Morgunblaðið - 16.10.1991, Side 40

Morgunblaðið - 16.10.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 mmmn TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Ef hárúllurnar halda vöku Þú hlýtur að fá björg-unar- fyrir þér, sofðu þá í stofunni verðlaun Sjómannadagsins! maður ... Þessir hringdu . .. Fjólublátt Muddy Fox hjól Um miðjan ágúst var fjólu- blátt Muddy Fox Pathfinder hjól tekið fyrir utan verslunina á horni Baldursgötu og Óðins- götu. Á hjólinu er hulstur fyrir drykkjarflösku. Tólf ára dreng- ur saknar hjólsins afskaplega. Ef foreldrar hafa séð slíkt hjól í fórum barna sinna eða ein- hveijir hafa rekist á það eru þeir vinsamlegast beðnir að hringja í síma 28783. Lítið pláss í Laugardalslauginni Ingibjörg hringdi og vildi koma á framfæri kvörtun í sam- bandi við Laugardalslaugina. Húr. sagðist hafa farið í sund á laugardagsmorgni og þá hefði helmingur laugarinnar verið frátekinn fyrir sundfélagið Ægi, Hún sagði mjög marga hafa verið í sundi og þrengslin þar af leiðandi mikil. Ingibjörg sagði það vera dónaskap við almenning að auglýsa ekki að einungis hálf laugin væri opin því þá gæti fólk farið eitthvað annað til þess að geta synt. Hjól tapast Hjól hefur tapast frá Engi- hjalla 1 í Kópavogi. Þetta er Euro Star, 22 tommu drengja- hjól, gult og svart á litinn. Fólk er beðið að kíkja í hjólageymsl- ur hjá sér og athuga hvort hjól- ið leynist þar. Finnandi vinsam- lega hringi í Guðbjörgu í síma 46948. Kvenhanskar Svartir loðfóðraðir kven- skinnhanskar gleymdust í af- greiðslu pósthússins í Pósthús- stræti. Eigandi getur komið í. afgreiðsluna og vitjað þeirra þar. BUSAVÍGSLUR Ég er innilega sammála MH- ingnum sem skrifaði um busavígsl- una sína um daginn. Þetta er skemmtileg reynsla og ég hefði eng- an veginn yjljað missa af hönni, Eg er nýnemi í Fjölbrautaskóla Suður- pesja og er því fyrryerandi busi, þ,e,a,s, ég var busuð núna, Hjá okk- ur er fyrsta vikan á haustönn alltaf busavika. Þegar við mættum í skól- ann á mánudaginn voru okkur sett- ar ýmsar reglur. Við máttum hvergi sitja, máttum aðeins nota busastig- ann sem var mjög mjór stigi og fór illa ef maður mætti einhverjum. Einnig áttum við að hlýða æðri nem- um í einu og öllu. Svo þessa viku þurftum við að gera okkur margt til skammar. Skríða á hnjánum og jarma, syngja busablúsinn, bera töskur, raða skóm, þrífa bíla, tína rusl og lengi má áfram telja. Svona hélt þetta áfram út vikuna. Auðvitað voru allir busar niðurlægðir en eng- inn hlaut mein af. Svo rann föstu- dagurinn 13. upp, já, ekki gat dag- urinn verið betri. Eftir kennslu var okkur smalað saman fyrir utan skól- ann og fórum við út í skrúðgöngu um bæinn. Þeir sem voru á svarta listanum, þ.e.a.s. þeir sem höfðu óhlýðnast, voru fremstir í bandi. Þetta var u.þ.b. 15 mín. ganga og þurftum við að vera uppi með hend- urnar alla tímann og á meðan var sprautað á okkur kokteilsósu, rem- úlaði, tómatsósu og sinnepi. Þegar við komum aftur að skólanum voru krakkarnir á svarta listanum fyrst teknir fyrir. Síðan kom að okkur. Það skreið einn í einu og á meðan var sullinu sprautað yfir okkur og síuan var okkur dýft ofan í kar með ísköldu vatni og mygluðum mjólkur- yörum. Þú gast alveg stjórnað með- ferðinni sem þú fékkst, ef þú sýnd- ir engan mótþróa fékkstu góða meðferð en ef þú streittist á móti voru móttökurnar frekar harkalegir. Að þessu loknu vorum við látin skríða í gegnum búr og þurftum við að skríða á dekkjum því þá var miklu erfiðara að skríða og á meðan á því stóð var ísköldu vatni sprautað á okkur. Síðan hlupum við út í íþróttahús, nýnemarnir, fyrrv. bus- ar, fórum hressir og kátir í sturtu og um kvöldið var svo haldið vel- heppnað