Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1991, Blaðsíða 48
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Síbrotamenn dæmdir fyrir rán í Sakadómi: 28 ára maður hefur hlotið 10 ára fangelsi í samtals 25 dómum ÞRÍR síbrotamenn, tveir þrítugir og einn 28 ára, hafa verið dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur til 6-8 mánaða fangelsisvistar fyrir rán. Hver mannanna hefur nú verið dæmdur 18-27 refsidóm- um með óskilorðsbundnu fangelsi upp á samtals frá 3 árum og 8 mánuðum og upp í 10 ár. Þetta er 25. refsidómur yngsta manns- ins og hefur hann frá 1979 verið dæmdur í samtals 10 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot, skjalafals, bílþjófnaði, líkamsárásir, rán og nauðgun, auk þess sem óskilorðsbundið varð- hald sem hann hefur verið dæmdur í er 4 'h mánuður. Annar hinna tveggja hefur frá 1978, að þessum dómi meðtöldum, “■76110 dæmdur 27 sinnum í sam- tals 7 ára og 5 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamsárásir, rán, skjalafals, þjófnaði, fjársvik, bílaþjófnaði og ölvunarakstur. Sá þriðji hefur frá 1976 fengið 18 refsidóma með samtals 3 ára og 8 mánaða óskilorðsbundnu fang- elsi fyrir líkamsárásir, skjalafals, Réðst að manni sem vildi loka fyrir vatnið ÍBÚl í húsi í austurbænum, sem loka átti fyrir heitavatnssölu til í fyrradag, réðst á starfsmann Hitaveitu Reykjavíkur og sparkaði í magann á honum þannig að hann varð að leita til læknis. I gærmorgun var lögregla viðstödd meðan hita- veitumenn grófu sig niður á heimæð utan við lóð mannsins og lokuðu þannig fyrir vatnið. Að sögn Þóris Isfeld hjá Hita- veitu Reykjavíkur ætiaði starfs- maður Hitaveitunnar að innsigla mæli vegna vanskila í húsinu þar sem maðurinn býr þegar sá brást við með þessum hætti. Starfsmað- ur Hitaveitunnar leitaði til læknis en var ekki talinn alvarlega slasað- ur en marinn og skrámaður. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvort hann legði fram formlega kæru vegna málsins. Þórir ísfeld sagði afar sjald- gæft, ef ekki einsdæmi, að ráðist æri að starfsmönnum Hitaveit- unnar með þessum hætti. þjófnaði, bílaþjófnaði og ölvuna- rakstur, auk óskilorðsbundins varðhalds í 2'h mánuð. Allir hafa mennirnir einnig und- irgengist nokkrar dómsáttir með sektargreiðslum fyrir ölvunarakst- urs- og fíkniefnabrot. Með nýjasta dóminum var tveimur mannanna refsað fyrir tvö. rán framin í byijun ársins og hin- um þriðja fyrir þátttöku í öðru þeirra. Þar sem mennirnir höfðu hlotið allt að 12 mánaða fangeisis- dóma fyrir önnur brot, sem framin höfðu verið eftir ránin, taldist þessi dómur hegningarauki, eða viðbót- arrefsing, fyrir þau brot. Mennirnir voru allir sakfelldir fyrir að hafa ráðist að manni og rænt hann tékkhefti fyrir utan skemmtistaðinn Keisarann og þeir tveir sem þyngri refsinguna hlutu réðust sömu nótt að sama ma,nni bak við Bíóborgina. Þar hélt annar honum meðan hinn barði hann og hirti af honum skilríki til að fram- vísa.með tékkunum úr heftinu sem þeir höfðu áður rænt. Sverrir Einarsson kvað upp dóm í máli mannanna. Spenna í Yokohama Reuter íslendingar halda áfram að koma á óvart á Heims- meistaramótinu í brids í Japan. í fyrstu umferð úr- slitaleiksins gegn Pólveijum í gær skoraði ísjenzka landsliðið 182 stig gegn 152 stigum Pólveija. Árang- ur sveitarinnar hefur vakið óskipta athygli í brids- heiminum. Hér heima á íslandi er áhugi almennings gífurlegur og Sjónvarpið ætlar að vera með beina útsendingu frá klukkan 10.30 í dag. Nýir heims- meistarar í brids verða krýndir í fyrramálið. Á mynd- inni má sjá íslenska liðið bera saman skorblöðin í gær. Eiginkonur spilaranna fylgjast með. Sjá nánar á miðopnu. , Sparisjóðirnir og Búnaðar- banki lækka vexti enn