Morgunblaðið - 16.10.1991, Side 5

Morgunblaðið - 16.10.1991, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 5 Um 6% verðlækkun á íbúðum við Asholt EIGNAMIÐLUNIN hf. hefur auglýst í fasteignablaði Morguublaðs- ins sérstakt verð á síðustu íbúðunum í húsi Armannsfells við Ásholt. Að sögn Þórólfs Halldórssonar fasteignasala er um að ræða 600 þús. kr. verðlækkun á 3ja og 4ra herbergja íbúðum og 500 þús. kr. verðlækkun á 2ja herbergja íbúð- um. Nær tilboðið til samtals sjö 3ja og 4ra herbergja íbúða og þt'iggja 2ja herbergja íbúða. Þórólfur sagði viðbrögðin við tilboðinu hafa verið mjög góð þrátt Lífsbjörg í Norðurhöfum: fyrir sölutregðu sem væri á ný- byggingamarkaðnum, en íbúðirn- ar væru þó ekki allar seldar. „Verðið á 3ja herbergja íbúðunum var frá 10.150 þúsund krónum og á 4ra herbergja íbúðunum var verðið frá 10.750 þúsund krónum, en verðið er aðeins misjafnt eftir hæðum. Það er slegið 600 þúsund af þessum verðum. Þetta eru 103 og 114 fermetra íbúðir og allar fullbúnar ásamt stæði í bíla- geymslu.” íbúðirnar við Ásholt sem Ármannsfell hefur byggt. Borgarráð: Börn fá end- urskinsborða OLL sex ára börn í .Reykja- vík munu í haust fá endurskinsborða frá Reykja- víkurborg. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá Skóla- málaráði um að veita kr. 480.000 til kaupa á endurskinsborðum handa öllum sex ára börnum í grunnskólum borgarinnar. Einnig var sam- þykkt að slík fjárveiting yrði frá og með þessu hausti veitt árlega. Magnús með framhalds- mynd í bígerð Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. Kvikmyndahópur frá Islandi er á Grænlandi þessa dagana og er þar á ferð Magnús Guð- mundsson, er gerði myndina „Lífsbjörg í Norðurhöfuis”, Hann hyggst nú gera framliald myndarinnar. Markmiðið er sem fyrr að mæla gegn áróðri öflugra umhverfissamtaka sem berjast gegn því að hvala- og selastofnar séu nýttir. í framhaldsmyndinni verður hugað að þeim félagslegu áhrifum sem barátta umhverfissamtak- anna hefur haft á líf veiðimanna og sjómanna, einnig þeim áföllum sem einstaklingar hafa orðið fyrir. Magnús stefnir að því að mynd- inni verði lokið í vetur og vei'ði þá hægt að sýna hana um allan heim. Þannig verði hægt að nota hana í tengslum við mikla, alþjóð- lega umhverfisráðstefnu sem hald- in verður í Brasilíu á næsta ári. --------------------- Maður með namibískt vega- bréf, en íslenskt nafn: Fyrirspurnir um feril manns- ins í útlöndum Rannsóknarlögregla ríkisins handtók síðdegis í gær mann þann sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær að bæri namibískt vegabréf og íslenskt nafn og hefði fengið á sig tvær kærur vegna svika hér á landi undanfarna daga. Að sögn Karls Jóhannssonar lög- reglufulltrúa hjá útlendingaeftirlit- inu höfðu í gær ekki borist svör er- lendis frá við þeim fyrirspurnum sem gerðar voru um manninn, annars vegar um hvort hann væri eftirlýstur í öðrum löndum og hins vegar um hvort vegabréf hans væri ófalsað. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar lögreglufulltrúa hjá RLR verð- ur ljóst í dag hvort óskað verður eftir úrskurði um gæsluvarðhald yfir manninum. að meðaltali 1-6 dagar á ári. Tíðni mígrenis er milli 9 og 16% og kon- ur eru að jafnaði 2/3 hluta gjúklinganna en karlar 1/3. Önnur form af höfuðverk eru hins vegar algengari hjá körlum en konum. ' Stundum er hægt að finna þætti ; sem framkalla mígrenikast eins og tii dæmis fæðuóþol, ofþreýtu og : streitu en í mörgum tilfellum er ' óljóst hvað kemur migrenikasti af stað. Meðferð mígrenis felst í fyrir- i byggjandi aðgerðum og meðferð mígrenikasta. Fyrirbygging kasta felst bæði í að forðast þá þætti sem valda mígreni og einnig í lyfjameð- ferð en meðferð kasta felst fyrst og fremst í lyfjameðferð. PICKUP TRUCK <0F THE YEARs FOUR WHEEUR MAGAZINE FJALLAGARPURINN L 200 - FRA MITSUBISHSUÉ Bíllinn sem vakti almenna athygli á sýningu ferðaklúbbsins 4x4 MEÐ EFTIRFARANDI SÉRBÚNAÐI FRÁ BÍFABÚÐ BENNA: / Yfirbygging upphækkuð um 3" / Brettakantar úr gúmmíi / Gangbretti úr áli / 32 x 11 50R15LT radíaldekk / 15 x 8 álfelgur með plasthúð / Slökkvitæki - Sjúkrakassi / 6000 punda Warn spil / Svartur ljósabogi / 2 stk. Dick Cepek 130 w. ljóskastarar á toppi / 2 stk. D. C. 100 w. þokuljóskastarar á grind / Svört Warn grind að framan / Sérskoðun Sérstakt kynningarverð: kr. 1.685.000 stgr. m. vsk. með ofantöldum búnaði MITSUBISHI MOTORS HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.