busaball. Ég hef lesið öll þessi blaðaskrif um busavígslur og tók eftir því að það voru aldrei busar sem skrifuðu, ég veit ekki betur en að það værum við sem vorum þolendurnir, bara einhverjar taugaveiklarar mæður. Þetta er skemmtileg reynsla og ég skora á alla nýnema að segja frá reynslu sinni. Nema pjattrófurnar í Versló! ímyndið ykkur bara kaffiboð hjá ömmu einn sunnudaginn sem engum finnst gaman í. Það hafa engir busar kvartað undan þessu og býst ég við að það sé útaf því hvað þetta er skemmtilegt. Nemandi í F.S. Víkverji skrifar Víkverji velti því fyrir sér, þegar hann hlustaði á umræðurnar um stefnuræðu forsætisráðherra, hvaða sérstakt gildi það hefði, að sumir ræðumenn, eins og Stein- grímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson, lögðu greinilega mikið upp úr því að ganga blaða- lausir í ræðustólinn og flytja ræður sínar af fingrum fram, ef þannig mætti orða það. Vissulega er það gott fyrir stjórnmálamann og skap- ar honum öryggiskennd að hafa þjálfað svo mjög hæfileikann til að flytja ræður, að hann geti flutt heildstseða ræðu blaðalaust í sjón- varpsútsendingu. Hitt skiptir þó einnig miklu, áð það sem sagt er sé einhvers virði og þauihugsað. Verður oft misbrestur á því, ef ræða hefur ekki verið brotin til mergjar með þeim hætti, sem gert er, þegar hún er fest á blað. í þess- \um umræðum er forsætisráðherra bundinn við ritaðan texta, sem hann sendir þingmönnum í trúnaði viku áður en ræðan er flutt. Hann getur því ekki Ieyft sér að tala blaðalaust. Eftir að sjónvarpið kom til sög- unnar litu ýmsir á það sem sérstaka ögrun að geta komið fram á skerm- inum og flutt þar samfellt mál án þess að hafa nokkur blöð við hönd- ina. Auðvitað áttuðu menn sig fljótt á því að slík framganga tryggði ekki alltaf boðlegt efni og þess vegna var fundin upp tækni, sem gerir ræðumönnum kleift að lesa texta án þess að áhorfandinn sé var við það. Þessi tækni er ekki notuð hér þegar fluttar eru ræður en fréttamenn og þulir nota hana við lestur frétta og hún er einnig nýtt, þegar flutt eru ávörp í sjónvarpssal. XXX Auðvelt er að færa fyrir því rök, að ræður manna séu inni- haldsmeiri og betur ígrundaðar, þegar þær hafa verið samdar fyrir- fram. Sumir telja það meira að segja óvirðingu við fundarmenn, ef ræðumenn hafa ekki ritaðan texta í fórum sínum, ef sérstaklega hefur verið boðað til fundar til að hlusta á þá. Slíkt ræðst þó að sjálfsögðu af tilefni og aðstæðum hveiju sinni. Víkverji er eindregið þeirrar skoð- unar, að umræður um stefnuræðu forsætisráðherra séu þess eðlis, að áheyrendur eigi í raun heimtingu á því, að ræðumenn leggi meira upp úr þeim texta sem þeir flytja en leikbrögðum, sem þeir eiga auðveld- ara með að beita, ef þeir tala blaða- laust. xxx * Iræðu sinni gekk Ólafur Ragnar Grímsson alltof langt í því að mati Víkveija að ráðast á eða víkja að nafngreindum mönnum, sem sátu í þingsalnum og áttu þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér á sama vettvangi og ræðumaður. Fjöldi ræðumanna í umræðum um stefnuræðuna er að sjálfsögðu ákveðinn fyrirfram, enda hefur hver flokkur ákveðinn tíma til umráða. Ólafur Ragnar vissi til dæmis mætavel', að Þuríður Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem nú situr á þingi, var ekki á mælendaskrá í stefnuumræðun- um. Þrátt fyrir þetta sá Ólafur Ragnar ástæðu til að víkja sérstak- lega að Þuríði, og eðlilegt hefði verið, að henni gæfist færi á að svara honum. á sama stað og sömu stundu. Það gat hún hins vegar ekki vegna hins sérstaka eðlis um- ræðnanna um stefnuræðuna. Ólaf- ur Ragnar virðist kæra sig kollóttan um eðlilega háttsemi eða tillitssemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.