Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 Minning: Jens Kr. Gestsson frá Keldudal Jens var bróðir móður minnar. Það segir enga sögu. Ég hefi löng- un til þess að segja frá því, hver maður Jens í raun og veru var, án þess sem varðar mig og hann per- sónulega, þótt þau kynni væru all náin og áhrifarík, báðum til nokk- urs þroska. Uppruni Jens er allur úr Dala- sýslu. Ég komst í skjótri svipan yfír Dalamannabókina, sem mér er um þessar mundir kærust bóka, en fæ ekki náð eignarhaldi á henni ennþá. Þar segir frá því að amma hans var Halldóra Jónsdóttir frá Breiðabólsstað á Skarðsströnd. Til þess að færa það inn á þjóðkunnugt fólk um þessar mundir má nefna að Þórður, bróðir hennar, var afi Friðjóns Þórðarsonar, sýslumanns Dalamanna og fyrrv. alþingis- manns. Eiginmaður Halldóru frá Breiðabólsstað var Jón Þorgeirsson frá Stóra-Dal. Þeirra börn voru í einhverri röð: Jens og Halldór vest- urfarar, sem ég veit ekki frekari deili á eða niðjum þeirra. En önnur börn þeirra voru: Skarphéðinn, Gestur og Katrín. Þetta fólk á mikla sögu, þótt ekki sé nema vegna barn- eigna, eins og hlaut að verða þar sem guð var látinn ráða, eftir getu og hæfileikum hvers og eins á þeirri tíð. Það var líka fleira sem ein- kenndi þetta fólk. Annars vegar hagleikur þess og hins vegar grand- varleiki þess, án þess að láta troða sig fótum, og síðan sem aukageta sönghneigð í ljúfu og nokkuð radd- vísu formi. Músík er gegnumgang- andi í einhveiju formi hjá þessu fólki. Jens Gestsson var þar engin undantekning. Hin hliðin. Móðir Jens, sem nú er til grafar borinn, var Ingibjörg Einarsdóttir. Þar voru meiri erfið- leikar á tengslum við samfélagið í uppvexti hennar heldur en Gests, vegna þess að faðir hennar, Einar Olafsson drukknar við framfæri sitt undir Jökli, þegar hún er bara kornabarn, eða á þriðja ári. Ég veit alltof lítið um ættir hennar og þarafleiðandi ekkert um uppruna hennar, nema að Guðríður hét móð- i_r hennar frá Vindási í Kjós. Einar Ólafsson, faðir Ingibjargar og Guðríður móðir hennar, búa á Hval- fjarðarströnd þar sem Ingibjörg er fædd, þegar framfærið bregst. Þau eiga samt sveit - á Skarðsströnd, vafalaust vegna þess að þau hafa um skamman tíma búið á Hvalfjarð- arströndinni, eins og það er orðað. Framhaldið á dapri sögu er það, að fyrirvinnan „fórst” undir Jökli, ekkjur urðu fleiri með börn á armi og „sveitin” blasti við, eins og þá tíðkaðist. Örlög Ingibjárgar, móður Jens, urðu þau, að hún kom í hlut hreppstjórans á Skarðsströnd, sem var Hallur Hallsson á Hríshóli. Þar kemur þó mest við sögu Jófríður dóttir Halls. Vist Ingibjargar virðist vera þar betri heldur en vist niður- setninga gerðist almennt á þeim tíma, því að hún lætur sitt fyrsta bam heita Jófríði. Sú Jófríður varð þó ekki eldri heldur en tveggja ára. Hún iét aftur heita Jófríði. Sú varð reyndar 39 ára. Það var móðir mín. Dapri sögu um uppruna Jens og hans systkina er ekki lokið. Ástin grípur unglinginn er gömul saga og ný. Ekki veit ég hvernig þau kynntust Gestur og Ingibjörg. En ást þeirra hvort á öðru varð ekki umflúin eins og hún gerist í þeirri saklausu einlægni og trúfesti sem dauðinn einn fær aðskilið. Ég horfði upp á það þegar meira en 50 ár voru liðin