Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 17

Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 17 Beverly Torok- Storb prófessor: Mögulegt að lækna fleira en hvítblæði með mergflutningi Vísindamenn tala náttúrlega sitt eigið tungumál sem allur almenn- ingur hefur ekki tök á að skilja og mér finnst stundum að við ætt- um að taka meiri tíma í að koma okkur í betra samband við almenn- ing til að hann fái meiri áhuga á því sem við erum að gera, því oftast byggja vísindastörf á fjárframlagi almennings, sagði banda- ríski prófessorinn Beverly Torok-Storb í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hún var stödd hér nýlega í tengslum við málþing um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum og flutti fyrirlest- ur um rannsóknir i líffræði og læknisfræði þar sem hún greindi einkum frá rannsóknum sinum á beinmerg. Hún er rannsóknapró- fessor i læknisfræði við University of Washington og stundar jafn- framt rannsóknir við Fred Hutchinson krabbameinsrannsóknastöð- ina í Seattle í Washington-fylki og er í fremstu röð í rannsóknum á æxlum og meðferð þeirra. Hlaut leiðtogi rannsóknarhópsins sem hún starfar með, E. Donnel Thomas, nýlega Nóbelsverðlaun fyrir ígræðslu beinmergs. En hvað er helst nýtt að gerast á því sviði? -Við erum smám saman að ná betri tökum á lækningum með mergflutningi en fram til þessa hefur honum einkum verið beitt þegar hvítblæði er annars vegar, segir dr. Beverly Torok-Storb. -Eg hef að undanförnu kannað hvemig við getum nýtt okkur þessa þekk- ingu þegar bijóstakrabbamein er annars vegar. Varðandi hvítblæði hefur mergflutningi aðallega verið beitt við þá sjúklinga sem eru langt leiddir og jafnvel dauðvona þannig að segja má að mergflutningnr sé síðasta úrræðið. Nú getum við hins vegar beitt þessari aðferð í meira mæli. Ekki aðeins ættingjar -Við mergflutning hefur orðið að nota merg úr ættingja sjúklings en nú er útlit fyrir að við getum stækkað þennan hóp, að mun fleiri komi til greina sem merggjafar heldur en ættingjar og það eykur auðvitað líkur á því að geta beitt þessari aðferð. Það líður ekki á löngu þar til við getum farið að skrá þá sem eru reiðubúnir að gefa merg hvort sem það er í Bandaríkj- unum, Norðurlöndunum eða öðrum Evrópulöndum. Þegar sjúklingur þarf á merggjöf að haldá er hægt að leita í tölvuskrám að þeim sem líklegastur er til að geta hjálpað. Þá er hægt að senda merginn til viðkomandi sjúklings því hann geymist á ís í allt að 24 klukkutíma. Notkun beinmergs við lækningu á bijóstakrabbameini byggist á svo- lítið annarri aðferð. -Sú aðferð er ennþá tilraunastigi svo henni er ekki beitt nema allt annað hafi verið reynt og sjúklingur sé dauð- vona. Ef bijóstakrabbamein er ekki útbreitt er hægt að fjarlægja bein- merg sjúklingsins og geyma hann meðan lækning fer fram. Það bygg- ist á því að sé mergurinn tekinn er hægt að setja sjúkling í geisla- meðferð eða efnameðferð og gefa honum miklu hærri skammta. Slík meðferð tekur kannski nokkra daga og á meðan er kannað hvort nokk- ur frumuskemmd sé komin fram í mergnum og ef ekki fær sjúklingur- inn hann á ný. Sterkri geislameð- ferð er ekki hægt að beita nema mergurinn sé fjarlægður. Þetta er mjög erfið meðferð og sjúklingar verða enn veikari meðan á heniii stendur en sem eina