Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 33 Aðalheiður I. Jóns- dóttir — Minning Fædd 5. janúar 1911 Dáin 7. október 1991 Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Mánudaginn 14. október var tengdamóðir mín, Aðalheiður Ing- veldur Jónsdóttir, jarðsett frá Foss- vogskirkju. Eftir nokkurra ára veik- indi en stutta sjúkrahúslegu andað- ist hún á Landakotsspítala 7. októ- ber. Aðalheiður, eða Heiða eins og vinir og vandamenn kölluðu hana, var fædd að Sunnuhvoli við Grinda- vík. Dóttir hjónanna Jóns Engil- bertssonar smiðs og sjósóknara, sem var ættaður undan Eyjafjöllum, og Gróu Eiríksdóttur af Vatnsleysu- strönd. Systkini Heiðu voru: Elín gift Árna Ólsen; Herdís gift Sigurði Guðleifssyni; Sigurður giftur Sig- rúnu Guðmundsdóttur; Hafliði (dá- inn) giftur Gislíönu Guðmundsdótt- ur og Önnu Guðmundsdóttur; Eng- ilbert (dáinn) giftur Jóhönnu Ein- arsdóttur. Heiða var í föðurhúsum þar til hún fluttist að Morastöðum í Kjós, þá sem unnusta Gunnars Einars- sonar sem varð síðar eiginmaður hennar. Hann hafði komið sem vetr- armaður að Sunnuhvoli og þar kynntust þau. Næsta sumar var hún kaupkona á Útskálahamri í Kjós en flutti síðan til unnusta síns að Morastöðum. Þar hófu þau búskap með foreldrum Gunnars sem voru. síðan á heimili þeirra meðan þau lifðu. Heimilið að Morastöðum var alla tíð mannmargt eins og var algengt á þessum tímum. Þau eignuðust ellefu börn sem öll eru á lífi: Berg- mann giftur Sigþrúði Jóhannesdótt- ur, Jón, Stellu, Björg, Ingibjörgu, gift Bjarna Gunnarssyni, Gróu, gift Ragnari Halldórssyni, Ragnar, gift- ur Helgu. Dís Sæmundsdóttur, Sveinn, giftur Hólmfríði Friðsteins- dóttur, Sigríði gift Þorsteini Gísla- syni, Guðrúnu, gift Pétri Sigurðs- syni, Hallberu, gift Kristni Skúla- syni. Mikill gestagangur var alltaf á Morastöðum og komu ættingjar og vinir í hópum úr bænum og þurfti þá snör handtök við matargerð og aðra búsýslu. Einatt hvíldi búskap- ur allur svo og sauðburður á henn- ar herðum því Gunnar var mikið að heiman við ýmiss konar störf út í frá. Ekki mun hafa veitt af því, mannmargt heimiii hefur þurft mik- ils við. Þegar aðrir gengu til náða þurfti húsmóðirin oft að vinna lengi frameftir við hin ýmsu störf því ekki voru vélar eða önnur þau þæg- indi sem við höfum í dag komin þá. í búskapartíð Gunnars og Áðal- heiðar byggðu þau allt upp á jörð- inni eins og sagt er. Eins ræktuðu þau tún og komu upp góðu búi. Einnig voru þau fljót að tileinka sér þá vélvæðingu sem hélt innreið sína í sveitir landsins á þessum árum. Árið 1969 hættu þau búskap og fluttu til Reykjavíkur. Lengst af bjuggu þau á Hjarðarhaga 60. Heiða vann mörg ár við heimilis- hjálp hjá Reykjavíkurborg. Það var gott að koma á notalegt heimili tengdaforeldra minna, ætíð hlýja og _ró á þeim bæ. Árið 1987 missti hún mann sinn eftir stutt veikindi en síðustu árin bjó hún með syni sínum sem var henni sérlega nærgætinn. Þessi orð úr ljóði Davíðs Stefáns- sonar eru kveðja frá okkur hjónum. „Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr.” Eg þakka henni samfylgdina, hún var góð kona og sönn. Dúa Eufemia Th. Hinriks- dóttir - Minning Fædd 4. desember 1934 Dáin 10. október 1991 Eufemía var fædd á ísafirði, dótt- ir hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Hinriks Einarssonar sjómanns. Hún ólst upp í foreldrahúsum og naut ástríkis foreldra sinna. Faðir hennar stundaði sjómennsku af kappi og kom það í hlut móður hennar að annast heimili og börn. Systkinin voru þrjú; Garðar, sem er búsettur hér í Reykjavík, Eufem- ía og Björg, sem er búsett í Indi- ana-fylki í Bandaríkjunum. Eufem- ía eignaðist tvo drengi, Björgvin, sem er búsettur í