Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 18

Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 Borgarráð og Bridssamband íslands: Samþykkt að fella niður skuldirnar Fulltrúar minnihlutans gerðu athuga- semdir við hvernig málið bar að BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða í gær tillögu borgarsljóra um að fella niður skuldir Bridssambands íslands, kr. 10.147.419, við borgarsjóð. Fulltrúar minnihlutans gerðu athugasemdir við hvernig málið bar að og töldu að fulltrúi borgarinnar hefði átt að tilkynna um væntanlegan styrk er heimsmeistararnir komu heim, en ekki forsætisráðherra. „Mér finnst furðulegt innræti hjá þessu fólki í minnihluta borgar- ráðs að geta ekki glaðst af þessu tilefni og þurfa að láta þetta ólund- argeð gjósa svona upp,” sagði Markús Örn Antonsson borgar- stjóri í samtali við Morgunbiaðið að loknum borgarráðsfundi í gær. „Minnihlutinn fann að því að forsætisráðherra hefði tilkynnt þetta en ekki fulltrúi borgarinnar. Ég taldi afar eðlilegt að forsætis- ráðherra gerði þetta því ég var utanbæjar með borgarstjóranum í Winnipeg og komst því ekki á móttökuathöfnina á sunnudags- kvöld. Við Davíð ræddum þessi mál og hann er auðvitað þaulkunn- ugur máiinu enda ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann hætti sem borgarstjóri. Reykjavíkurborg mun að sjálf- sögðu heiðra heimsmeistarana sér- taklega og taka á móti þeim í Höfða þegar allir verða komnir heim, en forseti Bridssambandsins er enn erlendis. Ennfremur var fundið að því að opinberlega væri tilkynnt að þetta stæði til áður en málið væri rætt í borgarráði. Það var alltaf talað um að borgarstjóri ætlaði að hlut- ast til um að málið yrði afgreitt með þessum hætti, en að sjálf- sögðu var þetta háð staðfestingu borgarráðs. Einnig var rætt um að þetta væru bein fjárútlát úr borgarsjóði, en það er misskilningur. Það er ekki verið að skrifa tíu milljóna króna ávísun heldur er felld niður skuld sem greiða átti niður á löng- um tíma,” sagði Markús Öm. Manu Dibango íPerlunni Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Fransk-kamerúnski tónlistarmaðurinn Manu Di- bango kom hingað til lands í gær og heldur tónleika með tólf manna sveit sinni í Hótel íslandi í kvöld. Manu Dibango er jafnan talinn frægasti tónlistar- maður Afríku og með þeim framsæknustu, en hann hefur sent frá sér fjölmargar breiðskífur sem selst hafa í milljónum eintaka um heim allan. Manu lét vel af móttökum hér á landi, en sendiherra Frakk- lands, Jaques Mer, og Smekkleysa hf. sem stendur að tónleikunum, hélt hóf Manu til heiðurs í Perl- unni. Var þar margt fyrirmanna og lék Manu fyrir gesti Take Five eftir Paul Desmond. Á myndinni má sjá Björk Guðmundsdóttir frá Smekkleysu, Manu Dibango og Jaques Mer. Tilboð Norðurtanga hf. og Frosta hf. í Fiskiðjuna Freyju: Hlutafé aukíð um 50 millj óiiir og tögarinn seldur kvótalaus TILBOÐ, sem hraðfrystihúsið Frosti hf. á Súðavík hafa gert í Norðurtanginn hf. á ísafirði og hlutabréf í fiskiðjunni Freyju á Byggðastofnun: Byggðasjónarmið ráða samþykki tilboðsins Stofnunin fær 12,5 milljónir fyrir 97 milljóna hlut sinn STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti í gær að taka tilboði Norð- urtangans á Isafirði og Frosta á Súðavík í Fiskiðjuna Freyju á