Morgunblaðið - 16.10.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.10.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 31 Hvað er BLUP? Til útskýringar fyrir J.A. Steinsson og aðra lesendur Morgunblaðsins Hestar Valdimar Kristinsson ÞESSARI spurningu var varpað fram í Velvakanda sl. laugardag í bréfi J.Á. Steinssonar sem hann segist skrifa fyrir hönd lesenda Morgunblaðsins. Að sjálfsögðu er mér bæði ljúft og skylt að reyna að svara bréfritara svo langt sem þekking mín á BLUP- aðferðinni nær. Reyndar skortir mig vit og þekkingu til að skýra það út í ystu æsar enda held ég að það yrði lítt spennandi lesning fyrir J.Á. Steinsson og aðra les- endur Morgunblaðsins. í upphafi segist bréfritari lesa Morgunblaðið á hverjum morgni og fá út úr því mikla andlega næringu en eitthvað hefur hann verið ann- arshugar eða fljótfær við lesturinn laugardaginn 5. október þegar upp- haflega fréttin birtist. Fjallaði frétt- in um niðurstöður nefndar sem skipuð var af Háskóla íslands til að ijalla um notagildi BLUP-aðferð- arinnar og hæfni Dr. Þorvaldar Árnasonar sem vísindamanns en hann heimfærði BLUP upp á ís- lenska hrossarækt. Skipaði Háskól- inn þessa nefnd að beiðni Búnaðar- félags Islands og séra Halldórs Gunnarssonar í Holti. En þá kemur að stóru spurning- unni. Hvað er BLUP? BLUP er skammstöfun á Best linear unbiased prediction, sem hef- ur verið þýtt sem Besta línulega óbjagaða spá (kynbótaspá). Þetta segir ekki mikið um hvað málið snýst en það sem á eftir kemur er að sjálfsögðu mikil einföldun enda ekki ástæða til að kafa of djúpt í flókna hluti. Segja má að BLUP sé tölfræðileg aðferð til að meta kyn- bótagildi einstaklinga (innan ís- lenska hrossastofnsins). í greinar- gerð nefndarinnar sem áður var getið segir orðrétt: „Markmið með beitingu tölfræðilegra aðferða á niðurstöðu úr ræktunarstarfinu er að spá um kynbótagildi einstaklinga á grundvelli frammistöðu þeirra sjálfra, afkvæma þeirra eða skyldra einstaklinga.” Þegar talað er um niðurstöður úr ræktunarstarfinu er átt við einkunnir sem hross hafa fengið í kynbótadómi. í greinar- gerðinni segir ennfremur: „Aðferðin (þ.e. BLUP) var þróuð til að beita á gögn sem voru misjöfn að gæðum og magni, safnað við mismunandi aðstæður og lítið jafnvægi í fjölda mælinga við hin ýmsu skilyrði og margir einstaklingar og margir inn- býrðis háðir eiginleikar til athugun- ar. I slíkum tilfellum er ómögulegt annað en að hafa fastmótaða að- ferð til að vinna með gögn til að fá fram það besta sem þau bjóða upp á. Segja má að BLUP sé að- ferð til að fá sem mest út úr misjöfn- um gögnum.” Öll hross sem hlotið hafa dóm á íslandi hafa fengið kynbótaspárein- kunn eða kynbótamat, eins og það er kallað í dag, samkvæmt þessari aðferð en hún hefur verið notuð um árabil af Búnaðarfélagi íslands. Einkunnir eða kynbótamat sam- kvæmt BLUP-aðferðinni eru tví- þættar, annarsvegar kynbótagild- isspá sem þau hross fá sem hlotið hafa einstaklingsdóm og eru þá notaðar til grundvallar einkunnir ' sem skyldir einstaklingar hafa fengið og einkunn sem einstakling- urinn sjálfur sem ijallað er um hef- ur fengið. Reyndar fá ódæmd hross samskonar einkunn og er þá ein- göngu byggt á einkunnum skyldra einstaklinga. Hinsvegar er um að ræða kynbótamat á hrossum sem M FÉLAG íslenskra námsráð- gjafa er tíu ára um þessar mundir en það var formlega stofnað í des- ember 1981. í tilefni af afmælinu efnir félagið til tveggja daga nám- skeiðs sem ber yfirskriftina Ráðgjöf og ímyndunarafl. Fyrirlesari og leiðbeinandi á námskeiðinu verður prófessor Eric Hall frá Nottingham á Englandi. Námskeiðið verður hald- ið sunnudaginn 20. og mánudaginn 21. október í Borgartúni 6, Reykja- vík. Það stendur frá kl. 9-16 báða dagana. Skráning á námskeiðið fer fram í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Frekari upplýsingar er hægt að fá á sama stað hjá námsráðgjöf- unum Bettý Nikulásdóttur og Ag- ústu Gunnarsdóttur. Námskeiðið er opið fyrir námsráðgjafa og kenn- ara. Námskeiðsgjald er kr. 5.500 en í því felst auk kennslugjalds hádegis- verður, kaffí og meðlæti. Námsráð- gjafinn, ársrit námsráðgjafa, kemur einnig út í tengslum við afmæli félagsins og verður sent félagsmönn- um og öllum skólum á landinu. Félagsmenn eru nú 70 talsins og formaður er Helga Siguijónsdóttir. (Fréttatilkynning) ■ / ÁLYKTUN Alþýðusam- bands Austurlands, sem samþykkt var á aðalfundi þess á Iðavöllum 26. september er lýst yfír þungum áhyggjum vegna óvissu sem ríkir á sambandssvæðinu í atvinnumálum. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld geri án tafar ráðstafanir til að treysta stöðu undirstöðuatvinnuvega þannig að ekki komi til fjöldaatvinn- uleysis og byggðaflótta. Minnt er á að vextir þurfi að læka verulega og að ekki megi víkja frá grundvallar- atriðum velferðarríkisins um trygga heilbrigðisþjónustu fyrir alla og jafn- rétti til náms. Þá er lýst yfir áhyggj- um vegna áforma samgönguráð- herra um að leggja niður Skipaút- gerð ríkisins. Sambandsstjórnin tel- ur að ekki verði undan því vikist að veita öllum íslendingum full lífeyris- réttindi og að samræming þeirra eigi að vera eitt meginmál komandi kjarasamninga. Stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum vegna samningaviðræðna um Evrópska efnahagssvæðið og mótmælir öllum hugmyndum sem fela í sér fullveldis- afsal í einhverri mynd og fer. fram á að réttur íslenskra launþega til vinnu verði varinn, komi til samn- inga um EES nam Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um ao starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. fitínt 4ott> eééí fytut&Z Á námskeiðinu verður eftiifarandi kennfc Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hæstu einkunn samkvæmt kynbótamati BLUP-aðferðarinnar hefur hlotið Hervar 963 frá Sauðárkróki en meðfylgjandi mynd var tekin 1990 þegar hann var sýndur með afkvæmum á Landsmóti hestamanna en þá voru afkvæmahestar í fyrsta sinn verðlaunaðir samkvæmt kynbótamati BLUP. eiga tiltekinn fjölda dæmdra af- kvæma. Einhverntímann líkti Krist- inn Hugason hrossaræktarráðu- nautur BÍ-kynbótamatinu við veð- urspár. Sagði hann eitthvað á þá leið þegar um væri að ræða ódæmd eða jafnvel ótamin hross mætti líkja öryggi kynbótamatsins við Ijögurra daga langtímaveðurspá og eftir því sem upplýsingar um hrossið sem unaneldisgrips ykjust yrði öryggi spárinnar meira. Þegar hrossið ætti 50 dæmd afkvæmi eða fleiri væri öryggið sambærilegt við veðurspá morgundagsins. Vitaskuld mætti hafa fleiri orð um BLUP-aðferðina en ég vonast til að þetta nægi til að upplýsa J.Á. Steinsson og aðra lesendur Morgun- blaðsins í grófum dráttum um hvað BLUP sé. Vona ég þar með að nú geti J.Á. Steinsson farið að einbeita sér að vinnunni af fullum krafti og eins að komflexið fái aftur sinn fyrri sjarma. Ef þetta hinsvegar eru ekki fullnægjandi skýringar veit ég að um þetta fást greinargóð svör hjá Kristni Hugasyni hjá BÍ. Það má kannski geta þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem umfjöllun um BLUP stendur í mönnum því segja má að það hafi tekið hrossa- ræktarmenn og aðra áhugamenn um hrossarækt dágóðan tíma að melta þessi flóknu fræði. Varðandi birtingu ummæla Dr. Þorvaldar Ámasonar og séra Hall- dórs Gunnarssonar í Holti um út- tekt nefndar Háskólans er rétt að það komi fram að til stóð að birta ,þau með sjálfri fréttinni um niður- stöðu nefndarinnar. Þar sem ekki náðist í Þorvald fyrr en nokkrum dögum seinna var beðið með birt- ingu á ummælum þeirra. í niðurlagi bréfsins gefur bréfrit- ari í skyn að sá er skrifaði fréttirn- ar viti ekkert hvað þetta BLUP sé því annars hlyti hann að hafa út- skýrt það í annarri hvorri eða báð- um greinunum. Þama hefur bréfrit- ari greinilega gleymt eins og fram kemur fyrr í bréfinu að skýringanna væri' að leita undir búri páfagauks- ins. » Bórgartúni'28, simi 91-687590 * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fiárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrlr: félagasamtök, ráöstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 PAGUR UOSSINS Sérstök kynning ó Ijósum og Ijósabúnaði daglega þessa viku kl. 16“-l 8°0og laugardag kl. 1000-14°o , RAFBUf)IN I NYJUM BUNINGI Verslunin hefur verið endurhönnuð • Við viljum koma til móts við hörðustu kröfur um gæði og hönnun Ijósa fyrir heimili og vinnustaði RAFBUÐIN Auðbrekku 11 • 200 Kópavogi • sími: 42120 - Með auga fyrir Ijósi - SýningarsvæSiS er aSgengilegra og tæknileg ráSgjöf er alltaf til staSar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.