Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 12
 SKOT 9JT í LOFTIÐ að framkvæmdum ljúki, verður 26% hærri en áætlunin gerði ráð fyrir. I þessu tiltekna verkefni verður að líta til þess að borgarstjóri iagði á það þungá áherslu að verkið yrði unnið hratt. Þess vegna var valin sú leið að byggja um leið og hönnun færi fram sem hefur auðvitað áhrif á nákvæmni áætlana. Algengast er að hönnunarvinnu sé lokið áður en framkvæmdir hefjast og þá eru for- sendur til að gera áætlanir mun betri en ella og frávik algeng upp á 10%. Mér finnast á hinn bóginn frávik ráðhússins nú upp á 26% fullkomlega ásættanleg vegna þess hversu flókiri byggingin er,” segir Stefán, en þess má geta að hönnurr lýkur væntanlega ekki fyrr en 1. desember nk. „Það að byggja og hanna á sama tíma hefur bæði kosti og galia,” seg- ir Stefán. „Ég tel mjög vafasamt í stórum mannvirkjum að ætla að teikna hveija einustu teikningu fyrir- fram þannig að hægt sé að sjá mann- virkið á borðinu áður en byrjað er á framkvæmdum. Undirbúningsvinna tæki mörg ár og hefði í för með sér mikinn kostnað. í sumum tilvikum getur verið hagstæðast að afla til- boða um leið og nægilegar forsendur liggja fyrir svo hægt sé að verð- leggja þó mikili hluti teikninga sé ógerður. Borgarleikhúsið, til dæmis, var byggt á fjórtán árum. Það hús var mjög flókið í byggingu og hönn- uðir treystu sér aldrei til þess að vera mjög langt á undan fram- kvæmdinni. Sannleikurinn er sá að enn er ekki búið að ljúka teikningum af því húsi þvi eftir ef einn áfangi, veitingaaðstaða og setustofa á neðstu hæð og búningaaðstaða í kjallara. Það hús lenti hinsvegar ekki í umræðunni af því að það var ekki eins mikil pólitísk deila um það verkefni, eins og nú er með ráðhús og Perlu svo dæmi séu nefnd. Upp: bygging í Viðey fór langt fram úr áætlunum því þar lá alls ekki Ijóst fyrir hvað menn ætluðu sér að gera í Viðey þegar framkvæmdir hófust. Þar vantaði forsendur í upphafr og þvt ekki við þá að sakast sem gera áætlanir,” segir Stefán. Rekstrarhagfræðin, sagan og raenningin Skilyrðin fyrir því að verkefni tak- ist geta verið mismunandi, að sögn Stefáns. „Ef einkafyrirtæki, sem er í framleiðslu- eða sölumennStu, er að byggja upp sitt atvinnuhúsnæði, er það mjög mikilvægt að. kostnað- aráætlun standist því það er forsend- an fyrir því að það fyrirtæki verði áfram í rekstri. Menn verða því í þeim geira að Ieggja mun meiri áherslu á peningaþáttinn heldur en hið opinbera gerir. Skilyrði rekstrar- hagfræðinnar vega því ekki eins þungt í framkvæmdum hins opinbera þó óneitanlega berj þar að vanda til kostnaðaráætlana. Mun mikilvægara er að menningarlegum áherslum sé sýnd virðing þegar kemur að opinber- um byggingum og er Viðey gott dæmi um það. Þar erú menn sam- mála um að söguna og menninguna beri að setja á stall umfram þau sjón- armið hvort hægt sé að reka þar viðskipti eða ekki svo hægt sé að borga upp stofnkostnað. Og markm- iðið með opinberum byggingum, sér- staklega í menningargeiranum, er að þær megi vera til yndisauka og ánægju fyrir íbúa oggesti borgarinn- ar,” segir aðstoðarborgarverkfræð- ingur. Einhver áætlun betri en engin „Kostnaðaráætlanir eru spádómur fram í tímann og á sérhvetju stigi er einhver áætlun betri en engin,” segir Gunnar Torfason ráðgjafaverk- fræðingur. „Mjög algengt er að verk sé illa skilgreint frá hendi verkkaup- ans og að stöðugt sé verið að grípa til óvæntra ákvarðana. í öðru lagi er algengt að hönnun sé mjög skammt á veg komin þegar fram- kvæmdir hefjast þannig að kostnað- aráætlanir byggjast á ágiskunum fremur en útreikningum. Ef vilji er fyrir því að hafa áhrif á kostnað verksins, er besti mögúleikinn til þess á