða allt að eins árs ökuleyfissviptingu með sátt. í einkamálum (en þannig nefnast einu nafni öll mál önnur en þau sem höfðuð eru til refsiviðurlaga af hálfu ákæruvaldsins) munu sýslu- menn eftirleiðis fara með þau sátta- störf, sem hingað til hafa fylgt dómarastörfum þeirra, sem yfir- vald. „Hugtakið dómsvald, eins og það er skilgreint miðað við gildandi réttarfarsskipun, hlýtur nú að fá annað inntak að verulegu leyti. Ymis framkvæmdastörf sem nú teljast dómstörf verða eftirleiðis skilgreind sem umboðsstörf eða stjórnsýslustörf og falin sýslumönn- um eða sjálfstæðum sýslunarmönn- um sem slík. Þannig verður um þinglýsingar, skipti dánarbúa og félagsbúa, aðfarargerðir, nú oft nefndar fógetagerðir, og uppboð. Einungis kemur til kasta dómstóla þegar réttarágreiningur verður við frarnkvæmd þessara starfa en þá er gert ráð fyrir brotaminni leið til að afla dómsúrlausnar en þegar máli er stefnt fyrir dóm með hefð- bundnum hætti. Skipti þrotabúa verða alfarið í höndum sjálfstæðra skiptastjóra en héraðsdómarar munu kveða upp gjaldþrotaúrskurði eftir sem áður. Dreifing valds og verkefna Þegar er þess farið að gæta í samþykktum lögum og stjórnar- frumvörpum að sýslumönnum séu falin verkefni sem þeir hafa ekki með höndum nú, einkum á sviði sifjamála og varðandi málefni barna og annarra lögræðisskertra. í þessu efni þarf að gera svipað átak og þegar hefur verið gert í Noregi þar sem hvert ráðuneyti um sig var látið taka saman skrá um mála- flokka sem flytja mætti frá þeim til fylkismanna. í þessu efni gilda samkvæmt ríkjandi viðhorfum um góða stjórn- sýslu og valddreifingu eftirtalin meginsjónarmið: — Ráðuneytin eiga ekki að fjalla um ágreiningsmál nema sem áfrýj- unaiyfirvald. — Stjórnsýsluverkefnum á að dreifa til staðbundinna stjórnvalda eftir því sem við verður komið. — Miðstjórnarstofnanir eiga því aðeins að hafa verkefni með hönd- um að ríkar ástæður mæli með þeirri skipan, svo sem það sjónarm- ið að æskilegt sé talið að tryggja samræmda framkvæmd. — Þegar verkefni eru flutt til staðbundinna stjórnvalda eiga sveitarstjórnir að ganga fyrir. Þessu sjónarmiði ráða lýðræðisviðhorf en af þeim sömu viðhorfum Ieiðir að ekki ber að fela sveitarstjómum verkefni nema þeim fylgi sjálfstæð- ur ákvörðunarréttur um meðferð þeirra. Sjálfræði sveitarfélaganna eflist ekkert við að þeim sé falið að annast framkvæmd ákvarðana annarra. — Að sveitarstjórnum frágengn- um ber að fela almennum umboðs- mönnum ríkisins valddreifð verk- efni í sem ríkustum mæli. Til þess liggja tvenn rök aðal- lega. Það varðar allan almenning miklu að sú þjónusta sem menn þurfa að sækja til ríkisins sé veitt á einum stað í nágrenni þeirra og að þegar ríkisvaldið á fleiri erindi en eitt við menn þurfi þeir ekki að fara í marga staði ýmist heima eða í höfuðborginni. Að því er þannig augljós hagur að menn geti gert eina ferð á sýsluskrifstofu til að sækja bætur almannatrygginga, þinglýsa veðskjölum, sækja veðbók- arvottorð, framlengja ökuskírteini, greiða opinber gjöld, svara til saka fyrir yfirsjónir í umferðinni o.s.frv. í öðru lagi mun vera meiri sparnað- ur að því að hafa eitt aðalumboð í hveiju héraði en mörg umboð, hvert fyrir sitt stjórnsýslukerfi. Mikilvæg sjónarmið geta þó leitt til eðlilegra frávika frá þessari reglu, en þar eru skólakerfið og Póstur og sími skýr- ustu dæmin. Stórar sýslur og sóknarmenn Á því er lítill vafi að skapa má góð skilyrði virkrar stjórnsýslu með hæfilega stórum umboðsstofnunum eins og þegar eru í hinum stærri sýslum. Þessi skilyrði má bæta með samruna smærri umdæma og sam- einingu þeirra við hin stærri. Mestu máli skiptir að lögmætar ákvarðan- ir sem teknar eru af þingi og stjórn verði hvarvetna færðar út í veru- leikann í héruðum landsins án þess að til þess þurfi að hafa refsivönd- inn sífellt reiddan, en þetta hlýtur að verða meginverkefni sýslumanna í framtíðinni. Eftir þær breytingar sem nú er verið að gera á hlutverk- um sýslumanna ber næst að huga að tvennu: — Annarsvegar að fækkun emb- ættanna og stækkun umdæmanna, þannig að hvert héraðsumboð verði af þeirri stærð að þar verði komið við hagkvæmni í rekstri og eðli- legri sérhæfingu og verkaskiptingu og — hinsvegar að séð verði fyrir réttmætum þörfum fólks sem á um langan veg að sækja til héraðshöf- uðstaðar. Á fyrri tíð höfðu sýslumenn úm- boðsmenn sem nefndir voru sóknar- menn, sóknarar og lögsagnarar. Eftir 1808 urðu hreppstjórar um- boðsmenn sýslumanna og helst sú skipan enn. Héraðslögreglumenn annast víða löggæslu íjarri