Suð- ureyri. Guðmundur Malmquist, fofstjóri Byggðastofnunar, sagði á blaðamannafundi í gær, að stjómin hefði tekið tillit til byggð- asjónarmiða, þar sem tilboðið tryggði áframhaldandi atvinnu á Suðureyri. Á blaðamannafundi Byggðastofn- unar í gær kom fram, að hlutafjár- deild stofnunarinnar, sem stærsti eigandi Fiskiðjunnar, hefði um all- langt skeið leitað lausna á fjárhags- Fiskihagfræði Gylfa Þ. Gíslasonar gefin út BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur nú gefið út á bók Fiskihagfræði eftir Gylfa Þ. Gíslason, prófessor í hag- fráði og fyrrverandi ráðherra. Höfundur hefur áður ritað fjölda bóka og greina í fjölmiðla um fisk- hagfræði, einkum mögulegt veiði- leyfagjald hin síðari misseri. Bókin skiptist í 7 meginkafla; Náttúruíjkilyrði til fiskveiða; Fijó- semi og fisktegundir í Atlantshafi; Hagfræði sjávarútvegs; Stjórn fisk- veiða; Alþjóðasamningar um fisk- veiðar; Fiskveiðilögsagan og þróun hennar og Stjóm fiskveiða við fs- land. Efnismesti kaflinn er um hag- fræði sjávarútvegs, en hann skiptist í fjórar undirdeildir, um grundvallar- hugtök, undirstöðuatriði fiskihag- fræði, þróun fiskihagfræðinnar og áhrif breyttra forsenda. í bókinni er þannig farið í gegn um helztu þætti fiskihagfræðinnar og þeir raktir í tímaröð og þróun þeirra skýrð. í lokakafla bókarinnar fjallar höfundur um ítarlega um stjórn fískveiða við ísland, upphaf fiskveiðistjómunarinnar og gildandi reglur þar að lútandi. Hann kynnir kvótakerfið hér og á Nýja Sjálandi Gylfi Þ. Gíslason og ritar um hugmyndir um endur- bætur, einkum veiðileyfagjaldið. Fiskihagfræði er 152 blaðsíður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. í bókinni er fyöldi línurita og grafískra skýringamynda. vanda fyrirtækisins. Kannaðir hafi verið möguleikar á sölu Hlaðsvíkur hf., sem á togarann, og sölu hluta- bréfa í Freyju. Þar sem nú væri ljóst, að ekki yrði um neina eftirgjöf að ræða á lánum úr Atvinnutryggingar- sjóði útflutningsgreina væru mögu- leikar á sameiningu við Fáfni hf. á Þingeyri úr sögunni. Til greina hafi komið að selja Hlaðsvík hf. til Hrann- ar hf. á ísafirði og gera jafnframt löndunarsamning um hluta aflans til einhverra ára. Þessi kostur hefði óhjákvæmilega haft í för með sér verulegan samdrátt í fiskvinnslu hjá Fiskiðjunni Freyju. Fram kom, að tilboð Norðurtang- ans og Frosta miðast við að greiða 230 þúsund krónur fyrir hvert 1% hlutabréfa í fyrirtækinu. Hlutafjár- deild á samtals 97 milljónir í hlutafé í fyrirtækinu, sem er 54,2% hlutafjár og fær því 12,466 milljónir fyrir sinn hlut. Það greiðist fyrir áramót. Stjóm Byggðastofnunar tók tilboð- inu með þeim fyrirvörum, að gengið verði frá loforði um 50 milljón króna hlutafjáraukningu í Fiskiðjunni Freyju, enda verði eldra hlutafé fært niður í samkomulagi við aðra hlut- hafa. Þá er sá fyrirvari, að forkaups- réttarhafar hafni forkaupsrétti og loks að umfang fiskvinnslu hjá Freyju verði svipað og nú er, eða sem sam- svari um 2500 tonnum af hráefni. Guðmund Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að tilboðið væri ekki hátt, en það væri álit stjómar Byggðastofnunar að hluta- fjárdeild gæti í þessu tilfelli leyft sér að taka tillit til byggðasjónarmiða. Með þessu yrði tryggð atvinna á Suðureyri. Guðmundur sagði að í gangi