Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 35 um færi ég innilegar samúðarkveðj- ur mínar og Unnar konu minnar. Gunnar Friðriksson „Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn! Yor Drottinn bregst eigi sínum Á meðan akkeri í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim.” (Valdimar V. Snævarr) Þetta fagra vers var flutt yfir moldum góðs vinar og sægarps fyr- ir réttri viku.J>ykir mér fara vel á því að minnast þess í upphafi fárra og fátæklegra orða, þegar stórmerk sjómanns- og slysavarnakona er kvödd hinstu kveðju. Við stofnun fyrstu kvennadeildar Slysavarnafélags íslands var spurt á hvern hátt konur gætu lagt félag- inu lið. í áranna rás hafa þær og þeirra deildir svo sannarlega svarað þessari spurningu jákvætt með þróttmiklu félagsstarfi. Kvenna- deildirnar hafa lagt dijúgan skerf til allra helstu verkefna félagsins, styrkt björgunarsveitir þess og lagt lið fjölmörgum málaflokkum er snert hafa slysavarnastarfið heima í héraði. Með frú Rannveigu er fallin ein- styrkasta greinin á styrkum stofni kvennadeilda SVFI. Ein af braut- ryðjendum kvennadeildanna, ákveðin í skoðunum og einörð í öll- um málflutningi. Við stofnun SVFÍ í jarniar 1928 gerðust þegar félagar frú Rannveig og maður hennar Sigutjón Einars- son skipstjóri, sem jafnan var kenndur við togara þann sem hann var rómaður fyrir að hafa stjórnað af farsæld, fengdæld og dugnaði. Við stofnun slysavarnadeildanna í Hafnarfirði, Fiskakletts og Hraun- prýði, voru þau hjónin fremst í fylk- . ingu og stóðu þar við stjórnvölinn sem og annars staðar á vettvangi félagsmála, kjarkmikil, áræðin og djörf. Þótt þessi orð séu skrifuð á kveðjustund frú Rannveigar verður vart annað hægt en að minnast Siguijóns á Garðari, lífsförunauts hennar og besta vinar í þess orðs fyllstu merkingu, svo samrýmd voru þau í öllum orðum og athöfnum að með sanni var hægt að segja að þau hafi í ást og virðingu tignað hvort annað. Þáu reistu sér annálað rausnarbú á Austurgötu 40 í Hafn- arfirði og þar var ríki þeirra alla- tíð, ef undanskilin eru þau ár er þau veittu forstöðu Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Sig- uijón lést á sviplegan hátt í janúar 1969. Frú Rannveig var kjörin í fyrstu stjórn kvennadeilarinnar Hraun- prýði 1930 og árið 1937 var hún kjörin formaður deildarinnar og markaði þar stefnu og störf í 23 ár samfellt. Þegar lögum SVFÍ var breytt árið 1942 var frú Rannveig kosin í aðalstjórn samtakanna og gegndi því ábyrgðarmikla starfi í 22 ár, eða til ársins 1964 að hún baðst undan endurkjöri. Hún hafði því nýlega hætt í stjórn félagsins er sá ær þessar línur ritar réðst til starfa hjá SVFÍ. Þótt frú Rannveig hafi þá látið af allri stjórnsýslu lét hún ekki deigan síga og lagði deild sinni og SVFI krafta sína enn um mörg ár. Skýrt svipleiftur skýst fram úr hugarfylgsnum. Það er lokadagur- inn 11. maí í Hafnarfirði. Háöldruð heiðurskona, vel til höfð og ber sig af reisn, gætir „kassans” og þeirra ijármuna er inn koma fyrir kaffi- sölu á þessum fjáröflunardegi. Þetta hafði hún með höndum í ára- tugi. Ein fyrstu kynni mín af deildar- starfi SVFÍ var heimsókn stjórnar Hraunprýði með ársuppgjör deildar- innar og formanninn Huldu, dóttur Rannveigar og Siguijóns, í for- svari. í stjórn SVFÍ sat Hulda í mörg ár og um tíð sem varaforseti og fór með sæmd sem hún átti kyn til. Þá má heldur ekki gleyma yngsta barni þeirra Rannveigar og Sigur- jóns, Einari, skólabróður mínum úr Stýrimannaskólanum og síðar traustum samstarfsmanni