Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 Aung San Suu Kyi hlýtur friðarverðlaun Nóbels: Búrmamenn áræða ekki að fagna af ótta við herinn Stjórnarerindrekar búast við að harðstjórnin aukist enn Rajigoon, Bangkok. Reuter. FRÉTTIN um að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í Búrma, hlyti friðarverðlaun Nóbels í ár fór í gær eins og logi yfir akur í Rangoon, höfuðborg landsins, en borgarbúar áræddu ekki að láta gleði sína í ljós vegna harðsljórnar herforingj- astjórnarinnar. Ríkisfjölmiðlarnir í landinu, sem lúta strangri stjórn herforingjanna, hafa ekki skýrt frá verðlaunaveitingunni og stjórnin hefur ekki Ijáð sig um hana opinberlega. Sljórnarerin- drekar í höfuðborginni telja að verðlaunin verði til þess að herfor- ingjarnir herði enn tökin. Fréttin barst mann fram af manni í Rangoon fyrir tilstilli fólks, sem heyrði hana í erlendum út- varpsstöðum, svo sem breska út- varpinu BBC. Stjórnarerindrekar sögðu að hún væri mikil hvatning fyrir íbúana, sem risu upp gegn herforingjastjórninni árið 1988, er hundruð þúsunda manna efndu til mótmæla í höfuðborginni og kröfð- ust lýðræðis. Fáir áræddu hins vegar að fagna tíðindunum af ótta við herinn, sem varð þúsundum manna að bana þegar hann braut andófið 1988 á bak aftur og hefur fangelsað hvern þann sem andmælir stjórninni. íbú- ar Rangoon sögðu að hermenn héldu enn uppi ströngu eftirliti á götunum og hefðu fyrir tveimur vikum hafíð að nýju fyrirvaralausar húsrannsóknir á nóttunni til að leita uppi andófsmenn. „Fólk segist himinlifandi en það segir ekkert uppnátt þái' seni þáo véit ékki hvörj- um hægt er að treysta,” sagði íbúi höfuðborgarinnar. Aung San Suu Kyi er leiðtogi Lýðræðisfylkingarinnar, sem vann yfirburðasigur í kosningum í fyrra þótt hún væri í stofufangelsi meðan á kosningabaráttunni stóð. Her- foringjastjórnin virti hins vegar úr- slitin að vettugi og iét handtaka flesta leiðtoga fylkingarinnar. Frið- arverðlaunahafinn hefur verið í stofufangelsi í tvö ár. Forsætisráðherra Tælands, An- and Panyarachun, sagði að stjórn sín myndi halda nánum tengslum við herforingjastjórnina í Búrma. Tælenski herinn skipaði hann í embættið eftir valdarán hans í febrúar. Stjórnvöld í nágrannaríkjunum Singapore og Malasíu, sem hafa einnig haft tengsl við stjórnina í Búrma, tjáðu sig ekki um verð- launaveitinguna. Fjölmiðlar í Kína skýrðu ekki frá tíðindunum en talið er að herforingjastjórnin geti áfram reitt sig á stuðning þarlendra stjórnvalda. Reuter Verður Kiichi Miyazawa næsti forsætisráðherra Japans? Kiichi Miyazawa tilkynnti í gær að hann hygðist gefa kost á sér í embætti leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, stjórnarflokksins í Japan, og er hann talinn líklegastur til að verða fyrir valinu. Á myndinni hellir hann viskíi á grafstein læriföður síns í pólitíkinni, Shigesaburo Maeo, fyrrum forseta efri deildar japanska þingsins, eftir að hafa tilkynnt ákvörðun sína. Arsfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans: Hvatt til aðhalds í ríkisfjármálum Bangkok. Reuter. ÁRSFUNDUR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var sett- ur í Bangkok í gær. Seðlabankastjóri Japans, Yasushi Mieno, hvatti nokkur af helstu iðnríkjum heims til að spara og draga úr fjárlaga- halla sínum til að þau gætu lagt sitt af mörkum til enduruppbygging- ar í Miðausturlöndum og til aðstoðar Sovétmönnum og Austur-Evr- ópuþjóðum. Mieno sagði að efnahagsþensla væri almennt ríkjandi 1 heistu idn- ríkjum heims. Ríkin þyrftu að grípa til aðhaldsaðgerða til að stuðla að áframhaldandi vexti án þess að honum fylgdi aukin verðbólga og tryggja um leið að ríkisútgjöldin verði í samræmi við Stjórnvöld i Kanada, tekjumar. á liaiiu og einkum í Bandaríkjunum hafa sætt vaxandi gagnrýni vegna ijárlaga- halla. Nicholas Brady, ijármálaráð- herra Bandaríkjanna, fjallaði í ræðu sinni einkum um vandamát sem blasa við Sovétmönnum. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn þyrftu að taka upp „nýjar aðferðir í starfsemi sinni” til að aðstoða Sovétmenn og Austur-Evrópuþjóðirnar við að koma á fijálsum markaðsbúskap. * tl- • » H • AAi írMnr-i A rv-,41 AipjOOagjaiucynööjuúuriiiii ar að þörfin fyrir aukna fjárhagsað- stoð í Miðausturlöndum, Austur- Evrópu og Sovétríkjunum kunni að nema allt að 100 milljörðum dala á ári (6.000 milljörðum ÍSK). Michel Camdessus, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði að hægt yrði að finna þessa fjármuni ef iðnríkin minnk- uðu fjárlagahalla sinn og öll ríki heims einbeittu sér að því að draga úr hergagnaframleiðslu sinni og niðurgreiðslum til landbúnaðar. Lewis Preston, forseti Alþjóða- Kanlfflu« aanrrlí q,3, aiiklh ofHrcniirn MMgVt v*v - eftir Ijármagni myndi koma sér illa fyrir þróunarríkin. Hann og Cam- dessus hvöttu iðnríkin tii að auka aðstoðina við fátækustu ríki heims. Vitnaleiðslum lokið vegna tilnefningar Clarence Thom- as í embætti hæstaréttardómara: Menn engn nær um hvor aðalpersónanna tveggja sé meinsærismaðurinn Washington. Daily Telegraph. ÞEGAR öldungadeildarmaðurinn Joe Biden sló fundarhamrinum í borðið til marks um að yfirheyrslum vegna tilnefningar dómarans Clarence Thomas í embætti hæstaréttardómara væri lokið, voru menn engu nær um hver væri meinsærismaðurinn, dómarinn eða lagaprófessorinn og fyrrum hægri hönd hans, Anita Hill. Vitnaleiðsl- urnar voru sýndar i beinni útsendingu bandarískra sjónvarpsstöðva og þóttu þær slá bestu sápuóperum við. Þótt aðalleikararnir væru oft trúverðugir var sú mynd sem þeir drógu upp af sjálfum sér ekki allt- af mjög sannfærandi. Báðir höfðu hlotið harða þjálfun hjá aðstoðar- mönnum sínum. Lagaprófessorinn hafði jafnvel leigt kynningarfyrir- tæki til þess að draga upp ákveðna mynd af sér og koma henni á fram- færi. Thomas dómari hafði hjörð ráðgjafa í kringum sig sem komu úr röðum aðstoðarmanna George Bush Bandaríkjaforseta og öldung- ardeildarmanna Repúblikana- flokksins. Óttaðist uppsögn Anita Hill hélt því fram við vitna- leiðslurnar að í einfeldni sinni sem 25 ára nýgræðingur í starfí hefði hún óttast að verða rekin úr starfi og standa á götunni Ijóstraði hún því upp að yfirmaður hennar, Thomas dómari, væri kynóður maður sem gortaði stöðugt af getu sinni til að veita konum kynferðis- legan unað. Þessum málflutningi var hrundið mjög sannfærandi á sunnudag og mánudag er fjöldi fyrrum sam- starfsmanna Hill og Thomas hjá opinberri stofnun sem tryggja skal jafnan rétt til vinnu. Þeim bar sam- an um að Anita Hill væri greind og sjálfsörugg, jafnvel oflætisfull ung kona, sem ólíkleg hefði verið til að byrgja kynferðislega niður- lægingu, sem hún kvæðist hafa sætt af hálfu dómarans, innra með sér. Enginn þeirra sagðist minnast neins óeðlilegs við samband þeirra á vinnustað og heldur tók enginn undir með Hill að Thomas hefði verið „saurugt orðbragð” tamt í munni. Hins vegar tókst stuðnings- mönnum Thomas ekki að sýna fram á að Anita Hill væri kona sem væri gröm yfir því að hafa verið