Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 29
#0' AKURcYRI Lóðir við Undirhlíð: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1991 Stórt gróðurhús og þjónustuhús reist BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í fyrradag að veita tvær lóðir við Undirhlíð undir atvinnustarfsemi. A annarri lóðinni verður byggt gróðurhús, en á hinni verður verslun og þjónusta. Steinþór K. Sigurðsson, eigandi Blómahússins, sótti um lóðina Und- irhlíð 1 til að byggja á gróðurhús. Hann sagði að ætlunin væri að byggja 1.000 fermetra gróðurhús á lóðinni og að þangað yrði verslunin Blómahúsið flutt, jafnframt því sem aðstaða yrði í húsinu til veitinga- sölu. „Ef veðrið heist sæmilega • gott í haust ætlum við að hefjast handa við byggingu hússins ein- hvem næstu daga,” sagði Steinþór. Ætlunin er að ljúka byggingu húss- ins í vetur og er að því stefnt að hefja þar starfsemi fyrir páska á næsta ári. A lóðinni númer 2 við Undirhlíð hyggst Tómas Eyþórsson byggja hús fyrir verslun og þjónustu, m.a. verður þar veitt hjólbarðaþjónusta fyrir minni bíla og jeppa, en Tómas sagði að fyrst og fremst hefði sig skort húsnæði vegna síaukinnar sölu á vélsleðum, sem hann hefði umboð fyrir. Hann sagði að reynt yrði að hefja framkvæmdir við bygginguna hið fyrsta, en þar sem langt væri liðið á árið yrði líklegast byrjað næsta vor. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir Smári Thorarensen hreppsnefndarmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Narfi Björgvinsson hreppsnefndarmaður afhentu kaupfélagsstjóra KEA mótmæli hreppsnefndar Hríseyjarhrepps vegna uppsagna yfirmanna Súlnafells og hugmynda um að leggja skipinu og hætta útgerð frá eynni. Oánægja vegna hugmynda um að leggja Súlnafelli: Útgerðina mega íbúamir í Hrísey alls ekki missa - segir Smári Thorarensen í hreppsnefnd Hríseyjarhrepps MIKIL óánægja ríkir meðal íbúa Hríseyjar í kjölfar hugmynda um að leggja Súlnafelli EA um áramótin. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps hefur sent frá sér mótmæli vegna uppsagna yfirmanna togarans um síðustu mánaðamót og þá hefur starfsfólk Fiskvinnslustöðvar KEA í Hrísey sent stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, sem gerir togarinn út, undirskriftal- ista þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni og algjörri andstöðu við þess- ar hugmyndir. Vegna kvótaskerðingar er fyrirsjáanlegt að ekki verða næg verkefni fyrir þau þijú skip sem eru í eigu KEA, Súlnafell í Hrís- ey og Dalvikurtogarana Björgvin og Björgúlf. Unnið er að endurskoð- un á útgerðarsviði kaupfélagsins. „Eitt er alveg ljóst, útgerðina megum við ekki missa úr eynni,” sagði Smári Thorarensen í hrepps- nefnd Hríseyjarhrepps. Stór hluti starfsfólks frystihússins mætti á fund nefndarinnar þar sem fjallað var um þetta mál og sagði Smári að mikill hiti væri í fólki eftir að yfirmönnum Súlnafellsins var sagt upp. Hreppsnefnd hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun kaupfé- lagsstjóra að KEA að segja yfir- mönnum Súlnafellsins upp með það í huga að leggja skipinu og hætta útgerð frá Hrísey, en mót- mæli hreppsnefndar voru afhent kaupfélagsstjóra í gær. Sveitarsjóður lagði tæpar 10 miiyónir í útgerðina með KEA „Sveitarsjóður Hríseyjar tók þátt [ rekstri útgerðar í Hrísey ásamt KEA frá árinu 1975-1987. Upphaf- legt hlutafé Hríseyjarhrepps í út- Umræðufundur um sorg barna SAMTOK um sorg og sorgarvið- brögð efna til umræðufundar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fímmtudagskvöld, kl. 20.30. Umræðuefnið verður sorg barna við ástvinamissi, hjónaskilnað og fleira, en í upphafi fundarins verður endurflutt erindi séra Braga Skúla- sonar, sem hann flutti á fundi sam- takanna í nóvember á síðasta ári. Séra Pétur Þórarinsson leiðir um- . ræðuna og eru allir velkomnir á fúndinn. gerðinni var milli 9 og 10 milljónir kr: á núvirði eða 25% af heildarhlut- afé. Árið 1987 gaf hreppsnefnd eftir að halda sínum hlut í hlutafélaginu, auk þess sem hreppsnefnd lagði sitt af mörkum til að Ián fengjust úr Byggðasjóði til að fjármagna bygg- ingu Snæfells, en meginrök lánveit- ingarinnar voru þau að bygging Snæfells væri til að tryggja áfram- haldandi atvinnuuppbyggingu í Hrís- ey,” segir í greinargerð frá hrepps- nefnd Hríseyjarhrepps. Smári sagði að færi svo að útgerð legðist af í eynni væru litlar líkur á að hún yrði endurvakin að nýju á vegum KEA. „Þetta geta orðið enda- lok útgerðar í Hrísey, en hún hefur fram til þessa verið slagæðin í okkar samfélagi,” sagði Smári. Gangi þær hugmyndir eftir að skipinu verði lagt, er ætlunin að flytja físk frá Dalvík til vinnslu í Hrísey, en Smári sagði að fólk óttaðist að í framtíðinni gæti vinnslan í eynni orðið útundan ef málum yrði stjómað frá Dalvík. „Það veit enginn hvað er framund- an; verði áframhaldandi þrengingar í sjávarútvegi og minni fiskur til skiptanna þá spyijum