af hjúskap þeirra. Það er aðeins innlegg í söguna. Þau máttu ekki eigast. Niður- setningur í stúlkuformi var ekki eftirsóttur kvenkostur á þeirri tíð, fyrir þá sem ekki voru niðursetning- ar. Ég tel að skapgerð Ingibjargar hafi þarna ráðið úrslitum, að hún hafi sagt við elskhuga sinn: „Ann- aðhvort ferð þú með mig héðan, eða þú lætur mig ekki sjá þig.” Þetta er auðvitað mín hugdetta. En fram- haldið varð það að þau tölta norður um fjöll og nema ekki staðar fyrr en á ísafirði. Mér er ekki kunnugt um að þau hafi haft aðra farar- skjóta en fætur sína. Mér er heldur ekki kunnugt um kveðjur við ætt- ingjana. Ég tel að þær hafi verið fáar. Ég tel að þau hafi stolist eða strokið. Ungdómurinn er óumflýj- anlega mikill örlagavaldur. Hún var 16 ára en hann tvítugur. Við hjölum ljúft við fortíðina, en vitum þó naumst um hennar tilfinn- ingar. Gestur og Ingibjörg flytja sig um set til Dýrafjarðar með tveggja ára stúlkubarn. Jófríður hét hún. Mér er sagt að hún hafi látist af vosbúð í því ferðalagi. Þau nema land í Haukadal en eiga þar fáa tíð. Keldudalur varð þeirra athvarf meðan örlögin spunnu sinn vef þeim til handa í gleði og sorg. Þessum msétu hjónum varð 12 barna auðið. Einhvern veginn lærð- ist það að finna til gleði við hverja fæðingu í allsleysinu. Það er auðvit- að ekki rétt hjá mér að þeim hafi lærst það, vegna þess að á þeim tíma var það innbyggt, meðfætt, að nýtt líf væri gleðigjafi og forsjá, ef vel tækist til, þrátt fyrir ferli dauðans sem alltaf fer á stjá þegar nýtt líf verður til. Jens var yngsta barnið þeirra. Það vildi svo til að það kom í hlut móður minnar, Jófríðar, að annast mikið þennan dreng í frumbernsku vegna þess hvar hún var staðsett í systkinahópnum. Árin liðu. Það kom í hlut Jens að sjá því heimili farborða þar sem móðir mín og synir hennar tveir hlutu athvarf þegar dauðinn taldi sig eiga brýnt erindi við Össur, mann hennar og föður okkar Bjarna, sem vorum á 4. og 6. ári. Ég þakka hvorki Jens né öðrum ættingjum mínum uppeldi mitt, vegna þess að ég bað ekki um það. Hitt er annað mál að þess utan á Jens kapítula í mínu lífi sem er engan veginn öðrum ætlaður. Ég vil segja frá því að Jens bar fögur einkenni ættar sinnar og upp- runa, sem ég tel mig hafa misst af. Þar nefni ég fyrst hve samvisku- samur hann var í starfi og öllum athöfnum. Hve trúverðugur hann var öllu því sem honum var falið að Ieysa úr. Ég fæ ekki tjáð ár- vekni hans og hollustu í fjölbreytt- um störfum hans til sjós og lands, mig skortir orð til þess. Jens var fæddur að Skálará í Keldudal sem liggur í Dýrafirði vestanverðum. Þar var friðsælt og blítt þegar sólin skein í heiði, en ofstopafullt og úfið þegar ve'ður geisuðu eins og gerist í íslenskum dölum við úthafið. Þar var harð- býlt. Fólk ýmist fluttist þaðan, hafi það af illri nauðsyn numið þar stað- ar, veslaðist upp og dó eða.urðu næstum ofurmenni í seiglu og hreysti, sem sjálfur dauðinn virtist eiga í vandræðum með að lokum. Ef til vill öðlaðist Jens enga afger- andi hreysti en seiglan í honum var næstum ómælanleg. Það er ekki á allra færi að rísa upp frá dauðum áttatíu ára gamall eins og Jens gerði í alvörunni, þegar vel búinn trukkur með gálausum stjórnanda ók honum um tær