forhönnunarstiginu. Næstbest er að hafa áhrif á hönnunarstiginu, en síðan minnka möguleikarnir eftir því sem framkvæmdinni miðar áfram. í þriðja lagi bregðast áætlan- ir vegna þess að það vantar raunhæf- ar kostnaðaráætlanir. Fjármagn hef- ur ekki verið tryggt til enda og greiðsluáætlun hefur ekki verið gerð, en greiðsluflæði til verksins þarf að haldast í hendur við framkvæmda- áætlunina. í fjórða lagi gerist það að pólitíkusar vilja koma verki í gang sem þolir ekki að það sé skoðað til enda. Og loks geta komið til vanhæf- ir ráðgjafar, sem geta verið af tvenn- um toga að mínu mati. Annars vegar er um að ræða ráðgjafa, sem von- andi ómeðvitað, taka að sér verkefni sem þeir ekki valda og hinsvegar ráðgjafar, sem hafa ekki nægilegt hugrekki til að standa við áætlanir sínar og láta því segja sér hvað verk- ið eigi að kosta þó þeir viti betur. Þeir láta stjórnmálamenn nota sig í pólitísku valdatafli,” segir Gunnar. Hann segir nauðsynlegt að fagmenn njóti trausts í þjóðfélaginu og því þurfi að tryggja að ráðgjafar og hönnuðir séu starfi sínu vaxnir. Hægt væri til dæmis að taka upp frammistöðumat annars vegar og verkfræðilegt gæðamat hinsvegar. 10-15% skekkjumörk Verkfræðingar vilja vel flestir hafa þann háttinn á að skipta sinni undir- búningsvinnu upp í þrjá til íjóra þætti, að sögn Péturs Stefánssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Al- mennu verkfræðistofunnar. „Að und- angenginni rannsóknarvinnu, er byrjað á frumáætlun svokallaðri þar sem að settar eru fram hugmyndir um lausn á aðalatriðum viðfangsefn- isins, svp sem stærð húss, efni og búnað. í lok slíkrar frumáætlunar er sett fram kostnaðarvísbending, sem gengur undir nafninu þriðju gráðu kostnaðaráætlun, en á því stigi liggja þó hvorki fyrir upplýsingar um efnismagn né vinnumagn við viðkom- andi framkvæmd. Leitað er hlið- stæðna í öðrum verkefnum, sem þekkt eru ef slíkar hliðstæður liggja á annað borð fyrir. Eins og gefur að skilja eru slíkar vísbendingar háð- ar mikilli óvissu og því gefum við gjaman upp 30-50% óvissu á þriðju gráðu kostnaðaráætlun því nákvæm- ari áætlun er ekki hægt að gera á þessu stigi þar sem verkið hefur ekki verið skilgreint. Dæmið er lagt fyrir verkkaupann og ef hann ákveð- ur að halda áfram með viðkomandi hugmynd, kemur að næsta stigí, sem við köllum forhönnun. Mannvirkið er teiknað upp í aðalatriðum. Skil- greindar eru helstu stærðir og frá- gangur, hvaða búnaður eigi að vera í húsinu og hvaða efni og vélbúnað skuli nota í framkvæmdinni. í lok þeirrar skilgreiningar er gerð annarr- ar gráðu kostnaðaráætlun sem í fel- ast 20-25% skekkjumörk. Ef verk- kaupinn er ennþá sáttur, kemur að þriðja stiginu í hönnuninni, en í því felast hinar raunverulegu vinnu- teikningar og fullnaðarhönnun. Því stigi lýkur venjulega með gerð út- boðsgagna og þegar þeirri vinnu er lokið, er búið að skilgreina húsið til hlítar. Þá fyrst er hægt að vinna endanlega kostnaðaráætlun, svokall- aða fyrstu gráðu kostnaðaráætlun og við teljum, að ef vel er að verki staðið, sé hægt að gera endanlega áætlun, sem hefur að geyma 10-15% óvissu. Nær sannleikanum verður ekki komist í endanlegri áætlana- gerð, að okkar mati,” segir Pétur. Gífurlegt þekkingaratriði „Aftur á móti koma margar ástæður upp þegar um það er rætt af hveiju áætlanir' standist ekki,” segir Pétur. „Meginorsakirnar eru þær að mannvirki breytast á hönnun- artímanum eftir að frumáætlun er Perlan í Öskjuhlíð hefur farið rúmlega tvöfalt fram úr áætlunum frá 1988 og er kostnaður við hana komin í um 1.600 milljónir króna. gerð og því er fyrstu gráðu kostnað- aráætlunin oft og tíðum í allt annars konar mannvirki en byijað var á upphaflega sem er eðlileg