Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1991 ink í fréttum HORNABOLTI Danson hefur Ktið vit á hornabolta Þarna eru f.v. Alois prins af Lichtenstein, Albert, prins af Mónakó, Maria Teresa, eiginkona prins Hinriks af Lúxemborg, Frirðik Danaprins og Ioks Felipe Spánar- prins. Þarna hafa þeir dregið saman stóla, Felipe og Karl, krónprins- ar Spánar og Bretlands. KONGAFOLK Krónprinsar fjölmenntu til heiðurs Svisslendingum Svisslendingar héldu nýlega upp á 700 ára afmæli ríkisins. Margt var gert til hátíðarbrigða sem nærri má geta, bæði í höfuð- borginni Bern og um bæi og sveit- ir. Við setningu hátíðarinnar sem stóð yfír í nokkra daga hélt Flavio Cotti forseti Sviss ræðu. Viðstaddir voru fjölmargir þjóðarleiðtogar og fulltrúar þeirra. Meðal annarrs mátti í fyrsta skipti í langan tíma sjá nær alla krónprinsa Evrópu og þótti forvitnileg sýn. Þarna voru Prins Albert af Món- akó, Karl prins af Wales, Friðrik Danaprins, Felipe Spánarprins og þannig mætti áfram telja. Kónga- fólk þetta er fremur þjóðartákn heldur en leiðtogar. Völd þess eru lítil, en almenningur vill fyrir engan mun sjá af kóngahefðinni. Leikarinn Ted Danson leikur nú barvertinn Sam Malone í Staupasteini tíunda árið í röð og það er ekkert lát á vinsældum þátt- arins. Hefur hann unnið til flestra verðlauna sem sjónvarpsþáttaröð getur státað af. Malone er fyrrum hornaboltakastari hjá hinu þekkta félagi Boston Red Sox, var frægur og lifir á fornri frægð. En Danson hefur sjálfur aldrei inn á horna- boltavöll komið. „Það er kannski hálfneyðarlegt, en ég hef aldrei verið gefínn fyrir hornabolta. Ég hef ekkert á móti íþróttinni, en körfuknattleikur er mín íþrótt,” segir Danson. Þegar Wade Boggs, stórstjarna í Red Sox- liðinu var fenginn til að koma fram í einum þætti þurfti að útskýra fyri rDanson hver maðurinn væri. Ted Danson. COSPER ... og eins og ég sagði í upphafi samtalsins, leggurðu strax af stað heim og kaupir blóm á ieiðinni. t Hveragerði LU L/J Matseðill: Rjómnsúpa með sjávarréttatóni Hveraelda grísaleiri Konfekt rjónmrönd mJsadkerasósn Yfirmatreiðslumaður Ólafur Reynisson. Rósa Ingólfs sér um veislustjórn og uppákomur. Hljómsveitin Heiðursmenn ieikur fyrir dansi til kl. 3. Sigurbergur Baidursson leikur dinnertónlist með aðstoð Koibrúnar Ingvars. Huslð opnað kl. 20 með fordrykk . Miðaverð með mat kr. 3.500,- Miðaverða á ballið kr. I.OOO,- Útvegum rútur á tilboðsverði fyrir hópa, einnig gistingu á Hótel Örk fyrir þá sem þess óska. Borðapantanir í síma 98-34789. Skellum okkur á hjónaball... því ekki? Laugardaginn 12. október nk. Jóhannes grínari kitlar hlátur- taugarnar. NAUSTKJMIARINN IKVOLDKL. 21.30 UHDIRFATASÝm Vetrarlinan frá WARNER WARNER / öllum betri snyrtivöruverslunum SÝNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.