á vel merktri gagnbraut og knúði hann til niður- falls með þeim óþyrmilega hætti að hauskúpan rofnaði og bein tóku að brotna hér og hvar auk þess sem holdið marðist og sinar bnastu. Lík- lega gerði enginn ráð fyrir öðru en að hann heyrði landslaginu til upp frá því vegna þess að seiglan mæld- ist ekki í vestfirskri þijósku. Að fjórtán dögum liðnum fór minn maður að opna skjáina. Bein- in sem sundur höfðu gengið löðuð- ust hvort að öðru eins og elskendur sem hafði sinnast og tóku við sínu hlutverki. Verst gekk með sinarnar. Sú sem átti að draga upp handlegg- inn, svo að hægt væri að klóra sér bak við eyrað hægra megin, hún neitaði. Fingur hægri handar nutu heldur ekki sömu leikni, sömu kjara og áður. Sálin varð enn þá við- kvæmari en fyrr. Eljan sem þessu fólki var í blóð borin að vestan hélt velli. Jens hélt áfram við hugðar- efni sín á níræðisaldrinum að smíða. Að föndra við áraskipin sín fullbúin seglum til gjafar á góðri stund eða til sölu fyrir efnisútvegun. Næmt og fagurt handbragð einkenndi þetta föndur hans. Furðulegt að ég skuli dvelja við ævilok manns, sem ég ætlaði að t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og Iangafi, ÞÓRARINN G. SIGURJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 11. október kl. 13.30. Guðleif Árnadóttir Kristín Þórarinsdóttir, Kjartan Brynjólfsson, Sigurjón Á.Þórarinsson, Bryndfs Sigurjónsdóttir, Björg Þórarinsdóttír, Kristín Sigurjónsdóttir, Guðlaugur Þ. Þórarinsson, Jónína Pálsdóttir, Guðleif Þ. Stefánsdóttir, Kristján I. Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson, Þórarinn G. Guðmundsson, Guðmundur T. Guðmundsson, Valgerður Bragadóttir, og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts föður míns, INGÓLFS BJARNASONAR. Ingibjörg Ingólfsdóttir. t Innilegar þakkir fœrum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR, Dvergasteini, Djúpavogi. Jón Halldór Gunnarsson, Kristrún Björg Gunnarsdóttir, Sigvaldi Júlíus Þórðarson, Gunnar Sigvaldason, Fríða Margrét Sigvaldadóttir. egja frá án þess að geta í stórum dráttum um það að hann átti, eins og við hin, óráðið æviskeið á bernskustund. Mér er það í minni og glata því seint þegar ég á sjöunda ári, horfði upp á þegar Jens kveður foreldra sína og -systkini sautján ára gam- all, ferðbúinn „suður á vertíð”. Ég einn spígspora í kringum hann með öfund í hjarta og bros á vör yfir því að hann skuli geta þetta en ekki ég. Allir aðrir eru með tár á hvarmi og gráta. Ég skildi það ekki. Að fara á vertíð merkti það sama í mínum huga og að verða ríkur. Ekkert annað. Foreldrarnir og systkini hans vissu betur en ég á þessari kveðju- stund. Ekki færri heldur en þrír synir og bræður „fóru á vertíð” áður. Þeir komu ekki aftur. Þeir hétu Einar, Andrés og Skarphéðinn. Ég sagði við Gíslínu systur hans með mínu orðalagi, af hveiju eruð þið að grenja þó Jens fari suður? „Ó elsku Skarphéðinn minn, ég er svo hrædd um að hann komi aldrei aftur. Ef hann ekki drukknar eða deyr þá fer hann eitthvað annað.” Hún grét meira. Hún unni mikið þessum bróður sínum. Það unnu allir þessum hógværa, viðfelldna dreng. En hann kom aftur og allir í dalnum brostu við honum. Allur dalurinn hýrgaðist. Ég lifði ljúfu lífi við ær og kýr án