Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 26

Morgunblaðið - 16.10.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 Þær mæðgur, Sigurbjörg og Inga, þurftu eins og aðrir bifreiðaeigendur á Akureyri að skafa snjó- inn af bílunum í gærmorgun. Það var heldur kulda- Kuldalegt ímorgunsárið Morgunblaoio/Kunar Pór legt um að litast í morgunsárið og napurt, rétt eins og menn geta svo sem búist við á þessum tíma árs. Rj úpnaverndarf élagið: Skorað á veiðimenn að sleppa ijúpnaveiðinni Rjúpnaverndarfélagið, sem ný- lega var stofnað, beinir þeim til- mælum til skotveiðimanna að sleppa rjúpnaveiðum í haust þar sem ástand stofnsins gefi ekki til- efni til veiða. Á fundi stjómar Rjúpnaverndar- félagsins nýlega var samþykkt Morgunblaðið/Silli Ingvar Þorvaldsson. Ingvar sýndi á Húsavík áskorun til veiðimanna þar sem fé- lagitf beinir þeim tilmælum til skot- veiðimanna, að sleppa ijúpnaveiðum í haust og taka þannig tillit til ástands stofnsins. „Ef þeir hins veg- ar fara til ijúpna mælumst við til þess að þeir veiði hvergi nema með leyfí landeigenda og noti til þess lögleg tæki, og er þá átt við skot- vopn og farartæki og skilji ekki eft- ir sig skothylki né annað rusl á víða- vangi,” segir í ‘áskoruninni. Atli Vigfússon formaður Rjúpna- verndarfélagsins sagði að lítið hefði sést af ijúpu í Þingeyjarsýslum að undanförnu, en umhleypingar síð- ustu daga gætu átt sinn þátt í þvi. Með áskoruninni væri ætlunin að fá menn til að takmarka sóknina þar sem ástand stofnsins leyfði ekki svo mikla sókn sem raun bæri vitni. Þá eru uppi hugmyndir um að á vegum félagsins verði flogið yfir veiðilönd í flugvél og kannað hvort skotveiðimenn fylgi settum reglum, bæði hvað varðar að veiða einungis með leyfi landeigenda og eins að nota lögleg tæki, en vélsleðar og fjórhjól teljast ekki til löglegra tækja við rjúpnaveiði. Flugfélag Norðurlands: Húsavík. Félagið sagði hann ekki hafa það góðar áætlunarleiðir að það gæti leyft sér að halda uppi áætl- unarflugi með tapi, en fyrirsjáan- legt væri að nýjar reglur um tvo flugmenn í hverri vél myndu hafa í för með sér tap fyrir félagið. Því væri nú verið að skoða möguleika á fækkun ferða og sameiningu þeirra. „Það eru mörg sjónarmið í þessu máli sem við þurfum að taka tillit til og við viljum auðvitað gera þetta eins sársaukalítið og mögulegt er,” sagði Sigurður. Hugmyndir FN-manna um sam- drátt í áætlunarflugi verða kynnt- ar í næstu viku, m.a. í samgöngu- ráðuneyti, hjá sveitarstjórnum og Pósti og síma, sem félagið hefur annast póstflutninga fyrir. Þá verður boðið til fundar með um- boðsmönnum FN á laugardag í næstu viku. „Við munum leggja okkar hugmyndir fyrir og sjá hver viðbrögð verða, en að þeim fengn- FJÓRIR farþegar í fólksbíl sluppu með skrekkinn er bifreið sem þeir voru í rann til í hálku, valt og lenti á hjólunum úti í Ólafsfjarðarvatni í fyrrakvöld. Fólkinu tókst að komast út um brotna afturrúðu og vaða í land. Að sögn lögreglu i Ólafsfirði var bifreiðinni ekið suður þjóðveg númer 82, Ólaísfjarðarveg. Hún rann til í hálku, fór að minnsta kosti eina veltu og hafnaði á hjól- unum úti í Ólafsfjarðarvatni. Fjórir voru í bílnum og sluppu þau með smáskrámur, en gert var að sárum þeirra á heilsugæslu- stöðinni í Hornbrekku. Bæði aftur- og framrúða bílsins brotnuðu og komst fólkið þar út, en að sögn lögreglu var mildi að bifreiðin hafnaði á hjólunum í vatninu, ella hefði illa geta farið. Fljúgandi hálka var í Ólafsfirði og nágrenni er óhappið varð. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Eigendur Sædísar, frá vinstri, Gunnar Þór Magnússon, útgerðarmaður, Brynja Sigurðardóttir, Sigurður G. Gunnarsson, útgerðarstjóri, Ásgerður Gylfadóttir og Númi Jóhannsson, skipstjóri, við nýja skipið. Ólafsfjörður: Nýtt skip til heimahafnar Ölafsfirði SÆDÍS hf. í Ólafsfirði hefur keypt Stafnes KE 130 til Ólafs- fjarðar. Skipið er 176 tonna skut- skip, fjölveiðiskip með frystibúh- aði til heilfrystingar. Stafnes er smíðað í Noregi 1988 og eru kaupin gerð með makaskipt- um á Sigurfara ÓF30, sem er 197 tonna vertíðarbátur með fjölveiði- búnaði og var smíðaður 1965. Kaupandinn, Sædís hf. gerir einnig út Snaffara ÓF-25, sem er 236 tonna bátur, á rækjuveiðar og fryst- ir aflann um borð. Aðaleigendur Sædísar hf. eru Gunnar Þór Magnússon, útgerðar- maður, og Númi Jóhannsson, skip- stjóri, og fjölskyldur þeirra. Númi verður skipstjóri á hinu nýja skipi, sem fer til veiða fljótlega. SB Hugmyndir um samdrátt í áætlun- arferðum o g niðurfellingu flugs Nýjar reglur um tvo flugmenn í hverri farþegavél taka gildi um áramót InGVÁR Þorvaidssou rnynci- listamaður hélt málverka- sýningu á Húsavík fyrir skömmu og sýndi þar 44 listaverk, pastel- og vatns- litamyndir. Voru mörg við- fangsefnanna fengin héðan og úr nágrenni, en Ingvar er fæddur Húsvíkingur og dvaldi hér sín uppvaxtar- og æskuár. Þetta er 21. einkasýning Ing- vars en hann hefur haldið sýn- ingar víða um land en nokkur ár eru síðan hann sýndi á sínum feðraslóðum. Sýningin var mjög vel sótt, þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- ur og seldi listamaðurinn 12 myndir. - Fréttaritari FORRÁÐAMENN Flugfélags Norðurlands munu í næstu viku kynna hugmyndir sínar um samdrátt í áætlunarferðum eða niðurfellingu flugs til einhverra áætlunarstaða sinna fyrir sam- gönguráðuneyti, sveitarstjórum viðkomandi staða og Pósti og síma. Þá verður efnt til fundar með umboðsmönnum félagsins laugardaginn 26. október þar sem þessar hugmyndir verða kynntar. Þessi samdráttur er til kominn í kjölfar þess að eftir næstu áramót verður skylt að hafa tvo flugmenn í öllum flug- vélum sem fljúga með farþega í áætlunar- eða leiguflugi. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að misjafnt væri eftir farþegafjölda og hvað væri að flytja á hverri leið hvort flugmenn væru einir í stjórnklefa eða hvort þeir væru tveir. Algengt væri á sumum leiðum að einn flugmaður væri við stjórnvölin, en það ætti m.a. við um Vopnafjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker og auk Siglufjörð. „Það er ekki hugmyndin að hætta þessu öllu saman, en um einhvem samdrátt verður að ræða og þá verða flugleiðir einnig að nokkru leyti sameinaðar, þ.e. við munu þá fljúga á tvo staði í einu,” sagði Sigurður. um munum við væntanlega taka endanlega ákvörðun um hvernig við þessu verður brugðist.” Hjá Flugfélagi Norðurlands starfa 12 flugmenn og hefur félag- ið 5 flugvélar í áætlunar- og leigu- flugi. ♦ < ♦-- Ólafsfjörður: Bíll valt og hafnaði úti í Ólafsfjarð- arvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.