við okkur: Hvar verður byijað að skera? Ætli það kæmi ekki niður á okkur þegar við verðum orðin að einhvers konar útibúi frá Dalvík og okkur skammt- aður fiskur þaðan.” Kjölfestu hráefnisöflunar verður kippt í burtu Starfsfólk Fiskvinnslustöðvar KEA í Hrísey afhenti í gær undir- skriftarlista til stjórnar félagsins, en þar segir að það sé furðulostið „yfir þeirri ákvörðun forsvarsmanna KEA að segja upp yfirmönnum Súlnafells EA og ætla þar með að leggja niður útgerð frá Hrísey. Gangi þessi ákvörðun eftir er þar með búið að kippa burt kjölfestu hráefnisöflunar fyrir frystihúsið og jafnframt kjöl- festu atvinnuöryggis á staðnum,” segir á undirskriftarlistanum. „Við erum vel minnug þess er Snæfell var gert að frystitogara, hvaða óvissu það skapaði þar til Súlnafell var keypt. Erum við viss um að hægt er að hagræða á annan hátt í útgerðarmálum KEA, t.d. með eflingu útgerðar í Hrísey. Okkur er ekki kunnugt um þá slæmu stöðu útgerðar og fiskvinnslu í Hrísey, að það réttlæti aðgerðir sem þessar, og við teljum að það gangi þvert á hags- muni félagsins, fólksins og byggðar- lagsins hér í Hrísey. Við undirrituð lýsum yfír óánægju og algjörri.and- stöðu við þennan málatilbúnað og gerum þá kröfu að ofangreind ákvörðun KEA verði dregin til baka sem allra fyrst,” segir á undirskrif- talistanum, en undir þetta skrifuðu um 50 starfsmenn Fiskvinnslustöðv- ar KEA í Hrísey. Minni slátur- sala í haust en í fyrra SLÁTURSALA hefur verið nokkru minni nú í haust í slátur- húsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri miðað við síðasta ár. Búið er að slátra um það bil helm- ingi þess fjár sem áætlað er að slátra á þessu hausti, en gert er ráð fyrir að henni ljúki eftir hálf- an mánuð og þá taki við slátrun fjár sem sent verður á markað til Mexíkó. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að slátursalan það sem .af er hefði verið minni en var á síðasta hausti. Reyndar hefði salan þá verið afar mikil, sem m.a. mætti þakka miklum áróðri sem þá var hafður uppi. í fyrra var þegar á fyrsta degi mikil sala og hélst út alla slát- urtíðina, en nú hefur salan verið jafnari. Nú er búið að slátra 20.700 fjár en gert er ráð fyrir að í heild verði slátrað alls 40.700 fjár. Meðalvigtin er 15,4 kíló, sem er svipað og á síð- asta ári, en þó örlítið rýrari. Óli sagði að reiknað væri með að slátr- un lyki eftir hálfan mánuð, eða 25. október, en þá myndi heíjast slátur þess Ijár sem bændur í héraðinu ákváðu að fækka við sig í kjölfar tilboðs ríkisins um kaup á fullvifes- rétti. Það fé sem þá verður leitt til slátrunar mun verða flutt á markað í Mexíkó. Fjórðungssjúkrahúsið: Sex sækja um stöðu yfir- læknis handlækningadeildar SEX umsóknir bárust um stöðu yfirlæknis á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, en umsóknarfrestur rann út fyrir nokkru. Stöðunefnd landlæknisembættisins mun fjalla um umsækjendur, en að fengnu áliti nefndarinnar sem og umsögn læknaráðs FSA mun sljórn sjúkrahússins ráða í stöð- una. Umsækjendur um stöðuna eru Guðjón Haraldsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum með þvagfæraskurðlækningar sem und- irgrein, hann er yfirlæknir við sjúkrahús í Karlskrona í Svíþjóð. Gunnar Rafn Jónsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum, hann er yfírlæknir Sjúkrahússins á Húsa- vík, og Hlöður F. Bjarnason, sér- fræðingur í almennum skurðlækn- ingum og yfirlæknir í Lindesberg í Svíþjóð. Haraldur Hauksson, sér- fræðingur í almennum skurðlækn- ingur á handlækningadeild FSA. Ingvar Kjartansson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum með æðaskurðlækningar sem und- irgrein, en hann starfar sem sér- fræðingur á sjúkrahúsi í Gautaborg í Svíþjóð, og Shreekrishna S. Datye, sérfræðingur í skurðlækningum og starfandi yfirlæknir á handlækn- ingadeild FSA. Eyfirðingnm kynnt vinnsla kanínufiðu VINNSLA á kanínufiðu verður kynnt á þremur stöðum í Eyjafirði um helgina. Hópur kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu vinnur nú að kynningu á vinnsluaðferðum kaninufiðu í samvinnu við Iðnþróunarfélag Eýja- fjarðar. Yfirskrift kynningarinnar er Frá fiðu til flikur. Fyrsta kynningin verður á Hafn arbraut 5 á Dalvík föstudaginn 11. október og stendur hún frá kl. 14-18. Þá verður haldið til Ólafs- Qai-ðar þar sem vinnslan verður kynnt í Tjarnarborg á laugardag frá kl. 14-18 og í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á sama tíma ingum með æðaskurðlækningar - - & sunnudag. Sýait .verðmv hvernig - - vinAQ* í sveitumr sem undirgrein, en hann er sérfræð- klippa á kanínu, hvemig fiðan er spunnin á snældu og rokk og hún þæfð. Einnig verða sýndir munir úr kanínufiðu. Hugmyndin er að reyna nýjar leiðir hér á landi til að efla kanínu- rækt og er markmiðið m.a. að auka notkunarmöguleika og verðmæti kanínufiðunnar og skapa nýja, at-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.