þróun í hönnuninni. í öðru lagi vill fram- kvæmdin sjálf verða á annan veg en ráð var fyrir gert í upphafi, t.d. að verkkaupi velji sér óhagkvæman framkvæmdatíma og öfgarnar í því geta verið á báða bóga. Of stuttur tími leiðir til nætur- og helgidaga- vinnu og þess að ekki vinnst tími til að gæta hagkvæmustu innkaupa, t.d. með útboði á efni eða öðru slíku. Of langur byggingartími hefur á hinn bóginn í för með sér mikinn fastan kostnað við framkvæmdina og á til dæmis við um Þjóðarbókhlöðuna, sem enn er í byggingu vestur í bæ. Það er hinsvegar ekki í verkahring fagfólksins að ákveða tímasetningar, heldur er það ákvörðun verkkaupans hveiju sinni og auðvitað reyna fagað- ilar eftir megni að þjóna sínum við- skiptavinum með því að uppfylla ósk- ir þeirra. Þess eru og mýmörg dæmi að byijað er á byggingum áður en búið er að fullhanna þær og fínnst okkur fagfólkinu sú aðferð mjög óæskileg. Við kjósum að fara þennan hefðbundna hönnunarferil á enda áður en byijað er á framkvæmdinni sjálfri þar sem sú staðreynd blasir við að hvert stig í hönnuninni leiðir af sér nákvæmari áætlanir. Þannig kjósum við að vinna og mælum ekki með öðrum vinnubrögðum. Þriðja orsökin er sú að of oft eru áætlanir ekki nægjanlega vel unnar. Ég get því miður ekki fríað stéttina af því. Gerð kostnaðaráætlana er gífurlega mikið þekkingar- og reynsluatriði og ekki nema á færi þeirra, sem búa yfir hvora tveggja. Mér finnst það vera ósanngjöm krafa að allir í fag- inu búi yfir því að geta gert nákvæm- ar áætlanir. Að mínu mati þarf tíu til fimmtán ára reynslu til að vera vel þjálfaður kostnaðaráætlunarsér- fræðingur enda er sérhæfing mikil innan greinarinnar. Eitt er að.vera heimilislæknir, annað er að vera hjartaskurðlæknir. Það sama má segja um okkar fag,” segir Pétur. Þröngar skorður „Fyrst og fremst fara áætlanir úr böndunum vegna þess að nægileg gögn liggja ekki fyrir þegar áætlana- gerðin fer fram,” segir Jóhann Berg- þórsson, forstjóri Hagvirkis. „í annan stað koma til breytingar á bygging- artímanum sem eru mjög dýrar. Sá hringlandaháttur er hvorki verk- kaupa né verktaka í hag. Ég tel að það skorti ekkert á fagþekkingu hér- lendis. Hinsvegar þurfa fagmenn all- ar forsendur til að gera góðar áætl- anir svo og tíma til að inna verkið af hendi. Verkkaupar, sem gjarnan era stjórnmálamenn í þessum stóru dæmum, setja mönnum svo þröngar skorður að þeir hafa ekki tíma til að fullvinna hluti þannig að eitthvað raunhæft komi út úr áætlanagerð- inni. Og á hinn bóginn era fagmenn svo hallir undir ráðamennina að þeir þora ekki að hreyfa við mótmælum,” segir Jóhann. „Það er erfitt að segja til um hver eðlileg skekkjumörk áætlana megi Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Þegar lokaáfanganum verður náð í Borgarleikhúsinu sem áætlaður er upp á 70 milljónir verður heildarkostnaður við byggingu Borgar- leikhúsið nálægt tveimur milljörðum króna á núvirði. Það þýðir að byggingin hefur farið 25% fram úr upphaflegum áætlunum sínum, en leikhúsið var fimmtán ár í byggingu. Morgunblaðið/RAX Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri segist ekki geta sagt til um það hversu mikið Seðlabankabyggingin hafi farið fram úr kostnaðaráætl- unum, enda var ljóst frá upphafi að ekki var til nein traust áætlun um heildarkostnaðinn. Ráðhús Reykjavíkurborgar hefur nú þegar farið 26% fram úr þeirri kostnaðaráætlun, sem ráðamenn borgarinnar miða við og var gerð árið 1989. Upphafleg kostnaðaráætlun, frá 1987, var að sögn þáver- andi borgarstjóra „skot út í loftið”. Heildarkostnað við byggingu ráðhúss áætla menn að verði tæpir þrír milljarðar þegar upp verður staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.