Reykjavík, er kvæntur og á þrjú börn, og Magnús Helga, sem býr hjá ömmu sinni, ógiftur. Effa, eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum, var tíður gest- ur á heimili móður sinnar og naut samverustunda með móður sinni, sonum og barnabörnum. Þá fylltist hjarta hennar af gleði og ekkert skyggði á hamingju hennar og ást- úð sem fyllti allt umhverfið í bað- andi sólargeislum. Ung að árum hleypti Effa heim- draganum og settist að í Reykjavík. Hún vann um tíma á Landakoti og síðar á Heilsuhælinu í Hveragerði. Effa barðist við heilsuleysi allt sitt líf og ung var hún að árum þegar hún kenndi fyrstu einkenna sjúk- dóms síns, aðeins 6-7 ára gömul. En aldrei kvartaði hún um að sér liði ilia eða eitthvað væri að sér. Það var alltaf umhyggjan fyrir öðr- um sem höfðu forgang í huga henn- ar og hjarta. Hugur Effu beindist fyrst og fremst að líknarmálum. Hjúkrun var henni alltaf efst í huga og var þar ekki höndin ein að verki, heldur gaf hún hjarta sitt í ríkum mæli til allra þeirra sem þörfnuðust hjálpar og alúðar. Effa var mikið fyrir lestur og í endursögn hennar á því lesefni sem varð fyrir valinu í hvert sinn, varð endursögn hennar lifandi saga úr lífi og tilveru mann- legs lífs. Effa var vel gefin, gaman- söm og félagslynd. í mannfagnaði greip hún ýmis orð á lofti og kom mörgum á óvart með gamansemi sinni og skemrritilegum tilsvörum. Á barndómsárum sínum var Effa alltaf fljót til og snör í snúningum. Það var ekki látið bíða sem gera þurfti hvort sem va • að fara snemma á fætur, standa í biðröð við mjólkurbúð eða fara sendiferðir fyrir mömmu sína. Effa var gullfalleg, glæsileg stúlka sem öllum þótti vænt um. Sú fegursta setning sem ég hef heyrt voru orðin hennar sem voru þessi: Ég leggst aldrei svo á kodd- ann minn á kvöldin að ég biðji ekki faðir vorið og fyrir velferð alira sem eiga við erfiðleika að stríða. Ég þakka elsku Effu af öllu hjarta öll góðu kynnin. Elsku Björg, þú varst mikill og góður styrkur fyrir dóttur þína, sem barðist við sjúkdóm sinn með krafti og dugn- aði. Effu var margt til lista lagt svo sem söng- og tónlist. Ég bið Guð að styrkja og styðja ykkur öll í sorg ykkar og söknuði. Ég votta mína einlægu samúð elsku Björg, Björgvin, Helgi, Björg Fæddur 13. maí 1897 Dáinn 27. september 1991 Hann langafi, Magnús Tómas- son, er farinn. Hann var orðinn 94 ára að aldri og átti sama afmælis- dag og systir mín. Langafi var á Ljósheimum á Selfossi allnokkurn tíma. Mér var sagt föstudaginn 27. september að langafi hefði sofnað. Þá fyrst hugsaði ég um dagana sem ég man eftir honum, hann labbaði um allan bæinn svo hraustur og hress. En nú veit ég að nýtt starf hefur tekið við hjá langafá. og fjölskylda og Garðar og fjöl- skylda. Guð blessi minninu Effu. Vaktu minn Jesú vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf sé hún ætíð í þinni hlif. (Hallgrímur Pétursson) Þökk fyrir allt og allt. Guðrún Hansdóttir Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. Legg ég nú bæði lif og önd ljúfí Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson) Hvíli hann í friði. Sigríður Kristín Aradóttir Kveðja: Magnús Tómasson Minning: Gyða Stephensen Fædd 4. október 1897 Ðáin 7. október 1991 Móðirsystir okkar Gyða Stephen- sen andaðist á hjúkrunarheimilinu Hafnarbúðum 7. október sl. Gyða fæddist á ísafirði 4. októ- ber 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Finnur Thordarson ættaður frá Skálmanesmúla í Gufudalsveit og Steinunn Guðmundsdóttir frá Gemlufalli í Dýrafirði. Önnur börn þeirra Steinunnar og Finns voru Soffía, f. 5. desember 1886, d. 9. ágúst 1970, Ása, móðir okkar, f. 18. maí 1892, d. 15. maí 1971, og Gunnar, f. 19. október 1902, d. 16. desember 1971. Heimili þeirra Steinunnar og Finns var annálað fyrir rausn og myndarskap Finnur átti og rak Gamla bakaríið á ísafirði og auk þess hafði Steinunn með höndum matsölu. Þarna ólust þau systkinin upp við störf og leikþar til fjölskyld- an flutti til Reykjavíkurárið 1927. Gyða giftist Eiríki Stephensen forstjóra hjá Trolle og Rothe 29. nóvember 1929 og bjuggu þau í Reykjavík öll sín hjúskaparár. Ei- ríkur lést 16. ágúst 1970. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi, Finnur, skrifstofustjóri hjá Samábyrgð ís- lands, kvæntur Guðmundu Guð- mundsdóttur, Áslaug, gift Jóni Haraldssyni arkitekt sem lést árið 1989 og Steinunn Ragnheiður, meinatæknir, sem er yngst þeirra systkina og hélt heimili með móður sinni. Þær systurnar starfa báðar við rannsóknir hjá Krabbameinsfé- lagi íslands. Ólafur læknir lést árið 1980 og er eftirlifandi eiginkona hans Guð- rún Theódóra Sigurðardóttir sál- fræðingur. Barnabörnin eru tíu og eitt langömmubarn. Isaijörður var Gyðu alltaf kær og oft var rætt um liðna atburði þegar við frændfólkið hittumst. Oft hneykslaðist hún á fáfræði okkar sem yngri vorum og þá þýddi ekk- ert að afsaka sig með að hafa ekki verið fæddur á umræddum tíma. Eftir lát Eiríks manns síns kom hún vestur á hverju sumri en eftir að heilsa hennar og kraftar fóru þverrandi fór svo að lokum að hún varð að láta sér lynda að eiga minn- ingarnar einar. Gyða naut þess að ganga um eyrina og virða fyrir sér gamla bæinri sem hún þekkti frá fornu fari. Alltaf skoðaði hún húsið hans séra Guðmundar í Gufudal þar sem hans barnmarga fjölskylda bjó og okkur þætti þröngur húsakostur í dag. Nú er þetta hús, sem minnti okkur á nægjusemi og lítil efni þeirra tíma horfið, og þar sem hús foreldra okkar stóð við Aðalstræti 20 er nú aðeins gata og bílastæði. Því miður átti það ekki fyrir Gyðu að liggja að sjá gömlu húsin í Neðstakaupstað sem nú hafa að mestu verið færð í upprunalegt horf. Hún hefði áreiðanlega haft gaman af að skoða Faktorshúsið, þar sem nú hanga myndir sem áður voru á skrifstofu föður okkar, af þeim Árna Jónssyni og Ásgeiri Ás- geirssyni, ábúðarfullum á svip. Eflaust hefði andrúmsloftið þar vakið henni minningar frá fyrri tíð. Gyða var hæglát og hlédræg og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en bak við rólegt yfirborð var hún ákveðin í skoðunum og viljaföst. Hún var gáfuð og skemmtileg og bjó yfir þeirri sérstöku kímni sem einkenndi Thordarsonsystkinin. Gyða var hefðarkona. Smekkvísi, fágun og menning, þessi orð koma í hugann þegar komið var til Gyðu móðursystur á Hörðaland 18. Gest- risni var þar höfð í öndvegi og hlý- legt viðmót og umhyggja húsráð- enda fyllti mann þægilegri kennd. Gyða slapp ekki við áföll í lífinu. Það var þungbær raun fyrir fjöl- skylduna þegar Ólafur sonur henn- ar lést sviplega aðeins tæpra 46 ára. Það var mikill missir þegar sá góði drengur var hrifinn burtu á besta aldri. Börn þeirra Gyðu og Eiríks hafa fengið í veganesti mannkosti og gáfur foreldra sinna. Vinátta okkar frændsystkina hefur haldist í gegn- um árin þótt vík sé milli vina. t Ævi Gyðu var löng og viðburða- rík og hún liíði stórkostlegar þjóðfé- lagsbreytingar. Lífsstarf hennar var gott og ríku- legt og nú er komið að leiðariokum. Blessuð sé Yninningar hennar. Börn Ásu og Jóns Grímssonar ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóðum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Blómaskreytíngar Skreytingarþjónusta Munið að blóm gleðja Miklatorgi sími 622040 Breiðholti sími 670690 Opið alla daga kl. 10-21 Þú svalar lestrarþörf dagsins ‘ Stóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.