Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 16.10.1991, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ „Þurhim að þrerfa okk- ur áfram” - segirÞorbergurAðalsteinsson „EG hafði það á tilfinningunni i byrjun að við myndum kaffæra Tékkana, en þá nýttu strákarn- ir ekki færin sín þegar þeir voru einir gegn markverði,” sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari. „Það hentaði okkur vel hvað Tékk- arnir léku vörnina f ramarlega í byrjun, en eftir að þeir breyttu um og fóru að leika flata vörn, lokuðu þeir fyrir skytturnar okkar, þannig að sóknarleikur okkar varð hálfgert hnoð á köfl- um. Og þegar þeir fóru með tvo leikmenn út gegn skyttun- um riðlaðist leikurinn,” sagði Þorbergur. Það vakti strax athygli í byijun leiksins að vinstri vængurinn, þar sem Héðinn Gilsson og Konráð Olavson léku, var máttlítill. Hver er ástæðan? „Það er greinilegt að þeir voru ekki vel SigmundurÓ. Steinarsson skrifar undirbúnir fyrir leikinn. Það er kannski eðlilegt, þar sem þeir komu til landsins frá Þýskalandi daginn fyrir leik og gátu því lítið æft með okkur.” - Var þá ekki eðlilegt að breyta um leikaðferð. Láta Sig- urð Bjarnason ávinstri væng- inn og Óskar Ármannsson í hlut- verk hans, sem leikstjórnanda? „Ég var einmitt að hugsa um að gera þessa breytingu. Þá skoraði Einar Sigurðsson mark með lang- skoti af vinstri vængnum og síðan fóru Tékkarnir að taka menn úr umferð, þannig að ég hætti við það.” - Er það ekki röng taktík að kalla menn heim frá Þýskalandi, til að láta hann sitja á bekknum allan leikinn, eins og Óskar gerði? „Leikurinn þróaðist þannig, að ég taldi rétt að láta Sigurð Bjama- son klára dæmið sem leikstjóm- anda, en það kemur leikur eftir þennan leik. Óskar verður með í seinni leiknum gegn Tékkum.” - Flest mörkin utan af velli komu eftir einstaklingsframtak - langt frá leikkerfum? „Það var kannski eðlilegt eins og leikurinn þróaðist. Við emm að byija keppnistímabilið, þannig að við þurfum að þreifa okkur áfram. Fimm af sex leikmönnum í byijun- arliðinu hafa ekki verið í þessari stöðu áður - það er að segja að byija. Það tekur alltaf tíma að koma leikmönnum inn í leikkerfi, eins og ég var búinn að segja fyrir leikinn. Undirbúningurinn fyrir leikinn var ekki langur. Við náðum þó því sem við ætluðum okkur - að leggja Tékkana” - Þegar á heUdina er litið, þá var það fátt annað sem gladdi augað en samvinna Sigurðar Sveinssonar og Birgirs Sigurðs- sonar. Þú hefur verið ánægður með hana? „Já, ég get ekki annað en verið það. Það var skemmtilegt að sjá sendingar Sigurðar inn á línuna til Birgis. Ég hefði aftur á móti viljað sjá Sigurð skjóta meira utan af velli. Hann þarf tíma til að aðlaga sig landsliðinu á ný.” - Þú getur ekki verið ánægður með markvösluna? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég hef séð markverðina veija betur.” - Gerir þú breytingu á liðinu fyrir seinni leikinn? „Ég er ekki viss um það. Ég ætlaði að láta Gunnar Andrésson spreyta sig, en hann á við meiðsli í mjöðm að stríða.” ISLAND TEKKOSLOVAKIA 18 Fyrri hálfl.: 0:2 1:2 3:5 4:6 6:6 7:6 9:7 9:9 10:1011:10 Seinni hálfl.: 14:10 14:14 18:14 18:15 19:16 19:18 20:18 L E 1 K M E N N : Skot Mörk/ Víti Varið Fram- hjá Stöng Lfnu- send. Fiskað víti Knetti tapað Utan vallar (min.) Nýting (%) Sigurður Sve 1 1 - - - - - - - 100 Birgir Sigurð: wíJ 1 9 7 2 - ' - - 1 1 2 70 Sigurður Bjarnason 10 7 - - 3 - - 2 - 58 Gústaf Bjarnason 1 - 1 - - - 1 - - Sigurður Sveinsson{E) 5 2/1 1 1 1 5 - 1 - 33 Einar Sigurðsson 1 1 - - - - - 1 - 50 Patrekur Jóh annesson r - - - - - - 2 '- Konráð Olav; I" VA 5/ 2 2 - 1 - - 1 2 33 Óskar Árman ftsson rv z - - - - - - - - Héðinn Gilssi P / - - - - - 1 1 2 - Björgvin Rúji arsson L 1 - 1 - - - - - - - Júlíus Gunna rsson - - - - - - - - ■- U A 1. Guðmundur t M í VARIN S | Lang. Horn Lfna Hraö. Víti Gegn. drafnkeléson / J 3 2 0 1 0 0 0 Sigmar Þröstur Óskarsson 3 0 2 0 0 1 0 7 f /LZ> w ■ Áhorfendur: 634 1 MÖRK SKORUÐ 1 Langskot 8 Af línu 5 Vitakast 1 E. gegnumbrot 3 E. hraðaupphl. 