Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 1 Miklilax og Silfursljarnan fá styrki: Skulda Byggðastofnun tæpan milljarð króna BYGGÐASTOFNUN hefur ákveðið að veita Miklalaxi hf. styrk að upphæð samtals 113 miHjónir króna og Silfurstjörnunni styrk að upphæð 25 milljónir króna. Samtals skulda þessi fyrirtæki Byggða- stofnun tæpan milljarð króna, þar af er skuld Miklalax 582 milljón- ir og Silfurstjörnunnar 341 milljón. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar segir að styrkur- inn til Miklalax hafi verið ákveðinn til að reyna að forða fyrirtækinu 11 Kúnni ekki greiði gerður með lífgjöf” „ÉG HELD að hún hefði aldrei náð sér eftir þetta allt saman, og það hefði því verið vonlaust mál að gefa henni líf. Þegar gripir verða svona vitlausir er eins og þeir nái sér aldrei aftur,” segir Valgarður Hilmars- son, bóndi á Fremstagili í Langadal, eigandi kýrinnar Vonar, sem skotin var á færi eftir sólarhrings elting- arleik í síðustu viku. Að sögn Valgarðs var ákveðið að slátra kúnni þar sem hún reyndist kálflaus, en hún átti að bera í vetur. „Okkur tókst alls ekki að stoppa hana og því vildum við frekar skjóta hana þama held- ur en að trylla hana enn frek- ar. Ég held henni hefði ekki verið neinn greiði gerður með því að lofa henni að lifa því hún hefði að öllum líkindum aldrei náð sér eftir þetta. Hún var fímm vetra gömul og búin að eiga tvo kálfa, en af því hún var ekki með kálfi núna ákvað ég að farga henni,” sagði Valgarður. frá gjaldþroti. „Við vildum með þessu reyna hvort ekki væri hægt að halda starfseminni gangandi,” segir Guðmundur. Á blaðamannafundi sem Byggða- stofnun efndi til í gær kom fram að sökum þess hversu takmörkuð framlög eru til Byggðastofnunar í fjárlögum verður að taka styrkveit- ingamar af eigin fé stofnunarinnar. Styrkurinn til Miklalax felst í 31 milljón til framkvæmda, 17 milljón- um til fóðurs- og launakostnaðar og eftirgjöf á skuld á viðskipta- reikningi uppá 65 milljónir króna. Styrkurinn tii Silfurstjömunnar er til að koma upp mjúkfóðurgerð og dreifikerfi fyrir fóður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Viðbúnaður vegna auglýsinga- belgs Slysavamafélagi íslands barst í gærmorgun tilkynning frá vegfarend- um við Eiðisgranda um að torkennilegur hlutur hefði fallið í sjóinn skammt út af Ánanaustum. Hölluðust menn helst að því að um gúmmíbjörgunarbát úr flugvél væri að ræða og fóru björgunarsveitar- menn þegar út á bát að leita að hlutnum. Eftir töluverða leit fundu kafarar Slysavamafélagsins hlutinn á sjávarbotni skammt út af Eiðis- granda. Var þar um að ræða uppblásna kakómaltdós, auglýsinga- belg sem hafði slitnað upp frá Miklagarði. Jón Baldvin Haimibalsson um fund ráðherra EFTA-ríkjanna og EB: Til beggja vona getur brugðið með samninga FUNDUR ráðherra EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsríkjanna hefst í Lúxemborg næstkomandi mánudag þar sem væntanlega ræðst hvort samningar um evrópskt efnahagssvæði takast. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra kynnti undirbúning málsins og stöðu þess á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun. Hann og Davíð Oddsson forsætisráðherra sögðust í gær meta stöðuna þannig að það gæti brugðið til beggja vona hvort samningar tækjust eða ekki. „Ég met það svo á þessari stundu að ráðherrar EB komi með eitt sam- eigjnlegt tilboð til EFTA-ríkjanna, sem þeir miði við tillögur Norð- manna. Síðan verði gengið eftir því að tekist verði á um þau sérmál sem varða þjóðarhagsmuni íslendinga fram á síðustu stundu,” sagði utan- ríkisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. Jón Baldvin sagði að EFTA-ríkin fyrir sitt leyti hefðu sam- þykkt slíkan möguleika hvað Island varðar. „Það er einnig gefið í skyn af hálfu Evrópubandalagsins, en það liggur ekkert fyrir þar um,” sagði utanríkisráðherra. • • Kettlingnrinn Ormur í Onundarfirði: Ferðaðist rúma 300 km osrtýndi siö lífum Flateyri. I/ Qj HANN átti einskis ills von kettl- ingurinn Ormur, sem komið var í fóstur úr kaupstað í sveit er hann eftir tveggja daga dvöl í sveitinni fór út að kanna nýju heimkynnin með húsbónda sín- um Árna Brynjólfssyni bónda á Vöðlum í Önundarflrði. Snemma morguns skildu þeir á tröppun- um, Ámi fór að gegna kúnum og kisi í könnunarleiðangur sem endaði með liðlega 300 km ferða- lagi í sex og hálfan tíma í vélar- rúmi heimilisbílsins. Meðan Ormur týndi hverju Iífinu á fæt- ur öðru á ferðalaginu var hans sárt saknað heima fyrir. „Þetta vildi nú þannig til”, sagði Árni, „að eftir gegningar í fjósinu þurfti ég að bruna vestur á Bijáns- læk að sækja farþega í flóabátinn Baldur sem hugðist kaupa sér bíl á Þingeyri. Eftir að hafa heimt farþegann er haldið til Þingeyrar, þar verslar félagi minn bílinn á meðan þurfti ég ýmislegt að sýsla. Á öllu þessu ferðalagi marg stopp- aði ég bílinn og varð einskis var. Ferðin heim gekk heldur brösu- lega, bíllinn bilaði í tvígang hjá félaga mínum í Dýrafirði, þurftum við því að þeytast til Þingeyrar í annað skiptið og heim í hitt með varahluti. Það er svo ekki fyrr en um fimmleytið að við erum að bagsa við bílinn í Dýrafirði að við förum að heyra einhver einkennileg hljóð, mér fannst þetta líkjast helst mávagargi og leit til himins en Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Árni Brynjólfsson kúa- og rokkbóndi ásamt sonum sínum Jakobi Einari t.v. og Brynjólfi Ólafi ásamt kettlingnum Ormi. Ekki tókst að mynda kisa við bílinn sem hann ferðaðist með, hann sleit sig lausan úr fangi Árna hvað eftir annað en var tilbúin að sitja fyrir innandyra. félagi minn segir þetta líkist nú frekar veinum í ketti, nú ég gekk á hljóðið opnaði húddið á bílnum, þar situr kettlingurinn fastur bak við geymirúm með andlitið framan í grillið eins og moldarköggull með hárin úfín og sprungnar flugur og fiðrildi framan í honum, hann var frelsinu feginn. Hann fer nú helst ekki út fyrir dyr og þá helst mjög stutt, og held- ur sig langt frá vélknúnum öku- tækjum." Ámi sagði að nú væri kisi búinn með sjö líf eftir þetta ferðalag og ætti einungis eftir tvö. Magnea Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist halda í samtali við Morgun- blaðið í gær að góðar vonir væru til þess að dæmið gæti gengið upp, en þó gæti allt eins farið svo að viðræð- umar sigldu í strand. „Ég held að við sjáum það eftir fimm til sex daga, hvort þarna nást samningar sem við getum unað við, eða ekki. Við höfum átt mjög gott samstarf við Norðmenn í þessum viðræðum og samstaða með þeim hefur verið okkur nauðsynleg. En núna á lokasprettinum er ljóst að okkar hagsmunir skarast svolítið. Það er ekki ágreiningur, hvorki við Norðmenn né EFTA-ríkin, um að jafnhliða heildarsamningunum sé ekki óeðlilegt að vissir þættir séu teknir upp í tvíhliða viðræðum,” sagði forsætisráðherra. Hann kvaðst telja að það væri íslendingum hag- felldara, þar sem þeir hefðu annarra hagsmuna að gæta en Norðmenn, sem hefðu betri stöðu, t.d. hvað varð- ar markaðsaðgang fyrir saltfísk. Jón