Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1991 Samstarf um slysavarnir og björgunarstörf: . Hópur frá SVFI til náms og þjálfunar í Bretlandi Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason í Grindavík, einn af mörg-um björgunarbátum SVFÍ, kom við sögu við björgun tveggja sjómanna við Reykjanes fyrir nokkru. TÓLF manna hópur á vegnm Slysavarnafélags íslands fer til Bretlands á mánudag til að taka þátt í fimm daga námi og þjálfun fyrir áhafnir á harðbotna, hraðskreiðum björgunarbátum. Þá heimsæk- ir hópurinn ýmsar björgunar- stöðvar og kynnir sér fram- leiðslu björgunarbúnaðar. Hannes Þ. Hafstein, forstjóri Slysavarnafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að náið samstarf SVFÍ við erlenda aðila hefði reynst mjög gagn- legt. „Fyrsti formaður félagsins, Jón Bergsveinsson, fór til Norð- urlandanna tii að kynna sér sjó- slysavarnir og björgunarstörf og til Englands, þar sem hann kynnti sér starf Royal National Lifeboat Institution, sem er elst hinna fijálsu félagasamtaka, er starfa á þessum vettvangi," sagði hann. „í Englandi fræddist Jón einnig um hinar nýju línu- byssur, sem kenndar voru við hönnuðinn,. William Schermuly. Á grundvelli þekkingar þeirra, sem Jón aflaði sér í þessum ferð- um, var starfsemi SVFÍ mótuð í upphafi, bæði með tilliti til slysavarna og björgunarstarfa. SVFÍ hefur átt aðild að alþjóða samtökum um björgunarbáta frá árinu 1932 og frá árinu 1983 hafa félagar úr slysavamadeild- um víðast hvar af landinu farið til Skotlands til þjálfunarferða. Við höfum ávallt átt mikil og góð samskipti við björgunarmið- stöðvar bresku strandgæslunnar og stjómstöð danska flotans í Færeyjum. Þá má ekki gleyma samstarfinu við þyrlu- og björgunarsveit vamarliðsins, allt frá stofnun hennar árið 1971.” í beinu framhaldi af þjálfunar- ferðunum til Skotlands ákvað stjórn SVFÍ að sækja um aðild að Alþjóðasamtökum um sjó- björgunarþjálfun og var umsókn- in samþykkt frá 1. janúar 1985. Hannes á sæti í framkvæmda- stjórn samtakanna. Hannes sagði að á námskeið- inu í Bretlandi, sem haldið er á Isle of Wight, yrði sérstaklega fjallað um flutning sjúkra og slasaðra og um samstarf þyrlu og björgunarbáta við leit og björgun. Hópurinn fær sömu þjálfun og þekkingu og Royal National Lifeboat Institution krefst af áhöfnum sinna báta. Að þessu fimm daga námskeiði loknu fer hópurinn í heimsóknir til nokkurra björgunarstöðva og í heimsókn til höfuðstöðva RNLI. Þá verður framleiðsla línubyssa, merkjaskota og neyðarblysa skoðuð. í þessum tólf manna hópi verða slysavamamenn frá Reykjavík, Akranesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík og Sand- gerði. • „Samstarf við erlenda aðila í fræðslumálum hefur haft gífur- lega þýðingu fyrir SVFÍ. Slysa- vamaskóli sjómanna er til dæmis bein afleiðing þjálfunarferðanna til Skotlands frá 1983, enda hafa allir leiðbeinendur við skólann hlotið þjálfun sína þar,” sagði Hannes Þ. Hafstein, forstjóri Slysavamafélags íslands. Heimsmethafar heiðraðir Sigrún Huld Hrafnsdóttir á 7 gildandi heimsmet í sundi Morgunblaðið/KGA Heimsmethafarnir sem fengu viðurkenningu frá íþróttasambandi Fatlaðra í gær. Frá vinstri: Hrafn Logason, Haukur Gunnarsson, Guðrún Ólafsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Gunnar Þór Gunn- arsson, Sigrún Pétursdóttir, Lilja María Snorradóttir, Kristín Rós Hákonardóttir, Geir Sverrisson og Ólafur Eiríksson. IÞRÓTTASAMBAND Fatlaðra heiðraði á föstudag núverandi og fyrrverandi heimsmethafa sambandsins. Nýlega hafa verið staðfest 7 heimsmet fatlaðra frá mótum sumarsins og hafa nú 12 íslendingar náð þessum