innan SVFÍ. Þar má nefna störf hans sem formaður svd. Fiskakletts, og stjórnarstörf innan SVF'Í. Öðlingskona er kvödd og heils- hugar þökkuð óeigingjörn störf í þágu slysavarna- og björgunar- mála. Sæmdarhjónunum frú Rann- veigu og Siguijóni á Garðari eru færðar innilegustu þakkir SVFÍ og þeirra minnst í virðingu og þökk. Ástvinum öllum og ættingjum eru sendar dýpstu samúðarkveðjur. Hannes Þ. Hafstein Með láti frú Rannveigar Vigfús- dóttur er gengin merk og mikilhæf kona, sem setti svip sinn á mannlíf- ið í Hafnarfirði um margra áratuga skeið. Frú Rannveig var fædd að Búðum á Snæfellsnesi 5. janúar 1898, dótt- ir hjónanna Vigfúsar Jónssonar og Ragnhildar Gestsdóttur. Hún missti föður sinn aðeins 10 ára gömul og fluttist þá með móður sinni til Reykjavíkur og síðan á Suðurnesin. Systur hennar, Hildur og Katrín, fylgdu á eftir en hálfbróðir Rann- veigar, Gunnar, skósmíðameistari, var þá fluttur til Reykjavíkur. Fram yfír fermingaraldur dvaldist Rannveig með móður sinni suður á Miðnesi en um tvítugt var hugur hennar farinn að stefna til Hafnar- ijarðar, þar sem unnusti hennar, ungur og efnilegur sægarpur, átti heima, Sigutjón Einarsson, sem síð- ar varð kunnur togaraskipstjóri og mikill afiamaður. Siguijón segir frá því í bók sinni að þau hafi 26. október 1918 í ”bæg- um útsynningi” gengið tvö ein út að Görðum, þar sem séra Árni Björnsson gaf þau saman í hjóna- band. Síðan lá leiðin aftur til Hafn- aríjarðar þar sem þau hófu búskap, fyrst í sambýli við foreldra Siguijóns í Gesthúsi, þau Einar ólafsson sjó- mann og Sigríði Jónsdóttur. Þegar þeim óx fiskur um hiygg eignuðust þau sitt eigið húsnæði á Vestur- hamrinum, en 1930 reistu þau myndarlegt íbúðarhús að Austur- göru 40, þar sem heimili þeirra stóð síðan. Fjölskyldan stækkaði og born- in urðu 5: Hulda, Vigfús, sem er látinn, Bára, Sjöfn og Einar. Þegar Rannveig kveður eru afkomendur hennar og Siguijóns orðnir 52. Áhugi Rannveigar á málefnum sjávarútvegsins var strax í upphafi mikill. Hún fylgdist vel með öllu hjá bónda sínum og hélt aflaskýrslur fyrir hann öll skipstjórnarár hans. Er þar um að ræða óhemjumikinn fróðleik fyrir sögu fiskveiðanna við íslandsstrendur. Af því hvað hún fylgdist vel með lífi sjómannsins var henni betur ljóst en öðrum hvar skó- inn kreppti. Slysavarnamálin urðu því snar þáttur í lífi hennar og Sigur- jóns og reyndar allrar fjölskyldunn- ar. Þar var hún í forystu á meðan kraftar entust, formaður Hraunprýði í Hafnarfirði og í stjórn Slysavarna- félags íslands um árabil. Þegar Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, tók til starfa varð Siguijón fyrsti framkvæmda- stjóri og Rannveig húsmóðir þess stóra heimilis. Þau hjónin inntu þar af hendi af miklum dugnaði og sam- viskusemi þýðingarmikið brautryðj- endastarf. Rannveigu var ljóst að nauðsyn- legt er að hver einstaklingur fái sem best notið sín til orðs og æðis. Hún gekk til liðs við stefnu Sjálfstæðis- flokksins, öflug þar sem annarsstað- ar í baráttunni. Hún var fyrsti for- maður Vorboðans, sjálfstæðiskvenn- afélagsins í Hafnarfirði, sem stofnað var 1937, þegar Bjarni Snæbjörns- son læknir var síðast kjörinn þing- maður Hafnfirðinga. Ég kynntist frú Rannveigu og Siguijóni Einarssyni kornungur. Siguijón gegndi farsælum störfum hjá fjölskyldu minni um langan tíma og náin samskipti við börn þeirra urðu til þess að vinátta skapaðist sem ég hefi inetið mikils. Eftir að mér voru falin trúnaðarstörf á vett- vangi þjóðmála naut ég ómetanlegs stuðnings