héraðs- lögreglustöð. á síðustu árum hefur verið komið upp sérstökum umboðs- skrifstofum á nokkrum þéttbýlis- stöðum þar sem fastir starfsmenn annast afgreiðslu en sýslumaður eða fulltrúar hans koma við á nokkrum fresti til viðtals og um- sjónar. Þetta skipulag þarf allt að endurskoða og samræma, einkum út frá hag'kvæmnissjónarmiðum. í nokkrum kaupstöðum þar sem nú situr sýslumaður mætti e.t.v. kom- ast af með umboðsskrifstofu. Sums staðar mun haga svo til að innan einnar sýslu verða fleiri en einn þéttbýlisstaður. Þar sem sýslumður situr ekki verður þá e.t.v. þörf á umboðsmanni í fullu starfí og öðru starfsliði, einkum vegna lögreglu- stjórnar og gjaldheimtu. Slíkur umboðsmaður þarf væntanlega ekki að vera löglærður þótt hann kunni að þurfa að annast eða segja fyrir um löggæslu. Með fjarskipta- tækni verður hægt að veita flesta alménna þjónustu á umboðsskrif- stofu af þessari gerð. Engin ástæða er lengur til að einn hreppstjóri sé í hveijum hreppi, hversu fámennur sem hann er og að enginn umboðs- maður sé í öðrum sveitarfélögum með kaupstaðarréttindi þar sem ekki situr sýslumaður. Vegna bættra samgangna verður víða kappnóg að einn hreppstjóri gegni hreppstjórastörfum í einu umdæmi hvort sem það tekur yfir fleiri eða færri hreppa og vel má umboðs maður í bæ þjóna nágrannahreppi. Dreifbýlisumboð þyrfti ekki að vera fullt starf hreppstjóra og vel mætti hann, hér eftir sem hingað til sinna búskap eða öðrum störfum jafn- framt. Æskilegt væri að héraðslög- reglumenn tengdust þessum um- boðum í skipulagi. Oftast er nokkur söknuður að gömlum stofnunum þegar þær hljóta að enda feril sinn vegna úr- eldingar. Þannig hefði mátt fella nokkur tár yfir sýslumannsembætt- unum ef þau hefðu nú þurft að afleggjast eftir 700 ára þjónustu við þjóð og ríki eins og horfði um sinn. Sem betur fer hefur nánari athugun leitt í ljós að hér má láta nýtt vín á gamla belgi þar sem þessar fornu stofnanir henta einkar vel til að tengja stjórn og þjóð í nútíma lýðræðisríki. Höfundur er borgardómari í Reykjavík ogritari ístjórn Dómarafélags íslands. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Varhugavert að auka erlendar lántökur vegna skuldastöðunnar í FRUMVARPI til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku kemur fram að til að brúa fjármögnun rikissjóðs sé nauðsynlegt að leita heimild- ar til erlendrar lántöku að fjár- hæð 13,6 milljarðar kr. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að erlend skuldasöfnun sé orðin mikil sem hlutfall af landsframleiðslu og horfur á næsta ári bendi til verulegs viðskiptahalla sein muni leiða til erlendrar lántöku. „Skuldastaða þjóðarinnar er slík að það er nyög varhugavert að auka erlendar lántökur með þessum hætti, sem felst óhjá- kvæmilega í því að við erum að eyða meira en við öflum,” segir hann. Þórður sagði að lántakan færi • sennilega að mestu fram í byijun næsta árs. „Þessi lántökuáform stafa að verulegu leyti af yfir- drætti ríkissjóðs hjá Seðlabankan- um allt þetta ár, sem hefur verið frá 8-12 milljarðar kr. Þess vegna mátti reikna með að á endanum yrði óhjákvæmilegt að leita á er- lendan lánamarkað,” sagði hann. Þórður sagði ekki ástæðu til að ætla að þessi lántaka sem slík myndi valda mikilli þensluhættu. „Þenslan á fyrri hluta ársins staf- aði af yfirdrætti sem þá var stofn- að til og flestar vísbendingar í efnahagslífinu benda til að á síð- ustu mánuðum hafi dregið veru- lega úr þensluhættu,” sagði Þórð- ur. Hann sagði að oft hefði verið bent á að peningaþensla stafaði af yfirdrætti hjá Seðlabankanum sem fæli í sér hættu fyrir efna- hagslífið, og hefði komið fram í miklum innflutningi á fyrri hluta ársins. GIVENCHY Lflfifli Bankastræti 8. TINE BUS frá GIVENCHY Paris kynnir og ráðleggur notkun á GIVEIMCHY snyrtivörum fimmtudaginn 10. október kl. 14-18. WEIDER TG-700P ERGOMETER ÞREKHJÓL MEÐ PÚLSMÆLI Tölvumælir sem gefur upp hraða, tíma, vegalengd, kaloríubrennslu og púls. ÞÚ HJÓLAR OFTAR OG LEIMGUR Á GÓÐU HJÓLI Þetta frábæra þrekhjól kemur nú endurbætt með nýrri tölvu og púlsmæli. Hundruð ánægðra kaup- enda geta vottað um frábæra eiginleika þessa þrekhjóls. • Ekkert reimadóf. • Þungt kasthjól. • Jafnt og gott óstiq. • Hljóðlátt. • Breitt og bólstrað sæti. • Hæðarstilling á sæti og stýri. • Stöðugt, endingargotf, fyrirferðarlítið. • Hentar öllum aldurshópum. • Gottverð. Verð kr. 25.500Stgr. kr. 23.970,- HHSHEm SENDUMÍ póstkröfu UMLAND ALLT. úmJFi Glæsibæ, sími 812922. EUR0-VISA RAÐ SAMNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.