glæsilega árangri. Sigrún Huld Hrafnsdóttir á nú sjö heimsmet í flokki þroskaheftra í sundi. Ólafur Jensson, formaður ÍF, sagði við athöfnina sem fór fram í Perlunni, að þessir einstaklingar hafí sýnt mjög gott fordæmi fyrir aðra fatlaða íþróttamenn og hafi öll sýnt prúðmannlega framkomu og væru landi sínu til sóma. Hann afhenti síðan þeim 12 einstakling- um sem sett hafa heimsmet silfur- merki ÍF. Starf IF er orðið mjög viðamik- ið og sagði Ólafur að fjárhagsáætl- un sambandsins fyrir þetta starfs- ár væri upp á 22 milljónir. Þar af kæmu 7 milljónir frá ríkinu og 800 þúsund frá Lottóinu. Mismun- inn þyrfti sambandið sjálft að afla sér. Stjórnin er með margt á pijón- unum í sambandi við fjáröflun og á næstunni kemur út vandað rit um starfsemi ÍF og hinna ýmsu félaga um land allt. Hann sagði að starf ÍF hafi mætt skilningi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem stutt hafi vel við bakið á fötluðu íþróttafólki á undanförnum árum. Eftirtaldir einstalingar eiga gildandi heimsmet í sundi í flokki fatlaðra: Ólafur Eiríksson, ÍFR, í 200 og 400 m skriðsundi. Geir Sverrisson, UMFN, í 100 m bringusundi Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, í 100 m baksundi og bringusundi. Rut Sverrisdóttir, Óðni Akur- eyri, í 200 m baksundi. Lilja María Snorradóttir, SH, í 100 m skriðsundi. Sigrún Pétursdóttir átti met í 400 m skriðsundi og Jónas Óskarsson, ÍFR, átti met í 100 m baksundi, en þau met eru nýlega fallin. Frjálsar íþróttir fatlaðra: Haukur Gunnarsson, KR, á heimsmetið í 100 metra hlaupi í flokki spastískra. Eftirtaldir einstaklingar eiga heimsemt í flokki þroskaheftra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, í 50, 100 og 400 m skriðsundi, 50 og 100 m bringusundi, 100 m baksundi og 200 m fjórsundi. Guðrún Ólafsdóttir, Ösp, í 50 og 200 metra baksundi. Gunnar Þór Gunnarsson, Suðra, í 50 m flugsundi og 200 m fjór- sundi. Hrafn Logason í 100 m flug- sundi. Árangur Sigrúnar H. Hrafns- dóttur verður að teljast frábær þar sém hún á heimsmet í 7 greinum af 11 sem keppt er í. Borgarstjórn: Tillögu um endurskoð- un launakerfís vísað frá TILLÖGU borgarfulltrúa Kvenn- alistans um að launakerfi starfs- manna Reykjavíkurborgar verði tekið til endurskoðunar nú í upp- hafi samninga, var vísað frá á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dagskvöld með tíu atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn fiinin atkvæðum fulltrúa minni- hlutans. Tillögu Elínar Ólafsdóttur var vísað frá á þeim forsendum að Reykjavíkurborg teldi það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að hafa for- ystu um kjarasamninga og móta almenna launastefnu. í frávísunartillögunni sagði: „í þeim kjarasamningum sem í hönd fara mun Reykjavíkurborg leggja megináherslu á að það jafnvægi í efnahagsmálum sem náðst hefur frá gerð síðustu samninga haldist áfram enda er það vísast til að tryggja kaupmátt launa. Á þessu stigi er ekki efni til að annar samningsaðili taki einhliða ákvörð- un um einstaka þætti væntanlegra kjarasamninga eins og tillaga full- trúa Kvennalistans gerir ráð fyrir.” Landlæknisembættið: 66 greindir með HlV-smit 66 einstaklingar höfðu greinst með smit af völdum HIV hér á landi í lok september sl. Er það einum fleiri frá síðasta yfirliti í lok júlí síðastliðinn. Það sem af er árinu hafa því sjö einstaklingar greinst með HIV smit og af þeim hafa fjórir greinst með alnæmi. Á landinu hafa því greinst samtals tuttugu einstaklingar með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, segir í frétt frá landlæknisembættinu. Ellefu þeirra eru látnir. Skeiðmeistaramótið