Baldvin Hannibalssón utanrík- isráðherra sagði í samtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með öllum eðlilegum fyrirvörum lægi ljóst fyrir að EB myndi ekki gera frekari kröf- ur varðandi veiðiheimildir gagnvart íslendingum. Tlann sagði það einnig sinn skilning að EB muni staðfesta fyrirvara íslands að því er varðar heimildir til fjárfestingar í útgerð og frumvinnslu. Atvinnutekjur 1989 og 1990: Sjómenn hækkuðu um 19,5% ATVINNUTEKJUR sjómanna hækkuðu um 19,5% að meðaltali milli áranna 1989 og 1990 á sama tíma og atvinnutekjur annarra landsmanna hækkuðu um 11,5% að meðaltali. Þetta kemur meðal annars fram í athugun Þjóðhags- stofnunar á tekjum og dreifingn þeirra samkvæmt skattafram- tölum. Meðaltekjur fullvinnandi sjó- manna, það er þeirra sem skiluðu að minnsta kosti 274 lögskráðum dögum, voru tæpar 2,9 milljónir árið 1990 eða 242 þúsund krónur til jafnaðar á mánuði. Meðallaun allra þeirra sem fengu sjómanna- afslátt einhvem hluta ársins voru 1.800 þúsund krónur að meðaltali. Ef miðað er við tekjur karla að meðaltali voru þær 1.418 þúsund krónur, en atvinnutekjur giftra karla sérstaklega voru 1.830 þús- und og hækkuðu um 12,7% frá ár- inu á undan. Tekjur giftra kvenna voru 722 þúsund eða 39,5% af tekj- um eiginmannanna. Samanlagðar atvinnutekjur hjóna voru 2.375 þús- und og höfðu hækkað um 12,6% milli ára. ♦ ♦ ♦ Samkomu- lagum lausagöngu í Múlasveit SAMKOMULAG hefur tekist milli manna í Reykhólasveit og á Bi'jánslæk um að ekki verði um frekari lausagöngu hesta í Múlasveit að ræða. Girðingar á beitarhólfi nálægt hreppsmörk- um verða lagfærðar í því skyni. Stóð 60 hesta sem Reykhóla- menn voru komnir með í Djúpadal meira en hálfa leiðina til Reyk- hóla, yfír 100 kílómetra leið, verð- ur rekið til baka af eigendunum. Um tugur manna frá Reykhólum sótti hestana á mánudag og rak þá áleiðis til Reykhóla. í gær kom maður frá Bijánslæk og reyndi að trufla reksturinn og var stað- næmst í Djúpadal. Sýslumaður Barðstrendinga kom frá Patreks- fírði ásamt lögreglu þangað um miðjan dag í gær og tókst fyrr- greint samkomulag í gærkveldi. Hraðfrystihús Stokkseyrar og Glettingur: Drög að samkomulagi og nafn liggja fyrir STJÓRN Byggðastofnunar hefur samþykkt þá stefnumörkun að sam- eina Hraðfrystihús Stokkseyrar og Gletting í Þorlákshöfn. Guðmund- ur Malmquist segir að reikna megi með að þessi tvö fyrirtæki verði sameinuð frá og með næstu áramótum. Sameining þessara fyrir- tækja er nú svo langt komin að drög að samkomulagi liggja fyrir og nýtt nafn á fyrirtækið sem verður Arnes hf. Til að tryggja rekstr- argrundvöll hins sameinaða fyrirtækis er talið að um 200 milljóna kr. nýtt hlutafé þurfi að koma til. Hið sameinaða fyrirtæki mun hafa yfir að ráða kvóta sem nemur 5.500 tonnum af þorskígildum. Skipakostur þess verður sjö bátar og einn togari. Togarinn, Jóhann Gíslason ÁR-42, er í eigu Glettings og sem stendur kvótalaus. Hann hefur að undanförnu verið á kaup- leigusamning í Kanada og stundað veiðar út af Nýfundnalandi. Stefán Runólfsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar segir að hægt sé að sjá margskonar hagræði af því að sameina fyrirtæk- in tvö. „Það eru margir jákvæðir þættir í þessu dæmi og það er langt á veg komið,” segir Stefán. „Hins- vegar liggur fyrir að til að styrkja rekstrargrundvöll hins nýja fyrir- tækis þarf um 200 milljónir króna í nýju hlutafé og spuming hvemig gengur að ná því inn.”

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.