Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Irak var með vetn- issprengju í smíðum Sameinuðu þjóðunum. Reuter. IRAKAR unnu að smíði vetnissprengju, sem er miklu öflugri en venjulegar kjarnorkusprengjur. Kom þetta fram á fréttamanna- fundi, sem tveir æðstu yfirmenn IAEA, Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, héldu í fyrradag. Hans Blix, yfirmaður IAEA, og David Kay, yfirmaður nefndarinnar, sem kannað hefur kjarnorkuáætlanir Iraka, sögðu á blaðamannafundi í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, að skjöl, sem nefndin hefði komist yfir, sýndu, að írakar hefðu unnið að framleiðslu liþíns-6 en það er efni, sem eingöngu er notað við smíði vetnissprengju. BBC með þátt í rúss- neska út- varpinu í skjölunum kemur fram, að unn- ið sé að framleiðslu margra kílóa af liþín-6 og markmiðið að framleiða 100 kíió á ári. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki fundið neitt af efninu og hvorki Blix né Kay vildu segja hve mikið þarf til smíði vetnissprengju. írakar héldu rannsóknarnefnd SÞ, sem er skipuð 44 mönnum, í eins konar gíslingu í fjóra daga á bíla- stæði í Bagdad og lögðu hald á ýmis skjöl, sem hún hafði komist yfir. Var þeim skilað aftur flestum en sumum ekki. Áður höfðu nefnd- armenn ljósmyndað forsíðu allra skjalanna og því er vitað hvaða skjöl- um írakar vilja leyna. Bretland: Reuter Margaret Thatcher veifar til fulltrúa á þingi Ihaldsflokksins í gær en þeir tóku henni með kostum og kynjum. Að baki Thatcher standa John Major forsætisráðherra (t.h.) og Chris Patten flokksformaður. London. Reuter. FRÁ og með næsta ári mun Breska ríkisútvarpið, BBC, vera vikulega með hálftíma fréttaskýringaþátt í rúss- neska útvarpinu. Voru samn- ingar þessa efnis undirritað- ir í gær en um áratugaskeið voru útsendingar BBC og annarra vestrænna útvarps- stöðva truflaðar í Sovétríkj- unum. „Þetta er fýrsti samningur af þessu tagi, sem gerður er milli vestrænnar og rúss- neskrar útvarpsstöðvar,” sagði John Tusa, yfirmaður Alþjóða- þjónustu BBC, „og það eru ekki liðin fimm ár frá því hætt var að trufla útsendingar okkar til Sovétríkjanna.” Fréttaskýringaþátturinn er að sjálfsögðu á rússnesku og verður hann sendur um fjar- skiptahnött til Moskvu og út- varpað þaðan um öll Sovétríkin. Utsendingar rússneska út- varpsins ná til 70% íbúanna og yfir 11 tímabelti. Verður rúss- neskur útvarpsmaður í starfs- þjálfun í Moskvu næsta misser- ið. Thatcher ákaft fagnað á þingi ílialdsflokksins en talaði ekki VIÐBRÖGÐ fulltrúa og embættismanna á þingi breska íhaldsflokks- ins í Blackpool voru ótvíræð er Margaret Thatcher birtist á sviði fundarsalarins í gær; í meira en þijár mínútur var klappað, stappað í gólfið og nafn hennar hrópað til að láta í ljós fögnuð og þakklæti fyrir afrek Járnfrúarinnar. I nóvember sl. varð hún að víkja vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir hvatningarorð við- staddra Iét Thatcher hjá líða að ávarpa fundinn en sagðist á eftir vera snortin af móttökunum. Alls voru um tíu þúsund manns í salnum og nær allir ruku upp úr sætum sínum er þeir komu auga á Thatcher, klædda velþekktri blárri dragt og með perlufestina um háls- inn. Það var John Major, flokksleið- togi og forsætisráðherra, sem leiddi hana upp á sviðið. Er Thatcher ræddi við fréttamenn á eftir sagði hún: „Þetta var stórkostlegt, mér leið frábærlega vel og var djúpt snortin.” Þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði ekki viljað ávarpa fundarmenn svaraði hún að þetta Reuter. Ásakar Thomas um áreitni Anita Hill, lagaprófessor í Oklahóma, hefur beðið um lögreglurann- sókn á dónalegum símtölum til sín síðustu daga. Hófust símtölin eftir að hún sakaði Clarence Thomas, sem tilnefndur hefur sem dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, um kynferðislega áreitni er þau störfuðu saman fyrir áratug. Bandaríska öldungadeildin hefur, að beiðni Thom- as, frestað atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans á meðan hann reynir að hreinsa sig af ásökunum Hill. væri þing Majors, ekki hennar, og allir ættu að fylkja sér um Major. Tilfínningar sumra þingfulltrúa voru blendnar, þrátt fyrir fögnuð- inn, enda hefur verið haft á orði að margir flokksmenn hötuðu og elskuðu Thatcher í senn. „Þetta er eins og með sumar tegundir veik- inda,” sagði miðaldra kona á þing- inu um forystuár Thatcher. „Þú stendur sterkar að vígi á eftir ef þú lifír þau af’. Fjölmiðlar hafa leitt getum að því að Thatcher hyggist beijast með oddi og egg gegn stuðningi Breta