Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBÍAWÐ SUNNUDAGUR ‘20. OKTÖBER Í991 teljast og svo sem engin algíld fræði til um það, en ég myndi halda að 26% skekkjumörk, eins og staðan er nú í ráðhúsinu, væru allt of há,” segir Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Verktakasambands ís- lands. „Vandinn er sá, virðist mér vera, að þegar opinberir aðilar eru að byggja, telja þeir það ekki vera frágangssök þó sækja þurfí viðbót- afjármagn til skattgreiðenda. Allir muni lifa það af. Aftur á móti ef fyrirtæki eða einstaklingar e.ru að byggja yfír sig, geta 15-20% skekkj- umörk ráðið úrslitum um hvort dæm- ið gangi einfaldlega upp eða ekki. Það sér það hver maður að ef kostn- aður við 15 milljóna króna einbýlis- hús, ykist allt í einu um 20%, þýddi það þriggja milljóna króna aukafjár- útlát fyrir viðkomandi einstakling. Það sveiflar því engin meðalmaður á einu ári,” segir Pálmi. Mat á óvissuþættina „Hver breyting hrindir af stað ákveðinni keðjuverkun. Sú staðreynd liggur fyrir að þegar breytingar fara af stað, sem gerist oft þegar forsend- ur eru ekki geirnegldar fyrirfram, verða þær breytingar alla jafna mjög dýrar og margfalt dýrari heldur en viðkomandi vinnuþáttur ef hann hefði verið hugsaður og skipulagður fyrirfram. Að bijóta niður uppsteypt- an vegg og setja hann upp annars staðar, felur ekki bara í sér tvöfaldan kostnað, heldur margfalt hærri kostnað. Auk þess fela slíkar breyt- ingar í sér seinkun annarra verk- þátta sem raskar allri tímaáætlun, sem er yfirleitt mjög stíf. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það að áætlanir á vegum hins opinbera bregðist, rétt eins og í fjárhag heimil- anna, en það sem mér fínnst skorta í áætlanagerðina er mat á óvissuþátt- unum, sem eru óneitanlega stórir í svo óvenjulegum mannvirkjum. Fag- menn gera mikil mistök með því að vanáætla kostnað, en maður gæti ætlað að pólitískt séð væri mun eðli- Morgunblaðið/RAX Níu áætlanir eru til um Listasafn íslands. Fyrsta kostnaðaráætlunin var gerð árið 1972 og sú síðasta árið 1985. Áætlanirnar nema allt frá 247 milljónum króna upp í 391 milljón á verðlagi uip síðustu áramót. Á hinn bóginn fór kostnaður við byggingu Listasafns íslands í tæpar 459 milljónir króna sem er 77% frá upphaflegri áætlun, ef miðað er við fjórðu áætlunina sem gerð var árið 1977 rétt í þann mund er framkvæmdir hófust. Morgunblaðið/RAX Kostnaður við endurbætur og framkvæmdir Þjóðleikhússins fór um 30% fram úr áætlunum, en heildarkostnaður við verkið stendur nú í 725 milljónum króna. Umframkostnaðurinn felst að hluta til í magnaukningu og hinsvegar því að viðbótarframkvæmdir komu til þegar verkið var hafið. Morgunblaðið/Björn Blöndal Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vigð 1987. Á verðlagi þess tíma kost- aði byggingin 3,2 milljarða og hafði þá farið fram úr áætlunum sem nam 871 milljón króna, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þegar framkvæmdir hófust í Viðey, lá ekki fyrir hvað menn ætluðu sér að gera þar. Þess vegna fór kostnaður við uppbygginguna um 200% fram úr upphaflegum áætlunum. legra að hafa áætlanir heldur rúmar en þröngar. Stjórnmálamenn gætu þá staðið kokhraustir á því að aflo- knu verki að tekist hefði að byggja 10% undir áætlun, sem væru svo og svo miklir peningar,” segir Pálmi. 15% varúðarforsenda Eins og áður var minnst á, standa staðlaðar byggingar á vegum hins opinbera, nokkuð vel að vígi þegar rætt er um endanlegan kostnað mið- að við áætlaðan kostnað. Og á vegum Landsvirkjunar hafa verið unnar áætlanir um virkjunarframkvæmdir upp á hundruð milljóna og jafnvel milljarða króna sem í öllum tilvikum hafa staðist nokkuð vel þegar reikn- ingar eru gerðir upp. Þess ber þó að geta að í áætlunum sínum reiknar Landsvirkjun ávallt með ákveðinni varúðarforsendu upp á 15% sem á að ná yfír ófyrirséðan kostnað. „Þessi prósentutala er ákveðin varnagli, sem við gefum okkur þannig að í áætlanagerðinni göngum við út