úrræðið er réttlætanlegt að reyna. En ég und- irstrika að þetta er mjög nýleg leið en ef árangur verður greinilegur og góður verður kannski hægt að grípa inní með henni fyrr en hægt er núna. Yfir fjórar milljónir dollara En hvemig gengur að prófa að- ferð sem þessa? -Það gengur illa að fá trygginga- félögin til að greiða slíka meðferð sem enn er á tilraunastigi og það gerir málið auðvitað erfitt. Trygg- ingafélög greiða ekki aðra lækn- ingu en þá serh er viðurkennd og vitað er að dugir í flestum tilfellum. Hér þurfum við hins vegar á íjár- magni að halda frá hinu opinbera og hefur stofnun okkar fengið milli 4 og 5 milljónir dala á ári (um 270 milljónir ísl. króna) síðustu árin. Auk þess sem Beverly Torok- Storb flutti opinn fyrirlestur í tengslum við málþingið um háskóla í Bandaríkjunum heimsótti hún rannsóknadeildir Landspítalans og Krabbameinsfélagsins og ræddi við sérfræðinga. Hún segir greinilegt að hér sé hæft og vel menntað fólk og að undirbúningur og meðferð sjúklinga vegna mergflutnings sé til fyrirmyndar. Ekki sé kannski við því að búast að sjálfur flutning- urinn fari fram hér nema að um sé að ræða að minnsta kosti 20 sjúklinga á ári. Þá sagði hún að sér virtust menn vel heima á fleiri sviðum en þeirra eigin, flestir virt- ust hafa fleiri en eitt starf og hér væri greinilega engum mannlegum kröftum kastað á glæ. -Ég bauð ráðamönnum þessara stofnana að senda fólk til okkar í framhaldsnám því við höfum mögu- leika á að kosta mann í eina rann- sóknastöðu við stofnun okkar. Við höfum þjálfað fólk frá fjölmörgum löndum, Evrópu, Brasilíu, Thailandi en ekki frá Islandi. Beverly Torok-Storb er sem fyrr Dr. Beverly Torok-Storb próf- essor hefur stundað rannsóknir á beinmerg og kannar nú hvernig hægt er að nota hann við lækningu brjóstakrabba- meins. segir rannsóknaprófessor í læknis- fræði í Seattle í Bandaríkjunum. Eftir próf í líffræði og kennslufræð- um lauk hún meistaraprófí í geisl- unarlíffræði og erfðafræði og stundaði síðan nám í meinafærði og blóðfræði og hlaut bandarísku rannsóknaverðlaunin í blóðfræði. Hún hefur skrifað á sjöunda tug greina um fag sitt. Þrátt fyrir mik- il afköst í vísindastörfum hefur hún einnig önnur áhugamál: Verð að klifra á íslandi -Eg hef stundað fjallaklifur og ég sé eftir þessa daga hér á Islandi að ég verð að koma hingað aftur í frí til að skoða landið og kannski klifra eitthvað. Ég komst dálítið út úr borginni og sá strax nokkra staði sem gætu verið áhugaverðir í því skyni! Annars eru vísindastörf áhuga- verð og þau ná út yfir öll landa- mæri. A tímum kalda stríðsins áttu vísindamenn austurs og vestur ágæt samskipti. Það er ekki fyrr en pólitíkin fer að stjórna vísindun- um að vandræði koma upp. Stofnun okkar í Bandaríkjunum er í sam- skiptum við fólk frá öllum heims- homum og við förum víða til fyrir- lestrahalds. Þú nefndir í upphafi samband vísindamanna og almennings - er erfitt að auka það? -Það er erfitt og sjálfsagt er vísindalegt ólæsi ef svo má til orða taka fyrir hendi í flestum löndum. Ég veit ekki um ástandið hériendis en mér fannst merkilegt að heyra af niðurstöðum könnunar í Banda- ríkjunum sem náði til 30 þúsund manna. Um 30% þeirra hélt að sól- in snerist um jörðu, um 30% að- spurðra kváðust ekki vita það en 40% sögðu jörðina