2 Úr homi 1 Sóknir Mörk Fyrri hálfl. 21 11 Nýting 52% Seinni hálfl. 20 9 45% SAMTALS 41 20 49% Guðmundur Hrafnkelsson og Sigmar Þröstur Óskarsson vörðu einnig sín hvor þijú skotin, sem knötturinn fór aftur til mótherja. Mörk Tékkóslóvakíu skoruðu: Hezel 4, Holesa 3, Sedlecek 3/3, Liptek 2, Setlik 2, Till 2, Folta 1 og Sama 1. Tékkar voru utan vallar í 10 mín. Dómarar voru Krister Broman og Kent Blademo frá Svíþjóð. Fall ofaní gömlu gryfjuna rað að var byijunarbragur á leik ' leikmanna Islands. Sóknarað- ðir voru ekki nægilega mark- ar og var hraði liðsins oft eins verið væri að leika 75 snúninga mplötu; hægur. í byijun voru menn í eltingaleik við Tékka, náðu að jafna, 6:6, á 20. mín. og komast yfír. Eftir það létu þeir ekki forystuna af hendj. En eins og oft áður varð gamla gryQan til staðar, sem leikmenn áttu erfitt með að komast uppúr. íslendingar skoruðu þijú fyrstu mörkin í seinni hálfleik, 14:10, en þá féllu þeir ofaní gryfjuna - skor- uðu ekki mark í 14.30 mín., eða úr átta sóknarlotum og Tékkar náðu að jáfna, 14:14. Við það vökn- uðu leikmenn íslenska liðsins við vondan draum - skoruðu fjögur mörk í röð og eftir það var ekki aftur snúið. „Okkur vanrar'meiri samæfingu,” sögðu þeir Birgir Sigurðsson og Sigurður Sveinsson, en samvinna þeirra gladdi áhorfendur, sem vöru ekki margir. Sigurður átti fimm snjallar línusendingar á Birgi, sem gáfu mörk. Sigurður Bjarnason sýndi mikið einstaklingsframtak og skoraði sjö mörk eins og Birgir. Morgunblaðið/Sverrir Birgir Sigurðsson átti góðan leik á línunni og skoraði sjö mörk gegn Tékkum í gærkvöldi. ÍÞfémR FOLK U ÍSLAND og Kýpur leika vin- áttulandsleik í knattspyrnu í Larnaca á Kýpur í dag. Leikurinn hefst kl. 18 að staðartíma eða kl. 16 að íslenskum tíma. ■ ANDREAS Michaelides er nýráðinn þjálfari Kýpurmanna og stjórnar hann Iandsliðinu í fyrsta sinn í dag. r— ■ VÖLLURINN í Larnaca tekur um 10.000 manns í sæti en gert er ráð fyrir 1.000 til 2.000 áhorf- endum. Á úrslitaleik í deildinni hér á síðasta keppnistímabili mættu um 20.000 áhorfendur og 8.000 til 10.000 manns eru að meðaltali á deildarleikjum. ■ ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, er slunginn í skákinni og tekur gjarnan taflið með í keppnis- ferðir. Nú er brids hins vegar spil s_pilanna, taflið var skilið eftir, en Ásgeir tók í spil ásamt fleirum í gærkvöldi. ■ CIBONA Zagreb, sem lék við Njarðvíkinga í 1. umferð Evrópu- keppninnar í körfuknattleik, mun leika heimaleiki sína í keppninni á Spáni eins og reyndar tvö önnur lið frá Júgóslavíu, Slobodna Dalmacija Split og Partizan Belgrad, hafa ákveðið að gera vegna ástandsins heimafyrir. Ci- bona og Slobodna Dalmacija eru frá Króatíu, en Partizan er frá Serbíu. Liðin munu leika í La Cor- una, Puerto Real og Fuen la Brada. ■ SÖREN Lerby, nýráðinn þjálf- ari Bayern Miinchen, hefur beðið Klaus Augenthaler að koma sér til aðstoðar og byija að leika aftur með liðinu. „Það yrði frábært ef Klaus segði: já,” sagði Lerby í. gær. „Undir þessum kringumstæð- um er Klaus mjög mikilvægur fyrir liðið með alla sína reynslu. Hann hefur kynnst öllum hliðum knatt- spyrnunnar í gegnum árin.” Aug- enthaler lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil, eftir að hafa leikið í 15 ár með Bayem.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.