við aukið sam- starf aðildarríkja Evrópubandalags- ins (EB) m.a. hvað snertir sameigin- lega mynt og seðlabanka. Margir álíta að Major, sem naut stuðnings Thatcher er kosinn var nýr leið- togi, hyggist breyta stefnunni í átt til meiri áherslu á EB-samstarfíð. Norman Lamont fjármálaráð- herra hyllti arfleifð Thatcher, sagði hana hafa komið ótrúlega miklu í verk í stjórnartíð sinni. Hann spáði einnig betri tíð í ræðu sinni, hét frekari skattalækkunum, sigri í stríðinu gegn verðbólgunni og enda- lokum efnahagskreppunnar. Margir íhaldsmenn óttast að vaxandi at- vinnuleysi muni tryggja Verka- mannaflokknum sigur í næstu kosningum. Þær verða í síðasta lagi í júní á næsta ári og sýna skoðana- kannanir að undanförnu svipað fylgi Ihaldsflokksins og Verka- mannaflokksins. Stjórnarformaður fyrirtækisins sem annast gerð jarðganga undir Ermarsund gagnrýndi harðlega á þinginu að ekki skyldi vera gert ráð fyrir nýtískulegum, hraðskreiðum lestaferðum milli Lundúna og gang- anna fyrr en árið 2000; þetta sleif- arlag væri „skelfílegt áfall”. Göngin verða opnuð á næsta ári. Sovétríkin: Stj ómmálasam- band við Eystra- saltsríkin Moskvu. Reuter. SOVÉTRÍKIN tóku upp formlegt stjórnniálasamband við Eistland og Litháen í gær, að sögn TASS- fréttastofunnar. Er búist við að frá stjómmálasambandi við Lett- land verði gengið fljótlega. Borís Pankín, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skiptist á skjölum um stjórnmálasamband við fulltrúa Eist- lands og Litháens í Moskvu. Eystra- saltsríkin þrjú hlutu sjálfstæði frá Moskvuvaldinu í síðasta mánuði, skömmu eftir valdaránið misheppn- aða í Sovétríkjunum í ágústmánuði. Valdabarátta lamar stjórnkerfi Rússlands Moskvu. Reuter. RUSSNESKA stjórnkerfið er hálflamað vegna valdabaráttu meðal þeirra sem standa næst Borís Jeltsín forseta. Alexander Rutskoj varaforseti fer nú með æðstu völd í fjarveru Jeltsíns sem er í sumar- leyfi í Sotsjí við Svartahaf en hann sagði í gær að stjórnleysi væri yfirvofandi í Rússiandi sökum skorts á forystu. „Við höfum sett haug af nýjum fulltrúar lýðveldanna settu fanga- lögum og reglum en það er enginn til að hrinda þeim í framkvæmd, það vantar raunverulegt stjórn- kerfi,” sagði Rutskoj í rússneska þinginu í fyrradag. Samdægurs sögðu tveir aðstoðarforsætisráð- herrar af sér, Igor Gavrílov og Jevg- eníj Sabúrov, en sá síðarnefndi gegndi jafnframt starfí efnahags- ráðherra. Með afsögninni hófust gagnkvæmar ásakanir háttsettra embættismanna en einn slíkur kall- aði samstarfsmenn sína barnalega óþekktarorma og nokkrir kvörtuðu undan því að Jeltsín liti fram hjá þeim. Valdabaráttan, sem í raun og veru snýst um að ná eyrum og at- hygli Jeltsíns, hefur geijast undanf- amar vikur. Hafa menn notað sam- komulag Sovétlýðveldanna um samstarf á sviði efnahagsmála, sem mark sitt við í Alma-Ata í Kaz- akhstan í byijun mánaðarins, sem átyllu. Sabúrov staðfesti samkomu- lagið fyrir hönd Rússlands og hefur hver ráðherrann af öðrum gagnrýnt skjalið í þinginu undanfarna daga, en meirihluti þingsins er talinn and- vígur því. „Án samkomulagsins yrði hætta á því að efnahagshrun yrði Rússlandi ofviða,” sagði hagfræð- ingurinn Grigoríj Javlínskíj á þingi í fyrradag en hann er einn af höf- undum skjalsins. Oleg Lobov, starf- andi forsætisráðherra, sagði hins vegar að Alma-Ata samkomulagið lyktaði af tilraun til þess að endur- reisa sovéska miðstjórnarvaldið í Moskvu, einkum vegna ákvæðis um að reglur sem settar yrðu á vett- vnagi samstarfsstofnana lýðveld- anna, yrðu æðri lögum viðkomandi lýðvelda. „Þetta er tilræði við stjórnarskrána,” sagði Lobov og bætti við að samkomulagið yrði ein- ungis undirritað að undangengnum miklum breytingum á því. Jeltsín er væntanlegur til Moskvu í dag og búist er við að hann taki af skarið næstu daga. Hann hefur ekki lýst því yfír hvort Rússar eigi að stíga skrefíð til fulls og undirrita skjalið eins og þijú lýðveldi hafa þegar gert. Þykir það benda til þess að hann hafi viljað að valdabar- áttan fengi að hafa sinn gang. Það eru einkum tveir hópar sem takast á um völd í Rússlandi, að sögn Andreijs Kortúnovs, sérfræð- ings hjá sovéskri stofnun sem fjall- ar um bandarísk og kanadísk mál- efni. Annars vegar svokallað eld- húsráðuneyti sem skipað er gömlum samstarfsmönnum Jeltsíns frá Sverdlovsk en Lobov er í þeim hópi. Hins vegar ríkisstjómin sem verður sífellt máttlausari og sögð er gröm út í Jeltsín fyrir að vera ekki með í ráðum við frágang Alma-Ata sam- komulagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.