Morgunblaðið - 20.10.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.1991, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C 239. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þrettán milljarða ríkisstyrkur eftir svörtustu viku norskrar bankasögu: Sparifé rifið út í snatd af ótta við gjaldþrot Kreditkassen Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA bankakerfið á nú í sínum mestu þrengingum frá því í kreppunni miklu á fjórða áratugnum og hefur ríkisstjórnin ákveðið að grípa inn og veita 13 milljörð- um norskra króna (nær 120 milljörðum ÍSK) í neyðaraðstoð til þeirra banka sem verst standa. Einna verst er ástandið hjá næst stærsta viðskiptabanka Noregs, Kreditkassen. Hefur sá banki tapað 42.270 norskum krónum á mínútu síðustu þrjá mánuði og er hallinn á rekstri nú hvorki meira né minna en 5,3 milljarðar. Sigbjorn Johnsen fjármálaráðherra hefur verið hrósað ákaft fyrir neyðaraðstoðina við bankana sem hann kynnti Stórþinginu á dög- unum. Þingmenn sátu þungir á brún meðan ráðherrann flutti ræðu sína en á þingpöllum sátu bankastjórar og fylgdust skömmustuleg- ir með er áframhaldandi rekstur fyrirtækja þeirra var tryggður með ríkisfé. Undanfarin ár hafa verið ein stanslaus martröð fyrir norska banka og ríkið hefur æ ofan í æ þurft að ákveða aðstoð þeim til handa svo milljörðum norskra króna skiptir. Kreppan undanfama viku á sér hins vegar ekkert fordæmi. Vítisvika bankanna hófst á mánudag þegar kauphöllin í Ósló ákvað að stöðva viðskipti með hlutabréf í Kreditkassen. Hafði stjórn fyrirtækisins þá tilkynnt að alit hlutafé í einkaeign í bankanum, 500 millj- ónir norskra króna að nafnvirði, væri tapað. Einna sárast var tap hinnar 82 ára gömlu Else Marie Holm en hún og eiginmaður henn- ar höfðu alla sína ævi sparað dyggilega. Höfðu þau fest ævisparnað sinn, 214 þúsund norskar krónur (nær tvær milljónir ÍSK) í hlutabréfum í Kreditkassen. Frá þriðjudegi til föstudags gerðu við- skiptavinir áhlaup á útibú Kreditkassens og tóku út sparifé sitt til að geta geymt það á „öruggari” stað. Á þremur dögum var tekinn út 1,1 milljarður norskra króna og fólk lýsti því unnvörpum yfir að það vildi ekkert frekar hafa saman við „Konkurs-kassa” að sælda eins og bankinn er nú nefndur manna á m'eðal. Margir stjórnmálamenn hafa farið fram á að gerð verði opinber rannsókn á fjárreiðum Kreditkassen og fjármálaráðherrann lét þess skýrt gelið í Stórþingsræðu sinni að nú væri það forgangsverkefni að kanna til hlítar hvort lög hefðu einhvers staðar verið brotin. Fleiri bankar eru einnig í miklum kröggum og er talið að Den Norske Bank og Fokus Bank þurfi aðstoð svo milljörðum nemi. ^ Morgunblaðið/Árni Sæberg GRÆNALON UNDIR SKEIÐARÁRJÖKLI Séð yfir Grænalón undir Skeiðarárjökli. Fjær sést Öræfajökull I hlaup koma úr Grænalóni og þá lækkar yfirborð vatnsins um og þar gnæfir Hvannadalshnúkur, hæsta fjall landsins. Súlu- I marga metra. Lítið er í lóninu vegna nýlegs Súluhlaups. Hermikráka bauð mönnum ráðherrastóla Portúgalska dagblaðið Tal e Qual, sem ekki er þekkt fyrir ábyrga frétta- mennsku, gerði mörgum háttsettum stjórnmálamönnum og fréttaskýrend- um grikk á dögnnum. Fékk blaðið hermikrákuna Joao Canto e Castro til að hringja í fimmtán einstaklinga og líkja eftir forsætisráðherranum Anibal Cavaco Silva. Bauð „forsætis- ráðherrann” mönnunum sæti í ríkis- stjórn sinni en búist er við að tilkynnt verði um hana á næstunni. Allir nema einn féllu fyrir boðinu og voru marg- ir áfjáðari í ráðherrastólinn en góðu hófu gegnir. Einungis Henrique Granadeiro, aðstoðarmaður Eanes fyrrum forseta, sá í gegnum gabbið. „Þér náið rödd forsætisráðherrans ótrúlega vel. En þér hafið samt ekki erindi sem erfiði,” var svar hans við boðinu. Var sumum símtalanna út- varpað af útvarpsstöð í Lissabon. Osonþynningin drepur plöntur Danskir vísindamenn segjast hafa sannanir fyrir því, í fyrsta sinn, að þynning ósonlagsins sé farin að valda dauða lífvera á jörðinni. Er um að ræða fléttur eða svokallaðan hrein- dýramosa en hann er deyjandi og dauður á stóru svæði fyrir norðan Thule á Grænlandi. Vísindamennirnir segja, að fyrst sýkist flétturnar og verði svartar og visni síðan og deyi. Hafa þeir sýnt fram á með tilraunum, að um er að kenna of miklu af útfjólu- bláum geislum, sem aðeins er hægt að rekja til þynningar ósonlagsins. • • Oll kjarnavopn frá S-Kóreu? Bandarísk sljórnvöld ætla að fjar- lægja öll kjarnavopn sín frá Suður- Kóreu, að sögn dagblaðsins Washing- ton Post. George Bush forseti skýrði frá því í lok september að skamm- dræg kjarnavopn sem skotið er frá jörðu yrðu flutt frá landinu. Talið er að ákvörðun Bandaríkjamanna verði til þess að auka enn þrýstinginn á Norður-Kóreu um að hætta við að smíða kjarnorkusprengju. Kommún- istastjórn Kim 11 Sungs neitar því að hún sé að gera slíkar tilraunir en hafnar því jafnframt að fulltrúar Al- þjóðakjarnorkustofnunarinnar fái að skoða tilraunastöðvar landsins. SKOTio ÚT I LOFTIÐ VIDIIRDIIM OLL ADÞOLA SPEMVliA 16 18 SiGURBROS ÁVÖR c SIDASTA FREISTINGIN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.