snúast um sólu. Abyrgð okkar vísindamanna er að upplýsa og fræða og eflaust þurfum við að taka meiri tíma til að ná til almennings. Breytilegnr ferill En aftur að rannsóknum á bein- merg og við biðjum Beverly Torok- Storb að bera örlítið saman flutning á merg og líffæraflutning: -Líffæraflutningur er tæknilega flóknari en flutningur á beinmerg, en hins vegar má kannski segja að meðferð eftir sjálfan líffæra- flutninginn sé auðveldari, þ.e. hún gengur út á að draga úr hættu á því að líkaminn hafni þessu nýja líffæri. Flutningur beinmergs er tækni- lega einfaldur. Mergurinn er dreg- inn með nál úr mjöðm gefandans og síðan gefinn sjúklingnum í æð. Vandamálið er hins vegar að fá merginn til að vaxa eðlilega í sjúkl- ingnum og þekkingarleitin í dag gengur út á að finna hvernig sá ferill er. Þessi ferill er breytilegur hjá hverjum og einum sjúklingi og þegar við höfum öðlast meiri vitn- eskju um það má búast við að ef til vill hægt sé að nota mergflutn- ing til lækninga á fleiri sviðum. jt Islandsklukkan í nýrrí útgáfu í Danmörku Danska bókaforlagið Cicero hefur sent á markað nýja útgáfu af verki Halldórs Laxness, Is- landsklukkunni, en bókin hefur verið ófáanleg í Danmörku um árabil. Islandsklukkan er fyrsta bók Halldórs Laxness sem for- lagið Cicero gefur út en fram á siðustu ár hafa bækur skáldsins verið gefnar út í Danmörku hjá Gyldendal-forlaginu. Bókin hef- ur fengið lofsamlega umfjöllun í dönskum blöðum. Vaka-Helgafell, sem annast sölu útgáfuréttar verka Laxness erlend- is, hefur nú gert samning um út- gáfu verka hans hjá Cicero en auk útgáfu íslandsklukkunnar hefur verið samið um útgáfu á skáldverk- inu Vefararum mikla frá Kasmír og sögunni Ungfrúnni góðu og hús- inu. Stefnt er að því að smám sam- an verði til á dönskum bókamark- aði safn verka Halldórs Laxness í nýjum búningi frá Cicero-forlaginu. Nýja útgáfan af Islandsklukk- unni er þriðja útgáfa verksins á dönsku en þýðinguna gerði Jakob Benediktsson. Um er að ræða alla þijá hluta skáldverksins í einni bpk sem er um 350 síður að stærð. ís- landsklukkan var fyrst gefin út á dönsku í þrennu lagi árin 1946, 1947 og 1948 en alls hafa 23 bæk- ur Halldórs Laxness verið gefnar út í Danmörku í 48 útgáfum. Dómar um íslandsklukkuna í dönskum blöðum hafa verið mjög lofsamlegir og er ljóst að bókin er nú metin sem sjálfstætt bók- menntaverk. Gagnrýnendur láta augljóslega ekki neikvæða umfjöll- [slandsklukkan í útgáfu Cicero- forlagsins. un um Dani í bókinni hafa áhrif á afstöðu sína eins og bar á þegar hún var gefin út í fyrsta sinn í Danmörku skömmu eftir að íslend- ingar slitu sig úr tengslum við danska ríkið og stofnuðu Iýðveldi. rGORE-TEX SUPERPROOF ÍZ 13 gönguskór ^ f Vatnsheldir Léttir ; Þægilegir \ r v , -*v > ■i úthJf~T X Glæsibæ, sími 812922 co S TH 4500 Helluborð „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þaraftværhalógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. ---------> l.i.j.vr-'-t-.-—. (0 TH 2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Q TH490 I8*® Helluborð (/) m „Moon“ kermik yfirborð, stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. AJ-LLI,. TH 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 nn; -i >:-.£(r if L' I ARGUS/Sl;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.