Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 16. OKTÖBER 1991 27 Vilja fá fiskinn á innlenda markaði Þingsályktunartillaga alþýðubanda- lagsmanna í sjávarútvegsnefnd ÞINGMENN Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsnefnd Alþingis, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon, leggja fram tillögu til þingsályktunar um gæðamál og sölumeðferð á ferskum fiski. I tillögunni segir: „1. Að allur fiskur er ekki fer beint til vinnslu hérlendis skuli boðinn til sölu innanlands á fiskmarkaði eða með öðrum viðurkenndum hætti. 2. Meðferð afla sem ætlaður er fersk- ur til sölu á mörkuðum þar sem settar eru strangar kröfur um meðferð aflans og ferskleika. Reglur kveði m.a. á um hve langur tími má líða frá því fiskur veiðist þar til sala fer fram.” Jóhann og Steingrímur segja að í þessari tillögu felist að vegna aðstæðna í sjávarútveginum og Stuttar þingfréttir EES utan dagskrár Evrópskt efnahagssvæði, EES, og staða samninga um það mál verða væntanlega rædd utandagskrár á Alþingi í dag. Þessi umræða fer fram að ósk stjómarandstöðunnar en skömmu eftir að þingið tók til starfa fóru þingflokkar stjórnarandstöðunnar sameig- inlega fram á að málefni evr- ópska 'efnahagssvæðisins yrðu rædd við fyrsta tækifæri. Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði Hið árvissa fmmvarp til laga um sérstakan skatt á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði hefur verið lagt fram. Skatturinn er lagður á eftir sérstökum lögum sem gilt hafa eitt ár í senn. í frumvarpi til fjárlaga fyrir næstkomandi ár er gert ráð fyrir framhaldi þessarar skattlagningar og að tekjur á árinu 1992 verði um 500 millj- ónir króna. Skattur þessi var í fyrsta sinn lagður á árið 1979. Eins og fram hefur komið m.a. í greinargerð með fmmvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir að þessi sérstaki eignarskattur á skifstofu- og verslunarhúsnæði verði felldur niður þegar upp hefur verið tekin almenn skattlagning eignatekna. Þriðji ættliður í forsetastól Björn Bjarnason (S-Rv) var kjörinn einn af varaforsetum Alþingis á yfirstandandi þingi. Faðir Björns, Bjami Benedikts- son, var forseti Sameinaðs þings 1959. Faðir Bjama, Benedikt Sveinsson, var forseti neðri deildar Alþingis 1920-30. fyrirsjáanlegs mikils aflasam- dráttar verði strax að grípa til sérstakra aðgerða, sem gildi með- an sú endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar fari fram, sem lög geri ráð fyrir. „Tilgangur aðgerðanna er að tryggja fískvinnslunni hér innanlands betri möguleika til að ná auknum hlut í vinnslu þess afla, sem kemur af íslandsmiðum og jafnframt að bæta meðferð aflans almennt.” Oþarft sé að fjölyrða um þýð- ingu þess fyrir byggðarlögin við sjávarsíðuna að sem mest af þeim afla, sem að landi komi sé tekinn þar til vinnslu og skapi þannig atvinnu og umsvif. „Ennfrekar nú, þegar afli dregst saman og efna- hags- og atvinnuhorfur em jafn ískyggilegar og raun ber vitni, er nauðsynlegt að allt sé gert, sem hægt er til að stuðla að slíkri þró- un. Algengt er talið að fískur sé seldur á erlendum mörkuðum fyrir lægra verð en fæst á sama tíma hér innanlands.” Sjálfsagt hljóti því að vera að gefa íslenskum kaupendum tæki- færi til að gera tilboð í fískinn áður en ráðist er í að selja hann óunninn erlendis. ísaður fiskur, seldur á erlendum mörkuðum, sé að stærstum hluta orðinn mjög gamall, 7-18 daga, og þess vegna ekki fyrsta flokks vara. Talið sé að ísaður fískur sé ekki fyrsta flokks vara nema í 6 daga frá því að hann er veiddur. Benda megi á að á mörkuðum Evrópu séu í gildi samræmdar reglur um sölu á ferskum físki. „Fiskur, sem seldur er á EB- mörkuðum, er flokkaður í 3 flokka, E (Excellent), A og B. Fjögurra daga gamall fískur og yngri fer í E-flokk, 7 daga og yngri í A-flokk og fískur eldri en 7 daga í B- flokk. Meirihltííi íslensks afla, sem seldur er ferskur erlendis, flokkast í B-flokk vegna þess hve gamall hann er. Sjálfsagt hlýtur að teljast að gera sérstakt átak til betri meðferðar afla og ná þannig meiri arði af þeim físki, sem til ráðstöf- unar er.” Breyting á lánsfjárlögum: 12,8 milljarða erlent lán Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lánsfjárlögum fyrir árið 1991: „Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein sem hljóði svo: Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka erlent lán á árinu 1991 að fjárhæð aílt að 12.800.000 þús.kr.” Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs var í fjárlögum 1991 áætluð tæpir 13.6 milljarðar króna og var áformað að mæta henni allri með lántöku á innlendum lánamarkaði. Við afgreiðslu lánsfjárlaga 1991 í mars síðastliðnum var heimildin til innlendrar lántöku hækkuð í 14.7 milljarða. Samkvæmt endur- skoðaðri áætlun stefnir heildar- lánsíjárþörf ríkissjóðs á þessu ári í að verða um 19,8 milljarðar króna. í athugasemdum með frum- varpinu segir að ljóst sé að láns- íjárþörf ríkissjóðs vérðlekki raætt nema að hluta til á innlendum lá- namarkaði þrátt fyrir áform þess efnis. Talið er að sú íjárhæð sem vanti upp á nemi um 13,6 milljörð- um króna og hana verði að öllum líkindum að taka að láni í útlönd- um. En af þeirri fjárhæð eru 834 milljónir króna sem ríkissjóður hefur endurlánað ríkisfyrirtækjum og sveitarfélögum er höfðu heim- ildir til erlendrar lántöku í lánsfjár- lögum 1990-1991. Samtals er því í frumvarpinu sótt um heimild fyr- ir ríkissjóð til erlendrar lántöku að fjárhæð 12,8 milljarðar króna. ígnst iaf)i} tfc no .fct'iOv óýöidöiv Iþróttir spara fé — segir Hermann Níelsson HERMANN Níelsson (A-Al) vill efla almenningsíþróttir og gera fram- haldsskólanemendur og aðra færari til að stunda holla hreyfingu að eigin frumkvæði. Hann segir að íþróttaiðkun leiði til bættrar heilsu sem sé ávinningur fyrir einstaklinginn og sparnaður fyrir ríkissjóð. Hermann hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um að ráðherra heil- brigðis- og menntamála láti kanna: . 1) Að hve miklu leyti íþróttakennsla í framhaldsskólum miðist við að gera nemendur hæfari til að stunda holla hreyfmgu (trimm) að eigin frum- kvæði og taka þannig ábyrgð á eigin heilsurækt að námi loknu. 2) Hvaða áhrif aukin þátttaka hins aímenna borgara í líkamsrækt (trimmi) geti haft á sparnað við rekstur heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Flutningsmaður segir í greinar- gerð með tillögunni að fram til þessa hafi íþróttakennsla við framhalds- skóla miðast við iðkun íþrótta og hollrar hreyfíngar. En það hafí hins vegar komið í ljós að fjöldi nemenda öðlist ekki nægjanlegt sjálfstraust og kunnáttu til að halda áfram þeirri iðkun á eigin vegum að námi loknu. í greinargerðinni segir m.a. að með bóklegu námsefni, samræmdri fræði- legri kennslu í tengslum við íþrótta- kennsluna, sé stigið stórt skref í þró- un og aðlögun hennar að þörfum nútímans. Þessi þróun sé komin nokkuð áleiðis í framhaldsskólum en betur megi ef duga skuli. I greinargerð segir einnig: „Læknavísindin hafa með rannsókn- um og könnunum sl. ártugi talið sannað að ef einstaklingur leggur reglulega stund á líkamsrækt og er sér meðvitaður um gildi heilbrigðra lífshátta fyrir heilsufar sitt, þurfí hann síður á þjónustu heilbrigðis- stofnana að halda.” Flutningsmaður greinir frá því að tækifæri almenn- ings til hollrar hreyfmgar hafí aukist töluvert hin síðari ár en: „Þrátt f\ujr jákvæða þróun þessara mála er við- urkennt að fjöldi fólks nýtir sér ekki þá aðstöðu sem býðst af einhveijum ástæðum.” Hermann Níelsson sem situr á þingi í fjarveru Gunnlaugs Stefáns- sonar sagði í samtali við Morgunblað- ið að það væri bagalegt að enginn ákveðinn aðili hefði tekið þennan þátt íþrótta- og heilbrigðismála uppá sína arma. Stjórn Iþróttasambands íslands skipaði trimmnefnd árið 1971 sem hefur haldið málefnum almennings- íþrótta á lofti