í Austurríki: Sautján Islendingar meðal þátttakenda Skeiðmeistaramótið sem að þessu sinni er haldið í Austurríki er hafið. Mótið sem eingöngu er ætlað fimmgangshestum er nú í fyrsta sinn haldið utan Þýska- UMFÓ '91: Teiknisam- keppni 10- 12 ára barna Teiknimyndasamkeppni tíu, ellefu og tólf ára barna í Grunnskólum Reykjavíkur stendur nú yfir. Nýja sendibíl- astöðin efnir til samkeppninn- ar en viðfangsefnið er umferð og fólk, séð með augum barn- anna, og ber hún nafnið UMFÓ ’91. . Teiknisamkeppnin er haldin í samvinnu við Umferðarráð og Samtök áhugafólks um bætta umferðarmenningu. Teiknisamkeppnin hófst 11. október sl. og lýkur þann 24. október. Myndefni er fjórskipt, vetur, sumar, vor og haust. 14 bestu myndirnar munu prýða almanak Nýju sendibílastöðvar- innar fyrir árið 1992. Úrval mynda úr samkeppninni verður til sýnis í Kringlunni að lokinni keppni. Verðlaun eru í boði í sam- keppninni alls að verðmæti 175.640. Fern 1. verðlaun eru vöruúttekt frá versluninni Útilíf í Glæsibæ og L.A. Gear-umboð- inu, hver að verðmæti 25.000. Fern 2. verðlaun eru Hexaglot tungumálatölvan frá I. Guð- mundsson og Co. hf., hver að verðmæti 8.960. Auk þess verða veitt 20 aukaverðlaun, CASIO FX-82 vasatölvur, hver að verð- mæti 1.990. Að lokinni keppni tekur 5 manna dómnefnd til starfa, en hana skipa: Guðjón Sveinbjörns- son, Skúli Gunnsteinsson, Val- gerður Skúladóttir, Sigurður Helgason og Ragnheiður Dav- íðsdóttir. Þegar dómnefnd hefur lokið störfum, munu úrslitin kynnt og verðlaun afhent með viðhöfn. Sérstakir stuðningsaðilar keppninnar eru Olís, Osram- umboðið - Jóhann Ólafsson og Co. og Sólning hf. (Úr fréttatilkyniiingu) lands. Keppt verður í tölti 1:1 sem var kynningargrein á heims- meistaramótinu í sumar. Keppn- isgreinin er sérstaklega ætluð fyrir fimmgangshesta. Þá verður keppt í 150 og 250 metra skeiði og í framhaldi af því verður skeiðmeistarakeppni þar sem Ijórir keppendur í 250 metra skeiði keppa til þrautar um skeið- meistaratitilinn sem orðinn er tals- vert eftirsóttur titill. Fjórir næstu mæta í B-úrslit og keppa um 5. til 8. sæti. Gæðingaskeið verður meðal keppnisgreina og eru að venju farn- ir tveir sprettir en tíu efstu mæta í sérstaka úrslitakeppni þar sem hver keppandi fer tvo spretti. Keppt er í A-flokki gæðinga og fimm- gangi og fara fimm efstu í hvorri grein í A-úrslit og fimm næstu í B-úrslit. Um sautján íslendingar voru skráðir til leiks á mótinu og voru það bæði íslendingar búsettir er- lendis og hérlendis, má þar nefna menn eins og Trausta Þór Guðmundsson sem mætir með stóð- hestinn Blakk frá Hvítárbakka, en hann var sem kunnugt er í úrslitum á fjórðungsmótinu í sumar, Tómas Ragnarsson mætir með Snúð frá Brimnesi, en þeir áttu að keppa í fimmgangi á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð en Snúður heltist þá og ekkert varð af þátttöku í þeirri grein. Þá verða þarna Revnir Aðal- steinsson, en hann varð skeiðmeist- ari 1989, Sigurbjörn Bárðarson, Hinrik Bragason, Birgir Gunnars- son, Jón Steinbjörnsson, Gunnar Örn ísleifsson og Jón Pétur Ólafs- son auk annarra. Mótinu lýkur síð- degis á sunnudag. V.K. Akureyri: Tvær stúlk- ur fyrir bíl TVÆR stúlkur urðu fyrir bíl á gangbraut við Þingvallastræti á Akureyri í fyrrinótt. Meiðsli þeirra reyndust minni en óttast var í fyrstu, að sögn lögreglu. Slysið varð um klukkan hálfeitt. Stúlkurnar gengu yfir gangbraut við umferðarljós en gult ljós blikk- aði á vitunum. Þær voru fluttar á sjúkrahús en að sögn lögreglu voru meiðsli þeirra minni en talið var í fyrstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.