þess að skynja það að aðrir bjuggu við sársauka- _____________________________37 ' fullar minningar um drengina sem ekki komu aftur. Að því kom að Jens giftist mætri konu úr Haukadal, sem var nokkru eldri en hann. Hún hét Guðbjörg, dóttir Ólafs G. Jónssonar úr Mið- bænum, sem var þrautþjálfaður skipstjórnarmaður og skútukarl á sinni tíð. Þar hófu þau búskap, Guðbjörg og Jens, auk þess sem hann stundaði sjómennsku eftir því sem tækifæri gafst á hveijum tíma. Þeim búnaðist bærilega við kreppu- tíð og óáran sem fjórða áratugnum fylgdi, svo að margir nötruðu við og aðrir flosnuðu frá búum sínum til sjós og lands. Elja þeirra hjóna var mikil á þeirri tíð. Þau eignuð- ust einn son, Ólaf Sigurð, sem sór sig mjög til ættar í grandvarleik, göfugmennsku og músík, sem hann á alla fyrir sjálfan sig og lítið fer fyrir. Hann hlaut kennaramenntun og gerðist kennari að ævistarfi. Guðbjörg veiktist og dó, ekki gömul kona. Jens hætti búskap og flutti til Reykjavíkur. Sagan gekk hratt um þær mundir í lífi hans. Hann sótti atvinnu á fornar slóðir. Til Eimskips. Sautján ára gamall fékk hann skipsrúm hjá þeirri kempu sem stjórnaði þá hinum gamla Willemóesi, Pétri Björnssyni. En svo vildi til að Pétur Björnsson átti á unglingsárum viðdvöl í Keldudalnum með foreldrum sínum. Þá tókst ekki betur til hjá þeim bræðum Þorvarði og honum að þeir sulluðust út í Stóra-Sker á stór- straumsfjöru í náttúruskoðun og uggðu ekki að því að aðfallið bar brátt að. Sem betur fór bjargaði þeim einhver frá þessu unggæði þeirra, því að annars hefði saga þeirra orðið stutt og voveifleg, eftir því sem sagan hermir. Hjá Eimskip vann hann um margra ára skeið uns starfsdegi hans lauk. Jens kvæntist aftur. Það er kona af breiðfirskum ættum sem lifir mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið. Hún heitir Aðalheiður Ólafs- dóttir og dvelur nú á Skjóli hér í Reykjavík. Við kveðjum nú þennan mæta mann og berum hann til grafar með þakklæti í huga fyrir þær hugljúfu minningar sem við eigum um hann. Við biðjum honum velfarnaðar á lítt kunnum leiðum í þeirri von að honum takist landtakan bærilega á þeirri strönd sem hann ber að. Með kærri kveðju... Skarphéðinn Össurarson + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför, KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, Neshaga13, Reykjavík. Bergþóra Jóhannsdóttir, Jóhann Kristjánsson, - Agnethe Kristjánsson, Nína V. Kristjánsdóttir, Garðar Gíslason, Kjartan O. Kristjánsson, Júlíanna Harðardóttir, Sigurður H. Kristjánsson, Guðmundur K. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýndan hlýhug og virðingu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR VILBERGSSONAR, Unufelli 31, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Gróa Þorgilsdóttir, Garðar Guðmundsson, Vilberg Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ingigerður Guðmundsdóttir og barnabörn. Kristín Magnúsdóttir, María E. Guðmundsdóttir, Elín O. Kjartansdóttir, Helgi Kristjánsson, Ingólfur Örn Árnarsson, * 1 Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar BRYNJÓLFS E. INGÓLFSSONAR, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Samgönguráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.