og unnið mikið og þarft starf. Það hefur þó ekki nægt til þess að íþróttahreyfingin stigi skrefíð til fulls og leyfði nefndinni að þróast yfír í sérsamband eða sam- tök með aðildarhópum og beinum tengslum við einstaklinga um allt land. Hermann benti á að nú væri vaxandi umræða innan íþróttasam- • bands íslands, Ungmennafélags ís- lands og meðal rekstraraðila heilsu- ræktarstöðva um myndun samtaka til eflingar almenningsíþrótta í land- ipu. Þessi vakning gæti tengst verk- efni heilbrigðisráðuneytisins um heil- brigði allra árið 2000. Framsóknarmenn vilja að Skipa- útgerð ríkisins verði hlutafélag ALLIR þingmenn Framsóknarflokksins, þrettán að tölu, vilja stofna hlutafélag um Skipaútgerð ríkisins og hafa lagt fram frumvariþ til laga um þetta málefni á Alþingi. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að ríkisstjóminni verði heimilt að leggja allar eignir Skipaútgerðar rík- isins til nýs hlutafélags er heiti Skip- aútgerðin hf. Ríkisstjóminni verður heimilt að selja 40% hlutafjár í félag- inu með þeirri takmörkun að enginn einn aðili geti eignast meira en 10% hlutafíár. í frumvarpi þessu er ákvæði til' bráðabirgða um að við stofnun hluta- félagsins skuli starfsmenn Skipaút- gerðar ríkisins, umboðsmenn og við- skiptavinir hennar hafa forkaupsrétt að 40% hlutafjár en ríkissjóður eiga a.m.k. 60%. 5. gr. frumvarpsins heimilar sam- gönguráðherra að semja um að hlut- afélagið sem stofnað yrði skuli gefa fastráðnu starfsfólki Skipaútgerðar ríkisins kost á sambærilegum störf- um og þeir hafa gegnt hingað til. Taki þeir starfinu skulu ákvæði 14. gr. laga nr. 38 frá 14 apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, ekki ná til þeirra starfs- manna Skipaútgerðar ríkisins sem nú njóta lögkjara samkvæmt þeim lögum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að samgönguráðherra geri þjón- ustusamning við hið nýja hlutafélag þ'ar sem kveðið skuli á um þjónustu- skyldur félagsins við afskekktar hafnir landsins og um endurgjald fyrir þá þjónustu. 1 greinargerð með frumvarpinu benda flutningsmenn m.a. á að að- stæður hafí breyst síðan Skipaútgerð ríkisins var stofnuð árið 1929. Flutn- ingsmenn telja að breytingar hafi að undanförnu verið það hraðar að rétt sé að breyta rekstrarforminu í hluta- félag. Tíundaðir eru ýmsir kostir við slíka formbreytingu s.s. sjálfstæðari rekstur og ákvarðanataka. En jafn- framt er varað við að væri þjónusta fyrirtækisins boðin út, lögð niður eða afhent stærstu keppinautum væri hætta á alvarlegum bresti í þjónustu við landsbyggðina og einnig væri hætta á einokun í flutningum. Er vitnað til vamaðarorða dr. Madsen Pirie formanns Adam Smith Institute í Bretlandi um að einkavæðing opin- berra fyrirtækja mætti ekki verða til þess að styrkja samkeppnisstöðu þess aðila sem stærstur væri fyrir í viðkomandi atvinnugrein. Fylgiskjöl á íslensku Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) hefur gert athugasemd og krafist úrbóta á ákveðnu atriði á frumvarpi til laga um breytingu á lög- um um verðlag, samkeppishömlur og óréttmæta viðskiptahætti sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þingmaðurinn sagði að mál af þessu tagi hefðu hingað til reynst sér nógu erfið viðfangs þótt hún þyrfti ekki að brjótast í gegnum textann á enskri tungu en vem- legur hluti fylgiskjalanna væri óþýddur. Hér er um að ræða nokkrar alþjóðlegar og erlendar ályktanir og samþykktir. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis og .ó'ioci in/j nr.sfifc Eiður Guðnason umhverfísráð- herra tóku undir gagnrýni Guð- rúnar. Fylgiskjölunum verður snarað hið fyrsta á „kjamgott ís- lenskt mál” jafnvel þótt það sé ærinn vandi; að sögn Eiðs er texti fylgiskjalanna „hið mesta torf’. Á 6. fundi Alþingis síðastliðinn mánudag var málinu vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. ____________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.