frá því að verkið kosti 15% meira heldur en raunverulegar áætlanir gera ráð fyrir. Ef á hinn bóginn ófyrirséður kostnaður kemur ekki til á meðan á verki stendur, teljum við að eiginleg skekkjumörk eigi að vera ákaflega þröng, ekki hærri en 5%,” segir Jó- hannes Nordal, Seðlabankastjóri og formaður stjórnar Landsvirkjunar. „Fyrst og fremst skiptir það af- skaplega miklu máli að áætlanir séu fullgerðar áður en farið er af stað með framkvæmdir. Mjög góðar áætl- anir eru gerðar um sum mannvirki, þar sem að reynslutölur liggja fyrir, en því miður virðist mér að það sé ákaflega algengt í stærri opinberum mannvirkjum að verið sé að byggja jafnhliða hönnun og að hluta til var vinnu þannig háttað þegar bygging Seðlabankans stóð yfir. Því fór fjarri að allri innri hönnun og útfærslum hafí verið lokið áður en byijað var að byggja. Ég get því ekki sagt til um það hversu mikið byggingin fór fram úr áætlunum enda var okkur ljóst að við höfðum ekki neina trausta áætlun fyrirfram um heildarkostnað- inn þó við gerðum okkur grein fyrir stærðargráðunni. Slíkt verklag er auðvitað ekki æskilegt, en ef bygging á að vera fullhönnuð áður en að fram- kvæmdum kemur, krefst það mun meiri undirbúningstíma heldur en ella enda augljóst að ekki er hægt að áætla kostnað að fullu fyrr en búið er að hanna verkið,” segir Jó- hannes. í ljósi reynslunnar Hagkaup hyggur á næstu árum á byggingu verslunarmiðstöðvar í Kópavogi sem væntanlega verður opnuð á síðari helmingi þessa áratug- ar og er hönnunarvinna við bygging- una þegar hafin. Að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar verður fullhönnun hússins lokið áður en hafist verður handa á byggingarstað. „Við kjósum að hafa þann hátt á í ljósi reynslunn- •lar. Því miður var fullnaðarhönnun Kringlunnar ekki lokið áður en byij- að var að byggja og það myndum við aldrei endurtaka. Kostnaðarauk- inn við slíkt verklag er geysihár og getur hæglega skilið milli lífs og dauða,” segir Sigurður Gísli. Ábyrgð og alverktaka Ákveðin þróun hefur orðið í verk- samningum á síðustu árum, en mikið er farið að bera á svokallaðri alverk- töku, sem þýðir að einn verktaki er ábyrgur gagnvart verkkaupa svo og öllum sínum undirverktökum, sem hann ræður til verksins. Verktakar telja að alútboð séu mjög hentug í þeim tilfellum, sem þau eiga við,-sér í lagi í staðlaðri mannvirkjum. „Við teljum að alútboð komi mjög til móts við verkkaupa, en með því er mun meiri agi á öllu en ella. Þar er ábyrgð- in öll á einni hendi og ef eitthvað fer úrskeiðis, í forvinnu eða eiginlegum framkvæmdum, eru það mistök verk- takans. Kostnaðaráætlunin, sem lögð er til grundvallar, er áætlun verktak- ans. Það er hann sem veit aðila best hvað hlutirnir kosta og þó hann hafí kannski ekki unnið nákvæmlega eins verk áður, gerir hann sér grein fyrir þeirri óvissu sem verkinu er samf- ara. Og hann gerir sér líka grein fyrir því hvaða burði hann hefur til að taka á móti slíkri óvissu. Þannig má ætla að kostnaðaráætlunin hans, sem er tilboð hans í verkið, sé marg- falt betur unnin heldur en aðrar áætlanir þar sem að vitað er að eng- in verður dregin til ábyrgðar þó em- hveiju skeiki, en alkunna er að ábyrgðarhlutverkið vill gjaman velkjast á milli manna þegar margir verktakar eru kallaðir að sama verk- inu,” segir Pálmi Kristinsson. Arkitektar, sem gjarnan vilja fá að teikna sín minnismerki og fínnst umræða um kostnað oft og tíðum óæðri, eru á hinn bóginn ekki jafn- hrifnir með þróun mála því með alút- boði myndast milliliður milli arki- tektsins og verkkaupans sem er verk- takinn - aðilinn sem þarf að semja við. Þeir hafa þó ekki spornað við þróun þessari á neinn hátt, heldur benda gjarnan á að alútboð í of mikl- um mæli verði til þess að hefta fram- farir í húsagerðarlist. Útboð á hönnun „Ef alverktaka kemur ekki til, fínnst mér fullkomlega eðlilegt að C* f f 13 forvinna sé boðin ýt á fijálsum mark- aði, rétt eins og byggingarfram- kvæmdin sjálf,” segir Pálmi