frekar Viljum lækka þá til jafns við verðbólgulækkun, segir Baldvin Tryggvason sparisjóðssljóri SPARISJOÐIRNIR lækka véxti á morgun til viðbótar því sem þeir gerðu um síðastliðin mánaðamót en þá lækkuðu þeir vexti mest allra innlánsstofnanna. Búnaðar- banki Islands Iækkar einnig vexti á morgun til viðbótar þeirri lækk- un sem varð um mánaðamót. Breytingar verða ekki á vöxtum Islandsbanka og Landsbanki Is- lands verður með bankaráðsfund eftir hádegi í dag þar sem ákvörð- un verður tckin um vaxtalækkan- ir, en bankinn lækkaði ekki vexti um mánaðamótin. Sparisjóðirnir lækka útlánsvexti um 1% og innlánsvexti tromp- og öryggisbókar um 0,75%. Þeir hafa þá lækkað útlánsvexti um 4% frá mánaðamótum. Forvextir víxla verða 16,5%, vextir af yfirdráttarlánum 20%, og kjörvextir aimennra skulda- bréfa 15,25%. „Með þessu skrefí vilj- um við halda áfram að fara með I athugnn hvort breyta eigi Þór- unni Sveinsdóttur í frystiskip Vestniannaevium. Vestmannaeyjum. BREYTINGAR á Þórunni Sveinsdóttur í frystiskip eru nú til athug- unar hjá útgerð bátsins. Ef af breytingum verður munu þær hefj- ast um áramót og hefur áhöfn Þórunnar verið sagt upp frá þeim tíma. „Við erum að skoða málið og hugleiða hvort við ráðumst í þessar breytingar og það er allt eins lík- legt að svo verði,” sagði Siguijón Óskarsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Þórunni. Þórunn er nýtt skip, 277 tonn, smíðuð hjá Slipp- stöðinni á Akureyri og var afhent eigendum í júlí síðastliðnum. Sigur- jón’sagðist ekki sjá fram á að end- ar næðu saman fjárhagslega með óbreyttum rekstri sökum minnk- andi aflaheimilda og því væri þessi möguleiki til athugunar. „Með því að fara út í sjófrystinguna nást meiri verðmæti úr aflanum og ekki veitir af í allri skerðingunni. Mér sýnist að það eigi að halda óbreyttri fiskveiðistefnu og þá má áfram búast við skerðingu og minnkandi afla á næstu árum og þetta er bara okkar leið til að bregðast við þessu. Þar að auki losnar maður við 20% skerðinguna, sem við verð- um fyrir ef fiskurinn er fluttur út í gámum.” Siguijón sagði að lestin í Þór- unni væri tilbúin til frystingar en allan vinnslubúnað vantaði á dekk. Ef af breytingunum yrði þá hæfust þær eftir áramót og því hefði áhöfninni verið sagt upp frá þeim tíma því breytingar þessar tæku einn til tvo mánuði. „Það er vart orðið vært í gáma- útflutningi sökum skerðingar og áróðurs, en frystiskipin hafa alveg sloppið við þennan slag. Ég er frið- arins maður og leiðist að standa í þessu. Ég sé fram á að geta stund- að þetta í friði ef ég fer út í fryst- ingu um borð,” sagði Siguijón. Grímur óverðtryggðu vextina niður í sam- ræmi við lækkandi verðbólgu með sama hætti og við hækkuðum vext- ina þegar verðbólgan fór upþ á við,” sagði Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Aðspurður sagðist hann sjá fram á frekari vaxtalækk- anir, en óvíst væri hvenær af þeim yrði, það réðist af verðbólguþróun. Búnaðarbankinn lækkar einnig vexti sína um 1,25-1,75% eins og um mánaðamótin, þannig að vaxta- lækkun bankans _frá mánaðamótum er orðin um 3%. Óverðtryggðir vext- ir Metbókar og Gullbókar lækka um 2% og almennar sparisjóðsbækur um 1,5%. Eftir lækkun verða forvextir víxla 17,5%, kjörvextir almennra skuldabréfa 16,5% og vextir yfir- dráttarlána 20,75%. Engar frekari breytingar verða á vöxtum Islandsbanka frá því sem tilkynnt hafði verið um mánaðamót- in. Forvextir víxla er 19%, vextir yfirdráttarlána 22% þar af grunn- vextir 17% og kjörvextir almennra skuldabréfa 19,25%. Forvextir víxla hjá Landsbanka Islands eru 21%, yfirdráttarlán bera 24%, þar af grunnvextir 21% og kjör- vextir almennra skuldabréfa eru 20,25%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.