hafnað en ein fyrrum samstarfs- kona þeirra gat sér til um að lík- lega hefði lagaprófessorinn sóst eftir kynferðislegu sambandi við Thomas. Blanda af heilögum Tómasi og Móður Teresu í vitnaleiðslunum hélt Clarence Thomas því fram að persónuleika sínum og hjartalagi væri best lýst á þann veg að hann væri nokkurs konar sambland af ítalska heim- spekingnum og guðfræðingnum heilögum Tómasi frá Aquino, sem uppi var'á miðöldum, og Móður Teresu. Fyrrum bekkjarfélagar hans við Yale-háskólann tóku ekki undir það; sögðu hann harðbijósta og virðingarlausa manngerð sem hefði skemmt sér við að horfa á saurugar kvikmyndir. Ein bekkjar- systranna, Lovida Coleman, sagði í blaðaviðtali að Thomas hefði stundum sagt bekkjarsystkinum sínum frá myndunum og lýsingarn- ar verið safaríkar. Þær hefðu verið fremur teknar sem gróf fyndni og á engan hátt verið móðgandi. Athygli vakti að engin kona önn- ur, sem yfirheyrð var og starfað hafði með Thomas dómara, hafði orðið fyrir þeirri reynslu sem Anita Ilill kveðst hafa orðið að ganga í gegnum. Kynóðir menn skilja venjulega eftir sig slóð særðra kvenna sem telja sér hafa verið gróflega misboðið. Eina fyrrum starfsystir Anitu Hill sem kvaðst hafa eitthvað upp á Thomas dóm- ara að klaga, Angela Wright, baðst undan því að sitja fyrir svörum og skilaði hún skriflegum vitnisburði þar sem hún fullyrti að Thomas hefði ítrekað spurt um bijóstastærð hennar. Hann svaraði með því að Reuter Anita Hill kemur til blaðamannafundar í Oklahomaháskólanum í Oklahomaborg á mánudag þar sem hún þakkaði stúdentum fyrir stuðning í vitnaleiðslunum í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem hún bar vitni gegn Clarence Thomas, fyrrum yfirmanni sínum, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í dóma- rasæti við Hæstarétt bandaríkjanna. halda því fram að Wright hefði verið ónytjungur sem rekinn hefði verið úr starfi fyrir að kalla sam- kynhneigðan samstarfsmann sinn kynvilling. Samúðin með dómaranum Skoðanakannanir sýna að bandarískur almenningur hefur tekið afstöðu með Thomas dómara, bæði af samúð yfír þeirri meðferð sem hann hefur orðið að sæta við vitnaleiðslurnar og einnig vegna ósamræmis í framburði Anitu Hill. Skýringar hennar hvers vegna hún beið í áratug með að segja frá fram- komu dómarans í sinn garð þykja ekki trúverðugar. Hún þykir heldur ekki hafa lagt fram haldbæra skýr- ingu á því hvers vegna hún fylgdi Thomas úr einu starfi í annað og af hvetju hún hefði haldið góðu sambandi við hann eftir að leiðir þeirra skildu, en hún hringdi meira að segja í hann sérstaklega til að óska honum til hamingju er hann hafði gengið öðru sinni í hjónaband. Leiðarahöfundar bandarískra blaða voru ekki á einu máli um hvort staðfesta bæri tilnefningu Thomas í embætti hæstaréttar- dómara. Blöð eins og New York Times, New York Newsday, New York Daily News, Boston Globe, Philadelphia Inquirer og Los Ange- les Times lögðust gegn tilnefningu hans en New York Post, Washing- ton Times, Chicago Tribune, Hous- ton Post, Houston Chronicle og Washington Times studdu tilnefn- ingu hans. Blöðin voru þó á einu máli um að vitnaleiðslurnar hefðu verið sorglegar og þær væru svart- ur kafli í bandarískri sögu. Sú að- ferð sem beitt væri við að velja hæstaféttardómara, að efna til op- inberra vitnaleiðsla, skilaði engu því menn væru engu nær um sann- íeika málsins og hvort dómarinn væri hæfur til að gegna starfi eður ei. T

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.