Rannveigar og Siguijóns og fjölskyldu þeirra. Þegar komið er að leiðarlokum kveðjum við frú Rannveigu Vigfús- dóttur með þakklæti fyrir ómetanleg störf hennar. Ég hitti hana fyrir nokkru síðan þar sem hún dvaldist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það mátti vel sjá að tekið var að halla degi, en brennandi áhuginn fyrir málefn- unum sem hún barðist fyrir var óbreyttur. Þegar við kvöddumst brosti hún sínu blíða brosi og bað mig fyrir kveðjur til þeirra sem í baráttunni stóðu. Mér var ljóst að hún var meira en reiðubúin að ganga í „hægum útsynningi” til endurfunda við ástvini sína, sem nú er orðið. Frú Rannveig Vigfúsdóttir er kvödd. Við minnumst Rannveigar og Siguijóns Einarssonar með virð- ingu og þakklæti. Fjölskyldu þeirra eru sendar samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Hún arnrna mín, frú Rannveig Vigfúsdóttir, fæddist að Búðum á Snæfellsnesi 5. janúar 1898. For- eldrar hennar voru Ragnhilduf Gestsdóttir og Vigfús Jónsson. Rannveig giftist Siguijóni Einars- syni, togaraskipstjóra í Hafnarfirði. Þau áttu fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru Hulda, Bára, Sjöfn og Einar. Vigfús sem var barn- anna næst elstur er látinn. Á þessum tímamótum vakna margar minningar um ömmu. Sér- staklega eru það minningar frá æskuárunum sem koma upp í hug- ann en á því tímaskeiði verðum við fyrir varanlegum áhrifum sem end- ast okkur allt lífið. Þá er gott að eiga góða ömmu sem hefur nægan tíma fyrir unga manninn. Sýnir hon- um skilning sem ömmur einar geta og kennir með sögum og tilsögn hvernig eigi að haga sér þegar út í lífið er komið. Þegar ég minnist ömmu nú er eitt öðru fremur sem kemur upp í hugann. Hún amma var alltaf svo fín og reisuleg. Hún hafði mikla ánægju af því að vera prúðbúin. Hún átti sko enga „mjólkurbúðarkápu”. Hún fór hvorki berhöfðuð né hanska- laus úr húsi. Myndin sem upp kemur er af ömmu á tröppunum á Austur- götunni. Hún er í blárri kápu, með hvítan hatt á höfði og hárið er vel snyrt. Slæða er um hálsinn en undir slæðunni er hálsfesti. Á höndum ber hún hvíta hanska og hvít taska hvíl- ir á öðrum handleggnúm. Hún er með hringana sína og hendurnar eru vel snyrtar. Skórnir eru hvítir. Já, hún hafði gaman af að vera prúðbú- in og vel snyrt hún amma. Og jafn prúðbúin var hún nú seinni árin jafn- vel þótt algjörlega rúmföst væri á Hrafnistu. Þá færðist bros yfir brá þegar aðdáun var látin í ljós yfir því hvað kjóllinn væri fallegur sem hún væri í og hvað hár og hendur væru vel snyrt. Ljúfar eru minningar mínar er ég dvaldi hjá ömmu og afa þegar for- eldrar mínir brugðu sér frá t.d. til útlanda. Þá var ávallt te og brauð um tíuleytið á kvöldin áður en farið var í háttinn. Og ekki var hún amma mín að gera athugasemdir við það þótt sykrinum væri heldur ótæpilega bætt út í teið af unga manninum. Það var eitthvað annað en heima hjá pabba og mömmu. Glamrið í pijónunum var róandi undirleikur við tedrykkjuna. Öðru hvoru var síð- an ermin eða bolurinn sem hún var að pijóna borinn við líkama minn til að sjá hvort flíkin myndi passa. Gott var að vera í peysu frá ömmu til að halda á sér hita þegar verið var við leik og störf útivið. Megi mín kæra amma hvíla í friði. Sigurjón Pétursson Kveðja frá Sjálfstæðis- kvennafélaginu Vorboða í Hafnarfirði í dag er til moldar borin frú Rannveig Vigfúsdóttir, sem var ein af stofnendum Sjálfstæðiskvenna- félagsins Vorboða og fyrsti formað- ur þess. Því starfi gegndi hún í 5 ár og átti stóran þátt í framgangi félagsins, sem