væru samningaviðræður við aðra hluthafa um að falla frá for- kaupsrétti. Suðureyri, gerir ráð fyrir að hlutafé fyrirtækisins verði aukið um 50 milljónir. Reiknað er með að togarinn Elín Þorbjarnardóttir verði seldur, en kvóti hans fluttur á skip Norðurtangans og Frosta. í tilboðinu kemur meðal annars fram að það sé ásetningur Norður- tangans og Frosta að umfang fisk- vinnslu á Suðureyri verði með svip- uðum hætti og verið hefur. Stefnt sé að því að vinna um 2500 tonna hráefni þar, en jafnframt reynt að byggja upp hagkvæma og arðbæra rekstrareiningu með því að tryggja sem jafnast hráefni og auka hag- ræðingu í rekstrinum. Frosti og Norðurtangi munu sjá um hráefnis- öflun fyrir vinnsluna á Suðureyri og nýta til þess hagkvæmasta skip- astól á hveijum tíma. Elín Þorbjam- ardóttir verður seld og aflakvóti hennar fluttur á önnur skip fyrir- tækjanna. Þá verður aflakvóti fyrir- tækjanna allra samtals 10.880 tonn, eða 9.511 tonn í þorskígildum. Fyrirtækin hafa yfir að ráða sjö skipum eftir þessar aðgerðir. I tilboðinu kemur fram að nettó- skuldir Freyju og Hlaðsvíkur, sem er eigandi togarans Elínar Þor- bjamardóttur, eru liðlega 500 millj- ónir króna og er gjaldfallið og í vanskilum lausaskuldir upp á 70 milljónir og 100 milljóna langtíma- lán. Félögin skuldbinda sig til að auka hlutafé í Freyju um 50 milljón- ir og yfirtaka lán og skuldbindingar hvort um sig að upphæð 150 millj- ónir króna við sölu togarans og útvega ný veð fyrir sömu fjárhæð. Þá skuldbinda félögin sig til að semja um útvegum nýrra lána og skuldbreytingu eldri lána, en til þess þurfa þau að útvega veð í öðmm eignum sínum. Kvóti Elínar Þorbjarnardóttur er 2000 tonn, eða 1636 tonn í þorsk- ígildum. Þá er kvóti Sigurvonar 441 tonn, eða 414 tonn í þorskígildum. Tilboðið gerir ráð fyrir að Sigurvon verði gerð út áfram frá Suðureyri og gæti fiskað á annað þúsund tonn, en á annað þúsund tonn skuldbinda Norðurtangi og Frosti sig til að útvega. Fyrirtækin verða með sjö skip, þijú skip Norðurtanga og þijú skip Frosta, auk Sigurvonar. Ráðinn aðstoðar- maður sjávar- útvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ráðið Halldór Áraason, starfsmann Samstarfs- nefndar atvinnurekenda í sjávar- útvegi, aðstoðarmann sinn í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Halldór hefur störf í ráðuneytinu um næstu mánaðamót. Halldór er fæddur á Eski- firði árið 1958. Að loknu námi í stjómmálafræði við Háskóla ís- lands stundaði Halldór nám í út- flutnings- og markaðsfræðum í Halldór Árnason Danmörku en hann hefur starfað hjá Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi undanfarin þijú ár. Feginn að skriður er kominn á málið - segir sveitarstjórinn á Suðureyri „ÉG er feginn að það er kominn einhver skriður á málin,” sagði Snorri Sturluson sveitarstjóri á Suðureyri í samtali við Morgun- blaðið. „Ég er svo nýbúinn að frétta af þessu og því er eiginlega ekkert hægt að segja strax. Við munum funda með þessum aðilum fljótlega og forvitnast um hvað fellst í til- boðinu. Það hangir ýmsilegt fleira á spýtunni fyrir okkur í þessu sam- bandi, bæði hafnargjöld og annað og við þurfum að fá nánari upplýs- ingar um það áður en hægt er að tjá.sig um tilþoðiðj’ sagði. Snorri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.