Kristins- son. Um þetta segir Jóhannes Nord- al: „Ég held að það-yrði afskaplega erfítt að koma við góðum útboðum á hönnun. Það er tvennt ólíkt að bjóða út sjálfa hönnunina eða verk, sem búið er að hanna og lýsa. Ég býst ekki við að rithöfundar, til dæm- is, myndu vilja skrifa skáldsögu eftir útboði. Ég tel mjög vafasamt að leit- aðir yrðu uppi arkitektar, sem væru tilbúnir í að vinna sem ódýrast. Fyr- ir mestu er að fá til verksins góða arkitekta, sem vitað er að muni ráða við það,” segir Jóhannes. Og í sama streng tekur aðstoðarframkvæmda- stjóri Almennu verkfræðistofunnar: „Gæfa hvers mannvirkis ræðst fyrst og fremst af vönduðum undirbúningi og yfirleitt leggja menn meira upp úr gæðum hönnunar heldur en kostn- aði enda er hönnunin undirstaða þess að fjárfestingin öll takist og þjóni sínum tilgangi. Ég get nefnt virðu- lega stofnun á borð við Alþjóðabank- ann, sem hafnar slíkri útboðsleið, þegar kemur að vaii á hönnuðum. Hann leitar fyrst og fremst að hæfni og reynslu og spyr síðast um verð- þáttinn. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr kostnaðinum, en greini- legt er að gæðin og öryggið vega þyngra hjá stofnun sem þessari og eins og einn deildarstjóri fram- kvæmdalánadeildar Alþjóðabankans orðaði það í fyrirlestri sem hann hélt í fyrra, er fráleitt að spara smáaura í hönnun og taka áhættu í verkefnum sem kosta milljarða dollara. Ég tel að það orki ákaflega mikils tvímælis að vera með útboðsmarkað í forvinnu vegna þess að þrátt fyrir allt er hönn- unin tiltölulega lítill hluti af heildar- kostnaði, en sá hluti sem ræður því hvort fjárfestingin heppnast. Hinsvegar um það atriði hvort hönnunarkostnaðurinn sé að verða of hár í hlutfalli við heildarkostnað bygginga, vil ég segja að það skiptir höfuðmáli hversu flókið mannvirkið er. Allar framkvæmdir eru að ein- hveijum hluta hugverk og að ein- hveijum hluta handverk. Stöðluð blokk í Breiðholti er tiltölulega lítið hugverk, en meira handverk. Hins- vegar er hugverksþátturinn mun stærri í þeim byggingum, sem teljast til listaverka í sjálfu sér. Ég tel full- komlega eðlilegt að hönnunarkostn- aður sé mun hærra hlutfall í slíkum mannvirkjum en stöðluðum bygging- um, sem eiga sér forsendur annars staðar,” segir Pétur Stefánsson. Lærdómur í skýrslu sinni um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bendir Ríkisendurskoð- un á ýmsan lærdóm, sem draga megi af þeirri framkvæmd og hafa megi að leiðarljósi í sambandi við aðrar opinberar meiri háttar fram- kvæmdir. í fyrsta lagi þarf að vanda til við undirbúning framkvæmda, einkum að fyrir liggi góð skilgreining á verkefninu og væntanlegum gangi þess. I öðru lagi er nauðsynlegt að vanda til áætlanagerðar, einkum samræmdra framkvæmda- og fjár- hagsáætlana. Framkvæma þarf stöð- uga endurskoðun meðan á verkefni stendur og tryggja upplýsingagjöf til réttra aðila. I þriðja' lagi skal vanda til vinnubragða við gerð fjár- lagatillagna og fjárlagagerðar og í íjórða lagi bendir Ríkisendurskoðun á að varast skuli breytingar á verk- tíma. Áður en ákvörðun er tekin um breytingu frá samþykktri áætlun og/eða hönnun, skal athuga svo sem unnt er hvaða afleiðingar breytingin hefur. Að lokum má geta þess að næsta stórverkefni borgarinnar er nú á teikniborðinu. Fimm arkitektum var falið að koma með hugmyndir um nýtingu Korpúlfsstaða samkvæmt hugmyndum svokallaðrar Korpúlfs- staðanefndar, en á Korpúlfsstöðum er meðal annars gert ráð fyrir upp- byggingu listamiðstöðvar, sem kennd verður við listamanninn Erró. Sér- stök matsnefnd fjallar nú um tillögur arkitektanna og að því búnu verður samið sérstaklega við einn þeirra um nánari útfærslur. Engar skýrar framkvæmda- eða kostnaðaráætlan- ir hafa enn litið dagsins ljós enda hönnunarvinna vart hafin. Hinsvegar eru uppi um það hugmyndir að ljúka fyrsta áfanga, að minnsta kosti, á kjörtímabilinu. í því sambandi verði fyrst veitt fé til verksins á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.