alla tíð hefur verið eitt sterkasta vígi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Það er með virðingu sem við kveðjum þessa sæmdarkonu og þökkum henni allt hennar fórnfúsa starf. Ættingjum sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Stefanía Viglundsdóttir, formaður. Fleiri minniugargreiimr uni Rannveigu Vigfúsdóttur munu birtast í blaðinu næstu daga. María Krisijáns- dóttir - Minning, Fædd 24. mars 1913 Dáin 5. október 1991 „Það syitir að er sumir kveðja”. (Davíð Stefánsson) Elskulega amma okkar María Kristjánsdóttir er dáin. Hvíldin er komin og hún var tiibúin og sátt. Þessi mikilfenglega kona varð seinni eiginkona afa okkar, Jóhanns Ó. Haraldssonar, tónskálds sem lést árið 1966. Þau giftust um mitt sum- ar 1946 og hafði afi þá verið ekkju- maður frá 1931, tæpum tveimur árum eftir fæðingu föður okkar. Hún amma var okkur allt, við áttum hana — eins og við sögðum — og hún átti okkur. Hún var fast- ur punktur í tilveru okkar, því til hennar gátum við leitað fullviss um að með yfirvegun, ró og kærleik myndi hún leiðbeina okkur, hvert sem tilefnið var. Þá kveikti hún á kerti, hitaði súkkulaði og spila- stokkurinn var aldrei langt undan. Amma var einstaklega vel gefin kona. Hún var bjartsýn og jákvæð, en umfram allt sérstaklega sjálf- stæð. Fáum persónum höfum við kynnst, jafn heilsteyptum og hrein- skiptum og amma var. Hún var lif- andi fordæmi hins góða fyrir okkur systkinin, því það sem hún gerði, sýndi okkur eða sagði með dæmi- sögum, festi í huga okkar þá líf- skoðun að kærleikurinn er ofar öllu. Amma var fáguð og smekkvís kona, það bar fas hennar og fram- koma glöggt vitni um. Það heimili sem hún bjó að Víðivöllum var okk- ur sem heilagt. Þar var hver hlutur á sínum stað og allt frá barnæsku var okkur það ljóst, að ákveðin virð- ing ríkti á þessu heimili tóna og kærleika. Ogleymanleg eru þau skipti þegar við fengum að gista hjá henni og njóta alls hins besta sem hún gaf okkur. Eru þá ekki hvað síst ómetanlegar þær stundir þegar hún fór með kvöldbænirnar með okkur. Þá minnumst við einnig með þakklæti fyrstu jólanna eftir að afi okkar, Jóhann Ó. Haraldsson dó, þegar amma kom og dvaldi á heimili okkar í Löngumýri yfir jólin, eins og hún átti eftir að gera öli jól og áramót sem hún lifði. Fyrir okk- ur börnin var það einn mikilvæg- asti hluti jólanna að fá að njóta nærveru hennar. Um leið og við kveðjum ömmu, þakklát fyrir allar yndislegu stund- irnar sem hún veitti okkur, langar okkur að vitna í litla kverið Leiðar- ljós (í þýð. Grétars Fells); „Vita skaltu, að blómið nær fullum þroska í þögninni á eftir storminum - ekki fyrr en þá.” Þorbjörg, Sólveig Sigur- rós, Svanfríður, María Björk, Katrín Elfa, Eyrún Svava, Jóhann Olafur og Ingvi Rafn Sólveigar og Ingvabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengda- móður og ömmu, RÓSU STEINUNIMAR GUÐNADÓTTUR, seinast til heimilis i Furugerði 1. Starfsfólki Hvítabanósins þökkum við sérstaka alúð og umhyggju. Guðni Hannesson, Anna Ingvarsdóttir, Einar Hannesson, Katrín Pétursdóttir, Guðný Hannesdóttir, Ellen M. Sveins Jóhann Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLMI HELGI ÁGÚSTSSON kennari, Hringbraut 69, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn '17. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Skógræktar- félag Hafnarfjarðar njóta þess. Minningarkort eru hjá Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. Helga Þórarinsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.